Fréttablaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 40
30. júlí 2012 MÁNUDAGUR24
sport@frettabladid.is
ÁSGEIR SIGURGEIRSSON endaði í fjórtánda sæti í keppni í loftskammbyssu á Ólympíuleikunum á laugardaginn. Ásgeir fékk
580 stig af 600 mögulegum og jafnaði þar með sinn besta árangur á alþjóðlegu móti. Hann var aðeins þremur stigum frá því að
komast áfram í átta manna úrslitin. „Þetta var samkvæmt mínum allra björtustu vonum og ekki annað hægt en að vera ánægður
með þetta,” sagði Ásgeir. „Auðvitað hefði verið gaman að fara áfram í átta manna úrslit en ég er enn að safna reynslu.”
Allt um leiki
gærkvöldsins
er að fi nna á
1-0 Nichlas Rohde (35.)
Skot (á mark): 10-5 (5-2)
Varin skot: Ingvar Þór 1 - Abel 4
BREIÐABLIK (4-3-3): Ingvar Þór Kale 6 - Gísli
Páll Helgason 6, Þórður Steinar Hreiðarsson 6,
Renee Troost 7, Kristinn Jónsson 7 - Finnur Orri
Margeirsson 6, Andri Rafn Yeoman 6, Tómas
Óli Garðarsson 7 ( 81. Jökull I Elísabetarson -) -
Árni Vilhjálmsson 5 (73. Rafn Andri Haraldsson
-), Haukur Baldvinsson 6 (64. Ben Everson 5),
*Nichlas Rohde 8.
ÍBV (4-3-3): Abel Dhaira 5 - Arnór Eyvar Ólafsson
5, Matt Garner 6, Rasmus Christiansen 4, Þórarinn
Ingi Valdimarsson 3, Guðmundur Þórarinsson 6
- George Baldock 5, Ian David Jeffs 5 (60. Eyþór
Helgi Birgisson 5) - Tryggvi Guðmundsson 4 (64.
Andri Ólafsson 5), Tonny Mawejje 3 (83. Víðir
Þorvarðarson -), Christian Steen Olsen 5.
* MAÐUR LEIKSINS
Kópavogsvöllur, áhorf.: 748 Gunnar Jarl Jónsson (7)
1-0
0-1 Ellert Hreinsson (10.), 1-1 Jóhann
Þórhallsson (33.), 1-2 Mark Doninger (38.),
2-2 Davíð Þór Ásbjörnsson (63.), 2-3 Halldór
Orri Björnsson (72.), 3-3 Ingimundur Níels
Óskarsson (82.)
Skot (á mark): 6-14 (5-6)
Varin skot: Bjarni Þórður 2 - Ingvar 2
FYLKIR (4-4-2): Bjarni Þórður Halldórsson 5 -
Elís Rafn Björnsson 5, Davíð Þór Ásbjörnsson
6, Finnur Ólafsson 5, Kjartan Ágúst Breiðdal 5
- Ingimundur Níels Óskarsson 7, Ásgeir Börkur
Ásgeirsson 5, Oddur Ingi Guðmundsson 6, Tómas
Joð Þorsteinsson 5 - Björgólfur Takefusa 6 (84.
Magnús Þórir Matthíasson -) Jóhann Þórhallsson 6
(89. Rúrik Andri Þorfi nnsson -)
STJARNAN (4-3-3): Ingvar Jónsson 3 - Jóhann
Laxdal 6, Tryggvi Steinn Bjarnason 4, Daníel
Laxdal 5, Hörður Árnason 4 - Alexander Scholz
5, *Halldór Orri Björnsson 7, Atli Jóhannsson 6,
Kennie Chopart 6 (67. Gunnar Örn Jónsson 6),
Ellert Hreinsson 6, Garðar Jóhannsson 5 (35. Mark
Doninger 6) * MAÐUR LEIKSINS
Fylkisvöllur, áhorf.: 1017 Erlendur Eiríksson (6)
3-3
0-1 Matthías Guðmundsson (58.)
Skot (á mark): 13-9 (4-4)
Varin skot: Duracak 3 - Ólafur Þór 4
SELFOSS (4-2-3-1): Ismet Duracak 6 - Endre Ove
Brenne 6, Hafþór Þrastarson 7, Bernard Petrus
Bronz 6, Marko Hermo 4 - Babacar Sarr 6, Jon
Andre Royrane 6 (68 Egill Jónsson 6) - Tómas
Leifsson 7 (90 Magnús Ingi Einarsson), Jón Daði
Böðvarsson 5, Ólafur Karl Finsen 8 (68 Moustapha
Cisse 4) - Viðar Örn Kjartansson 7
VALUR (4-5-1): Ólafur Þór Gunnarsson 6 - Jónas
Tór Næs 6, Atli Sveinn Þórarinsson 7, Halldór
Kristinn Halldórsson 7, Matarr Jobe 7 – *Matthías
Guðmundsson 8 (78 Hörður Sveinsson), Kristinn
Freyr Sigurðsson 7, Guðjón Pétur Lýðsson 6,
Rúnar Már Sigurjónsson 7, Þórir Guðjónsson 6 (82
Hafsteinn Briem) – Kolbeinn Kárason 6
* MAÐUR LEIKSINS
Selfossvöllur, áhorf.: 588 Kristinn Jakobsson (7)
0-1
STAÐAN Í DEILDINNI
KR 12 7 3 2 24-15 24
FH 11 7 2 2 29-12 23
Stjarnan 13 5 7 1 28-22 22
ÍBV 12 6 2 4 21-12 20
Fylkir 13 5 5 3 19-22 20
Breiðablik 13 5 4 4 11-14 19
Valur 13 6 0 7 17-17 18
ÍA 12 5 3 4 19-23 18
Keflavík 12 4 3 5 19-18 15
Fram 12 4 0 8 15-19 12
Selfoss 13 2 2 9 13-26 8
Grindavík 12 1 3 8 15-30 6
NÆSTU LEIKIR Í DEILDINNI
Fram - FH Í kvöld kl. 19.15
Keflavík - Grindavík Í kvöld kl. 19.15
KR - ÍA Í kvöld kl. 20.00
ÍBV - KR Mið. 8. agúst kl.18.00
ÍA - Fylkir Mið. 8. agúst kl.19.15
FH - Selfoss Mið. 8. agúst kl.19.15
Grindavík - Fram Mið. 8. agúst kl.19.15
Valur - Breiðablik Mið. 8. agúst kl.19.15
Stjarnann - Keflavík Mið. 8. agúst kl.20.00
PEPSI-DEILDIN
ÓL2012 Ragna Ingólfsdóttir hefur
í dag leik á Ólympíuleikunum í
Lundúnum en hún mætir í kvöld
Akvile Stapusaityte frá Litháen í
fyrri leik sínum í F-riðli einliða-
leiks kvenna í badminton.
Hún mætir svo Jie Yao frá Hol-
landi á morgun en einn kemst
áfram úr hverjum riðli í 16-manna
úrslitin. Yao er ein sextán
sterkustu keppanda mótsins sem
var raðað í riðlana og hefur Ragna
aldrei mætt henni áður. Hún hefur
hins vegar unnið Stapusaityte í öll
fjögur skiptin sem þær hafa mæst.
Leiðinleg inn á vellinum
Hún kann þó ekkert sérstaklega
við þá litháísku. „Hún er frekar
leiðinleg inn á vellinum – öskrar
mikið og er ekkert mjög við-
kunnan leg. Ég hlakka ekki neitt
sérstaklega mikið til að spila við
hana en það er bara verkefni sem
ég þarf að leysa. Ég öskra bara á
móti,“ sagði hún í léttum dúr.
Hún græðir á því að viðureign
hennar við Yao sé sú síðasta í
riðlinum. „Ég get séð leikinn
þeirra og punktað eitthvað hjá
mér um Yao. En hún er mjög góð
– fædd í Kína en spilar fyrir Hol-
land. Hún hefur alltaf verið ofar-
lega á Evrópu meistaramótum.“
Á möguleika að komast áfram
Ragna hefði getað fengið mun
erfiðari riðil og á sannarlega
möguleika á að komast áfram.
Sjálf er hún í 81. sæti heimslistans,
þrettán sætum fyrir ofan Stapusai-
tyte en talsvert fyrir neðan Yao,
sem er í því 20.
En Ragna er reynslunni ríkari
eftir að hafa keppt í Peking fyrir
fjórum árum og er í mjög góðu
líkam legu standi. Hún segir mark-
miðið einfalt.
„Ég ætla bara að reyna að vinna
hvern einasta leik. Ég fékk þennan
riðil og í sanni sagt veit ég ekki
hversu mikla möguleika ég á á að
fara áfram. Ólympíuleikar eru svo
allt öðruvísi en öll önnur mót og
því ætla ég bara að nálgast þetta
eins varlega og ég get – taka bara
eitt stig fyrir í einu. Það er hægt
að æfa mikið og undirbúa sig eins
vel og kostur er en staðreyndin er
sú að maður hefur ekki hugmynd
um hvað bíður manns þegar fyrsti
leikurinn hefst.“
Ragna segir að undirbúning-
urinn hafi gengið vel eftir að hún
kom í Ólympíuþorpið í síðustu
viku. Að vísu er sá galli að keppnis-
höllin, Wembley Arena, er í um
90 mínútna akstursfjarlægð frá
Ólympíugarðinum.
„Það var langt að fara á æfingar
fyrstu dagana en á laugardaginn
færði ég mig yfir á hótel sem er
mun nær höllinni. Þar verð ég á
meðan badmintonkeppnin stendur
yfir en kem svo aftur í þorpið,“
sagði hún.
Viðureign Rögnu og Stapusai-
tyte hefst klukkan 18.42 í dag og
á Ragna þar með möguleika á að
verða fyrsta íslenska badminton-
konan frá upphafi til að vinna
viður eign á Ólympíuleikum,
en Íslendingar kepptu fyrst í
greininni á Ólympíuleikum árið
1992.
ÉG ÖSKRA BARA Á MÓTI
Ragna Ingólfsdóttir hefur í dag leik á Ólympíuleikunum í Lundúnum en í kvöld
mætir hún litháískum keppanda. Hún er nú að keppa á sínum öðrum leikum
en með sigri í kvöld brýtur hún blað í sögu badmintons á Íslandi.
KLÁR Í SLAGINN Í KVÖLD Ragna Ingólfsdóttir verður í kvöld fyrsta badmintonkonan til að keppa á tveimur leikum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI Strákarnir okkar í
íslenska handboltalandsliðinu
unnu sinn fyrsta leik á Ólympíu-
leikunum í gær þegar þeir mættu
Argentínumönnum í þriðja
sinn á rúmri viku, 31-25. Ísland
hafði spilað tvo æfingaleiki við
Argentínu fyrir leikana og það
borgaði sig, því strákunum tókst
að gera nóg til að hafa betur gegn
hættulegum andstæðingi.
„Skylduverkið var kannski að
spila þennan fyrsta leik en eins og
við sáum þá er Argentína ekki með
lélegt handboltalið. Sá sem heldur
því fram veit bara ekkert um
handbolta,“ sagði Arnór Atlason
ákveðinn en hann byrjaði í stöðu
leikstjórnanda í gær í fjarveru
Snorra Steins Guðjónssonar.
Snorri Steinn spilaði svo síðustu
20 mínútur leiksins og gerði það
ljómandi vel, enda sigu strákarnir
fram úr á lokakaflanum og unnu
öruggan sex marka sigur.
Hreiðar Levý Guðmundsson
spilaði einnig síðustu 20 mín-
úturnar og var valinn maður
leiksins. Enda varði hann tólf skot,
þar af þrjú víti, og fór á kostum.
„Það er ótrúlega gaman að þetta
sé komið í gang aftur. Við erum
búnir að bíða eftir þessu síðan við
töpuðum fyrir Frökkum í Peking
fyrir fjórum árum síðan. Það var
frábært að spila í þessari æðis-
legu höll og við fíluðum okkur vel.
Aðalmálið er þó að við fengum tvö
stig,“ sagði Arnór.
Það gekk þó á ýmsu hjá íslenska
liðinu sem á heilmikið inni fyrir
næstu leiki. „Það er alltaf eitthvað
sem má laga en heilt yfir erum
við sáttir. Við fengum nú varla
sókn þar sem við vorum sex gegn
sex í fyrri hálfleik og við áttum
stundum í erfiðleikum með að
finna dauðafærin. En það er samt
fínt að skora 31 mark.“
Landsliðsþjálfarinn Guð mundur
Guðmundsson skrifaði slæma
byrjun Íslands í leiknum á sviðs-
skrekk. „Menn eru búnir að bíða
eftir þessu í fjögur ár og undirbúa
sig í allt sumar fyrir þennan fyrsta
leik. Svo komum við í þorpið og var
biðin eftir þessum leik erfið, sem
og óvissan vegna meiðsli þeirra
Arons, Snorra og Ólafs Bjarka.“
Hann var þó sáttur við leikinn,
þó að ýmislegt megi bæta. „Það
vildu allir gefa allt sitt í leikinn
en til að byrjað með vantaði meiri
grimmd í leikmenn. Menn voru
hikandi og þess fyrir utan virtist
ólánið elta okkur – við misstum öll
fráköst út af eða til þeirra auk þess
sem dómararnir dæmdu mikið á
okkur.“
Næst spilar Ísland gegn Túnis
í fyrramálið og á Arnór von á
erfiðari leik en gegn Argentínu.
„Við mættum Túnis í Frakklandi
og það var ekki auðvelt. Þeir
eru líkamlega mjög sterkir
og við þurfum nú að taka upp
boxhanskana. Það verða slagsmál
og læti.“ - esá
Íslenska landsliðið í handbolta vann sex marka sigur á Argentínu í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum:
Nú þurfum við að taka upp boxhanskana
HREIÐAR LEVÝ FAGNAR Lokaði íslenska
markinu í lokin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
og Valgarður
Gíslason
fjalla um ÓL 2012
eirikur@frettabladid.is - valli@frettabladid.is
10.45: 200 m fjórsund kvenna
Eygló Ósk Gústafsdóttir, 2. riðill
18.09: Badminton kvenna
Ragna Ingólfsdóttir mætir Akvile
Stapusaityte frá Litháen.
MÁNUDAGINN 28. JÚLÍ
ÓL 2012
Íslendingar á
ÓL2012 Eygló Ósk Gústafsdóttir
synti í sinni fyrstu grein af
fjórum á Ólympíuleikunum í
Lundúnum í gær. Hún keppti í
100 metra baksundi og var aðeins
sjö hundraðshluta frá Íslandsmeti
sínu. Hún synti á 1:02,40 mínútu
sem skilaði henni í 32. sæti.
„Auðvitað langaði mig að fara
hraðar en þetta var samt mjög
fínt,“ sagði hún eftir sundið í
gær. „Ég var mjög stressuð fyrir
sundið en leið svo mjög vel í
lauginni. Það var fínt að taka allt
stressið út í þessari grein.“
Í dag keppir hún í 200 metra
fjórsundi en besta greinin hennar
er 200 metra baksund, sem hún
keppir í á fimmtudaginn. „Þetta
er allt á réttri leið hjá mér enda
búin að æfa mjög vel. Það kemur
svo bara í ljós hvað gerist.“ - esá
Eygló Ósk nærri Íslandsmeti:
Tók út stressið
EYGLÓ ÓSK Synti í fyrsta sinn á Ólympíu-
leikum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ísland-Argentína 31-25 (15-14)
Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson
9 (11), Ólafur Stefánsson 6/4 (9/4), Róbert
Gunnarsson 4 (5), Ingimundur Ingimundarson
3 (3), Arnór Atlason 3 (4), Aron Pálmarsson 3
(9), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (3), Alexander
Petterson 1 (6),
Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundss. 12/3 (19/4,
63%), Björgvin Páll Gústavss. 11 (29/4, 38%),
Hraðaupphlaup: 13 (Guðjón Valur 7, Ingimundur
3, Ásgeir Örn 2, Aron) - Argentína 4
Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Arnór 2)
Mörk Argentínu (skot): Diego Simonet 5 (9),
Guido Riccobelli 4 (4), Federico Fernandez 4/2
(7/3), Sebastían Simonet 4 (9), Andrés Kogovsek
3 (3), Federico Pizzarro 3/3 (5/5), Gonzalo Carou
1 (2), Damián Migueles 1 (4), Juan Manuel
Vazquez (1), Pablo Portela (1), Federico Vieyra (6),
Varin skot: Matias Schulz 9 (30/2, 30%),
Fernando Garcia 6 (16/2, 38%).
TÖLFRÆÐIN