Fréttablaðið - 25.08.2012, Síða 2
25. ágúst 2012 LAUGARDAGUR2
Marshall, óttist þið ekki að
þið séuð að kasta perlum fyrir
svín?
„Nei, ég er sannfærður um að
Reykjavik Bacon Festival verður ein
af perlum Reykjavíkur og þar verður
ekki svínað á neinum.“
Marshall Porter er í Beikonfélagi Iowa-
ríkis í Bandaríkjunum. Félagið tók þátt í
Reykjavík Bacon Festival í gær og kom
færandi hendi með 50 kíló af beikoni.
LÖGREGLUMÁL Til stendur að senda
mál Annþórs Kristjáns Karls-
sonar og Barkar Birgissonar,
sem grunaðir eru um manndráp
á Litla-Hrauni, til ákærumeð-
ferðar hjá Ríkissaksóknara „með
haustinu“, eins og það er orðað hjá
lögreglunni á Selfossi sem annast
rannsókn málsins.
Enn er beðið eftir endanlegri
niðurstöðu úr krufningu Sigurð-
ar Hólm Sigurðssonar, sem fannst
látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni
um miðjan maí. Bráðabirgðanið-
urstaða hennar gaf til kynna að
hann hefði látist af völdum áverka
sem honum hefðu verið veittir af
mannavöldum.
Rannsóknin er í fullum gangi,
að sögn Elísar Kjartanssonar hjá
rannsóknardeild lögreglunnar á
Selfossi. Hún hefur verið mjög
umfangsmikil, tugir hafa verið
yfirheyrðir, bæði úr fangelsinu
og utan þess, og málskjölin fylla
að hans sögn heila hillu.
Skammt er síðan Héraðsdómur
Suðurlands, og í kjölfarið Hæsti-
réttur, féllst á að leyfa sumum
vitnum í málinu að njóta nafn-
leyndar þegar og ef til þess kemur
að þau gefi skýrslu fyrir dómi. - sh
Lögregla hefur yfirheyrt tugi vegna rannsóknar á andlátinu á Litla-Hrauni:
Til ákæruvalds með haustinu
ANNÞÓR KRISTJÁN
KARLSSON
BÖRKUR
BIRGISSON
STJÓRNSÝSLA Bæjarráð Kópavogs
hefur hafnað rúmlega sautján millj-
óna króna tilboði sem barst í ein-
býlishúsalóðina Hólmaþing 7 við
Elliðavatn.
Hjónunum Eiði Smára Guðjohn-
sen og Ragnhildi Sveinsdóttur var
úthlutað lóðinni sumarið 2005 en
byggðu aldrei á henni og fengu lóð-
ina endurgreidda hjá Kópavogsbæ
í vor. „Með vísan til þess að undir-
ritaður ásamt fjölskyldu sinni hefur
ekki hug á að flytja til Íslands í
nálægri framtíð óska ég hér eftir
því að skila lóðinni,“ segir í bréfi
Eiðs Smára til Kópavogsbæjar.
Hólmaþing 7 er talin einstök
byggingarlóð vegna staðsetningar
sinnar. Samkvæmt mati á bæjar-
skrifstofunum er virði hennar 19,9
milljónir króna. Í stað þess að aug-
lýsa lóðina lausa til umsóknar var
ákveðið fyrr í sumar að freista
þess að fá hærra verð með því að
fela tveimur fasteignasölum að selja
lóðina hæstbjóðanda.
Á fundi framkvæmdaráðs Kópa-
vogs um miðjan þennan mánuð var
lagt fram ríflega sautján millj-
óna króna kauptilboð í lóðina.
Það var frá Birni Jakobi Björns-
syni, eiginmanni Agnesar Gunn-
arsdóttir. Hún er dóttir formanns
framkvæmdaráðs Kópavogs,
Gunnars Birgissonar, bæjarfull-
trúa úr Sjálfstæðisflokki. Gunnar
vék af fundi við afgreiðslu fram-
kvæmdaráðs sem ákvað að hafna
tilboðinu. Bæjarráð staðfesti þessa
afgreiðslu síðan á fimmtudag.
Guðríður Arnardóttir, oddviti
Samfylkingarinnar og fulltrúi í
framkvæmdaráðinu, lagði til að
hætt yrði við söluna í gegnum fast-
eignasölurnar tvær og lóðin aug-
lýst af bænum sjálfum og óskað
eftir umsóknum um hana. Síðan
yrði dregið á milli umsækjenda
á hefðbundinn hátt og lóðin seld á
áðurnefndar 19,9 milljónir. Fram-
kvæmdaráð vísaði hins vegar
málinu til bæjarráðs sem ákvað,
að tillögu Ómars Stefánssonar úr
Framsóknarflokki, að reyna til
þrautar að selja lóðina á almenn-
um markaði; fá á fleiri fasteigna-
sölur að málinu og auglýsa lóðina
sömuleiðis á vef bæjarins.
Guðríður segir eftirgrennslan
hafa leitt í ljós að
Hólmaþing 7 hafi
ekki verið aug-
lýst í dagblöðum
heldur aðeins á
heimasíðu Remax
og ekkert af hálfu
Eignaborgar sem
þó miðlaði fyrr-
greindu tilboði til
bæjarins. „Það er
mjög sérkennilegt
að við séum að fela þessum fast-
eignasölum að selja lóðina í þeirri
von að við fáum meira fyrir hana
og svo auglýsa þær hana ekki einu
sinni,“ segir Guðríður.
„Ég tel langt í frá fullreynt að
selja lóðina,“ bókaði Ómar á bæjar-
ráðsfundinum. Samkvæmt tillögu
hans er fasteignasölunum gefinn
frestur til 30. september að selja
lóðina. Verði lóðin óseld þá verð-
ur hún sett í hefðbundna úthlutun.
gar@frettabladid.is
Deilur um lóð sem
Eiður Smári skilaði
Eiður Smári Guðjohnsen skilaði einbýlishúsalóð á besta stað við Elliðavatn sem
Kópavogsbær úthlutaði. Eina tilboðið sem bænum hefur borist er sagt of lágt.
Það er frá tengdasyni formanns framkvæmdaráðs sem vék er málið var afgreitt.
HÓLMAÞING 7 „Án efa með fallegri byggingarlóðum sem í boði eru í dag,“ segir á
söluvef Remax sem kveður staðsetningu lóðarinnar Hólmaþings 7 vera „ótrúlega“.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
GUÐRÍÐUR
ARNARDÓTTIR
GUNNAR I.
BIRGISSON
EIÐUR SMÁRI
GUÐJOHNSEN
ATVINNUMÁL Vinna hefst að nýju
um mánaðamót hjá fiskvinnslu
Vísis á Þingeyri og Húsavík eftir
þriggja mánaða sumarlokun. 30
manns starfa í vinnslunni á Þing-
eyri en um fjörutíu á Húsavík.
„Við munum reyna að vinna eins
mikið og hægt er,“ segir Andrés
Óskarsson, fjármálastjóri Vísis,
sem er með höfuðstöðvar í Grinda-
vík. Síðasta vetur var vinnsla stop-
ul á Þingeyri. Vegna vinnslustöðv-
unarinnar varð starfsfólk að fara
á atvinnuleysisbætur í tvo mánuði
en átti einn mánuð í sumarfrí. - jse
Fiskvinnsla Vísis í gang:
Vinnsla hefst
eftir sumarhlé
ÍÞRÓTTIR Yfir eitt þúsund börn eru
á biðlista hjá fimleikafélaginu
Gerplu í Kópavogi og munu varla
komast að í vetur. Auður Inga
Þorsteinsdóttir, framkvæmda-
stjóri Gerplu, segir að aðsókn
barna og unglinga í fimleikaiðk-
un hafi stóraukist síðustu ár og
húsnæðið rúmi ekki fleiri.
„Við erum auðvitað hæstánægð
með aukinn áhuga á íþróttinni en
um leið er leiðinlegt að geta ekki
tekið við öllum,“ segir Auður. Um
1.400 iðkendur eru hjá Gerplu og
húsnæðið algerlega fullnýtt.
Forráðamenn Gerplu hafa átt
í samskiptum við Kópavogsbæ
vegna húsnæðismála. - þj
Mikil aðsókn í fimleika:
Þúsund börn
eru á biðlista
FIMLEIKAFJÖR Árangur Gerplukvenna
hvetur eflaust marga til að iðka fimleika,
en færri komast að en vilja.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Flugdólgur í fangelsi
Lögregla fjarlægði í gærmorgun mann
sem hafði verið með dólgslæti í
flugvél í millilandaflugi. Á Reykjavíkur-
flugvelli hélt maðurinn, sem var mjög
ölvaður, uppteknum hætti og fékk því
að gista fangageymslur.
Ágreiningur um túlkun laga
Lögreglan neyddist í gær til að hand-
taka karlmann sem hafði í frammi
hótanir í garð lögreglumanna vegna
ágreinings um túlkun umferðarlaga.
Hann var staðinn að því að aka gegn
einstefnu, leggja á gangstétt og aka
án öryggisbeltis. Hann þvertók fyrir
brotin og snöggreiddist. Hann var
svo fluttur á lögreglustöð en fékk að
fara heim stuttu síðar, rólegri en enn
ósáttur.
LÖGREGLUFRÉTTIR
NEW YORK, AP Tveir féllu og níu særðust í gær eftir
að maður á sextugsaldri hóf skothríð á götum New
York-borgar, skammt frá Empire State-bygging-
unni.
Byssumaðurinn, Jeffrey Johnson að nafni, skaut
Steven Ercolino, fyrrum samstarfsmann sinn, í höf-
uðið og gekk burtu. Tveir lögreglumenn stöðvuðu
manninn skammt frá og upphófst skothríð. Johnson
féll og níu slösuðust. Michael Bloomberg, borgar-
stjóri New York, sagði í ávarpi í gær að ekki væri
útilokað að sumir hefðu særst af völdum lögreglu-
mannanna.
Sjónarvottum bar ekki saman um hvort Johnson
hefði hleypt af byssu sinni á undan lögreglu, eða
hvort hann hefði aðeins beint vopninu að mönnun-
um.
Raymond Kelly lögreglustjóri sagði hins vegar að
lögregluþjónarnir hefðu ekki átt aðra valkosti.
Fréttir herma að Johnson hafi verið sagt upp
störfum í fyrra hjá hönnunarfyrirtækinu Hazan
Imports, þar sem hann hafði unnið í sex ár. Eftir
uppsögnina hafi hann borið kala til hins látna með
fyrrgreindum afleiðingum.
Þetta er þriðja mannskæða skotárásin í Bandaríkj-
unum á stuttum tíma, en fyrir skemmstu myrti kyn-
þáttahatari sex síka í Wisconsin-ríki og í júlí létust
tólf eftir skotárás í kvikmyndahúsi í Colorado. - þj
Tveir látnir og níu særðir eftir enn eina mannskæða skotárás í Bandaríkjunum:
Voðaverk framið við Empire State
BYSSUMAÐUR Í VALNUM Jeffrey Johnson skaut fyrrum sam-
starfsmann sinn til bana, en féll síðar fyrir hendi lögreglu-
manna. Níu borgarar særðust í skotbardaganum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SUÐUR-AFRÍKA, AP Flóðhesturinn
Solly, sem hafði setið fastur í
sundlaug í Limpopo í Suður-Afr-
íku í þrjá daga, drapst í gær áður
en björgunarsveitir gátu náð
honum upp úr.
Solly, sem var fjögurra vetra
karldýr, hafði rambað út í sund-
laugina á þriðjudag eftir að hafa
verið hrakinn frá hjörð sinni. Þó
flóðhestar séu syndir komst hann
ekki aftur upp á bakkann. Þrautir
hans vöktu mikla athygli og var
meðal annars sjónvarpað frá
lauginni.
Þrátt fyrir að mikið hefði verið
lagt í björgunaraðgerðir, örmagn-
aðist Solly sem var hífður líflaus
upp úr lauginni. - þj
Harmleikur í sundlaug:
Flóðhesturinn
Solly drapst
HÍFÐUR Á BROTT Dýralæknir sést hér
stýra brottflutningi Solly úr sundlauginni.
Dauði hans olli sorg í Suður-Afríku.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DANMÖRK Óvíst er hvort hægt
verður að saksækja þá sem ollu
skemmdum á bráðamóttöku
sjúkrahússins í Óðinsvéum í vik-
unni þar sem slökkt var á eftir-
litsmyndavélum.
Hátt í sextíu manns rudd-
ust inn í sjúkrahúsið í þeim til-
gangi að jafna um sjúkling sem
var verið að sinna vegna skot-
og hnífstungusára. Þeir brutu
þar allt og brömluðu og ógn-
uðu starfsfólki áður en lögregla
stökkti þeim á flótta.
Sem stendur er einn ungur
maður í gæsluvarðhaldi vegna
uppákomunnar. - þj
Óspektir á bráðamóttöku:
Spítaladólgar
gætu sloppið
SPURNING DAGSINS
Hver tími er 60 mínútur og kennt er tvisvar í viku á
þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 í leikfimissal
Hvassaleitisskóla. Námskeiðið er tólf vikur.
Kennari er Birgitta Sveinbjörnsdóttir danskennari.
Skráning er hafin á námskeiðið sem hefst þriðjudaginn
4. september.
Upplýsingar og skráning í síma: 899-8669.
Suðræn sveifla er skemmtileg
líkamsrækt fyrir konur á öllum
aldri. Námskeiðið byggist upp á
mjúkri upphitun, latin dönsum
eins og Cha Cha, Jive, Salsa og fl.,
kviðæfingum og góðri slökun.