Fréttablaðið - 25.08.2012, Síða 8

Fréttablaðið - 25.08.2012, Síða 8
25. ágúst 2012 LAUGARDAGUR8 NEYTENDUR Vefnotendur geta beitt ýmsum aðferðum til að verjast aug- lýsingum netþrjóta sem vilja hafa fé af grunlausum íslenskum net- notendum. Á stærsta netsölutorgi landsins, Bland.is, eru notendur hvattir til að vera vakandi og nota almenna skynsemi í viðskiptum á vefnum eins og annars staðar. „Bland.is er langstærsta sölu- torg Íslands á netinu og við fullyrð- um að það heyri til algjörra und- antekninga að fólk reyni að villa á sér heimildir og svíkja út peninga og vörur,“ segir Anna María Jóns- dóttir, þjónustustjóri Bland.is. Erf- itt geti reynst að koma í veg fyrir allar auglýsingar sem eru svokall- að „spam“ eða í ætt við ruslpósta. „Starfsfólk okkar bregst þá strax við og tekur viðkomandi auglýsingu út og bannar notandann.“ Fréttablaðið hefur fjallað um erlenda tölvuþrjóta sem villa á sér heimildir og reyna að hafa af fólki fé. Lúmskar aðferðir þrjótanna eru hins vegar til þess að blekkja þá sem þekkja ekki nægilega vel til í svona netmarkaðsviðskiptum. Bland.is býður upp á ýmsar leiðir fyrir notendur til að staðfesta vel- vilja sinn eða til að tilkynna hugs- anlega skúrka. Til dæmis er boðið upp á hnapp við auglýsingar sem hringir viðvörunarbjöllum vef- stjóra. „Þannig læturðu okkur vita ef um vafasama aðila gæti verið að ræða og við athugum málið strax,“ segir Anna María. - bþh Ýmsar leiðir eru fyrir netnotendur til þess að verjast netþrjótum: Varúð skal viðhöfð á vefnum SAMKEPPNISMÁL Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest þá niðurstöðu Samkeppniseftir- litsins að leggja 390 milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu á farsímamarkaði. Það var Nova sem kærði Símann fyrir að verðleggja lúkningargjöld milli símafyrirtækja of hátt. Í úrskurði nefndarinnar segir að brotið teljist alvarlegt „í ljósi yfir- burðastöðu áfrýjanda og hvernig hann beitti henni til að láta sam- keppnisaðila og viðskiptavini þeirra í raun greiða fyrir að hann gæti haft hærri framlegð úr sínum rekstri“. Málið teljist einnig varða mik- ilvæga hagsmuni „og jafnframt verður að hafa í huga að áfrýjandi var áður í einokunarstöðu á mark- aði og hefur ítrekað verið sektaður fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu á grundvelli samkeppnis- laga“. Samkeppniseftirlitið hafði lagt fimmtíu milljóna króna sekt til viðbótar á Símann í málinu vegna misvísandi upplýsingagjafar til eftirlitsins. Þeirri niðurstöðu snýr áfrýjunarnefndin hins vegar. Þótt í úrskurðinum segi að Síminn hafi gefið ónákvæmar upplýsingar og það hafi ekki í öllum tilvikum verið útskýrt þá nægi það ekki til viðurlagaákvörðunar. Síminn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær þar sem veru- legum vonbrigðum var lýst með niðurstöðuna. Þar sagði að áfrýj- unarnefndin hefði hunsað óháð mat virtra prófessora í samkeppn- isrétti við lögfræðideild Kings- háskóla í London. Síminn telur að háttsemin hefði verið eðlileg á samkeppnismarkaði og hyggst vísa málinu til dómstóla. - sh Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála staðfestir sekt fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu: Síminn sektaður um 390 milljónir króna MARGSEKTAÐUR Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, sendi starfsmenn sína nýverið á námskeið um samkeppnislöggjöfina. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR DANMÖRK Starfsmenn í fyrir- tækinu Danisco í Árósum í Dan- mörku mega ekki lengur fylla kaffibollann upp að börmum, að því er danskir fjölmiðlar greina frá. Nú gilda nefnilega bandarískar öryggisreglur í fyrirtækinu þar sem það hefur verið selt banda- ríska fyrirtækinu DuPont. Fylli menn kaffibollann er hætta á að þeir brenni sig á fingr- unum eða að það skvettist úr boll- anum á gólfið, að því er haft er eftir talsmönnum fyrirtækisins. Danisco er ekki eina fyrirtæk- ið í Danmörku þar sem alþjóðleg- ar öryggisreglur gilda. Hjá vind- myllufyrirtækinu Vestas mega starfsmenn ekki ganga í stiga án þess að styðja sig við handrið. - ibs Viðvörun til starfsmanna: Barmafullur kaffibolli þykir slysavaldur AKUREYRI Nýtt hjúkrunarheim- ili verður tekið í notkun á Akur- eyri í lok þessa mánaðar. Pláss er fyrir 45 íbúa á heimilinu. Brit Bieltvedt, framkvæmda- stjóri Öldrunarheimila Akureyr- ar, segir í viðtali við Akureyri vikublað að heimilið muni stór- bæta aðstöðu íbúanna. Núverandi húsnæði í Kjarnalundi og Bakka- hlíð standist ekki nútímakröfur. Haft er eftir Brit að ekki sé verið að fjölga rýmum í bænum heldur eingöngu verið að bæta aðbúnað þeirra sem fyrir eru. - sv Nýtt hjúkrunarheimili opnað: Bætir aðstæður íbúa á Akureyri VEISTU SVARIÐ? 1 Hvað heitir forseti Suður-Afríku? 2 Yfir hvaða vog er áætlað að reisa göngubrú? 3 Hver skoraði tvö mörk fyrir KR gegn FH? SVÖR: 1. Jacob Zuma. 2. Fossvog. 3. Baldur Sigurðsson. Starfsfólk okkar bregst þá strax við og tekur viðkomandi auglýsingu út og bannar notandann. ANNA MARÍA JÓNSDÓTTIR ÞJÓNUSTUSTJÓRI BLAND.IS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.