Fréttablaðið - 25.08.2012, Síða 26

Fréttablaðið - 25.08.2012, Síða 26
25. ágúst 2012 LAUGARDAGUR26 N ú er loks komið að því, Mars- jeppinn Curiosity, fullkomn- asta rannsóknartæki sem sent hefur verið út í geim, er lagður af stað. Eftir rúmlega tveggja vikna undirbúning á yfirborði plánetunn- ar rauðu, þar sem stýrikerfi hans var ræst að nýju og hin ýmsu tæki og tól voru prufu- keyrð, ók Curiosity af stað á miðvikudaginn. Stuttur prufurúntur Um var að ræða stuttan spöl. Hann ók rúma fjóra metra áfram, tók svo 120 gráðu beygju og bakkaði um tvo og hálfan metra. Það var forsmekkurinn að því sem koma skal, en næsta skref áður en haldið verður í áttina að áfangastað, rótum Sharp-fjalls í Gale-gígn- um, verður Curiosity ekið um 400 metra að stað sem kallast Glenelg. Þar telja vísinda- menn NASA að finna megi þrenns konar jarðlög á sama stað, en sú ferð verður vænt- anlega farin um miðja næstu viku. Lendingin heppnaðist vel Fram að þessu hefur allt gengið að óskum. Lendingin, sem var áhættusamasti hluti ferðarinnar og gríðarflókin í framkvæmd, heppnaðist vel og hamskipti hugbúnaðar Curiosity gengu hikstalaust fyrir sig og bún- aðurinn virkar eins og til var ætlast. Á síðustu dögum hafa NASA-menn meðal annars rétt úr tæplega tveggja metra löngum armi sem ber tuga kílóa þung rannsóknar- tæki, meðal annars bor og fleira til að safna jarðvegssýnum. Þá var milljón vatta leysi- geisla skotið úr turni jeppans á stein (sem er nú kallaður Coronation) sem er í um það bil metra fjarlægð, en mælitæki Curiosity, svokölluð ChemCam, greina bergið af litrófi reyksins sem stígur af steininum af völdum geislans. Prufukeyrslan gekk vel. Allt virk- aði eins og til stóð og reyndis Coronation úr basalti, eins og við var raunar búist. Hið eina sem betur hefði mátt fara í ferl- inu hingað til, er að annar tveggja vindmæla hefur líkast til laskast við lendingu en það ætti ekki að koma að sök við rannsóknirnar. Var einhvern tíma líf á Mars? Aðalverkefnið bíður þó enn því næstu vikur verða öll tæki og tól prófuð áður en lagt verður í hann. Curiosity mun verja næstu tveimur jarðarárum í að greina setlög við rætur Sharp-fjalls. Gale Gígurinn er um 155 kílómetrar í þvermál og miðað við aldur gígsins og tilgátur um að vatn hafi eitt sinn runnið á Mars, er líklegt að þar hafi verið stöðuvatn í eina tíð. Sharp teygir sig tæplega fimm kílómetra upp frá miðju gígsins og getur þar að líta margs konar setlög sem segja má að séu eins konar uppflettirit yfir tímabil í jarð- fræðisögu Mars. Markmiðið er að fá úr því skorið hvort örverur gætu einhvern tíma hafa þrifist á Mars og bíða áhugamenn á jörðu, bæði lærð- ir og leikir, eftir niðurstöðum. Horft til framtíðar Velgengni Curiosity hefur blásið nýju lífi í geimferðaáætlanir NASA eftir nokkur miss- eri þar sem fjárframlög til stofnunarinnar hafa verið skorin hressilega niður. Í vikunni voru meðal annars kynnt áform um að senda aðra rannsóknarstöð, InSight, til Mars árið 2016. Það tæki mun ekki vera á hjólum, held- ur verður það kyrrt á sama stað í um tvö ár þar sem það mun meðal annars fylgjast með skjálftavirkni og skorpuhreyfingum á Mars. Í millitíðinni verður könnunarfarið Maven sent til Mars. Því verður skotið á loft í lok næsta árs og kemst á braut um Mars árið 2014 og mun rannsaka lofthjúp reikistjörn- unnar. Framhaldið er enn á huldu en veltur á fjárframlögum til NASA. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur skorað á NASA að stefna að því að senda mannað geimfar til Mars á fjórða áratug þessarar aldar og tals- menn stofnunarinnar hafa lýst því yfir að undirbúningur verði í samstarfi við geim- ferðastofnanir annarra ríkja. Heimildir: NASA.gov og Stjörnufræðivefurinn, www.stjornufraedi.is Mars séður með augum Curiosity Vísindamenn NASA eru nú að prufukeyra geimjeppann Curiosity og tækjabúnað hans á Mars. Í næstu viku verður farið í stuttan könnunarleiðangur, en svo tekur alvaran við þar sem Curiosity verður í tvö jarðarár við rannsóknir á setlögum við rætur Sharp- fjalls í Gale-gígnum. Markmiðið er að fá úr því skorið hvort einhvern tíma hafi verið lífvænleg skilyrði á plánetunni rauðu. Geimferðalangurinn 1. Hér má sjá líkan sem sýnir stærð Curiosity 2. Lendingarstaður Curiosity í Gale-gígnum sést á þessari mynd. Áfangastaðurinn er við rætur Sharp-fjalls í um sjö kílómetra fjarlægð. 3. Curiosity ók af stað í vikunni og hér má sjá hjólförin í sandinum á yfirborði Mars. 4. Hvert sem litið er blasir auðnin við. 5. Tækjaarmur jeppans nær um tvo metra og er meðal annars útbúinn bor og öðrum tækjum til sýnaöflunar. MYNDIR/NASA ■ Langlíf hjátrú er við lýði hjá NASA. Þegar tæki eru við það að lenda á öðrum hnöttum, til dæmis tunglinu eða Mars, býður verkefnisstjóri öllum í stjórnstöðinni upp á jarð- hnetur. Þetta er rakið aftur til ársins 1964 þegar Ranger 7 lenti á tunglinu eftir sex misheppnaðar tilraunir NASA. Við það tækifæri var boðið upp á hnetur og hefur sá siður haldist til dagsins í dag. ■ Þótt Curiosity sé um 900 kílógrömm að þyngd á jörðinni er hann mun léttari á yfirborði Mars, þar sem þyngdarkraftar eru veikari. Þar vegur jeppinn „einungis“ tæp 350 kíló. Curiosity er sjöunda tækið sem NASA kemur á Mars. Marslend- ingar Rússa (áður Sovétmanna) og Breta hafa mistekist á mis- munandi stigum verkefnanna. Opportunity-jeppinn, sem lenti ásamt tvíbura sínum Spirit fyrir átta og hálfu ári, er enn í fullu fjöri í um þúsund kílómetra fjarlægð frá Curiosity. Spirit gaf upp öndina fyrir rúmum tveimur árum. Mikill munur er á Curiosity og hinum lífseiga forvera. Opportunity er mun minni og hefur ekki nema brot af getu Curiosity. Þá gengur hinn fyrrnefndi fyrir sólarorku sem takmarkar vinnutíma hans nokkuð, í samanburði við Curiosity, sem er kjarnaknúinn. Curiosity lenti á Mars eftir 567 milljón kílómetra ferðalag. Mars Reconnaiss- ance orbiter-farið sem er á braut um Mars, tók myndina hér fyrir neðan af lendingarhylki Curiosity á hraðleið að yfirborðinu í fallhlíf. Þegar nær dró var ekki hægt að nota loftpúða til að taka af höggið við lendingu eins og við fyrri verkefni. Þess í stað var notað eldflaugaknúið loftfar með krana sem slakaði Curiosity niður á yfirborðið, sveif svo í burtu og brotlenti í öruggri fjarlægð. Eftir allt þetta skeikaði aðeins um tvo kílómetra frá áætluðum lendingarstað. Beint í mark – EÐA SVO GOTT SEMOpportunity Í FULLU FJÖRI EFTIR ÁTTA ÁR Molar UM MARS ÁFANGASTAÐURINN FRAM UNDAN Curiosity horfir í áttina að Sharp-fjalli, þar sem jeppinn verður við jarðfræðirannsóknir næstu tvö árin. Myndirnar sem NASA hefur borist frá Curiosity hafa vakið mikla hrifningu um heim allan. Hér að neðan má sjá nokkur sýnishorn. 1 2 3 4 5 MYNDIR/NASA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.