Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2012, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 25.08.2012, Qupperneq 42
Hugbúnaðarsérfræðingur Styrkur okkar felst í öflugu og sveigjanlegu kerfi sem ræður við mikið gagnamagn og gríðarlegan fjölda notenda. Þú kemur að öllum þáttum hugbúnaðarferlisins og færð að móta vöruna í samvinnu við öflugustu hugbúnaðar- sérfræðinga landsins. Þekking og reynsla af C#, .NET MVC og SQL er kostur en þó ekki skilyrði. Grafískur vefhönnuður Góð hönnun skiptir sköpum til að ná árangri og okkur vantar reynslubolta sem geta unnið náið með vörustjórum og viðskiptavinum við að útfæra einfaldar og fallegar lausnir. Þú munt taka þátt í hönnunarferlinu frá A til Ö og setur punktinn yfir i-ið. Góður skilningur á veftækni er kostur auk mikils metnaðar í hönnun notendavæns vefviðmóts. Hugbúnaðarprófari Ef þér finnst ekkert skemmtilegra en að hakka í kerfum, leita að villum og tryggja að gögnin séu í lagi þá ert þú nákvæmlega týpan sem við erum að leita að. Þú munt gegna veigamiklu hlutverki við að tryggja að varan sé tilbúin til afhendingar. Gott auga fyrir nytsemi hugbúnaðar og hæfni til að setja sig í spor notenda er kostur. Viðmótsforritari Getur þú hugsað út fyrir kassann og leyst það sem á að vera óleysanlegt? Kerfið okkar þarf að vera hægt að aðlaga að hvaða útliti sem er og okkur vantar vefforritara sem þora að taka áskoruninni! Ef þú kannt að láta IE8 haga sér vel ásamt því að gera sniðuga hluti með CSS og jQuery þá viljum við fá þig um borð. Vörustjóri hugbúnaðar Viltu taka þátt í að þróa netbanka framtíðarinnar? Vörustjórar skilgreina þróunarstefnu Meniga kerfisins ásamt því að vinna náið með viðskiptavinum okkar í að þróa og aðlaga vörur okkar að þörfum þeirra. Þú þarft að hafa gott auga fyrir nytsemi veflausna, brennandi áhuga á nýjungum og metnað til að útfæra bestu notendaupplifun sem völ er á. Gagnagrunnssérfræðingur Gögnin okkar eru þungamiðjan í Meniga kerfinu. Gagna- magnið er gríðarlegt og úrvinnslan mjög áhugaverð. Þú munt koma að hönnun vöruhúss gagna og tengingu þess við önnur kerfi. Þekking á MS SQL og reynsla af hönnun vöru- húsa gagna er kostur. Meniga er brautryðjandi í þróun nýrrar kynslóðar heimilisfjármálalausna (Personal Finance Management) fyrir netbanka á heimsvísu. Meðal viðskiptavina eru bankar og fjármálastofnanir í 8 löndum og sífellt fleiri bætast í hópinn. Meniga er með starfsstöðvar í Stokkhólmi og Reykjavík. Nánari upplýsingar um Meniga á www.meniga.is og www.meniga.com Úrvalslið í stórsókn Vegna stóraukinna umsvifa erlendis leitar Meniga að öflugum liðsmönnum til að styrkja hugbúnaðarþróun fyrirtækisins. Við þurfum öflugt fólk til að taka þátt í framþróun á netbankalausnum okkar til að tryggja áframhaldandi forystu okkar á því sviði á heimsvísu. Meniga vinnur að fjöl- mörgum þróunarverkefnum sem reyna á skapandi hugsun, greiningarhæfileika og úrlausn flókinna viðfangsefna. Meðal verkefna eru hönnun og þróun nýjunga í Meniga kerfinu, forritun farsíma- og spjaldtölvulausna, hönnun gagnagrunna og vöruhúsa gagna, útfærsla á gervigreind og aðlögun lausna okkar að netbönkum víða um heim. Umsóknir með starfsferilskrá skal senda á net- fangið atvinna@meniga.is. Nánari upplýsingar veitir Viggó Ásgeirsson (viggo@meniga.is) í síma 820-6494. Umsóknarfrestur er til og með 9 september Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Viðurkenningar: • Frumkvöðull ársins 2011 – Viðskiptablaðið • Besta tæknilausnin – Best of Show - Finovate Europe 2011 • Besta tæknilausn ársins – Banking IT-Innovation 2011 - Business Engineering Forum • Besti íslenski vefurinn – Íslensku vefverðlaunin 2010 Við lofum: • Spennandi og krefjandi hugbúnaðarverkefnum • Tækifæri til að læra, vaxa og þroskast í starfi • Fjölskylduvænu og góðu vinnuumhverfi • Skemmtilegum vinnustað • Góðum starfskjörum • Besta kaffi sem völ er á Við leitum að fólki með: • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Ódrepandi metnað • Áhuga á fjármálalausnum • Hæfni í mannlegum samskiptum • Getu til að starfa í alþjóðlegu umhverfi Meniga - Ofanleiti 2 - 103 Reykjavík - Sími 571-0066 - meniga@meniga.is - www.meniga.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.