Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.08.2012, Qupperneq 2
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR2 Mýrdalsjökull skalf Jarðskjálfti varð við Austmanns- bungu í Mýrdalsjökli síðdegis í gær. Hann mældist 3,8 stig. Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið en skjálftanna varð ekki vart í manna- byggð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var skjálftinn mjög grunnur. Þá er jafnvel búist við því að það hlaupi í árnar undan jöklinum og verða þær vaktaðar næstu daga. NÁTTÚRA BRUNI Eldur logaði í þaki íþrótta- húss Fellaskóla rétt eftir klukk- an 19 í gærkvöldi. Eldurinn kom upp í þaki yfir búningsklefa kvenna, sem er í tengibyggingu á milli íþróttahúsa við skólann. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru vakta- skipti þegar tilkynning barst um eldinn og því var hægt að senda væna sveit í Breiðholtið. Auðvelt var að ráða niðurlögum eldsins og voru flestir slökkvi- liðsmenn farnir af svæðinu fyrir klukkan átta. Svo virðist sem upptök eldsins hafi verið utanhúss. Töluverðar skemmdir urðu á þaki hússins. Fellaskóli verður settur á mið- vikudaginn í næstu viku. - bþh Eldur í þaki íþróttahúss: Þak Fellaskóla skemmdist í eldi HEILBRIGÐISMÁL Frjótölur í Reykjavík hafa verið háar undan- farna daga vegna hlýinda og þurrka. Hlýindin hafa opnað blóm nokkurra grastegunda sem spretta seint og ná ekki að dreifa frjókornum öll sumur, segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Í ágúst má alltaf reikna með svona toppum syðra en þeir standa venjulega aðeins í fáa daga. Fólk með grasofnæmi finn- ur fyrir þessu jafnvel þó frjótöl- ur verði sjaldan mjög háar svona síðsumars. - shá Hitabylgja vekur grasplöntur: Enn mælast háar frjótölur Skothylkin ekki skilin eftir Olís, Skotvís og Umhverfisstofnun munu á komandi veiðitímabili standa fyrir hvatningarátaki meðal veiði- manna um að taka með sér tóm skothylki af veiðislóð. Veiðimenn eru hvattir til að sýna náttúru Íslands þá virðingu sem hún á skilið. UMHVERFISMÁL ELDUR Í ÞAKI Fjölmenni fylgdist með snörum handtökum slökkviliðsmanna í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPURNING DAGSINS FÓLK Silvio Zinsstag hefur lært forníslensku og lesið Íslendinga- sögurnar á frummálinu. Hann situr nú á skólabekk í Háskóla- setri Vestfjarða og lærir nútíma- íslensku. Svarið kom blaðamanni á óvart þegar hann spurði af hverju Svisslendingur tæki sig til og lærði forníslensku. „Það var bara mjög hagkvæmt fyrir mig. Já, já,“ bætir hann við þegar hann verður þess var að blaðamaður er orðlaus. „Ég var að læra fornensku í Englandi og þá kom alltaf einhver tenging við rit sem voru á forn- íslensku. Menn voru því sífellt að tala um þau en enginn var fær um að lesa þau svo það er mjög hag- kvæmt fyrir mig að getað lesið frumheimildirnar. Til dæmis eru atriði í Bjólfskviðu sem einnig koma fyrir í Grettissögu.“ Þar með hefur talið borist að uppáhalds Íslendingasögu Zins- stag. „Grettir er svo heillandi sögupersóna,“ segir hann. „Grett- ir er persóna sem menn hrífast af en um leið vekur hann hjá manni ugg. Hann gat verið tilfinn- inganæmur, hann var til dæmis skáldhneigður en svo á hann sér óslípaðri hliðar eins og alþjóð veit.“ En þá vaknar spurningin, ef Grettir stykki nú fram með mál- far síns tíma á munni, hvor myndi skilja hann betur: Íslending- ur sem einungis talar nútímaís- lensku eða Zinsstag, sem mennt- að hefur sig í forníslensku? „Þið ættuð að skilja hann betur. Til dæmis er mikið af íslenskum orð- samböndum, fyrr og nú, sem þið berið meira skynbragð á en ein- hver sem lært hefur einungis af bókinni.“ Zinsstag hefur einungis lært nútímaíslensku í þrjár vikur en segist þó farinn að skilja Íslend- ingana að mestu. „Það er að segja ef talað er hægar en sem nemur tólf tungusnúningum á sekúndu,“ segir hann kankvís. „En ég á erf- iðara með það að tala. Þar kemur málfræðivitund mín sér illa en meðan ég tala hef ég allar mál- fræðireglurnar í hausnum svo mér vefst tunga um tönn.“ Zinsstag er einnig tónlistar- maður og þegar hann er spurður að því hvernig hann hyggist nýta sína forníslensku lætur hann lítið uppi en þó ætti það ekki að koma á óvart ef við heyrum í svissneskum tónlistarmanni í framtíðinni flytja tónverk þar sem okkar ylhýra kemur við sögu. jse@frettabladid.is „Þið mynduð skilja Gretti betur en ég“ Svissneskur íslenskunemi er farinn að skilja okkar ylhýra mál eftir þriggja vikna nám. Hann hafði reyndar nokkuð forskot því hann kann forníslensku. Hann myndi hins vegar hóa í Íslending ef Grettir Ásmundarson kæmi að spjalla. SILVIO ZINSSTAG Á ÍSAFIRÐI Ásamt því að læra nútíma-íslensku situr hann nú nám- skeið í Gísla sögu Súrssonar enda ekki annað hægt á meðan á Vestfjarðadvölinni stendur. MYND/BJÖRN INGI GUÐNASON NÁTTÚRA Skoskir grasafræðingar hafa í rannsókn- um sínum komist að því að eitt sjaldgæfasta blóm landsins, sem er að finna á eyjunni Hirta við vestur- strönd Skotlands, hafi sennilega borist frá Íslandi. Bæði er talið koma til greina að fræ hafi borist með fuglum þó það sé ekki útilokað að komur víkinga til landsins fyrr á öldum geti skýrt tilkomu þess, segir í frétt BBC. Blómið er ekki sjaldgæft hér, enda um túnfífil að ræða. Túnfífillinn hefur verið skilgreindur sem nýbúi í flóru Skotlands og skýrður Taraxacum pankhursti- anum til heiðurs þarlendum fræðimanni. Túnfíflinum er ekki gefinn sérstakur gaumur meðal fræðimanna hér en Starri Heiðmarsson, fag- sviðsstjóri grasafræði hjá Náttúrufræðistofnun, segir að danskur grasafræðingur, Christiansen að nafni, hafi fjallað um túnfífla á Íslandi í grein árið 1942. Christiansen telur 116 tegundir túnfífla vaxa á Íslandi. Ein þeirra tegunda sem Christiansen fann er Taraxacum faeroense en þá tegund telja skosku vísindamennirnir skyldasta blóminu á Hirta, að sögn Starra. Í riti sínu lýsir Christiansen túnfíflum á Íslandi í smáatriðum; Taraxacum egilstadirense, Taraxacum akranesense, Taraxacum vestmannicum, Tarax- acum skutustadirense, svo dæmi séu nefnd og segja nöfnin nokkra sögu um hvar Danann bar niður við rannsóknir sínar. - shá Danskur grasafræðingur taldi 116 tegundir túnfífla á Íslandi á stríðsárunum: Telja sjaldgæfasta blómið héðan TÚNFÍFILL AF ÓÞEKKTRI TEGUND Fáir hafa hugmynd um að greindar hafa verið 116 tegundir af túnfífli hér á landi. Þær eru sennilega fleiri. Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir einhleypa Á námskeiðinu er unnið að sátt og öryggi í samskiptum hvort sem stefnt er á leit að heppilegum maka, vinum eða almennt bættum tengslum við sjálfan sig og aðra. Lögð er áhersla á að kenna þátttakendum aðferðir hug- rænnar atferlismeðferðar sem nýta má til aukinnar sáttar við sjálfan sig, auk þess sem farið er vel í samskiptatækni, samskiptamynstur og leiðir til að takast á við erfið samskipti við aðra. Námskeiðið hefst 4. september og stendur yfir í tíu vikur, alls 20 klst. Stjórnendur námskeiðs eru dr. Gyða Eyjólfsdóttir og Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingar. Nánari upplýsingar um námskeiðið og umsagnir fyrri þátttakenda má finna á www.salarafl.is og www.kms.is en skráning og fyrirspurnir fara fram á salarafl@salarafl.is og kms@kms.is STJÓRNSÝSLA Reykjavíkurborg getur ekki gefið Hörpu afslátt af fasteignagjöldum eins og Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Por- tusar, eignarhaldsfélags Hörpu, kallaði eftir í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þetta segir aðstoðar- maður borgarstjóra. Árleg fasteignagjöld Hörpu eru 380 milljónir, en áætlanir rekstr- arfélagsins gerðu ráð fyrir að greiða um 180 milljónir árlega. „Álagning fasteignagjalda er ekki geðþóttaákvörðun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, í samtali við Frétta- blaðið. „Þar gengur eitt yfir alla. Harpa er mjög stórt hús sem borgar fasteignagjöld í samræmi við það.“ Mismunurinn milli áætlana og þess sem svo varð, skýrist af því að miðað var við svokallað rekstrarvirði og vísað í fordæmi Smáralindarinnar. Björn segir að það vinnulag hafi verið borið undir yfirfast- eignamatsnefnd sem skar úr um að slíkt væri ekki heimilt. „Þess vegna er álagningin með þessum hætti. Það má líka taka fram að á öllum stigum málsins bentu full- trúar borgarinnar á að afar ólík- legt væri að þetta stæðist.“ Pétur sagði í vikunni að ef ekki næðust samningar um að létta fasteignagjöldum af Hörpu gætu eigendur hússins, ríki og borg, þurft að taka yfir reksturinn. Björn sagði engar slíkar við- ræður hafa átt sér stað. „Ég sé ekki að það bæti neitt að ríki og borg taki þetta yfir. Verk- efnið er nú að sjá hvort hægt sé að gera breytingar á rekstrinum til að loka þessu gati sem er. Við þurfum að vinna í því núna.“ - þj Talsmaður Reykjavíkurborgar um ákall Portusar eftir lægri fasteignagjöldum: Ekki hægt að lækka gjöld fyrir Hörpu HARPA Styr hefur staðið um rekstur Hörpu, en árleg fasteignagjöld eru rúmlega tvöfalt hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNSÝSLA Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í borgarráði Reykja- víkur hafa lagt til að reglum um vínveitingaleyfi verði breytt þannig að á heimilum fyrir aldr- aða verði leyft að selja áfengi. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að forstjóri Hrafnistu í Reykjavík vildi fá vínveitinga- leyfi fyrir kaffistofuna. Leggja fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins til að reglum um vín- veitingaleyfi í íbúðahverfum verði breytt en aðrar reglur gilda um þau hverfi en til dæmis miðbæinn. Flest dvalarheimilin í Reykjavík eru í íbúðahverfum. Því er lagt til að elliheimili geti sótt um undanþágu frá reglum um vínveitingaleyfi í íbúða- hverfum. - bþh Sjálfstæðismenn vilja breyta: Elliheimili fái leyfi til vínsölu Kári Steinn, er ekki líka gott að hlaupa með stein í skónum? Nei, nei. Ég er alveg steinhættur því. Kári Steinn Karlsson maraþonhlaupari gaf í gær tíu hollráð fyrir þá sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Eins og mönnum er eflaust kunnugt hljóp hann með stein í skónum í maraþonhlaupinu á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Grettir er persóna sem menn hrífast af en um leið vekur hann hjá manni ugg. SILVIO ZINSSTAG ÍSLENSKUNEMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.