Fréttablaðið - 25.08.2012, Síða 88

Fréttablaðið - 25.08.2012, Síða 88
25. ágúst 2012 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is með leikmannahóp liðsins að und- anförnu. „Það hefur verið mikið bras á öftustu línunni okkar,“ segir Þor- lákur Árnason, þjálfari Stjörn- unnar. Anna María Baldursdóttir fékk rautt spjald í leik liðsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. Þá hafa meiðsli einnig sett strik í reikn- inginn, auk þess sem Eyrún Guð- mundsdóttir getur ekki spilað þar sem hún er barnshafandi. „Það er því ekki alveg klárt hvernig byrjunarliðið verður. En ég er með góðan hóp og við verð- um með sterkt byrjunarlið eins og í öllum leikjum.“ Valur spilar besta fótboltann Þorlákur á von á að mæta sterku liði Vals í dag. „Valur hefur spilað besta fótboltann í deildinni í sumar og er bæði tæknilega sterkt lið og skemmtilegt. Þetta verður spenn- andi verkefni og við þurfum að spila vel til að vinna þær.“ Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi. Upphitun hefst hálf- tíma fyrr. eirikur@frettabladid.is FÓTBOLTI Tvö lið með ólíka sögu munu í dag mætast í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni kvenna á Laugardalsvellinum. Annars vegar Valur, sigursælasta lið frá upphafi í sögu keppninnar, og ríkjandi Íslandsmeistari Stjörn- unnar sem hefur aldrei unnið bik- arinn áður. „Þetta kemur ekki til með að skipta nokkru máli,“ segir Rakel Logadóttir, leikmaður og einn fyrirliða Vals, um sögu þessara tveggja liða. „Hvað okkur varð- ar skiptir sá fjöldi titla sem Valur hefur unnið í gegnum tíðina engu máli í dag. Við erum með nýtt og gjörbreytt lið frá síðustu árum og erum að skapa okkar eigin hefð.“ Valur er sem stendur í fjórða sæti Pepsi-deildar kvenna með 27 stig en Stjarnan er í því öðru með 32 stig – sex á eftir toppliði Þórs/KA. Gunnhildur Yrsa Jóns- dóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir þó Stjörnuna ekki sigurstranglega liðið í leiknum í dag, þrátt fyrir að vera ofar í stigatöflunni. „Bæði þessi lið eru með sterk- an leikmannahóp en Valur er með hefðina með sér og hafa oft komið í þennan leik áður. Þetta eru tvö jöfn lið og ég á von á skemmtileg- um leik,“ segir hún. Lykilleikmenn farnir Valskonur hafa verið á miklu skriði að undanförnu og ekki tapað leik síðan 9. júlí. Síðan þá hafa þær spilað átta leiki og unnið sex þeirra, þar með talið Stjörnuna og ÍBV, auk þess sem liðið gerði jafn- tefli við Þór/KA. „Spilamennska okkar hefur verið góð og ég er sátt við hana. Við höfum lært mikið í sumar og bætt okkur eftir því sem liðið hefur á það,“ segir Rakel en Valur hefur þó misst nokkra lykilleik- menn síðustu dagana. Danska landsliðskonan Johanna Rasmus- sen er aftur farin til síns liðs í Sví- þjóð og þær Dagný Brynjarsdótt- ir og Telma Björk Einarsdóttir eru báðar farnar til Bandaríkjanna í nám. „Þetta hefur verið smá púslu- spil hjá okkur en nú fá ungir leik- menn dýrmæta reynslu – sérstak- lega af þessum leik,“ segir Rakel. Mikið bras á varnarlínunni Aðeins fimm félög hafa unnið bikarkeppni kvenna síðan hún fór fyrst fram árið 1981. Stjarn- an getur bæst í þann hóp í dag en það hafa þó einnig verið vandræði DAGUR SIGURÐSSON skrifaði í gær undir nýjan samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Füchse Berlin sem gildir til 2017. Dagur tók við liðinu árið 2009 og hefur á stuttum tíma náð að gera það að einu sterkasta félagsliði Evrópu. Leik- tíðin í þýsku úrvalsdeildinni hófst í gærkvöldi en Füchse Berlin mætir nýliðum Minden á heimavelli á morgun. Nýtt nafn ritað á bikarinn? Valur og Stjarnan eigast við í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni kvenna á Laugar- dalsvellinum í dag. Valur hefur langoftast unnið bikarinn, alls þrettán sinnum, en Stjörnukonur eiga í dag möguleika á að vinna þessa keppni í fyrsta sinn. FYRIRLIÐARNIR Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni, og Valskonan Rakel Logadóttir með bikarinn góða. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRJÁLSÍÞRÓTTIR Um helgina fer fram bikarkeppni FRÍ í 47. sinn og nú á Þórsvelli á Akureyri. Fimm sterkustu frjálsíþróttalið lands- ins keppa og er búist við því að tvö sigursælustu lið keppninnar frá upphafi, FH og ÍR, muni berj- ast um titilinn aftur nú. Þessi tvö félög hafa unnið bikarinn langoft- ast; ÍR nítján sinnum og FH átján sinnum. ÍR hefur unnið bikarinn síðustu tvö ár og náði því að taka fram úr FH-ingum, sem ætla sér sjálfsagt að rétta sinn hlut. Það eru þó fjölmargir sterkir keppendur í hinum þremur liðun- um – Breiðabliki, HSK og keppnis- liði Norðurlands. Ármann á einn- ig sterkt frjálsíþróttalið en tekur ekki þátt í þetta skiptið. Tveir af sterkustu keppendum liðsins eiga ekki heimangengt en Ásdís Hjálmsdóttir keppti í vikunni á demantamóti í Sviss og þá er Helga Margrét Þorsteinsdóttir í hvíld. Ólympíufararnir Óðinn Björn Þorsteinsson, FH, og Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki, verða meðal keppenda sem og flestir aðrir sterkustu frjálsíþróttakappar landsins. Helst ber þar að nefna hina ungu Anítu Hinriksdóttur, 800 m hlaupara úr ÍR, sem varð í fjórða sæti á HM 19 ára og yngri fyrr á árinu en Aníta er einungis sextán ára gömul. Fjölmargir aðrir sterk- ir keppendur taka þátt, svo sem Einar Daði Lárusson, tugþrautar- kappi úr ÍR. Jónas Egilsson, framkvæmda- stjóri FRÍ, á von á hörkukeppni á milli ÍR og FH. „Það verður mikil pressa á keppendum að ná árangri og safna stigum fyrir sín lið. Ég treysti mér ekki til að spá um hvort liðið vinni bikarinn.“ - esá Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands haldin í 47. sinn á Akureyri: FH og ÍR bítast aftur um titilinn FJÖLHÆFUR Einar Daði Lárusson er lykil- maður í keppnisliði ÍR. NORDICPHOTOS/GETTY Valskonur geta unnið bikarinn fjórða árið í röð í dag þegar þær mæta Stjörnunni í úrslitaleik á Laugardalsvellinum. Valsliðið er búið að vinna 14 síðustu bikarleiki sína eða alla bikarleiki síðan liðið steinlá 0-4 á móti KR í bikarúrslitaleiknum 2008. Valur hefur slegið Stjörnuna út úr bikarnum öll þrjú árin (5-0 í undanúrslitum 2009, 1-0 í úrslitaleiknum 2010 og 1-0 í 8 liða úrslitum 2011) og í raun fjögur ár í röð því Valur komst í bikarúrslitin 2008 eftir 5-1 sigur á Stjörnunni í undanúrslitunum. Valur er búinn að vinna átta bikarleiki í röð á móti Garðabæjarliðinu eða síðan Stjarnan sló Val út í bikarkeppninni fyrir tuttugu árum. Þetta er þegar orðin næstlengsta sigurgangan í sögu bikarkeppni kvenna en Valur á metið frá því að Hlíðarendadömur unnu 19 bikarleiki í röð á árunum 1984 til 1989. Búnar að vinna fjórtán bikarleiki í röð FÓTBOLTI Mývetningurinn Baldur Sigurðsson hefur verið áber- andi síðustu daga. Um síðustu helgi tryggði hann KR 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitum bikarkeppn- innar með marki á lokamínútum leiksins og í fyrrakvöld skoraði hann tvö mörk í 3-1 sigri á FH í uppgjöri toppliða deildarinnar. Með sigrinum sá KR til þess að það yrði áfram spenna í topp- baráttu deildarinnar þar sem FH hefði með sigri náð átta stiga for- ystu á toppnum auk þess að eiga leik til góða. „Þetta var virkilega falleg vika,“ sagði Baldur við Frétta- blaðið í gær. „Og virkilega ánægjulegt að hafa ekki afhent FH-ingum titilinn á silfurfati. Nú eru sex leikir eftir af tímabilinu sem verða allir eins og bikarúr- slitaleikir fyrir okkur.“ Hann segir virkilega góða stemningu ríkja í herbúðum KR núna. „Það er talsvert skemmti- legra að mæta á æfingar eftir sig- urleiki en hitt. Það var til dæmis mjög erfitt að tapa fyrir Val [fyrr í mánuðinum] og því óskandi að við höldum áfram á þessari braut.“ - esá Baldur bestur í 16. umferð: Virkilega falleg vika að baki Lið 16. umferðar Markvörður: Árni Freyr Ásgeirsson, Keflavík Varnarmenn: Daníel Laxdal, Stjörnunni Kennie Chopart, Stjörnunni Elís Rafn Björnsson, Fylki Miðjumenn: Jón Daði Böðvarsson, Selfoss Jon Andre Royrane, Selfoss Baldur Sigurðsson, KR Jónas Guðni Sævarsson, KR Sóknarmenn: Emil Atlason, KR Kristinn Ingi Halldórsson, Fram Viðar Örn Kjartansson, Selfoss SMALINN Baldur Sigurðsson hefur skorað mikilvæg mörk fyrir KR í síðustu leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HÚSBÍLL TIL SÖLU Til sölu vel með farinn 5 manna Fíat húsbíll • Árgerð 91 (skoðaður 2012) • Díselvél (2500) • Nýjir loftpúðar • Endurnýjuð gasmiðstöð • Hjólagrind • Nýjir rafgeymar • Ný dekk • Ekinn 143.000 km. VERÐ KR. 1.500.000 Bíllinn er til sýnis að Vesturhrauni 3, Garðabæ. Upplýsingar í 771-2004 og 480-0000 KÖRFUBOLTI Íslenska karlalands- liðið í körfubolta átti aldrei mögu- leika á móti sterku liði Svart- fellinga í Niksic í undankeppni Evrópumótsins í gærkvöldi. Svartfellingar unnu leikinn á endanum með 18 stigum, 85-67, eftir að hafa komist mest 25 stig- um yfir í fyrri hálfleiknum. Svartfellingar skoruðu tíu af fyrstu ellefu stigum fjórða leik- hlutans og komust í 70-46 en strákarnir náðu að laga stöðuna í lokin. Íslenska liðið hefur þar með tapað tveimur leikjum í röð og þremur af fyrstu fjórum leikj- um sínum í riðlinum. Sundsvall-mennirnir Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sig- urðarson voru atkvæðamestir í íslenska liðinu, Hlynur með 19 stig og Jakob með 15 stig. Haukur Pálsson og Jón Arnór Stefánsson skoruðu báðir 13 stig. - óój Evrópukeppni í körfubolta: Erfitt kvöld í Svartfjallalandi HLYNUR BÆRINGSSON. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leiknir R. - Víkingur Ó. 1-1 0-1 Arnar Sveinn Geirsson (11.), 1-1 Kristján Páll Jónsson (87.). Þróttur R. - ÍR 1-0 1-0 Arnþór Ari Atlason (11.). STAÐAN EFSTU LIÐA Í DEILDINNI: Þór 16 10 2 4 29-19 32 Víkingur Ó. 18 10 2 6 26-17 32 Fjölnir 17 7 8 2 36-17 29 Þróttur R. 18 7 6 5 25-23 27 KA 17 7 5 5 31-25 26 Víkingur R. 17 6 6 5 24-19 24 Haukar 17 6 6 5 16-20 24 1. DEILD KARLA ARNAR SVEINN GEIRSSON Skoraði sitt fyrsta mark síðan í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.