Fréttablaðið - 18.08.2012, Side 32

Fréttablaðið - 18.08.2012, Side 32
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR32 L ama Yeshe Losal Rin- poche kom til Íslands árið 2007 þegar lands- menn stóðu í þeirri trú að smjör drypi af hverju strái. Nú er Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin að undirbúa aðra Íslandskomu Rin- poche á næsta ári. En þó ástand landsmanna verði þá allt annað en í gósentíðinni fyrir hrun þá verða skilaboð tíbeska ábótans þau sömu enda hafa þau staðið af sér tuggur tímans í þúsund ár. „Ég man að fólkið sagði mér að hagvöxtur væri með því allra mesta í heiminum, þegar ég kom árið 2007, en það fer ekki alltaf saman hagvöxtur og hugarró því fólk sagðist vera þreytt af mikilli vinnu og álagi,“ rifjar hann upp. Ekki bera á bálköst þjáningarinnar En hvað hafði hann að segja við hrelldan nútímamanninn? „Hvert sem við förum færum við samfé- laginu nokkuð veganesti. Búdd- ismi er ekki bókstafstrú, þannig að við erum ekkert að halda því fram að við séum hinir einu sannleiks- berar heimsins. Það sem við gerum hins vegar er að kenna fólki að virkja hug- ann. Fólk er mjög framsækið nú á dögum. Það vinnur mikið en er síðan ósköp niðurdregið að dags- verki loknu. Við kennum því að feta slóð kærleikans, fyrirgefning- arinnar, samkenndar og umburð- arlyndis. Og til þess að kunna fótum sínum þar forráð er mikil- vægt að láta alla dómhörku lönd og leið. Þessi slóð er farsæl fyrir hvern sem er, hvort sem hann er búdd- isti eður ei. Flestir telja sig vera vel gáfum gæddir og það er því ekki úr vegi að beita þeim gáfum til þess að auka friðsæld en bera ekki eldivið á sársaukabál heims- ins. Við verðum að finna hugarró og kærleika gagnvart þeim sem nálægt okkur standa og eins vel- þóknun á þeim verkefnum sem standa fyrir dyrum í hinu dag- lega lífi. Ef þú fetar þessa slóð þá kemur það sér einkar vel fyrir þá sem nálægt þér standa en þegar við erum í sífelldu stressi skapast hætta á því að við særum sam- ferðarfólk okkar með orðum og æði. Svo ég mun reyna að hvetja Íslendinga til þess að feta þessa slóð þegar ég kem í Hugleiðslu- og friðarmiðstöðina.“ Fyrsta Tíbetmunkaklaustrið á Vesturlöndum Lama Yeshe býr í Skotlandi og er ábóti í tíbetska klaustr- inu Samyé Ling en bróðir hans, Akong Tulku Rinpoche, kom því á laggirnar. Þeir bræður flúðu heimaland sitt, rétt eins og Dalai Lama, árið 1959 þegar Kínverj- ar brutu á bak aftur uppreisn heimamanna sem þá höfðu lotið kínverskri herstjórn í níu ár. Lama Yeshe var þá á tánings- aldri og komst hann við illan leik til Indlands. Þar dvaldi hann um nokkurt skeið í flóttamanna- búðum en síðan komst hann til mennta og vann síðar fyrir hátt- setta Tíbetmunka. Árið 1969 tóku þeir bræður sig hins vegar til og héldu til Skotlands þar sem þeir komu fyrrnefndu klaustri á kopp- inn en það er fyrsta Tíbetmunka- klaustrið til þess að líta dagsins ljós í hinum vestræna heimi. Allt mannkynið er fjölskylda Nú ferðast hann um víðan heim og kennir hugleiðslu og fótaforráð á lendum hugans. Hann gleymir þó ekki átthögum sínum og reyn- ir að fara reglulega til Tíbets að hjálpa þar til. Hann sá á eftir for- eldrum sínum og tveimur systr- um þegar hann lagði á flótta og sá hann foreldra sína aldrei síðar en systur hans búa enn í Tíbet. „En þar sem ég er Lama er það afar erfitt að fá landvistarleyfi svo ég er ekki í miklu sambandi við Tíbet,“ segir hann. Orðið lama er komið úr hans móðurmáli og er því stundum líkt við orðið guru sem margir kann- ast við en það kemur úr sanskrít. En hvað fylgir því að vera lama? „Í Tíbetbúddisma tökum við á okkur vissar skuldbindingar. Við skuldbindum okkur til þess að hugsa aldrei um okkur sjálfa af eigingirni því öll okkar and- lega og líkamlega orka á fyrst og fremst að þjóna mannkyninu en ekki okkar þrám. Við tileinkum okkur hugleiðslu og ábyrga lifn- aðarhætti. Að vera lama þýðir það að þú getur ekki gift þig og stofnað fjölskyldu enda lítum við svo á að mannkynið allt sé stóra fjölskyldan okkar. Og hvert sem við förum berum við boðskapinn um kærleika og samkennd.“ Kínverjar reisa líka Tíbetmunka- klaustur En það gengur á ýmsu í þess- ari stóru fjölskyldu sem bygg- ir þennan heim. Það hlýtur að vera erfitt að horfa á erlendan her taka yfir land sitt enda hefur heyrst hljóð úr öllum heimshorn- um vegna yfirgangs Kínverja í Tíbet. Hvaða hug ber Lama Yeshe Losal Rinpoche til Kín- verja? Ber hann ekki í brjósti þá þrá að Tíbet verði einhvern daginn frelsað undan þessum yfirgangi? „Eins og ég sagði þá berum við, sem erum lama, boð- skap um kærleika og samkennd. Sá boðskapur breytist ekkert þó þú missir land þitt og hrekist á brott. Við segjum að fólk verði að fyrirgefa, ekki hefna. Svo við erum ekki uppteknir af því hver fer með stjórnartauma í Tíbet. Við einbeitum okkur að kennsl- unni og til að undirstrika þetta bendi ég á að við höfum fjöl- marga kínverska nemendur víða um veröld. Þó Kínverjar hafi á sínum tíma jafnað Tíbetmunka- klaustur við jörðu í Tíbet þá eru aðrir kínverskir Tíbetmunkar að byggja þúsund önnur annars staðar í heiminum. Og meira að segja í Tíbet eru Tíbetmunkar að kenna Kínverjum þannig að ég held að hægt og bítandi hverfi allt til betri vegar í Tíbet sem og annars staðar.“ Ekki skal verja trú með vopnum Víða hefur borist á banaspjót til þess að verja ákveðna trú eða þjóð. Það er gryfja sem Tíbet- munkar vilja síst af öllu falla í, segir hann. „Við segjum að ef þú vilt gera trú okkar gott skaltu til- einka þér það sem hún boðar, ekki berjast fyrir hana,“ segir hann. „Ég hef einnig orðið var við það, sérstaklega hjá þeim nemendum sem aldnir eru upp í kristnum gildum, að þeir halda traustataki í sektarkenndina. En sektarkenndin er með öllu tilgangslaus. Við verð- um að lifa ábyrgu lífi og ef okkur verður á þurfum við að horfast í augu við það, bæta fyrir það og einsetja okkur að stíga ekki aftur sama villusporið.“ Að vera lama þýðir það að þú getur ekki gift þig og stofn- að fjölskyldu enda lítum við svo á að mannkynið allt sé stóra fjölskyldan okkar. Sektarkenndin er gagnslaus Hversdagsálagið getur kostað fórnir sem Íslendingar eru vanir að færa. Ábótinn Lama Yeshe Losal Rinpoche frá Tíbetbúdda- klaustri á Skotlandi minnti Íslendinga á að sitthvað er hagvöxtur og hugarró þegar hann kom hingað gósenárið 2007 en hann er væntanlegur hingað til lands aftur á næsta ári. Hann bar boðskapinn fyrir Jón Sigurð Eyjólfsson blaðamann fyrir skemmstu. VIÐ HUGLEIÐSLU Hér eru þeir Choden og ábótinn Lama Yeshe við hugleiðslu í Skot- landi. Sá síðarnefndi er væntanlegur hingað til lands á næsta ári en hann var hér einnig á ferðinni gósenárið 2007. MYND/GUNNAR L. FRIÐRIKSSON Í SKOSKA ÞINGHÚSINU Hér er Lama Yeshe, þriðji frá vinstri í neðri röð, í skoska þinginu fyrr í sumar, en sá fimmti er Dalai Lama. Þarna í Holyrood var saman kominn hópur forsvarsmanna hinna ýmsu trúarbragða. GUNNAR L. FRIÐRIKSSON Nuddarinn finnur hér fyrir skriðþunga þúsund ára hefðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin á Grensás- vegi er í samstarfi við Tíbetmunkaklaustrið í Skotlandi. Þar kemur fólk saman tvisvar í viku og hugleiðir samkvæmt hefðum Tíbetmunka. Einn þeirra sem þar heldur til er Gunnar L. Friðriksson nuddari. „Það sem hrífur mig mest er að það er lagt svo mikið upp úr því að fylgja í einu og öllu hinni svokölluðu Kagyu-línu tíbetsks búdd- isma sem er að minnsta kosti þúsund ára gömul. Þannig að mér finnst ég finna fyrir skriðþunga aldanna, þetta er eins og að sitja við enda skriðjökuls og finna hvernig þessi þúsund ára kraftur mjakar þér áfram. Þannig að þetta er ekki eitthvert prógram sem ein- hver maður úti í bæ hefur lært einhvers staðar og ákvað að brydda upp á.“ Hann segir enn fremur að þó þetta sé Tíbet-búddismi komi margir sem kjósi að ganga ekki þeirri trú á hönd. Gunnar þekkir Lama Yeshe Losal Rinpoche af góðu einu en hann fór í klaustrið til hans í Skotlandi, ásamt konu sinni Helenu Bragadóttur, og fóru þau á átta daga námskeið á vegum þess á skosku eyjunni Holy Island. Það voru hjónin Dagmar Vala Hjörleifs- dóttir og Halldór Jónsson sem komu Hug- leiðslu- og friðarmiðstöðinni á koppinn sem nú er á sínu níunda starfsári. Upphafið má þó rekja til Malaví þar sem þau hjón unnu við þróunarstörf. „Þar kynntist ég manni að nafni Rob Nairn sem er hugleiðslukennari,“ rifjar hún upp. „Hann er reyndar lærður afbrotasál- fræðingur en svo var honum bent á að hætta þeim starfa og snúa sér eingöngu að hug- leiðslukennslu. Hann gerði það og seldi allar sínar eigur og fór að ferðast um heiminn til að kenna og það hefur hann gert nú í þrjátíu ár.“ Dagmar var undir handleiðslu hans og kynntist þá bræðrunum í Samyé Ling- klaustrinu í Skotlandi. „Ég leit alltaf á mig sem nemanda en einn daginn var mér sagt að nú skyldi ég fara að byrja að kenna þetta. Ég hló bara. En svo þegar ég var búin að hlæja í eitt ár byrjaði ég að kenna. Fyrst vorum við hjónin með þetta heima, þá var bara tekið úr lás og fólkið kom inn að hugleiða en stofan var fljót að fyllast svo við keyptum húsnæðið á Grensásvegi. Það húsnæði er reyndar löngu sprungið utan af okkur svo við erum farin að leita að nýju húsnæði. Við erum líka að leita að húsi úti á landi til að starfrækja Tíbet- munkaklaustur hér á landi.“ Þau hjón eru með hugleiðslunámskeið en svo eru Gunnar og Helena með námskeið þar sem þau kenna núvitund en það kennir fólki meðal annars að halda hugarró í hinu daglega lífi. Dagmar Vala segir að hugleiðslu- fundirnir sem séu á föstudagsmorgnum og miðvikudagskvöldum standi öllum opnir. „Við erum alltaf að,“ segir hún, „það hefur ekki fallið miðvikudagur úr frá upphafi sama hvað hátíðardaga og tilstand áhrærir.“ Vilja starfrækja klaustur á Íslandi DAGMAR VALA HJÖRLEIFSDÓTTIR Hér leiðir Dagmar Vala hugleiðslu í Hugleiðslu- og friðarmið- stöðinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.