Fréttablaðið - 18.08.2012, Side 18

Fréttablaðið - 18.08.2012, Side 18
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR18 Þ etta hefur verið langt undirbúningstímabil, leik mennirnir hafa beðið lengi eftir fyrsta leikdegi og ég held að allir séu til- búnir í slaginn. Það ríkir mikil spenna í herbúðum Tottenham og væntingarnar eru miklar,“ segir lands- liðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sem skrifaði undir samning við enska stór- liðið Tottenham í byrjun síðasta mán- aðar. Enska úrvalsdeildin hefst í dag og sækir Lundúnaliðið Newcastle heim í fyrsta leik. Gylfi gekk til liðs við Tot- tenham í kjölfar frábærs gengis hjá Swansea eftir áramót, en þar var hann lánsmaður frá þýska liðinu 1899 Hof- fenheim. Gylfi lék með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Færeyjum á Laugardalsvellinum í vikunni. Leikar fóru 2-0 fyrir Ísland, en viðureignin var liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni HM sem fram fer í Brasi- líu eftir tvö ár. Bestur í golfi í Tottenham Þú hefur væntanlega í mörg horn að líta þegar þú kemur til landsins, hvort sem er til að spila landsleiki eða í frí? „Ég neita því ekki að ég er oft dálít- ið upptekinn í Íslandsheimsóknunum. Dagskráin í kringum landsleikina er stíf, en þegar ég fæ frídaga reyni ég oftast að nýta þá til að slappa af. Nú fékk ég að koma til Íslands tveimur dögum fyrr en áætlað var og nýtti þá til að heimsækja fjölskyldu og vini. Ég fylgist vel með FH og fer á alla leiki sem ég kemst á með liðinu þegar ég er á landinu. Svo finnst mér líka gott að fara upp í sumarbústað og spila golf.“ Þú ert mikill golfáhugamaður? „Já, ég spila mjög mikið golf. Úti í London spila ég eins mikið golf og ég get þegar mér gefst tími til. Það eru margir frábærir vellir á Englandi, sérstaklega á London-svæðinu og gaman að spila þar.“ Hverjir eru helstu golf-félagar þínir í London? „Ég spila mikið við Eggert Gunnþór Jónsson, félaga minn í landsliðinu og leikmann Wolves, sem býr í Mið-Eng- landi og er því ekkert allt of langt frá mér. Hann var betri en ég í fyrra en ég tók mig á og vann hann nýlega í fyrsta skipti. Svo spilaði ég við nokkra af Tot- tenham-strákunum í æfingaferðinni okkar til Bandaríkjanna í síðasta mán- uði og á eftir að spila mun meira með þeim.“ Hver er bestur í golfi í Tottenham? „Ætli ég verði ekki að taka það á mig. Ég vann þá alla og vonandi heldur það áfram þannig.“ Villas-Boas virkar vel á mig Hvað gerirðu af þér í frístundum á Eng- landi annað en að spila golf? „Annað en að kenna Eggert Gunnþóri golf, meinarðu? Í rauninni reyni ég bara að slappa sem mest af. Leiktímabilið er svo langt og álagið svo mikið að maður þarf á því að halda að taka því rólega. Reyndar koma mjög oft gestir til okkar og þá gerum við eitthvað með þeim.“ Kanntu vel við þig í stórborginni? „Já, mjög vel. Ég bjó auðvitað lengi í Reading [Gylfi gekk til liðs við Reading sextán ára gamall árið 2005 og bjó þar meira og minna til ársins 2010 þegar hann var seldur til Hoffenheim] sem er í fjörutíu mínútna fjarlægð frá London og þekki svæðið mjög vel, sem er þægi- legt. London er auðvitað risastór borg en ég er farinn að ná áttum í kring- um æfingasvæði Tottenham í norð- urhluta London. Ég bý í um fimmtán mínútna fjarlægð frá æfingasvæðinu á mjög góðum stað. London er líka það sunnarlega að veðrið er fínt miðað við England. Það snjóar að minnsta kosti minna í London en í Newcastle.“ Bestu kantmenn í deildinni Hvernig meturðu frammistöðu þína í æfingaleikjum Tottenham í Banda- ríkjunum í síðasta mánuði, þar sem þú skoraðir meðal annars sigurmarkið gegn New York Red Bulls? „Bandaríkjaferðin var mjög góð að mörgu leyti. Ég fékk að spila mikið, í raun meira en ég bjóst við í svona æfingaferð, og mér gekk vel og er sátt- ur. Í svona ferðum erum við strákarnir Ég fann líka fyrir því að fólk þekkti mig úti á götu hjá Swansea, en auðvitað hefur það aukist mjög eftir að ég kom til Tottenham. Breyti ekki venjum mínum Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og nýr leikmaður Tottenham, vonast eftir að verða í brennidepli í dag þegar Lundúnaliðið mætir Newcastle í fyrsta leik tímabilsins. Kjartan Guðmundsson ræddi við Gylfa í landsliðsskreppitúr til Íslands í vikunni. HORFIR FRAM Á VIÐ Gylfi segir mikilvægt að nýta frítíma sinn í að slaka vel á, enda leikjaálagið mikið í ensku úrvalsdeildinni. „Við spilum auðvitað rosalega marga leiki, í deildinni, tveimur bikarkeppnum og Evrópudeildinni, svo það verður einhver rótering á mannskapnum en það er erfitt að segja til um það nákvæmlega hver mín staða verður í liðinu. Hópurinn hjá Tottenham er mjög góður og flestir hafa spilað í bestu deildum heims í mörg ár,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON líka saman alla daga og öll kvöld og kynnumst því betur en þegar við hitt- umst tvo til þrjá tíma í senn á æfinga- svæðinu og æfingarnar skila sér vel.“ Ertu farinn að finna fyrir því hver staða þín í liðinu verður í vetur? „Nei, í raun ekki, því þegar tíma- bilið hefst kemst meiri rútína á skipu- lagið. Við spilum auðvitað rosalega marga leiki, í deildinni, tveimur bik- arkeppnum og Evrópudeildinni, svo það verður einhver rótering á mann- skapnum en það er erfitt að segja til um það nákvæmlega hvar mín staða verður í liðinu. Hópurinn hjá Totten- ham er mjög góður og flestir hafa spil- að í bestu deildum heims í mörg ár.“ Hlakkar þú sérstaklega til að spila með einhverjum ákveðnum leikmönn- um? „Já, en ef ég nefni einn þyrfti ég strax að nefna annan og svo koll af kolli. Það er gaman að spila með þeim flestum.“ Og þar á meðal kantmönnum liðsins, væntanlega? „Já, við erum með tvo af allra bestu kantmönnunum í deildinni, þá Gareth Bale og Aaron Lennon. Þeir eru báðir öskufljótir og það verður gaman að spila með þeim í vetur. Þjálfarinn, André Villas-Boas, virkar líka mjög vel á mig. Hann stóð sig frábærlega hjá Porto og þótt hlutirnir hafi ekki alveg gengið upp hjá honum hjá Chelsea hef ég trú á að hann læri af því og hann er mjög ákveðinn í að allt gangi upp hjá Tottenham.“ Eðlilegt að velja Tottenham fram yfir Liverpool Fyrr í sumar áttu sér stað miklar vangaveltur varðandi ástæður þess að þú valdir að ganga til liðs við Tot- tenham en ekki Liverpool, sem einn- ig hafði borið víurnar í þig. Hvað réði þeirri ákvörðun að velja Tottenham? „Ég held að það segi sig í rauninni sjálft þegar litið er á þessi tvö lið og gengi þeirra síðustu árin. Tottenham er með heims klassahóp.“ Ein af sögusögnunum gerði ráð fyrir að ástæðan fyrir því að þú valdir Tot- tenham væri sú að þú ert mikill stuðn- ingsmaður Manchester United og gætir þess vegna ekki hugsað þér að spila fyrir erkifjendur þess liðs. Er eitthvað hæft í því? „Ég heyrði af ýmsum sögusögnum í sumar en var lítið að velta mér upp úr þeim. Stuðningur minn við Manchester United kemur málinu ekkert við held- ur tók ég þessa ákvörðun fyrir sjálfan mig á knattspyrnulegum grundvelli.“ Brendan Rodgers, sem þjálfaði þig hjá Swansea, er tekinn við Liverpool og þekkir þig vel sem leikmann, en slíkt var ekki uppi á teningnum með André Villas-Boas. Telurðu að það hafi verið áhætta að fara til Tottenham? „Nei, alls ekki. Ég spjallaði við hann áður en ég skrifaði undir og vissi hvað hann var að hugsa. Tottenham er risa- stór klúbbur með frábæra sögu, ég hef fulla trú á sjálfum mér og þetta er engin áhætta.“ Læt ekki athyglina trufla mig Fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2014 fer fram þann 7. september gegn Noregi á Laugardalsvelli. Nú tala ýmsir um að drátturinn í riðilinn virð- ist hagstæður fyrir Ísland og afar raun- hæfur möguleiki sé á sæti í aðalkeppn- inni í Brasilíu. Ertu sammála því? „Ég held að enginn af okkur leik- mönnunum sé feiminn við að segja að við ætlum okkur upp úr þessum riðli. Það er markmiðið, en það verður erf- itt því riðillinn er erfiður þótt í honum séu engar stórþjóðir í knattspyrnu- heiminum. Norðmenn eru alltaf erfið- ir, svissneska landsliðið er mjög gott og Slóvenar eru alltaf mjög tæknilega góðir. Það verður sérstaklega erfitt að spila við Slóvena úti. En þetta verður spennandi og skemmtilegur riðill. Von- andi náum við að byrja vel og þá er allt hægt í þessu.“ Hingað til hefur farið það orð af þér að þú sért hinn fullkomni atvinnumað- ur, að þú sért mættur fyrstur á æfing- ar, farir síðastur, hugsir vel um líkam- ann og leggir gríðarlega hart að þér við ýmsar aukaæfingar. Á þetta enn við rök við styðjast? „Já. Ég fer ekkert að breyta mínum venjum, því það eru þessir hlutir sem hafa hjálpað mér að ná svona langt.“ Finnurðu fyrir því að vera orðinn þekkt andlit og fyrirmynd margra íslenskra barna? „Ég fann líka fyrir því að fólk þekkti mig úti á götu hjá Swansea, en auðvitað hefur það aukist mjög eftir að ég kom til Tottenham. Ég kippi mér ekkert upp við þessa athygli og læt hana ekki fara í taugarnar á mér, enda er ég ekki eins og David Beckham sem kemst ekki út í búð án þess að vera eltur.“ Hvaða búðir kemstu helst út í? „Til dæmis Marks & Spencer eða Waitrose. Ég finn líka fyrir því að mörg íslensk ungmenni líta á mig sem fyrirmynd og reyni að standa mig vel í því hlutverki. Mér líður ágætlega með það, enda fylgir þetta starfinu.“ Og hvernig fer svo leikurinn gegn Newcastle í dag? „Eigum við ekki að segja að við vinnum 2-1 á útivelli? Ég skora sigur- markið.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.