Fréttablaðið - 18.08.2012, Side 39
HÁSKÓLAR
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012
Kynningarblað
MBA
Atferlismeðferð
Endurmenntun
Samkennd
Stjórnun
Samningafærni
Nordplus-tungumála-áætlunin kallast sá hluti menntaáæt lunar Nor-
rænu ráðherranefndarinnar sem
snýr að styrkjum til tungumála-
verkefna. Formáli áætlunarinnar
er sá að ein meginforsenda nor-
ræns samstarfs sé sú menningar-
lega og samfélagslega heild sem
skyldleiki tungumálanna færir.
Danska, norska og sænska eru
sérstök að því leyti að skyldleiki
þeirra er mikill en engu að síður
er staðreyndin sú að æ fleiri Norð-
urlandabúar veigra sér við að tala
móðurmál sitt þegar þeir heim-
sækja nágrannalöndin og styðjast
fremur við ensku. Þetta er þróun
sem tungumálaáætlunin reynir
að sporna við. Rannsóknir sýna
að því yngri sem börn eru þegar
þau komast í kynni við nágranna-
mál sín, þeim mun líklegri eru
þau til að yfirstíga tungumála-
leg landamæri þegar þau vaxa úr
grasi. Þess vegna hefur áhersla
verið lögð á að styrkja verkefni
sem tengjast börnum og tungu-
málaupplifun þeirra. Íslenskan
er þó aðeins fjarskyldari og lýtur
því ekki sömu grannmálslögmál-
um, svo ekki sé minnst á finnsk-
una. Hvernig falla þessar þjóðir
inn í áætlunina? Báðar hafa þær
annað norðurlandatungumál
sem skyldufag í skólum og hefur
tungumálaáætlunin t.d. veitt
styrki til að þróa kennsluaðferð-
ir í þessum málum. Íslendingar
njóta góðs af sterkum tungumála-
tengslum við Norðurlönd þar sem
margir Íslendingar halda árlega til
Norðurlanda, annað hvort í nám
eða til starfa. Hafa íslenskir um-
sækjendur hlotið fjölmarga styrki
í tungumálaáætluninni. Allir sem
hafa áhuga og þekkingu á norræn-
um tungumálum geta sótt um
styrk en dæmi um verkefni eru
tungumálarannsóknir, ráðstefn-
ur, tölvuleikir, tónlistarverkefni
með tungumálaáherslu o.fl. Skil-
yrði umsóknar er að verkefnið
hafi a.m.k. tvo samstarfsaðila frá
Norðurlöndum eða Eystrasalts-
löndum og að umsókn skuli skrif-
uð á dönsku, norsku eða sænsku.
Starfsfólk Landsskrifstofu Nord-
plus veitir frekari upplýsingar og
aðstoðar í leit að samstarfsaðilum.
Hægt er að kynna sér áætlunina í
heild sinni á síðunni www.nord-
plus.is.
Rausnarlegir styrkir til verkefna
sem fjalla um norræn tungumál
Ein meginforsenda norræns samstarfs er sú menningarlega og samfélegslega heild sem skyldleiki tungumála færir. Allir sem hafa
áhuga og þekkingu á norrænum tungumálum geta sótt um Nordplus styrki og fjölmargir Íslendingar hafa hlotið þá.
Dæmi um verkefni sem hafa fengið Nordplus styrki eru tungumálarannsóknir, tölvuleikir,
ráðstefnur og tónlistarverkefni með tungumálaáherslu. MYND/ÚR EINKASAFNI
NORDIC PHOTOS/GETTY