Fréttablaðið - 18.08.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 18.08.2012, Síða 10
10 18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN H ermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri olíurisans N1, kastaði blautri tusku framan í íslenska neytendur í viðtali við Viðskiptablaðið síðastliðinn fimmtudag. Þar er haft eftir Hermanni að eldsneytisverð verði alltaf eins hátt og markaðurinn leyfi vegna þess að „menn vilja hafa þessa arðsemi“ í geiranum. Hann bætti við að „jafnvel þótt stjórnendur N1 hafi gert sér grein fyrir því að félagið hefði burði til þess að lækka verðið þá bar okkur líka skylda til þess að virða ákveð- ið ástand sem var á markaðnum, þ.e. að félögin voru misvel sett“. Hermann rökstyður líka skort á eðlilegri samkeppni með því að markaðsráðandi staða stóru olíu- félaganna geri það að verkum að þau megi helst ekki keppa! „Það þarf að ganga varlega um þennan garð og af einhverri virðingu,“ segir Hermann. En virðing fyrir of mikilli skuldsetningu samkeppnisaðila og vilji til að „hafa þessa arðsemi“ eru ekki boðleg rök fyrir því að hlunnfara neytendur. Hermann sendi reyndar frá sér yfirlýsingu stuttu eftir að viðtalið birtist þar sem hann sagðist hafa verið að skírskota til tímans eftir hrun, þegar enn átti eftir að þurrka út skuldahala olíufélaga með töfrasprota fjárhagslegrar endurskipulagningar til að gera þau rekstrarhæf. Engu máli skiptir hins vegar hvaða tímabil hann á við. Viðmótið og viljinn er engu að síður jafn ógeðfellt. Það er heldur ekki eins og olíufélögin séu á flæðiskeri stödd. Í maí síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að fjórir stærstu elds- neytissalar landsins hefðu selt vörur fyrir samtals 18,3 milljörðum króna meira á árinu 2011 en þeir gerðu árið á undan. Heildarvelta N1, Olís, Skeljungs og Atlantsolíu í fyrra var 125,6 milljarðar króna. Tvö félaganna hafa birt uppgjör fyrir árið 2011. N1 hagnaðist um 4,5 milljarða króna og Skeljungur um 629 milljónir króna. Íslendingar þekkja olíusamráð vel, enda gerðust þrjú stærstu olíu- félög landsins sek um víðtæk brot á því sviði á árunum 1993 til ársins 2001. Vegna þessa hafa þau greitt skaðabætur til fjölmargra aðila. 1,5 milljarða króna sekt, sem samkeppnisyfirvöld lögðu á þau, var reyndar felld niður í mars síðastliðnum vegna þess að annmarkar höfðu verið á meðferð málsins á stjórnsýslustigi. Sakamál sem höfðað var gegn forstjórum félaganna þriggja fékk auk þess ekki efnislega meðferð vegna þess að fyrirkomulag í lögum um meðferð svona mála var ekki nógu skýrt. Þeir voru því ekki dæmdir fyrir hlutdeild sína í brotum sem fyrirtækin sem þeir stýrðu frömdu, eins og Hæsti- réttur hefur margstaðfest með dómum. Ekki er hins vegar efast um að brotið var gegn neytendum, fyrirtækjum og opinberum stofnunum sem voru í viðskiptum við olíufélögin. Lögmaður Samkeppniseftirlitsins sagði enda fyrir dómi í mars síðastliðnum að „um er að ræða langviðamesta og alvarlegasta brot gegn samkeppnislöggjöfinni sem hefur verið upplýst hér á landi“. Og nú, miðað við orð Hermanns, virðist lítið hafa breyst. Í landi eins og Íslandi, sem er dreifbýlt og án boðlegra almenningssam- gangna, neyðast neytendur hins vegar til að versla við þessi félög. Og sætta sig við að eldsneytiskaup verða sífellt stærra hlutfall af heildarútgjöldum heimila. Á sama tíma og menn í bransanum „vilja þessa arðsemi“ og umgangast hver annan „af einhverri virðingu“. Sú virðing nær ekki til neytenda. Olíufélögin vilja græða mikið af peningum: Óvirðing Hægara pælt en kýlt er skáldsaga eftir Magneu J. Matthíasdóttur. Nú, meir en þrjátíu árum eftir útkomu bókarinnar, er ein- faldasta ráðið til að lýsa heimi íslenskra stjórnmála að snúa heiti hennar við. Engu er nefnilega lík- ara en þar sé hægara kýlt en pælt. Fyrir nokkrum vikum sam- þykktu ráðherrar VG, þar sem þeir sátu við ríkisstjórnarborðið í Stjórnarráðshúsinu, samnings- markmið Íslands í peningamál- um fyrir viðræðurnar við Evrópu- sambandið. Þar er því lýst yfir að Ísland stefni að upptöku evru svo fljótt sem aðstæður leyfa. Þessari skýru stefnu- yfirlýsingu er beint til tuttugu og sjö aðildar- ríkja sambands- ins. Um hana var fyrirvara- laus eining í rík- isstjórn. Eftir þing- ræðisreglunni bera allir þing- menn stjórnarflokkanna pólitíska ábyrgð á þessari ákvörðun. Um síðustu helgi stóðu ráðherrar VG utan veggja Stjórnarráðsins og lýstu því yfir að rétt væri að endur- meta umsókn Íslands vegna óróa í peningamálum á evrusvæðinu. Um leið ítrekuðu þeir andstöðu sína við aðild og upptöku evru. Þetta lýsti grundvallarágreiningi stjórnar- flokkanna í sama máli. Annað hvort eru ráðherrar VG að segja ósatt sitjandi innan veggja Stjórnarráðsins eða standandi utan þeirra. Útilokað er að færa gild rök að því að þeir segi satt í báðum til- vikum. Verkurinn er hins vegar sá að enginn veit hvor afstaðan er sönn. Þessi óvissa um sann- sögli er annars vegar trúnaðar- vandi sem VG á við kjósendur sína. Hins vegar er hún trúnaðarvandi Íslands gagnvart ríkjum Evrópu- sambandsins og kemur öllum við. Hægara kýlt en pælt ÞORSTEINN PÁLSSON Forsætisráðherra brást við þessu síðasta útspili ráðherra VG á þann veg að um þetta þyrfti ekki að tala því að þeir væru bundnir við það sem skrifað stendur í sátt- mála flokkanna. Þetta er í sjálfu sér rökrétt svar en þýðir samt að forsætisráðherra þykir hægara að kýla andófið út af borðinu en að pæla í stöðu málsins með sam- starfsflokknum og þjóðinni. Morgunblaðið er í pólitískri forystu gegn aðildinni. Því þótti hægara að nota þessa óeiningu sem átyllu fyrir þeim boðskap að kýla ætti umsóknina út af borðinu fremur en að pæla í dýpri rökum sem lúta að framtíðarhagsmunum landsins. Því má segja að alvöru hugmyndafræðilega leiðsögn skorti bæði með og á móti aðild. Vegna sérstakra aðstæðna var á sínum tíma breið samstaða um að kýla á ákvörðun um aðild að Atl- antshafsbandalaginu. Röksemda- færslan gagnvart þjóðinni kom að mestu eftir á. Ákvörðunin var eigi að síður reist á traustri hug- myndafræði sem enn heldur gildi sínu og er raunar helsta ástæðan fyrir nánara Evrópusamstarfi. Þegar kom að inngöngu Íslands í Fríverslunarsamtökin höfðu pæl- ingar átt sér stað í langan tíma og rökræða við þjóðina. Sama var uppi á teningnum þegar ákvörð- un var tekin um aðild að Evr- ópska efnahagssvæðinu. Evr- ópusambandsumsóknin verður heldur ekki kýld ofan í þjóðina. Allan samningstímann þarf að pæla í hugmyndafræðinni með fólkinu í landinu, rökræða þróun mála í Evrópu og setja í samhengi við íslenska hagsmuni og skýra innbyrðis ágreining þeirra sem mynda ríkisstjórnina því hann hefur áhrif bæði inn á við og út á við. Þetta er hlutverk forsætis- ráðherra. Hægara pælt en kýlt Í þessu samhengi er einnig athyglisvert að forsætisráð-herra hefur heldur ekki gert nokkra tilraun til að ná sam- stöðu um þá breytingu á stjórn- arskrá sem nauðsynleg er svo að ljúka megi samningum. Það vantar enn þær stjórnskipulegu leikregl- ur sem fara á eftir við afgreiðslu málsins. Þar eru ýmis álitamál uppi. Engin efnisleg umræða hefur farið fram um þau. Eigi að vinna aðildarmálinu fylgi er nauðsynlegt að byggja brýr yfir til atvinnulífsins. Forsætisráð- herra hefur hins vegar lagt meg- ináherslu á að kýla höfuðatvinnu- grein þjóðarinnar og virðist hafa tapað þeirri öflugu samstöðu sem var með verkalýðshreyfingunni um málið. Í aðdraganda síðustu kosninga kýldi forsætisráðherra Framsóknarflokkinn frá sér sem þó varði stjórnina á þeim tíma og studdi aðild. Allir vita að tvíhliða fríversl- unarsamningur við Kína er ósam- rýmanlegur Evrópusambandsað- ild. Þegar forsætisráðherra Kína kom í opinbera heimsókn nýlega lagði forsætisráðherra ofurkapp á að slíkur samningur yrði undirrit- aður áður en botn fæst í Evrópu- viðræðurnar. Hvaða skilaboð voru send með því? Hvers konar pælingar liggja að baki þeirri afstöðu sem þessi dæmi sýna? Trúir forsætisráðherra að ekki þurfi að samhæfa aðgerðir ríkisstjórnarinnar á öllum sviðum til að vinna svo stóru máli fylgi, sem aðild að Evrópusambandinu er, og ljúka því? Hefur hann aldrei hugleitt hvað þarf til að fá þjóðina með? Hvers kyns pælingar? Getum bætt við nemendum á lyfjatæknabraut og heilbrigðisritarabraut Nokkur pláss eru enn laus á heilbrigðisritara- og lyfjatæknabraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Nánari upplýsingar veita: Bryndís Þóra Þórsdóttir kennslustjóri lyfjatæknabrautar, netfang: binna@fa.is og Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri heilbrigðisritara- brautar, netfang: run@fa.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.