Fréttablaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 63
KYNNING − AUGLÝSING Kranar og kranaleigur25. ÁGÚST 2012 LAUGARDAGUR 3 Fyrirtækið Armar ehf. var stofnað árið 1999 og sinnir fjölbreyttri starfssemi. Armar leigja meðal annars út vinnu lyftur í öllum stærðum og jarð vélar og reka umfangsmikla útleigu á krönum og steypumótum. Fyrirtækið býður upp á gott úrval krana í öllum stærðum og gerðum. Alfreð Karl Alfreðsson sölustjóri segir Arma bjóða að mestu leyti krana í útleigu frá þýska fyrir tækinu Liebherr. „Við erum að mestu leyti að leigja krana til ýmissa byggingaverktaka hér- lendis. Við sjáum stærstum hluta þeirrar greinar fyrir krönum og höfum gert það undanfarin ár. Af og til eru einstaklingar að leiga krana af okkur, til dæmis ef þeir eru að byggja sjálfir. Við höfum einnig verið að selja krana en útleiga þeirra er langstærsti hluti starfs- semi okkar.“ Ör vöxtur undanfarin ár Auk útleigu á krönum og steypu- mótum leigja Armar líka út vinnu- lyftur í öllum stærðarflokkum og mikið úrval jarðvéla, til dæmis jarð- ýtur og gröfur. Armar voru upphaf- lega til húsa í Suðurhrauni í Hafnar- firði og samanstóð vélarkostur- inn af einum glussa krana í byrjun. Fyrir tækið stækkaði jafnt og þétt næstu árin samhliða auknum um- svifum. Árið 2001 voru tíu vinnu- lyftur keyptar og árið 2003 var starfsemi fyrirtækisins flutt í Dals- hraun í Hafnarfirði. Árið 2005 var tækjafloti fyrirtækisins kominn í rúmlega 100 vélar. Í dag skiptist fyrirtækið í þrjár einingar, Armar Vinnulyftur, Armar Jarðvélaleiga og Armar Mót og kranar og er starfsemi fyrirtækjanna á þremur stöðum í Hafnarfirði og Reykjavík. Leiga krana að aukast Miklar sveiflur hafa verið á bygg- ingamarkaði undanfarin tíu ár að sögn Alfreðs. „Það var mikill upp- gangur hér á landi eftir árið 2000 eins og allir landsmenn sáu. Eftir hrun varð eðlilega mikil dýfa í útleigu krana hjá okkur eins og öðrum enda hægðist mjög mikið á öllum byggingaframkvæmdum. Undanfarin eitt til tvö ár höfum við þó séð góða aukningu í útleigu krana og starfsemin gengur vel núna.“ Armar ehf. er umsvifamesta fyrir tækið á sviði kranaleigu hér- lendis. Kranar frá þeim hafa komið að flestum stærri verkefnum hér- lendis undanfarin ár, meðal ann- ars við bygginu tónlistarhússins Hörpu. „Nú er til dæmis verið að byggja nýja stúdentagarða í Vatns- mýrinni og þar eru sex kranar, þar af fjórir frá okkur.“ Kranarnir eru leigðir út í mislangan tíma eftir verkefnum. Stysti leigutíminn er yfirleitt tveir mánuðir en hann getur farið upp í nokkur ár, eins og við byggingu Hörpu. Þótt mest sé að gera í byggingageiranum yfir sumar tímann eru kranarnir í út- leigu allt árið. Mörg verkefnanna taka meira en ár í byggingu auk þess sem stærstur hluti kostnaðar útleigunnar snýr að flutningi og uppsetningu kranans, frekar en að leigunni sjálfri. Kranarnir eru leigðir út án starfs- manna og er öllum stýrt frá jörð- inni með fjarstýringu. „Þeir dagar er nánast liðnir að starfsmenn stýri krönum í mikilli hæð. Nú er þeim flestum stýrt frá jörðinni. Við sjáum síðan um allt viðhald á krönum okkar þannig að viðskiptavinir okkar þurfa ekki að hugsa um það. Maður frá okkur mætir bara á stað- inn og klárar málið.“ Steypumót fyrir íslenskar aðstæður Armar eru líka umboðsaðilar á Ís- landi fyrir stærsta steypumóta- framleiðanda heims, Peri, sem er af mörgum talinn framleiða bestu steypumótin í heiminum í dag. „Þetta eru úrvals steypumót sem henta vel við íslenskar aðstæður. Þau koma í stöðluðum einingum til okkar og eru leigð út eftir þörfum hvers og eins.“ Það eru að mestu leyti byggingaverktakar sem leigja steypumót en einstaklingar sem eru að byggja sjálfir leigja þau einnig út. Steypumót og kranar eru oft leigð út saman enda eru mótin hálft tonn að þyngd og ekki hægt að hreyfa án þess að nota krana. Steypumótin eru mislengi í útleigu enda bygg- ingatími mislangur. „Tónlistar- húsið Harpa var til dæmis fjögur ár í byggingu en garðveggir í heima- húsum taka kannski fimm daga.“ Nánari upplýsingar um krana- leigu og steypumót Arma ehf. má finna á armar.is. Kranar fyrir öll verkefni Útleiga krana og steypumóta er eitt sérsviða Arma ehf. Fyrirtækið er einn umsvifamesti aðilinn á markaðnum í dag. Fjórir kranar frá Örmum ehf. eru nú í Vatnsmýrinni þar sem nýir stúdentagarðar eru í byggingu. MYND/PJETUR Útleiga krana og steypumóta er stór hluti starfsemi Arma ehf. Alfreð Karl Alfreðsson er sölustjóri hjá Örmum ehf. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.