Fréttablaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 18
FÓLK|
Þórey er með vinnustofu á Korpúlfsstöðum
þar sem hún fæst við ýmis verkefni. Þórey
segir að listamenn séu alltaf að vinna því þeir
séu sífellt að sækja sér innblástur og það sé
alltaf hægt að læra meira. Hún er menntuð
myndlistakona og er enn að sækja námskeið
í myndlist. Í haust heldur hún á myndlistar-
námskeið til Barcelona. ■ gunnhildur@365.is
BJÖRT STOFA
Hér þykir Þóreyju best
að byrja daginn.
MYND/ERNIR
ÓENDANLEIKI Skúlptúr eftir Þóreyju. MYND/ERNIR
FJÖLSKYLDUVEGGUR
Dætur Þóreyjar, Ingi-
björg og Kristín Heiða
Magnúsdætur.
MYND/ERNIR
Fyrir stuttu opnaði sýning í Louisi-ana-safninu í Kaupmannahöfn sem ber yfirskriftina „New Nordic – Arki-
tektúr og sérkenni“. Þar er leitast við að
veita gestum innsýn í sérkenni norræns
arkitektúrs. Fimm arkitekta stofum frá
Norðurlöndunum var boðin þátttaka í
sýningunni og þær beðnar um að byggja
einn sýningarskála hver sem bæri staðar-
háttum, sérkennum og reynsluheim
þeirra vitni. Arkitektastofunni Studio
Granda var boðin þátttaka fyrir Íslands
hönd. „Það er mikil viðurkenning fyrir
okkur og við teljum okkur heppin að
hafa fengið tækifæri til að hanna íslenska
skálann sem er einn af fimm miðpunktum
sýningarinnar,“ segir Steve Christer, arki-
tekt og eigandi Studio Granda.
Skálinn er samsettur úr tveimur báru-
járnsskeljum sem umlykja rautt hraun-
berg og innganga í skálann er um sextíu
sentímetra vítt op. Gólf er stráð muldu
hraunbergi sem snarkar og brestur
í þegar gengið er um skálann. „Við
reyndum að ná þeirri tilfinningu að það
sé hægt að vera einn með sjálfum sér en
um leið hluti af einhverju sem er miklu
stærra en maður sjálfur sem persóna. Við
vildum koma því á framfæri að möguleiki
á þessari einveru er svo mikilvægur,“
segir Margrét Harðardóttir arkitekt og
eigandi Studio Granda.
Mikið hefur verið lagt í sýninguna og
eru gagnrýnendur í Danmörku á einu
máli um að hér sé á ferðinni stórkost-
leg og fræðandi sýning. Sýningin gefur
greinar góða mynd af samnorrænum
stefnum í arkitektúr landanna en greinir
jafnframt frá sérkennum hvers lands og
hvernig umhverfi og þjóðhættir móta stíl.
Við inngang sýningarinnar hafa þrjátíu
stofur og einstaklingar verið fengnir til
þess að gefa innsýn í menningu hverrar
þátttökuþjóðar. Aðilarnir voru beðnir
um að túlka sérkenni sinnar þjóðar hver
á sinn hátt og er um að ræða vídeó, inn-
setningar, nytjahluti, bækur og fleira sem
mætir gestum við inngöngu á sýninguna.
Sýningin stendur til 21. október 2012.
■ lilja.bjork@365.is
MIKIL VIÐURKENNING
ARKITEKTÚR Studio Granda Arkitektar gerðu sýningarskála Íslands á sam-
norrænni sýningu sem nýlega opnaði á Lousiana-safninu í Kaupmannahöfn.
■ SETTU HRAÐAMET
Það er aðeins lítill minnihluta-
hópur sem hefur gaman af því
að þrífa. Til eru ráð fyrir okkur
hin til þess að gera húsverkin þó
nokkuð bærilegri.
Það má til
dæmis hafa góða
tónlist í gangi á
meðan ryksugað
er, hækka hana í botn
og jafnvel dilla sér í takt
við hana. Svo er hægt
að fara í keppni við
sjálfan sig í klósett-
þrifum eða í upp-
vaskinu og reyna
svo að bæta hraða-
metið í hverri viku. Þá má horfa
á uppáhaldsþáttinn uppi í sófa á
meðan gengið er frá þvottinum.
Ef þessum ráðum er fylgt
eftir, þá verða húsverkin miklu
skemmtilegri.
HÚSVERKIN
SKEMMTILEGRI
Tónlist og tjútt við húsverkin
BÁRUJÁRN OG
HRAUNBERG
Íslenski skálinn á
sýningunni í Louisiana-
safninu er gerður úr
bárujárnsskeljum sem
umlykja rautt hraunberg
og innganga í skálann
er um sextíu sentímetra
vítt op.
■ FRAMHALD AF FORSÍÐU
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
Verslunin Belladonna á Facebook
Flott föt fyrir flottar konur
st. 40 – 58
Núna færð þ
ú 25% viðbótar
-afslátt
af öllum úts
öluvörum
ÚTSÖLULOK
ÚTSALAN
25-60% afsláttur
af öllum vörum
hefst í dag