Fréttablaðið - 25.08.2012, Side 10
10 25. ágúst 2012 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Söngfólk
óskast
Blandaður kór óskar eftir söngfólki í allar raddir.
Æft er á mánudögum kl 19:00 til 21:00.
Ýmislegt framundan, þátttaka í kóramóti, og fl.
Upplýsingar í síma 897-9595 Ingunn.
Email: ingunnsi@simnet.is
Steingrímur J. Sigfússon efnahagsráðherra skrif-aði athyglisverða grein í Financial Times á dögun-
um til að auka hróður Íslands. Þar
beindi hann sjónum manna eink-
um að tvennu:
Annars vegar benti ráðherrann
á mikilvægi neyðarlaganna frá
október 2008. Það er kórrétt að
þau eru til marks um velheppn-
aðar, fumlausar og rétt tímasett-
ar ákvarðanir þegar gjaldmiðill
landsins hafði hrunið og bank-
arnir fallið. Neyðarlögin komu í
veg fyrir að bankarnir lokuðu og
atvinnulífið stöðvaðist. Það var
afrek eftir þau ósköp sem á undan
voru gengin.
Hins vegar benti ráðherrann
á hversu vel efnahagsáætlun
Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins
reyndist. Eftir
hrunið og fram
að því að áætl-
unin var sam-
þykkt vörðust
íslensk stjórn-
völd í vök. Áætl-
unin gaf Íslend-
i ng u m h i ns
vegar tækifæri
til þess að standa á eigin fótum í
varnarbaráttunni með öflugum
en stranglega skilyrtum stuðningi
annarra ríkja. Þó að margt hefði
mátt fara betur í framkvæmdinni
skilaði áætlunin árangri.
Það skemmtilega við þessa
grein er að jafnvel yngstu menn
muna að Steingrímur J. Sigfús-
son var ásamt þingflokki sínum
svo fullur efasemda um ágæti
neyðarlaganna að hann gat ekki
stutt þau. Þegar kom að samning-
um við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
varð allt blátt fyrir augum hans.
Fullveldi þjóðarinnar, efnahags-
legu sjálfstæði og vinstri pólitík
þótti standa slík ógn af þeim að
nota þurfti sömu lýsingarorðin og
flokksmenn hans og hann sjálfur
nota nú um samningana sem hann
er að gera um aðild að Evrópusam-
bandinu.
Greinin var skrifuð af stalli
frelsara en minnti þó alveg eins á
gamlan syndara. Í reynd var hún
fremur skynsamleg lofgjörð um
stefnumótun ríkisstjórnar Geirs
Haarde þegar í óefni var komið
fyrir fjórum árum.
F
agna ber viðleitni stjórnvalda í Suður-Afríku í að sporna
við og vekja athygli á ofbeldi Ísraels í garð Palestínu
með því að láta auðkenna sérstaklega vörur sem fram-
leiddar eru í gyðingabyggðum vestan Jórdanar, og í
Austur-Jerúsalem.
Vakið hefur mikla reiði í Ísrael að vörur af þessum svæðum
verði í Suður-Afríku eftirleiðis merktar og flokkaðar sem inn-
flutningur frá hernámssvæðum í Palestínu, en ekki sem vörur
frá Ísrael. Þannig greindi frétta-
stofa BBC frá því að ísraelska
utanríkisráðuneytið teldi auð-
kenningu varanna „algjörlega
óásættanlega“ og dæmi um
„helbera mismunun“.
Í yfirlýsingu sem ríkisstjórn
Suður-Afríku sendi frá sér á
miðvikudag segir hins vegar að
ákvörðunin sé í samræmi við utanríkisstefnu landsins þar sem
viðurkennd séu landamæri Ísraelsríkis líkt og þau voru dregin
upp af Sameinuðu þjóðunum árið 1948. Þar með viðurkenni
Suður-Afríka ekki hernumin landsvæði utan þess svæðis sem
hluta af Ísrael.
Þá sagði Jimmy Manyi, talsmaður stjórnvalda í Pretóríu, merk-
ingu innfluttu varanna vera til þess að koma í veg fyrir að neyt-
endur teldu varning af hernumdum svæðum eiga uppruna sinn
í Ísrael. Stjórnvöld segjast ekki beina neinum tilmælum til fólks
um hvernig það skuli haga innkaupum sínum, en auðkennið sé
liður í því að gera neytendum betur kleift að stunda upplýst inn-
kaup. Fólk viti þá hvenær vörur séu keyptar (eða ekki keyptar)
frá ólöglegum landnámssvæðum Ísraela.
Eðlilega sýna stjórnvöld í Suður-Afríku, þar sem áður var
rekin aðskilnaðarstefna hvítra stjórnvalda, baráttu palestínsku
þjóðarinnar skilning, enda býr hún við aðskilnaðarstefnu, ofbeldi
og yfirgang Ísraels. Stjórnvöld hafa bent á að íbúar Suður-Afr-
íku hafi notið stuðnings alþjóðasamfélagsins við að fá sínu órétti
aflétt og hvetja íbúa landsins til að styðja baráttu palestínsku
þjóðarinnar.
Þá er ákvörðun Suður-Afríku ekki heldur sprottin upp úr neinu
tómarúmi, því uppi hafa verið hugmyndir bæði í Danmörku og á
Írlandi um að auðkenna „ísraelskar“ vörur með landtökumerki-
miða. Sömuleiðis fá vörur frá landnemabyggðum Ísraela ekki
sama tollaafslátt hjá Evrópusambandinu og vörur sem fram-
leiddar eru í Ísrael. Þessu hafa Ísraelar líka mótmælt.
Ísland var undir lok síðasta árs fyrst vestrænna ríkja til að
viðurkenna sjálfstæði Palestínu og bættist með því í hóp þeirra
130 af 197 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna sem gert hafa hið
sama. Síðan þá hefur Taíland bæst í hópinn.
Sú staða sem uppi er fyrir botni Miðjarðarhafs er óþolandi og
sjálfsagt er að Ísland leggist á árar með Suður-Afríku í að upplýsa
neytendur um raunverulegan uppruna varnings sem þaðan kemur.
Þannig getur Ísland líka haldið áfram að sýna öðrum vestrænum
ríkjum gott fordæmi í afstöðu til framferðis Ísraela með því að láta
virðingu fyrir mannréttindum ráða för fremur en aðra hagsmuni.
Framferði Ísraela má ekki láta óátalið:
Sérmerkjum líka
landnemavörur
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
SKOÐUN
Frelsari eða syndari?
Í bók bókanna er mönnum kennt að fagna glataða syn-inum. Ekki hefði því komið á óvart þótt Morgunblað-
ið hefði gert það fyrir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins að klappa
Steingrími J. Sigfússyni aðeins
á öxlina og metið við hann að
hann skyldi seint og um síðir
gera alþjóðasamfélaginu grein
fyrir mikilvægi þessara haldgóðu
íhaldsráða sem hann fékk síðan
tækifæri til að framkvæma á sinn
hátt.
Íhaldsaðgerðirnar í ríkisfjár-
málum voru mildari en ella hefði
orðið vegna þess að þeim átti að
fylgja eftir með verðmætasköpun í
orkufrekum iðnaði. Útfærsla skatt-
kerfisbreytinganna og andstaða
við orkufrekan iðnað í stjórnar-
flokkunum veiktu hins vegar
framkvæmdina. Eigi að síður
skilaði hún árangri og var því rétt
ráðin. Það var hins vegar misráðið
að yfirgefa áætlunina á síðasta ári
eins og ríkisstjórnin gerði og ráð-
herrann hefði átt að geta um.
Við stæðum vissulega betur að
vígi ef áætluninni hefði verið fylgt
betur. Hagvöxturinn væri þá í rík-
ari mæli byggður á verðmæta-
sköpun og minna mæli á eyðslu
umfram efni. En það breytir ekki
hinu að sjálfstæðismenn gætu, ef
þeir vildu, skrifað þann árangur
sem náðst hefur að einhverju leyti
á sinn reikning.
Það myndi styrkja Sjálfstæðis-
flokkinn fremur en veikja í kom-
andi kosningum að benda á hverjir
sömdu við Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn. En hvers vegna vilja helstu
málsvarar hans ekki halda þessu
merki á lofti?
Glataða syninum var ekki fagnað
Hafa verður í huga að ágreiningur var í Sjálfstæðisflokknum um efnahagsáætlun
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mótþrói
Seðlabankans fór aldrei leynt þó
að hann skrifaði á endanum undir.
Sú aðstoð sem sjóðurinn og nokk-
ur ríki Evrópusambandsins veittu
og þau hörðu skilyrði sem henni
fylgdu hafa hugsanlega þótt varpa
skugga á efnahagsstjórn áratugar-
ins þar á undan. Það er skiljanlegt.
Hér verður hins vegar ekki
bæði sleppt og haldið. Þar af leiðir
að réttlátri hlutdeild í því sem vel
var gert strax eftir hrun er fórnað
fyrir ímynd liðinnar tíðar. Þetta er
svipað og gerðist með öfugum póli-
tískum formerkjum í sjávarútvegs-
málum á tíunda áratugnum.
Í byrjun hans lögfestu vinstri
flokkarnir mjög hófsama markaðs-
væðingu í sjávarútvegi sem kom í
hlut Sjálfstæðisflokksins að fram-
kvæma. Í gömlum skýrslum Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar
kemur fram að sú breyting var for-
senda þess efnahagsárangurs sem
náðist á þeim tíma.
Sú uppstokkun sem markaðs-
væðingin leiddi til olli eðlilega
umróti og misklíð meðan breyt-
ingarnar gengu yfir. Vinstri flokk-
arnir kusu heldur að róa á þau
óánægjumið í atkvæðaveiðum en
eigna sér hlut í því sem sannarlega
olli þáttaskilum í efnahagsþróun-
inni og þeir áttu upphafið að. Sjálf-
stæðisflokkurinn naut þess. Öfug-
snúningur í pólitík er því ekkert
nýmæli. Nú er svo verið að koll-
varpa fiskveiðikerfinu til að sýna
trúmennsku við óánægjupólitík
fortíðarinnar.
Fórnir fyrir fortíðina