Fréttablaðið - 25.08.2012, Síða 64
KYNNING − AUGLÝSINGKranar og kranaleigur LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 20124
Loftur er blár krani. Hann er ein af söguhetjunum í
barnaþættinum Bubbi byggir. Loftur er ekki eins
og flestir kranar því hann er lofthræddur. Hann er
líka hræddur við margt annað eins og mýs, há-
vaða og fuglahræðuna Hrapp sem er einnig pers-
óna í þáttunum. Loftur er hikandi og huglaus
og vantar alveg það sjálfstraust sem hinar pers-
ónur þáttarins eru uppfullar af. Hann er yfir-
leitt sannfærður um að hann geti ekki hluti en svo
kemur í ljós að hann getur alveg gert þá þegar hann
er dyggilega hvattur áfram af félögum sínum.
Persónur þáttanna eru ýmist manneskjur, dýr
eða vélar. Vélarnar sýna oft af sér barnalega hegð-
un, eru óþolinmóðar og skilja ekki alltaf afleiðingar gjörða sinna.
Bubbi er þá eins og foreldri þeirra og kennir þeim og hjálpar þeim
að leysa vandamál sem þær hafa komið sér í.
Í hverjum þætti fást Bubbi og félagar hans við ýmsar viðgerðir
og smíðar. Lögð er áhersla á að finna lausnir við vandamálum og
er helsti frasi Bubba: „Tekst að laga það?“ og þá svara félagarnir:
„Held nú það!“ Nema Loftur, hann segir: „Uh, já, ég held það.“
Lofthræddi Loftur
Loftur er lofthræddur krani sem
er þekktur úr þáttunum um
Bubba.
Kvarnir ehf. er fyrirtæki með margþætta starfsemi en það samanstendur af fyr-
irtækjunum Brimrás og Pöllum.
„Hinar þekktu Brimrásaráltröpp-
ur og –stigar hafa verið framleidd-
ar í þrjátíu ár. Þetta er vara sem er
framleidd hér á landi en er ættuð
frá þýsku fyrirtæki. Við leigjum og
seljum steypumót til uppsteypu
ásamt undirsláttarefni, leigjum
byggingarkrana og allar gerðir
vinnupalla. Byggingarkranarnir
sem við erum með eru galvaníser-
aðir og hafa þá kosti að fljótlegt er
að fella þá og reisa og færa á milli
staða. Það hefur
fallið mjög vel í
kramið hjá bygg-
ingarverktökum
því þetta hefur
s p a r a ð þ e i m
bæði fjármagn og vinnu. Einstak-
lingar hafa einnig nýtt sér þessa
þjónustu,“ segir Ingólfur Örn Stein-
grímsson, eigandi Kvarna.
Margra ára framleiðsla
Kvarnir hafa eins og áður segir í
mörg ár framleitt tröppur, stiga og
búkka undir framleiðsluheitinu
Brimrás. „Áltröppurnar eru gæða-
tröppur sem eru þannig unnar að
þrepin eru soðin í en ekki hnoð-
uð eða þrykkt með vélum eins og
flestar innfluttar tröppur og stigar
eru unnar. Það má einnig geta þess
að við höfum möguleika á að sinna
hinum ýmsu sérþörfum varðandi
smíði á stigum. Lendi menn síðan í
óhöppum með áltröppur frá okkur
getum við í flestum tilfellum lagað
það sem farið hefur úrskeiðis. Ál-
búkkarnir frá okkur eru sérlega
endingargóðir. Við vitum til þess
að búkkar, stigar og tröppur frá
fyrstu árum Brimrásar eru enn í
notkun.“
Margþætt starfsemi
Starfsvið Kvarna er breitt en fyrir-
tækið flytur einnig inn sorpkvarn-
ir og sorppressur. „Sorpkvarnirnar
eru frá hinu heimsþekkta fyrirtæki
In-Sink-Erator en það fyrirtæki
var frumk vöð-
ull í framleiðslu
á s or p k v ör n-
um. Við f ly t j-
um líka inn um-
búðapressur fyrir
heimili en umbúðapressur minnka
umfang þurra sorpsins. Í þessum
umbúðapressum er hægt að pressa
áldósir, pappír, plast og annað það
sem til fellur af umbúðum. Þá má
geta þess að við bjóðum upp á leigu
á tónleika- og skemmtanasviðum
svo það er ljóst að starfsemi fyrir-
tækisins er fjölþætt,“ segir Ingólfur.
Ingólfur og starfsfólk hans býður
upp á að setja upp vörur frá fyrir-
tækinu og keyra tæki og tól heim
til fólks. „Þegar fólk er að fara að
byggja hús getum við útvegað
flesta hluti til uppsteypunar. Við
erum með mót til að slá upp húsið,
steypuíhluti, vinnupalla og krana.“
Fyrirtækið flytur
Ingólfur hefur mikla reynslu á
þessum markaði en starfsemi
Kvarna hófst árið 1995. Fyrir þann
tíma vann hann hjá fyrirtækinu
Pöllum frá 1982. „Við erum nýflutt
með skrifstofurnar okkar ásamt
hjólapallaleigunni, smávörulag-
ernum og alla framleiðsluna í
Akra lind 8 í Kópavogi. Öll starf-
semi þungavöru er flutt í Álfhellu
9 í Hafnarfirði.“
Með þeim elstu í greininni
„Við hjá Kvörnum leggjum áherslu
á skjóta og góða þjónustu, fag-
mennsku og heiðarleika. Við erum
með þeim elstu í greininni hér á
landi og höfum því mikla reynslu
að bjóða. Viðskiptavinir okkar geta
treyst á úrvals vörur og þjónustu.“
Nánari upplýsingar um fyrir-
tækið og vörur þess má finna á
www.kvarnir.is.
Með langa reynslu að baki
Kvarnir ehf. býður upp á fjölbreytta þjónustu. Hjá fyrirtækinu er hægt að leigja eða kaupa meðal annars vinnupalla og krana.
Kvarnir hafa í mörg ár framleitt tröppur, stiga og búkka undir framleiðsluheitinu Brimrás. Þar er lögð áhersla á góða þjónustu.
Ingólfur í Kvörnum býður góða og skjóta þjónustu. Hjá honum er hægt að leigja eða kaupa krana, vinnupalla, mót og margt fleira. MYND/GVA
Vinnueftirlitið sér um nám-skeiðshald fyrir þá sem sækjast eftir vinnuvéla-
réttindum. Málið er þó ekki svo
einfalt því vinnuvél er ekki bara
vinnuvél.
Frumnámskeið
„Réttindi á vinnuvélar skiptast í
tvo flokka. Annars vegar er það
frumnámskeið og svo grunnnám-
skeið. Frumnámskeiðin eru haldin
af Vinnueftirlitinu en grunnnám-
skeiðin af ökuskólum. Frumnám-
skeiðin veita mönnum réttindi til
að taka próf á ýmsar vinnuvélar;
dráttarvélar, lyftara upp að tíu
tonnum, malbikunarvélar, valt-
ara og krana og körfubíla með
allt að 18 tonna lyftigetu ásamt
fleiri vinnuvélum.“ Þegar búið er
að sækja námskeið hjá Vinnueftir-
litinu fer fólk í þjálfun á vinnustað
undir leiðsögn kennara. Þegar
henni er lokið er kallaður til próf-
dómari frá Vinnueftirlitinu og
verklegt próf er tekið á vinnuvél-
ina á vinnustað viðkomandi. Nái
hann tilsettum kröfum fær hann
réttindi til að stjórna vinnuvél í
þeim flokki vinnuvéla sem próf-
ið var tekið á.
Grunnnámskeið
Sé farið beint á grunnnámskeið
öðlast menn próftökurétt á allar
vélar sem krafist er réttinda á.
Byggingarkrananámskeið
Sérnámskeið fyrir byggingarkrana
eru haldin á vegum Vinnueftirlits-
ins. Þau veita aðeins réttindi til að
stjórna byggingarkrönum.
Aukin vitund og betri tæki
Á árum áður voru vinnuvélarétt-
indi ekki litin eins alvarlegum
augum. „Það er tilfinning mín að
þessi mál séu í góðu horfi og margt
hefur lagast á síðustu árum. Ég
held það sé aukin vitund atvinnu-
rekenda sem eru orðnir meðvit-
aðri um öryggismál en áður. Eft-
irlitið hefur í sjálfu sér ekki breyst
mikið. Við förum eftir almennum
Evrópureglum um öryggisbúnað
og tæki. Tækin eru líka orðin betri
og betur búin en áður.
Það þarf próf á krana
Magnús Guðmundsson deildarstjóri vinnuvéladeildar Vinnueftirlitsins segir
vitundarvakningu hafa orðið á undanförnum árum varðandi réttindi á
vinnuvélar og atvinnurekendur meðvitaðri um öryggismál en áður.
Magnús Guðmundsson hjá Vinnueftirlitinu segir atvinnurekendur orðna meðvitaðri um
öryggismál en áður. MYND/PJETUR