Fréttablaðið - 18.08.2012, Síða 4

Fréttablaðið - 18.08.2012, Síða 4
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR4 SUÐUR-AFRÍKA, AP „Lögregla, hættu að skjóta eiginmenn okkar og syni“ stóð á spjaldi sem eiginkon- ur námuverkamanna í Suður-Afr- íku báru í gær. Þær efndu til mótmæla eftir að tugir námuverkamanna höfðu látið lífið í átökum við lögregluna utan við Lonmin-platínunámuna, sem er skammt frá bænum Marikana. Átökin hófust á föstudaginn fyrir viku, eftir að námuverkamennirnir fóru í verkfall til að krefjast betri kjara. Um tíu námuverkamenn höfðu fallið í átökunum fram á mið- vikudag, en þá gripu lögreglumenn til vopna og skutu 34 menn til bana, auk þess sem 78 særðust. Blóðbaðið gekk fram af lands- mönnum og Jacob Zuma forsæt- isráðherra hraðaði sér heim frá Mósambík, þar sem hann var staddur á ráðstefnu. Hann sagðist hneykslaður á þessu „tilgangslausa ofbeldi“ eins og hann orðaði það. Námuverkamennirnir í Lonmin hafa búið við kröpp kjör, fengið lág laun og margir búið í hrörleg- um kofum. Sum barna þeirra þjást af langvinnum sjúkdómum vegna mengunar frá leku skolpræsakerfi. - gb Blóðbað í tengslum við verkfallsaðgerðir námuverkamanna í Suður-Afríku vekur hörð viðbrögð: Lögreglan skaut tugi námuverkamanna NÁMUVERKAMENN Í BARDAGAHUG Þeir syngja og dansa vopnaðir sveðjum og bar- eflum utan við Lonmin-námuna rétt hjá bænum Marikana í Suður-Afríku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ 17.08.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,8445 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,24 119,80 187,26 188,18 147,39 148,21 19,791 19,907 20,077 20,195 17,761 17,865 1,5000 1,5088 179,90 180,98 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is FÉLAGSMÁL Stjórn Öryrkjabanda- lags Íslands skorar á Alþingi að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta var samþykkt á aðal- stjórnarfundi bandalagsins í fyrradag. Samningurinn var undirrit- aður af Íslands hálfu árið 2007. Öryrkjabandalagið telur nauð- synlegt að lögfesta hann einnig eins og gert var við Mannrétt- indasáttmála Evrópu. „Þannig tryggjum við mannréttindi fyrir alla í raun,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Bandalagið vill lögfesta samn- inginn nú þegar en hins vegar telur það einnig þörf á því að end- urskoða íslenska þýðingu samn- ingsins. Þar er „bæði um að ræða hreinar rangfærslur og misskiln- ing á hugtakinu fötlun“, segir í fréttatilkynningu. - bbi Áskorun frá öryrkjum: Samningur SÞ verði lögfestur DANMÖRK Rannsókn á láti ungs manns í tígrisdýrabúrinu í dýra- garðinum í Kaupmannahöfn fyrr í sumar er lokið án þess að málsatvik séu að fullu skýr. Maðurinn, sem var tvítugur, braust inn í dýragarðinn í skjóli nætur í júní og fór rakleiðis að tígrisdýrabúrinu þar sem hann hitti fyrir þrjá tígra. Hann fannst svo morguninn eftir, lát- inn af völdum bitsárs á hálsi. Við krufningu fundust ummerki um hassneyslu, en ekkert sem gat skýrt hvað manninum hafði gengið til með athæfi sínu. - þj Rannsókn á mannsláti lokið: Dauði í tígris- dýrabúri veldur heilabrotum RÁÐGÁTA Lítið er vitað um af hverju ungur maður stökk inn í tígrisdýrabúrið þar sem hann var drepinn. NORDICPHOTOS/AFP Níræður sviptur ökuleyfi Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði bifreið í gær, þar sem grunur lék á ölvunarakstri. Bílnum var ekið yfir á öfugan vegarhelming, þannig að bif- reið sem kom úr gagnstæðri átt þurfti að hægja á sér og víkja. Ökumað- urinn, tæplega níræður karlmaður, var ölvaður. Hann var handtekinn og sviptur ökuréttindum. LÖGREGLUFRÉTTIR E n g i h j a l l a 8 , 2 0 0 Kó p avo g i Opið frá 11 - 20 alla daga FRÉTTASKÝRING Hvaða reglur gilda um staðgengla fyrir ráðherra sem staddir eru erlendis? Nokkur umræða hefur verið í fjöl- miðlum um yfirfærslu forsetavalds haldi forseti utan. Það að handhaf- ar forsetavalds fylgi forseta út að brottfararhliði og handsali gjörn- inginn er töluvert formlegra en þegar ráðherrar fara af landi brott. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu gilda þó sér- stakar og formlegri reglur um for- sætisráðherra en aðra ráðherra. Við ríkisstjórnarskipti er gefinn út forsetaúrskurður þar sem tveir staðgenglar eru tilteknir sem taka sjálfkrafa við í fjarveru forsætis- ráðherra. Í tilfelli Jóhönnu Sigurðardóttur er um að ræða í fyrsta lagi Stein- grím J. Sigfússon og svo Össur Skarphéðinsson. Ef svo ber við að hvorugur þeirra er á landinu, þarf sérstakan for- setaúrskurð um staðgengil. Tillaga berst forseta sem hann samþykkir og svo er gjörningurinn bókaður í málaskrá forsætisráðuneytisins. Hvað varðar aðra ráðherra er ferlið óformlegra. Þurfi ráðherra að yfirgefa landið er honum frjálst að velja sér staðgengil. Ráðuneyti þess sem heldur utan sendir for- sætisráðuneyti tilkynningu um að ráðherra verði fjarverandi og hver muni leysa hann af hólmi í fjarveru hans. Skiptin eru svo bókuð á næsta fundi ríkisstjórnar ef svo hittir á. Þurfa ekki handa- band til að færa vald Minni formfesta er um yfirfærslu valds þegar ráðherrar fara utan en í tilfelli forseta Íslands. Einn forsetaúrskurður nægir ótímabundið til sjálfvirkrar yfir- færslu til staðgengils forsætisráðherra. Önnur ráðuneyti hafa frjálsari hendur. Fyrirkomulag yfirfærslu forsetavaldsins hefur verið í umræðunni undan- farið. Að forminu til felur það í sér að handhafi forsetavalds fylgir forseta á Keflavíkurflugvöll og fer með honum í gegnum öryggisskoðun og að brottfararhliði. Í fréttum RÚV hefur meðal annars komið fram að forsætis- ráðherra hefur lagt til að fylgd handhafa verði lögð af, en forsetaembættið hafi lagst gegn þeim hugmyndum. Í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofu segir að handaband við brottför forseta sé það form sem tryggi best að enginn vafi liggi á stað og stund við breytingar á forsetavaldi. Ekki sé hægt að haga „þessum grundvallarþætti stjórnskipun- arinnar“ á annan hátt nema með breytingu á stjórnarskrá eða að fram komi haldbærar tillögur um aðra tilhögun sem tryggi örugga yfirfærslu. Skiptar skoðanir um fylgd með forseta RÍKISRÁÐSFUNDUR Á BESSASTÖÐUM Sú venja að handhafar forsetavalds fylgi for- seta á flugvöllinn þegar hann fer utan er mun formlegra ferli en þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar fara af landi brott. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 32° 30° 28° 28° 29° 31° 25° 25° 26° 29° 30° 26° 32° 21° 33° 20° 18°Á MORGUN 8-15 m/s syðst, annars hægari. MÁNUDAGUR 5-10 m/s. 17 16 16 16 13 11 11 13 16 14 10 7 6 5 5 6 6 8 4 8 5 5 11 13 15 16 14 17 14 14 16 16 MARAÞON OG MENNING Dagur- inn verður líklega einn sá allra líf- legasti í Reykjavík enda yfi r 10.000 manns sem taka þátt í maraþoninu og að því loknu tekur við hin marg- rómaða menning- arnótt. Veðrið mun án efa hjálpa til við að gera daginn góðan. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Þannig er talsvert minni form- festa tengd yfirfærslu ráðherra- valds en forsetavalds. Ráðherrar þurfa til að mynda ekki að hittast og þaðan af síður að handsala yfir- færsluna. Raunar er handabandið við yfirfærslu forsetavalds frekar táknrænt en nauðsynlegt og valdið færist í raun sjálfkrafa þegar for- seti yfirgefur landið. Samkvæmt upplýsingum frá for- sætisráðuneytinu hefur sú staða komið upp að forseti yfirgefi landið í embættiserindagjörðum, án fylgd- ar og án þess að staðfesta yfirfærslu með handabandi við annan hand- hafa forsetavaldsins, til dæmis ef enginn hinna síðarnefndu á heim- angengt. thorgils@frettabladid.is VIÐSKIPTI Gengi krónunnar hefur styrkst um hátt í ellefu prósent á síðustu fimm mánuðum og hefur ekki verið sterkara síðan í byrjun síðasta árs. Mikil árstíðarsveifla er í gengi krónunnar og því lík- legt að hún muni veikjast aftur með haustinu. Þetta kemur fram í morgun- korni Greiningardeildar Íslands- banka. Gengisvísitala krónunn- ar fór hæst í rúm 229 stig undir lok mars en var í gær um 207 stig sem er hátt í ellefu prósenta styrking á tæpum fimm mán- uðum. Mest hefur styrkingin orðið síðustu vikurnar en frá því í byrj- un júlí hefur hún styrkst um sjö prósent. - jms Gengisvísitalan um 207 stig: Krónan hefur styrkst töluvert
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.