Fréttablaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 94
25. ágúst 2012 LAUGARDAGUR62 Tómas Lemarquis fer með hlut- verk í spænsku spennumyndinni Painless sem sýnd verður á Tor- onto International Film Festival sem fram fer dagana 6. til 16. sept- ember. Þetta er í annað sinn sem mynd sem Tómas leikur í er sýnd á hátíðinni, sú fyrri var Nói albínói. „Myndin segir tvær sögur; önnur gerist á tímum Francos og hin í nútímanum. Minn karakt- er er uppi á tímum Francos og er notaður til þess að kvelja fanga og fá upp úr þeim upplýsingar. Hann finnur ekki til sársauka og áttar sig þess vegna ekki á því að hann sé að gera nokkuð rangt,“ útskýrir Tómas. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Juan Carlos Med- ina og var förðunin í höndum sama fólks og vann við Pan‘s Labyrinth. Myndin var tekin upp í Barcelona síðasta sumar og segist Tómas hafa beðið í fimm ár eftir því að tökur á myndinni hæfust. „Það var leikstjóri sem ég þekki sem benti framleiðandanum á mig og þannig komst ég í samband við þá. Tökum var frestað nokkrum sinn- um og því beið ég í fimm ár eftir því að þær færu af stað. Ég þurfti að vera í góðu líkamlegu formi fyrir hlutverkið og þurfti því að byrja æfingar upp á nýtt nokkr- um sinnum.“ Tómas túlkar persónu sína, Berkano, á ólíkum aldursskeið- um og tók það förðunarteymi um átta klukkustundir að breyta leik- aranum í gamlan mann. Tómas þurfti síðan að vera í gervinu í tvo sólarhringa. „Það tók svo langan tíma að setja á mig gervið og þess vegna var ákveðið að ég mundi sofa í sílikonbúningnum um nótt- ina. Þetta var eins og að vera með kláðaduft um allan líkamann og ég svaf lítið sem ekkert og fékk í kjöl- farið brunasár á líkamann.“ Inntur eftir því hvort hann fari á hátíðina segir Tómas það eiga eftir að koma í ljós. „Mig langar mikið til að fara enda er þetta stærsta kvikmyndahátíð heims á eftir Cannes. Þetta er svokölluð A-hátíð og maður vill helst að myndirnar sínar komist inn á slíkar hátíð- ir enda opnar það manni margar dyr.“ sara@frettabladid.is PERSÓNAN TÓMAS LEMARQUIS: EINS OG AÐ VERA MEÐ KLÁÐADUFT UM LÍKAMANN Svaf heila nótt í búningi GOTT GENGI Tómas Lemarquis fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON Tómas býr sig nú undir tökur á tveimur kvikmyndum sem verða í lok árs. Hann fer meðal annars með hlutverk í kvikmyndinni Paris, I Kill You sem er í anda Paris, I Love you. Nokkrir hrollvekjuleikstjórar taka að sér að leikstýra myndinni, þar á meðal Joe Dante sem leikstýrði Gremlins-myndunum, og David R. Ellis, sem leikstýrði Scarface og Lethal Weapon. Alls komu 22 leikstjórar að gerð myndarinnar Paris, I Love you og leik- stýrði hver þeirra stuttu broti í myndinni. Meðal leikstjóranna voru Gérard Depardieu, Wes Craven og Gus Van Sant. Meðal leikara voru Steve Buscemi, Natalie Portman, Bob Hoskins, Elijah Wood og Maggie Gyllenhaal. PARÍS, ÉG DREP ÞIG „Þessi þjónusta er til víða um heim og við ákváðum að prófa að koma einni slíkri á laggirnar hér því okkur fannst þetta vanta,“ segir Gerður Huld Arinbjarn- ardóttir, önnur tveggja eigenda Sambandsmiðlunar. Fyrirtæk- ið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og er ætlað að aðstoða fólk sem er í makaleit. Þjónustan sem Sambands- miðlun veitir er ætluð einstak- lingum er hafa náð 25 ára aldri og eru í makaleit. Þangað leitar fólk sem hefur ýmist fengið nóg af skemmtanalífinu, stefnumóta- síðum, var að koma úr langtíma- sambandi eða hefur miss maka sinn og veit ekki hvernig á að bera sig að. Þjónusta sem þessi hefur lengi verið í boði í Banda- ríkjunum og kallast þar „match- making“. Fyrirtækið veitir tvenns konar þjónustu sem einstaklingar geta skráð sig í; sambandsmiðlunar- klúbbinn og VIP-áskrift. Fyrri kosturinn veitir afslátt á upp- ákomur á borð við hraðastefnu- mót, hópstefnumót og fyrirlestra. Seinni kosturinn er sérhæfðari og persónulegri og sér félags- ráðgjafi um að para einstaklinga saman. Hátt í hundrað manns hafa skráð sig í Sambandsmiðlun- arklúbbinn og um fimmtíu manns í VIP-áskriftina og hafa viðtök- urnar verið mun betri en Gerður og meðeigandi hennar, Rakel Ósk Orradóttir, þorðu að vona. „Við höfðum unnið mikla rann- sóknarvinnu áður en við fórum af stað og vissum því að fólki þótti hugmyndin góð, en móttökurnar hafa samt verið betri en við þorð- um að vona. Vonandi getum við aðstoðað einhverja við að finna ástina,“ segir hún og bætir við: „Við erum þegar byrjaðar að senda fólk á stefnumót og nokk- ur pör hafa farið á fleiri en eitt.“ Heimasíða Sambandsmiðlunar er www.sambandsmidlun.is. - sm Aðstoða fólk við makaleitina SAMBANDSMIÐLARAR Gerður Huld Arinbjarnardóttir og Rakel Ósk Orradóttir aðstoða einstaklinga við að finna ástina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nafn: Gunnar Ragnarsson Aldur: 23 ára. Starf: Frístundaleið- beinandi og söngvari. Foreldrar: Ragnar Gunnarsson og Sveindís Hermanns- dóttir. Fjölskylda: Tvær yngri systur, Sjöfn og Ragnheiður. Búseta: 101 Reykjavík. Stjörnumerki: Krabbi. Gunnar er söngvari nýstofnuðu sveitar- innar Grísalappalísu sem spilar í kvöld klukkan 21 á Hemma og Valda. „Nú er plöggarinn loksins far- inn að plögga sjálfum sér,“ segir markaðsmaðurinn, hugmynda- smiðurinn og frasakóngurinn Jón Gunnar Geirdal sem nýverið stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Ysl- and. Ysland er markaðssetningarfyr- irtæki sem sérhæfir sig í kynning- um, viðburðahaldi og samskiptum við fjölmiðla fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir. Jón Gunnar segir sjálfur að fyrirtækið sé staður þar sem hugmyndir og viðburðir öðlast aukið líf. Jón Gunnar hefur lengi sinnt þessum störfum í hjáverkum sam- hliða starfi sínu hjá markaðsdeild N1. Eftir helgi verður hann loks- ins sinn eigin herra, eitthvað sem Jón Gunnar hefur langað til lengi. „Fyrirtækið er bara ég, farsíminn og fartölvan. Þetta er svona hin almenna ódauðlega hugmynda- vinna og mottóið mitt er „love all serve all“,“ segir Jón Gunnar glað- ur í bragði, en hann hefur komið sér fyrir í skrifstofuhúsnæði á 12. hæð í Turninum í Kópavogi. Jón Gunnar hefur meðal ann- ars séð um markaðssetningu á íslenska Expó-skálanum og á myndunum Svartur á leik og Okkar eigin Osló. Næst á verk- efnalistanum er kvikmyndin Frost sem verður frumsýnd 7. septem- ber. Hann er með mörg járn í eld- inum og óttast ekki að sitja auðum höndum í vetur. „Það er nóg að gera og ég er tilbúinn að vera að vinna allan sólarhringinn enda er ég vinnualki í mér.“ - áp Frasakóngurinn gerist atvinnuplöggari ATVINNUPLÖGGARI Jón Gunnar Geirdal ætlar að gefa hugmyndum og viðburðum aukið líf í nýju markaðs- setningarfyrirtæki sínu Ysland. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN www.baendaferdir.is Sp ör e hf . s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R 3. - 15. október Travel Agency HAUST 9 & Spánn Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir Hálft fæði og allar skoðunarferðir innifaldar Suður-Frakkaland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.