Fréttablaðið - 18.08.2012, Page 26

Fréttablaðið - 18.08.2012, Page 26
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR26 Þ essi vika fyrir Reykjavíkurmara- þonið er alltaf dálítið skemmtileg hjá mér, það vill svo vel til að ég er í sumarfríi enda stíla ég upp á það,“ segir Sigurður P. Sigmunds- son hagfræðingur glaðlega meðan hann fær sér sæti. Sigurður er meðal frum- kvöðla í langhlaupum hérlendis, átti Íslandsmet í maraþoni í þrjátíu ár og það síðasta, frá Berlín 1985, var ekki slegið fyrr en eftir 26 ár. Margir leita til hans eftir góðum ráðum nú þegar þús- undir eru í þann veginn að taka á sprett. „Þegar Reykjavíkurmaraþonið byrjaði árið 1984 voru þátttakendur 214, þar á meðal nokkrir útlendingar, og þótti alveg gríðarlega flott. Áður höfðu um tveir tugir Íslendinga hlaupið mara- þon, án þess að æfa reglubundið. Nú eru þeir hátt í tvö þúsund, fólk á öllum aldri og af báðum kynjum. Þetta hefur byggst upp jafnt og þétt, sérstaklega eftir síðustu aldamót,“ segir Sig- urður um þróun hlaupsins. Hann kveðst fagna því hversu hreyfing sé orðin almenn í dag hvort sem hún sé í formi hlaupa, hjólreiða, fjallganga eða annars og segir fólk líta á hana sem lífs- gæði. „Ég er oft fenginn til að leiðbeina fólki um hreyfingu og þegar ég spyr það um tilgang- inn kveðst það vilja eiga þess kost að upplifa ævintýri eins og að ganga á Esjuna með vinnu- félögum eða skreppa á Hornstrandir með fjöl- skyldunni. Mér finnst þetta alveg frábært og mikil bylting frá því sem áður var. Upp úr 1980 voru líkamsræktarstöðvar fáar en eru nú við aðra hverja götu. Við þá sem ekki eru byrjaðir að hreyfa sig vil ég segja; Það er aldrei of seint að byrja og það er engin ástæða til að hræðast það verkefni að taka þátt í almenningshlaupum. Það skemmtilega við Reykjavíkurmaraþonið er líka að þar er gott tækifæri til að láta gott af sér leiða í þágu góðra málefna.“ Hlustaði á íþróttafréttirnar í sveitinni Sigurður starfar sem sviðsstjóri fjármála- og rekstarsviðs hjá Vinnumálastofnun og er með afbrigðum frísklegur í fasi af 54 ára manni að vera. Hann kveðst í æsku hafa verið sveita- strákur. „Ég átti heima á Hörgslandi á Síðu til 12 ára aldurs. Foreldrar mínir voru ekki í íþrótt- um heldur kviknaði áhuginn hjá mér af sjálfu sér þegar ég var krakki. Ég fór að fylgjast með íþróttafréttum og sat hugfanginn við útvarpið þegar Örn Eiðsson fjallaði um afrek merkra íþróttamanna í þáttum sínum. Var innan við tíu ára þegar ég pantaði kennslubók um frjáls- íþróttir sem Vilhjálmur Einarsson hafði gefið út í félagi við Gabor Simony, ungverskan þjálf- ara sem var hér á landi um tíma. Árið 1970 var haldið fyrsta héraðsmót Ungmennasambands V- Skaftafellssýslu og ég sigraði í fjórum greinum af fimm í flokki 13 ára og yngri. Það hvatti mig áfram.“ Til Hafnarfjarðar flutti Sigurður haustið 1969 og fór að taka þátt í fótbolta og handbolta en um sextán ára aldurinn voru frjálsíþróttirn- ar, sérstaklega hlaupin, komin í forgang. „Ég fann fljótlega að lengri hlaup áttu vel við mig og iðkaði þau á vegarköntum í nágrenni Hafnar- fjarðar. Það þótti nokkuð skrítið því fáir voru að hlaupa í þá daga og skilningurinn á því sem ég var að gera ekkert sérlega mikill. Fólk var hissa á að ég skyldi ekki bara vera í boltaíþróttunum.“ Sigurður hljóp sitt fyrsta maraþon 1981 í Reykjavík, þá 24 ára, og þakkar Edinborg í Skot- landi það að hann hafi orðið þokkalegur mara- þonhlaupari, þangað fór hann í háskólanám í hagfræði haustið 1978. „Ég kynnist mörgum hlaupurum í Edinborg, allt annarri aðstöðu og allt öðrum anda en hér. Þar þótti sjálfsagt að leggja mikið á sig og keppa um hverja helgi,“ segir hann. Hann kveðst hafa hlaupið Wolver- hampton-maraþon á síðasta vetri sínum í skól- anum árið 1982 á tímanum 2:27,03 og bætt þar með eigið Íslandsmet frá árinu áður í Reykjavík sem var 2:31,33 klukkustundir. „Síðan bætti ég Íslandsmetið á hverju ári, árið 1983 hljóp ég á 2:23,43 í New York, vorið 1984 var tími minn 2:21,20 í London og svo náði ég tímanum 2:19,46 í Berlín haustið 1985. Það met toppaði Kári Steinn Karlsson í fyrra á sama stað. Þú undrast kannski hvers vegna ég man alla þessa tíma en við þurft- um að setja á okkur alla millitíma þegar ég var að hlaupa. Þá voru menn ekkert með Garmin- tæki eins og núna, heldur var maður eins og tölva og varð að muna allt.“ Þekktar sögur um blautar buxur Þegar Sigurður kom úr hagfræðináminu kveðst hann hafa verið fullur af krafti og áhuga á að efla langhlaup hérlendis og meðal annars átt dálítinn þátt í að móta Reykjavíkurmaraþonið. „Þá var veruleikinn allt annar en núna, engin hlaupabretti, engir stígar utan vega og enginn íþróttavöllur með gerviefnum,“ rifjar hann upp. „Mér fannst sjálfsagt að skila minni reynslu bæði til míns íþróttafélags, FH, og víðar og hef verið að gera það með því að þjálfa fólk og fræða auk þess að vinna innan Frjálsíþróttasambandsins að framkvæmd hlaupa. Þetta hef ég gert með mjög glöðu geði og það gefur mér mikið til baka enda hef ég kynnst mörgu skemmtilegu fólki gegnum hlaupin.“ Hann ætlar þó ekki að spretta úr spori í dag. „Ég hef ekki tekið mikinn þátt í hlaupum síðustu átta ár en er alltaf að segja einhverjum til og verð bara á hliðarlínunni.“ Skyldi Sigurður hafa lent í að hlaupa með stein í skónum langar leiðir? „Ég man ekki eftir því í maraþonhlaupi en í hálfmaraþoni losnaði hjá mér skóreim og ég þurfti að stoppa,“ svarar hann. Fleiri smáatriði við lokaundirbúning langhlaupa ber á góma. „Það er vandasamt að undir- búa mataræðið rétt,“ tekur hann fram. „Menn þurfa að gæta þess að drekka helst ekki seinna en 50 mínútum áður en hlaupið er ræst, þá ná menn að skila þeim vökva af sér. En það eru til þekktar sögur um blautar buxur og ljósmynd- arar hafa á stórmótum eins og Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum svolítið vakað yfir slík- um óhöppum.“ Er að vinna í forgjöfinni Á seinni árum kveðst Sigurður hafa snúið sér að golfinu. „Ég er að vinna í forgjöfinni og er kominn niður í fjórtán en draumurinn er að komast undir tíu,“ segir hann brosandi og bætir við að í golfinu séu margir gamlir frjálsíþrótta- menn og hlauparar og eins spili hann oft með Einari bróður sínum. Sigurður er nefnilega elstur átta systkina og kveðst hafa drifið þrjá bræður sína með sér í íþróttirnar, þar á meðal Einar sem keppti fyrir Íslands hönd í 400 og 800 metra hlaupum. „Íþróttaáhuginn hefur tengt okkur bræður vel saman,“ segir hann og er í lokin spurður hvort hlaupagenin hans hafi erfst áfram. „Ég á fjögur börn en þau hafa ekki lagt keppnisíþróttir fyrir sig. Elsta dóttirin, Hrund, 29 ára, hefur hins vegar stundað crossfit um árabil og er bæði með einkaþjálfarapróf og BA í íþróttafræði frá HR. Diljá 18 ára og Karítas 16 ára voru töluvert í íþróttum þegar þær voru yngri, svo á ég 20 mánaða strák, Hrannar Pétur, sem er mjög sprækur og ég segi stundum í gríni að honum sé ætlað að ná Íslandsmetinu í mara- þonhlaupi aftur í fjölskylduna. Aldrei að vita þar sem mamma hans, Valgerður Heimisdóttir, er líka hlaupari og varð önnur kvenna í 55 kíló- metra Laugavegshlaupinu í júlí síðastliðnum.“ Bylting frá því sem áður var Þegar Sigurður P. Sigmundsson sást hlaupa í vegarköntum á áttunda áratugnum þótti það sérviskulegt. Nú eru allir úti að hlaupa. Sigurður á sinn þátt í því, hann hefur verið óþreytandi að þjálfa og aðstoða við skipulagningu langhlaupa og er nýbúinn að halda erindi hjá fyrirtæki í borginni í tilefni Reykjavíkurmaraþons þegar hann mætir í viðtal við Gunnþóru Gunnarsdóttur. Aldrei hafa einstaklingar af jafn mörgum þjóðernum verið skráðir til leiks og í ár miðað við forskráningu, þeir eru af 61 þjóðerni. Erlendir þátttakendur Reykjavíkurmara- þons hafa heldur aldrei verið fleiri, eða 1.617. Í maraþon, hálfmaraþon og tíu kílómetra hlaup eru þegar skráðir fleiri en tóku þátt í þeim vegalengdum í fyrra en þá var sett þátttökumet í þessum vegalengdum. 10.387 manns hafa forskráð sig í hlaup- ið í ár og það er líka met. Þátttakendur af 61 þjóðerni í ár 6.000 3.000 0 12.000 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Þátttakendafjöldi í Reykjavíkur- maraþoni frá upphafi Árið 1992 detta sjö kílómetra hlaup út en þriggja og tíu kílómetra hlaup koma í staðinn. Árið 2005 fjölgar þátttakendum í tíu kílómetra hlaupum um liðlega þúsund. Árið 2006 bætist Latabæjarhlaup- ið, ætlað átta ára og yngri, við þau hlaup sem fyrir voru. Árið 2010 bætist boð- hlaup við. 9.000 SIGURÐUR PÉTUR Man ekki til að hafa hlaupið með stein í skónum langar leiðir en í hálfmaraþoni losnaði skóreim og hann þurfti að stoppa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.