Fréttablaðið - 25.08.2012, Side 22

Fréttablaðið - 25.08.2012, Side 22
25. ágúst 2012 LAUGARDAGUR22 Þ að er ólýsanlega gott að geta hlaupið aftur. Þetta smáat- riði, að finna vind- inn í eyrunum, fékk mig næstum því til að tárast þegar ég fann fyrst fyrir því aftur,“ segir íþróttamaðurinn Helgi Sveinsson. Saga hans er ein- stök fyrir margar sakir, ekki síst þær að það eru ekki nema tæp tvö ár frá því að hann freistaði þess að hlaupa í fyrsta sinn eftir að hann missti fótinn í kjölfar krabba- meins fyrir þrettán árum. Eld- snemma í morgun lagði hann svo af stað á sitt fyrsta Ólympíumót. Hann er einn af fjórum Íslending- um sem taka þátt í Ólympíuleikum fatlaðra, sem hefjast í London 29. ágúst og standa til 9. september. Ánetjaðist hlaupunum Helgi er að eigin sögn íþróttasuga. Hann æfði handbolta af kappi sem barn og unglingur og lét sig dreyma um að verða atvinnumað- ur í greininni, auk þess að hafa áhuga á velflestum öðrum íþrótt- um. Eftir að hann missti fótinn lagði hann alla slíka drauma á hilluna og hélt það yrði einungis fjarlæg minning að geta svitnað og tekið á því á hlaupum. „Það er svo ótrúlega þægileg tilfinning að taka á því. Þeir sem eru með tvo heilbrigða fætur, en nota þá ekki, þurfa að fara að gera eitthvað í sínum málum! Þeir eru að sóa alltof miklu,“ segir Helgi, áður en hann hefur söguna af því hvern- ig hann varð Ólympíuíþróttamað- ur, eftir þrettán ára „hvíld“ eins og hann orðar það sjálfur: „Það var fyrir um það bil einu og hálfu ári að það var haldinn sérstak- ur dagur í Laugardalshöll fyrir krakka sem nota gervilimi eða spelkur. Þar kynntist ég þjálfaran- um mínum, Kára Jónssyni. Hann er íþróttakennari og hefur bæði þjálfað heilbrigða og fatlaða ein- staklinga. Hann var búinn að vera að leita að manni sem gæti hlaupið á fjöður og sá þarna eitthvað tæki- færi í mér.“ Skemmst er frá því að segja að Helgi hefur verið á hlaupum síðan. Stefnir á gullið Á Ólympíuleikunum í London keppir Helgi í þremur greinum. Fyrst keppir hann í langstökki þann 29. ágúst klukkan 19.30. Næsta keppni er svo 7. septem- ber, en þá keppir hann bæði í 100 metra hlaupi og spjótkasti. Hann hefur raunhæfa möguleika á að komast á pall, bæði í langstökkinu og spjótkastinu, og setur markið jafnvel enn hærra. „Ég hef mjög skýr markmið og set mikla pressu á sjálfan mig. Á góðum degi gæti ég fengið gullið í þessum tveimur greinum. Eins og staðan er í dag er ég ekki alveg nógu góður í spretti til að geta skákað þeim bestu þar,“ segir hann og bætir við sposkur á svip: „Enn þá!“ Helgi var mjög efnilegur hand- boltamaður áður en hann veiktist og þaðan hefur hann líkast til kast- kraftinn. Það var í upphitun fyrir hlaupaæfingu fyrir nokkrum mán- uðum að hann ákvað að prófa að kasta spjótinu að gamni sínu. Á sömu æfingu náði hann ólympíu- lágmarkinu og keppti nokkrum vikum síðar á næsta Evrópumeist- aramótinu í frjálsum íþróttum, þar sem hann kastaði spjótinu 46,52 metra og lenti í öðru sæti. Þar bætti hann sitt eigið met um heila ellefu metra. Ljós í myrkrinu Helgi var átján ára þegar hann greindist með beinkrabbamein. Við tók háskammtalyfjameðferð sem gekk ekki betur en svo að nauðsynlegt var að taka af honum fótinn, nokkrum sentimetrum fyrir ofan hné, í mars árið 1999. Hann eyddi næstu átta til níu mánuðum eftir það að mestu inni á spítala. Svona hafði Helgi, sem var lífsglaður ungur maður með háleita drauma um framtíðina, ekki séð fyrir sér 20. aldursárið. Það var hins vegar ljós í myrkrinu. „Um leið og ég kláraði lyfjameð- ferð á 11-E var ég keyrður í gegn- um ganginn undir spítalanum og upp á fæðingardeild. Þar var dótt- ir mín að koma í heiminn. Konan sem tók á móti henni hafði eigin- lega meiri áhyggjur af mér held- ur en móður og barni, enda var ég hundveikur. Þetta voru mjög sér- stakar aðstæður, en það hjálpaði mér að komast í gegnum þetta að eignast dóttur í miðju ferlinu. Þá hafði ég allan tímann öðru mikil- vægu verkefni að sinna.“ Andlegt flugslys Helgi setti því undir sig hausinn og tók áfallinu með kreppta hnefana. Oft var honum boðin aðstoð til að takast á við áfallið, en hana þáði hann aldrei. „Ég sá það ekki fyrr en löngu seinna að ég hefði betur þegið aðstoð. Ég mæli ekki með því að takast á við áföll á þenn- an hátt, þó það hafi styrkt mig og brynjað mig upp.“ Tilfinningunni sem síðar helltist yfir hann, þegar áfallið loks náði í skottið á honum, líkir Helgi við andlegt flugslys. „Hausinn á mér fór algjörlega á hvolf. Í kjölfarið lenti ég í slæmum félagsskap og fór út á röngu brautina, þar sem ég var í góðan tíma. En svo fékk ég sem betur fer nóg af því og fór í meðferð. Ég er búinn að vera edrú í sex ár í dag.“ Og hann er líka búinn að læra að þiggja aðstoð þegar hann þarf á henni að halda. „Ég hef alltaf farið þá leið að gera allt sjálfur og hef aldrei þegið neina aðstoð frá öðrum. Ég er hins vegar nýbúinn að uppgötva að það er allt í lagi að þiggja smá aðstoð. Það gerir alla hluti miklu auðveldari.“ Gæfuhjólin snúast á ný Það var fyrir þremur árum sem hjól gæfunnar fóru aftur að snúast fyrir Helga. Þá fékk hann vinnu hjá Össuri, þar sem hann vinnur í þróunardeild við að prófa gervi- fætur og aðrar vörur sem þar eru búnar til og gefa ábendingar um hvað er gott og hvað mætti betur fara í vöruþróuninni. Þá fer hann um heiminn og sýnir vöruna, en hann hefur ferðast mjög víða um Evrópu og Bandaríkin, auk Jap- ans, Suður-Afríku og fleiri fram- andi landa, á vegum vinnunnar. „Eftir að ég fékk vinnu hér hefur leiðin legið upp á við. Hér fæ ég allt sem ég þarf og mér er sinnt ótrúlega vel. Hér er góður andi og hér hef ég eignast góða vini. Þetta er algjör draumur í dós.“ Helgi reynir að hitta alla þá sem koma í heimsókn til Össurar, sem eru nýbúnir að missa eða við það að missa útlim. „Mér finnst mik- ilvægt að geta sýnt fólki hvernig það mun á endanum geta gengið,“ segir hann og hér verður að skjóta því inn að það þarf að rýna vel í göngulag Helga til að átta sig að því að hann hefur ekki tvo fætur undir sér af hefðbundnu tegund- inni. „Það gefur mér mikið að geta hjálpað öðrum í þessum málum. Mig langar líka að kenna fólki að fara öðruvísi að en ég gerði. Mín leið var allt of erfið.“ Þegar margar dyr opnast „Ég er bara rétt að byrja. Ég ætla mér að halda áfram að hlaupa alveg þangað til ég get það ekki lengur og stefni á að gera almennilega hluti á Ólympíuleikunum í Brasilíu,“ segir Helgi, spurður út í hvar hann sjái sig í framtíðinni. Þótt hann óski engum að lenda í sömu hremming- um og hann, vonast hann til þess að aðrir læri af hans dæmi hvern- ig ógæfan getur snúist manni í hag. „Ég átti aldrei von á að þessi reynsla ætti eftir að gefa mér svona mikið. En þegar einar dyr lokast opnast aðrar, það er bara þannig. Í mínu tilviki opnuðust margar, þann- ig að ég get ekki annað en verið sáttur við mitt hlutskipti í dag.“ Ólýsanlega gott að geta hlaupið Í dag leggur Helgi Sveinsson af stað til London, þar sem hann keppir í þremur greinum á Ólympíumóti fatlaðra og stefnir á gullið í tveimur þeirra. Helgi hefur náð undraverðum árangri á stuttum tíma, en hann byrjaði aftur að hlaupa fyrir einu og hálfu ári, eftir að hafa misst annan fótinn í kjölfar krabbameins þegar hann var 19 ára. Hólmfríður Helga Sigurðardótir hlustaði á sögu Helga. STÓRBÆTTI EIGIÐ ÍSLANDSMET Helgi landaði öðru sætinu á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í sumar, þegar hann kastaði spjótinu 47,94 metra og bætti þar eigið Íslandsmet um hvorki meira né minna en ellefu metra. MYND/JÓN BJÖRN ÓLAFSSON MEÐ FJAÐRIRNAR AÐ VOPNI Helgi skiptir um fætur, eða fjaðrir, eftir því í hvaða grein hann er að keppa. Að gefnu tilefni skal tekið fram að fjaðrirnar eru ekki kröftugri en alvöru fætur, en þá spurningu fær Helgi mjög reglulega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.