Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2012, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 18.08.2012, Qupperneq 12
12 18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR Sem svar við efnahagsþreng-ingum og til að stuðla að þróun hagkerfa sinna hefur fjöldi Evr- ópulanda leitað eftir aðild að Evr- ópusambandinu (ESB) sem leið út úr erfiðleikum sínum. Finnar, sem brugðu á það ráð eftir efna- hagshrunið 1990, eru þar nær- tækt dæmi. Því hlaut það að vera ein þeirra leiða sem kom til álita fyrir Íslendinga eftir efnahags- hrunið 2008. Ekkert annað þarf að búa þar að baki, engin landráð eða svik, heldur aðeins það að kanna hvort leið sem aðrar þjóðir hafa farið gæti reynst heppileg fyrir Íslendinga. Ástæður aðildarvið- ræðna við ESB eru ekki flóknari en þessar. Þó erfiðleikar séu hjá fjölda ríkja í Evrópu, hvort sem þau nota evru eða sterlingspund, þá er líka allt í stakasta lagi hjá fjölda ann- arra ríkja sem einfaldlega hafa kunnað fótum sínum forráð. Nægir hér að nefna Holland, Lúxemborg, Finnland, Austurríki auk Þýska- lands. Þar verður almenningur ekki var við neina „evrukreppu“, lífið gengur sinn vanagang. Vand- kvæði þeirra þjóða sem ratað hafa í vandræði upp á síðkastið er ekki vegna gjaldmiðilsins sem þær nota heldur eingöngu vegna þess að þær hafa ekki haft hagfræði hinn- ar hagsýnu húsmóður að leiðar- ljósi og hafa lifað á lánum um efni fram. Það kann ekki góðri lukku að stýra hvorki í rekstri heimila né þjóðfélaga. Í síðustu kosningum í Grikk- landi hvarflaði ekki að Grikkjum að þeir væru betur komnir án evr- unnar enda höfnuðu þeir þeirri leið að skipta yfir í annan gjaldmiðil. Þeir hafa áttað sig á að ef þeir hafna evrunni þá gerir það stjórn- völdum eingöngu hægar um vik að skerða kjör almennings, fela lífs- kjaraskerðinguna með gengisfell- ingu og fresta því að takast á við hinn raunverulega vanda sem fólg- inn er í vanhæfum ríkisstjórnum. Ekki eitt einasta heimili og ekki eitt einasta fyrirtæki hefur farið í þrot á Grikklandi, Írlandi, Spáni eða öðrum Evrópulöndum vegna þess að lán til þeirra hafa hækkað. Á Íslandi er hækkun lána helsta ástæða þess að heimili og fyrir- tæki hafa farið í þrot og það má eingöngu rekja til íslensku krón- unnar. Heimili og fyrirtæki í áður- nefndum löndum eiga í erfið leikum vegna þess að tekjur þeirra hafa rýrnað en þeir erfiðleikar eiga einnig við hér á landi svo hækkun lána gerir Íslendingum enn erfið- ara fyrir en öðrum Evrópuþjóðum. Aðlögun að umheiminum Ísland hefur verið í aðlögun að umheiminum allt frá því það öðl- aðist sjálfstæði. Aðlögun að upp- lýsingakerfum Sameinuðu þjóð- anna, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fjölda alþjóðastofnana. Eitt mesta samræmingarátak („aðlög- un“) hófst þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæð- inu. Þar fer fram t.d. samræming aðferða sem beitt er við styrk- veitingar sem auðveldar upplýs- ingagjöf og þar með samanburð á alþjóðavísu. Getur slíkt verið nema af hinu góða hvort sem menn í meinbægni sinni vilja kalla það „aðlögun“ eða eitthvað annað? Innan Sjálfstæðisflokksins eru þær raddir háværari sem andsnúnar eru aðildarviðræð- um við ESB heldur en þær sem styðja aðildarviðræðurnar. En hvernig er það með Sjálfstæðis- flokkinn, skuldar forysta hans flokksmönnum ekki skýringu á því hvers vegna hann, einn syst- urflokka sinna í Evrópu, er and- snúinn aðild að ESB? Hvað skyldi það vera sem er svona sérstakt og öðruvísi á Íslandi en hjá öðrum þjóðum? Hvað er það „versta“ sem gæti hent að mati þeirra sem ekki vilja halda áfram aðildarviðræð- um við ESB? Að þjóðinni lítist svo vel á aðildarsamning að hún sam- þykki í allsherjaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB? AF NETINU Að lifa lífinu til fulls … Ég verð að viðurkenna að áður en ég varð þingmaður velti ég ekki mikið fyrir mér þeim aðstæðum sem við sem samfélag bjóðum mörgu fötluðu fólki upp á og hafði litla innsýn inn í veruleika margra sem þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs vegna fötlunar. Hann var fjarri mínum reynsluheimi. Ég er með tvo fætur sem hafa meira að segja tvisvar náð að hlaupa 21 kílómetra, hendur sem geta gert ýmislegt og haus sem virkar svona nokkurn veginn – yfirleitt. Og oftast tekst mér að gera það sem mig langar til án aðstoðar. En sumir þurfa aðstoð og hana eiga þeir að fá. Eitt það dýrmætasta við þingmannsdjobbið er að maður fær innsýn í ýmsa hluti sem maður fengi annars ekki og aðstæður fólks sem voru manni áður huldar eða framandi. Og stundum getur maður lagt til breytingar til góðs, jafnvel byltingarkenndar grundvallarbreytingar, eða lagst á plóginn til að framkvæma eitthvað sem skiptir sköpum fyrir fullt af fólki og eykur lífsgæði þess svo um munar. www.margrettryggva.is Margrét Tryggvadóttir Í síðustu greinum hef ég rakið ávinninginn af þátttöku Íslands í evrópskri efnahagssamvinnu, frá aðild okkar að EES-samningnum, en líka fjallað um hversu vanbú- ið íslenskt efnahagslíf var til að ganga inn í fullkomlega frjálst við- skiptaumhverfi þegar EES-samn- ingurinn tók gildi. En til að bæta gráu ofan á svart var fjármála- kerfi heimsins að taka stakka- skiptum á sama tíma. Reglur um fjármálakerfið voru rýmkaðar um allan heim og tækniframfarir gerðu viðskipti miklu auðveldari og einfaldari. Fullt frelsi til fjár- magnsflutninga á hinum evrópska markaði skapaði óteljandi ný tæki- færi. Fyrir vikið margfölduðust viðskiptin milli ára, hvort sem talið var í fjölda samninga eða í fjármunum sem skiptu um hend- ur. Þessi nýja veröld hrundi með fjármálakreppunni 2008. Ísland varð harkalegar úti í fyrstu hrinu þeirra hamfara en flest önnur ríki, en enn sér ekki fyrir endann á því tjóni sem fjármálakrepp- an mun valda. Stjórnmálamenn um öll lönd játa að þeir hafi ekki skilið til fulls eðli fjármálamark- aða eða gereyðingarmátt þeirra. Eitt er þó ljóst: Okkur mistókst að geyma okkar dýra land og halda því fjarri vígaslóð er þessi jarðar- stríð dundu yfir, svo vísað sé til þjóðhátíðarljóðs Huldu eins og í heiti þessarar greinar. Hið opna hagkerfi Evrópu gerði okkur varnarlaus í aðdraganda fjármálakreppunnar. Ég hef í síð- ustu grein rakið hversu vanbúin við vorum til að leggja sjálfstætt mat á íslenskar þarfir á alþjóð- legum markaði, enda með enga reynslu af frjálsu markaðshag- kerfi. Áherslan meðal aðildar- ríkja ESB var á opið hagkerfi og hugmyndir um einhvers konar hagvarnir voru almennt litnar hornauga og tengdar einangr- unarhyggju og tollmúrum fyrri áratuga. Allar sérlausnir hefðu þurft að byggja á efnislegri og rökstuddri greiningu á séreðli íslenskra markaða og það er aug- ljóst að henni gat aldrei verið fyrir að fara þegar hvorki voru til íslenskir markaðir né greining á hegðun á þeim. Líklega höfðum við því hvorki sjálfstraust eða né efnislegar forsendur til að útbúa hugmyndir um séríslenskar lausn- ir á þeim tíma. Almennt má segja að í hinu evrópska fjórfrelsi hafi falist djúpstætt vanmat á þeim hætt- um sem gætu skapast af samspili frjáls innri markaðar með fjár- málaþjónustu yfir landamæri og áframhaldandi tilvist sjálfstæðra gjaldmiðla og þess að stuðning- ur við banka og eftirlit með þeim og umgjörð innstæðutrygginga væri á ábyrgð hvers ríkis um sig. Í þessum veikleikum lágu orsakir Hrunsins að stóru leyti og sumir þessara veikleika hafa valdið Írum og nú Spánverjum gríð- arlegum erfiðleikum. Íslenska hrunið var því ekkert séríslenskt, þótt smæð íslenska hagkerfisins og veikleiki krónunnar hafi vald- ið því að þessar hættur ollu fyrr tjóni og meira tjóni hér á landi en annars staðar. Með innri markaðinum urðu gjaldmiðlar vörur – rétt eins og korn eða olía eða hvað annað sem gengur kaupum og sölum á mark- aði. Skyndilega varð almenn- ingi mögulegt, án vandkvæða, að kaupa gjaldmiðil – ekki til að nota til kaupa á vöru eða þjón- ustu, heldur til að veðja á verðþró- un hans eða njóta vaxtakjara við- komandi ríkis. Við supum seyðið af þessu á árunum fyrir hrun, þegar vaxtastig hér var hærra en í Evrópu og fjármálafyrirtæki um alla Evrópu buðu viðskipta- vinum að njóta íslenskra vaxta- kjara með kaupum á krónueign- um. Þessi viðskipti voru jafnvel á færi einstaklinga sem gátu keypt krónur eða eignir í krónum með íslenskum vöxtum í heimabankan- um sínum. Afleiðingin varð gríð- arlegt innflæði erlends gjaldeyr- is sem styrkti gengi krónunnar, bjó til innistæðulausan kaupmátt og lækkaði verðbólgutölur. Vand- inn var bara að þegar harðnaði á dalnum vildu allir út á sama tíma og gjaldeyrismarkaðurinn hrundi. Þess vegna eru hér gjaldeyrishöft og þess vegna eru hér fastar afla- ndskrónur. Við þennan vanda bættist annar alvarlegur ágalli. Vegna smæðar hagkerfisins, sveiflna gjaldmið- ilsins og líklega líka rótgróinna efasemda Íslendinga um ágæti erlendrar fjárfestingar var lítið um beina erlenda fjárfestingu hér á landi í kjölfar EES-samn- ingsins, nema í áliðnaði. Þess í stað nýtti íslenskt atvinnulíf hið nýfengna frelsi til öflunar fjár- magns til að taka lán. En þá ligg- ur áhættan öll hjá Íslendingum: Ef gengi krónunnar fellur hækka erlendu lánin og vaxa innlendum fyrirtækjum hratt yfir höfuð. Ef harðnar á dalnum hækka vext- ir. Hrunið sýnir betur en nokk- uð annað hversu varhugavert það er að byggja efnahagsuppbygg- ingu alfarið á lánsfé. Umsvifa- meiri bein erlend fjárfesting hér á landi hefði aukið á efnahagsleg- an stöðugleika, greitt frekar fyrir tækniþróun í íslensku atvinnu- lífi og ekki farið svo glatt úr landi. Hækkun fjármagnskostn- aðar vegna gengisbreytinga eða ytri aðstæðna hefði lent á hinum erlendu fjárfestum. Öll vitum við svo hvernig aðdragandi hrunsins leiddi í ljós miklar veilur á því regluverki sem gilti um fjármálastarfsemi á innri markaðnum. Íslensku bank- arnir höfðu engan lánveitanda til þrautavara sem gat séð þeim fyrir alþjóðlega nothæfum gjaldmiðli og því voru engin bjargráð mögu- leg eftir að fyrsti stóri íslenski bankinn féll. Innstæðutrygginga- kerfið reyndist of veikburða fyrir banka með starfsemi víða um lönd, jafnvel þótt það hefði verið útbúið í fullu samræmi við hið evrópska regluverk. Allir þessir áhættuþættir eru enn hluti af innri markaðnum og ekki hafa verið útbúnar leið- ir til að takast á við þá nema að litlu leyti. Við erum nú í vari fyrir þeim, vegna gjaldeyrishaft- anna, en verðum á ný berskjöld- uð fyrir þeim þegar höftum verð- ur aflétt. Sú staðreynd kallar á að við metum upp á nýtt hvort og þá hvernig við getum lifað með þessum ágöllum og útbúið annað hvort fjölþjóðlegar eða innlendar hagvarnir sem gera okkur kleift að skapa opið, en varið, hagkerfi. Getum við það með áframhald- andi veru í EES eða færir aðild að ESB okkur ríkari möguleika til að reka hér opið og varið hagkerfi? Um það ræði ég í næstu grein. Er duna jarðarstríð. Um Ísland í Evrópu Ekkert heimili í Grikklandi far- ið í þrot vegna hækkunar lána Evrópumál Árni Páll Árnason alþingismaður Efnahagsmál Bolli Héðinsson hagfræðingur Nánari upplýsingar um samkeppnina er að finna á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is Reykja víkurb org efn ir til hu gmynd asamk eppni á með al alm enn ni g s um n ýtingu Öskju hlíðar. Hugmy ndirna r g eta fjallað um ný tingu e ða bre ytingar , verið t illögur um va rðveisl u, star fsemi, uppbyg gingu eða hv aðeina s em g etur bæ tt svæð ið. Ungir s em ald nir eru hva tt ir t il þes s að ta ka þátt því allar h ugmyn dir kom a til gr eina. Reykja víkurb org le ggur 7 50.00 0 krón ur í ve rð- launaf é sem skiptis t á mil li tíu b estu ti llagna nna. Dómn efnd á kveðu r skipt ingun a. Dómne fnd: Jó n Gnarr borgar stjóri, fo rmaður dómne fndar – Gunn ar Hers veinn S igurste insson, heimss pekingu r og rithöfun dur – R agnhild ur Skar phéðin sdóttir, landsla gs- arkitek t FÍLA – Sigrún Helga Lund, s tærðfræ ðingur Ómar R agnars son fré ttamað ur Hugm yndir m á send a í pós ti merk tar ÖSKJU HLÍÐ – HUGM YNDA SAMK EPPNI , Reykja víkurb org, sk ipulag s- og b ygging ar- svið, B orgart úni 12 – 14, 105 Re ykjaví k eða í t ölvup ósti á netfan gið os kjuhlid @ reykja vik.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.