Fréttablaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 6
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR6 E n g i h j a l l a 8 , 2 0 0 Kó p avo g i Opið frá 11 - 20 alla daga RÚSSLAND Marina Syrova, dómari í Moskvu, var þrjár klukkustund- ir að lesa upp dómsúrskurð yfir þremur konum úr pönkhljómsveit- inni Pussy Riot. Þær höfðu efnt til uppákomu í helstu kirkju rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar í Moskvu í febrú- ar síðastliðnum, þar sem þær fluttu svokallaða pönkbæn með ákalli til Maríu meyjar um að koma Vladim- ír Pútín frá. Pútín var þá forsætisráðherra, en var tveimur vikum síðar kosinn forseti Rússlands á ný. Niðurstaða dómarans var sú að konurnar þrjár hafi gerst sekar um óspektir á almannafæri og ættu fyrir vikið að dúsa tvö ár í fangelsi. Fimm mánaða gæsluvarðhaldsvist telst þó hluti afplánunarinnar. „Konurnar létu stjórnast af trú- aróvild og hatri,“ segir í úrskurði dómstólsins. Þær hafi með þessu sýnt trúuðu fólki lítilsvirðingu og þar að auki ætlað sér að „koma virðingarleysi sínu á framfæri, ekki aðeins við prestana og gesti í kirkjunni, heldur við aðra borgara sem ekki voru viðstaddir í kirkj- unni.“ Hundruð mótmælenda söfnuð- ust saman fyrir utan dómsalinn og voru tugir þeirra handteknir, þar á meðal Garrí Kasparov skákmeist- ari og fleiri leiðtogar rússneskra stjórnarandstöðuhópa. Víða um heim var efnt til mót- mæla við rússnesk sendiráð meðan á réttarhöldunum stóð, þar á meðal hér í Reykjavík. Meðal þeirra sem tóku þátt í mót- mælum við rússneska sendiráðið í Berlín var Marianne Birthler, kona sem bjó í Austur-Þýskalandi og tók þar þátt í andófshreyfingu gegn stjórnvöldum: „Ég man þá KJÖRKASSINN Tveggja ára fangelsi fyrir gjörning í kirkju í Moskvu Þrjár konur úr rússnesku pönksveitinni Pussy Riot voru dæmdar í tveggja ára fangelsi. Þær hlógu við dómsuppkvaðninguna. Fjöldi fólks var handtekinn fyrir utan dómsalinn. Mótmæli víða í borgum Evrópu. PUSSY RIOT Í RÉTTARSAL Þær Yekaterina Samutsevich, Maria Alekhina og Nadezhda Tolokonnikova í glerbúri í réttarsalnum í Moskvu í gær. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Um 150 manns tóku þátt í mótmæl- um við rússneska sendiráðið í Garðastræti í gær vegna réttarhaldanna yfir rússnesku pönksveitinni Pussy Riot. Um hádegisbil voru meðlimir Pussy Riot dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir helgispjöll í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni í Moskvu. Fjórir mótmælendur við sendiráðið sögðust í gær hafa verið kærðir til lögreglu vegna sam- bærilegra mótmæla við sendiráðið í júlí í sumar þar sem rússneski fáninn var dreginn niður og Pussy Riot-hetta dregin að húni. Sá verknaður kann að varða við 95. grein hegningarlaga sem fjallar meðal annars um refsingu við því að smána erlenda þjóð. Stefán Eiríksson lögreglustjóri sagði í samtali við Fréttablaðið að mótmælendurnir fjórir hefðu aðeins verið boðaðir til skýrslutöku í næstu viku. „Við fengum engin skrifleg gögn en það var óein- kennisklæddur lögreglumaður sem sagði okkur það að við hefðum verið kærðar. Í rauninni vitum við ekkert meira,“ segir María Lilja Þrastardóttir sem er ein þeirra sem segist sæta kæru vegna mót- mæla. Hún kveðst telja að rússneska sendiráðið standi ekki að baki kærunni heldur íslenska ríkið. Stefán segir fyrirhugaða skýrslutöku vegna atviksins sem varð í júlí. „Þau voru bara boðuð til skýrslutöku í næstu viku. Það er það eina sem átti sér stað,“ sagði Stefán um samskipti lögreglu- mannsins og mótmælendanna. Spurður hvort mót- mælendunum hefði verið sagt að þeir hefðu verið kærðir segir Stefán: „Nei, ekki eftir því sem ég best veit.“ - bþh Fjórir mótmælendur segjast hafa verið kærðir til lögreglu vegna mótmæla í júlí: Mótmæli við sendiráð Rússa FRELSIÐ PUSSY RIOT Margir komu saman til að mótmæla mannréttindabrotum í Rússlandi. Lögregla var með mikinn við- búnað og Garðastrætinu var lokað að hluta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM tíma þegar við vorum í stjórnar- andstöðu,“ segir hún. „Þau boð sem bárust frá útlöndum voru okkur mjög mikilvæg. Við vissum að það sem við vorum að gera naut við- urkenningar og að það var til fólk sem var tilbúið til að styðja okkur og fylgjast með því hvað yrði um okkur. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum hér núna.“ Í Barcelona á Spáni komu tugir mótmælenda saman í litskrúðug- um fötum, sungu og dönsuðu við lög Pussy Riot fyrir utan kirkjuna Sagrada Familia. Og í Úkraínu notuðu fjórar konur keðjusög til að saga niður stóran trékross á aðaltorgi höfuð- borgarinnar Kiev: „Krossinn er tákn kúgandi trúarfordóma sem ýta undir einræði. Nú vilja þeir sem tilbiðja krossinn stinga sak- lausum í fangelsi,“ sögðu þær. gudsteinn@frettabladid.is MATVÆLI Matvælastofnum varar við neyslu á kræklingi sem safn- að er í Hvalfirði. Sýni af sjó sem voru tekin í Hvalfirði í lok síð- ustu viku, til greiningar á eitr- uðum þörungum, leiddu í ljós að dynophysis-þörungar sem geta valdið eitrun voru yfir viðmið- unarmörkum. Á heimasíðum Matvælastofn- unar og Hafrannsóknastofnunar má sjá upplýsingar frá niður- stöðum vöktunar á eitruðum þörungum á nokkrum stöðum við landið. Neytendum, sem ætla að tína krækling, er bent á kynna sér niðurstöðurnar áður en lagt er af stað í slíka ferð. - shá Tínsla er varhugaverð: Kræklingur úr Hvalfirði getur valdið eitrun VARHUGAVERT Þörungar eitra skelfisk hluta úr ári. MYND/KARL Ætlar þú að fylgjast með ensku deildinni í knattspyrnu í vetur? JÁ 32,8% NEI 67,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Skiptir það þig máli hvar þú kaupir matvörur? Segðu þína skoðun á visir.is MENNTUN Í haust hefja um þrett- án hundruð nýnemar nám við Háskólann í Reykjavík. Ari Kristinn Jónsson, rektor skól- ans, setti skólann á fimmtudag en hópurinn sem hefur nám við skólann í haust er sá stærsti frá stofnun skólans árið 1998. Mest fjölgar nýnemum í tölv- unarfræðideild og í tækni- og verkfræðideild. Það helst hugs- anlega í hendur við að atvinnu- lífið hefur kallað eftir tækni- menntuðu fólki. - bþh Háskólinn í Reykjavík: Aldrei fleiri ný- nemar við HR STJÓRNSÝSLA Oddný G. Harðardótt- ir, fjármálaráðherra, vill höfða mál gegn eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna sölu á byggingum í Keflavík til Verne Global, sem rekur þar gagnaver. Þetta kom fram í frétt- um Stöðvar 2 í gærkvöld. ESA komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að Verne hefði hlotið ríkisaðstoð í gegnum kaup- in á byggingum á gamla varnar- svæðinu á Miðnesheiði árið 2008. Sagði stofnunin söluvirði bygging- anna hafa verið lægra en það sem ESA taldi hafa verið markaðsvirði þeirra. Á ríkistjórn- arfundinum í gærmorgun kynnti Oddný tillögu um að Ísland höfðaði mál gegn ESA fyrir EF TA- dómstólnum. Úrskurður ESA í júlí var á þann veg að 220 milljóna króna mismun þyrfti ríkið að endurheimta frá Verne. Auk þess þyrfti ríkið að fá því sem næmi fasteigna- og gatnagerðar- gjöldum sem Reykjanesbær hefur veitt Verne undanþágu frá. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í júlí. Þar segir að við meðferð málsins hjá ESA hafi íslensk stjórnvöld gert hreint fyrir sínum dyrum og sýnt fram á hvernig staðið var að sölunni. Það var gert í gegnum opið söluferli. Byggingar voru seldar hæstbjóð- anda sem var Verne Global. Fréttastofa Stöðvar 2 segir aðra ráðherra ekki hafa gert athuga- semd við tillöguna. Því er líklegt að málið verði útkljáð fyrir EFTA- dómstólnum. - bþh Fjármálaráðherra lagði til við ríkisstjórn að ESA yrði stefnt fyrir EFTA-dómstólinn: Oddný vill höfða mál gegn ESA ODDNÝ G. HARÐARDÓTTIR Allir fá vonandi skólavist Allir undir átján ára hafa fengið skólavist í menntaskólum landsins og býst menntamálaráðherra við því að allir eldri nemendur fái einnig inni í skóla. Framhaldsskólar hafa því upp- fyllt lögbunda skyldu sína um að veita öllum undir átján ára aldri skólavist. MENNTAMÁL Á síðasta ári sóttu samkynhneigðir um leyfi til Moskvuborgar um að fá að halda gleðigöngur árlega næstu hundrað árin. Borgaryfirvöld vísuðu umsókninni frá sér og gáfu jafnframt út bann við göngum samkynhneigðra, sem á að gilda í heila öld. Í júní síðastliðnum staðfesti héraðsdómur í Moskvu þetta bann, og í gær staðfesti hæstiréttur borgarinnar svo bannið. Nikolaí Alexejev, þekktasti baráttamaður Rússlands fyrir rétt- indum samkynhneigðra, ætlar nú með málið til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Mann- réttindadómstóllinn dæmdi rússnesk stjórnvöld árið 2010 til að greiða sektir fyrir að banna göngur samkynhneigðra árin 2006 til 2008. Gleðigöngur bannaðar í heila öld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.