Fréttablaðið - 18.08.2012, Page 39

Fréttablaðið - 18.08.2012, Page 39
HÁSKÓLAR LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 Kynningarblað MBA Atferlismeðferð Endurmenntun Samkennd Stjórnun Samningafærni Nordplus-tungumála-áætlunin kallast sá hluti menntaáæt lunar Nor- rænu ráðherranefndarinnar sem snýr að styrkjum til tungumála- verkefna. Formáli áætlunarinnar er sá að ein meginforsenda nor- ræns samstarfs sé sú menningar- lega og samfélagslega heild sem skyldleiki tungumálanna færir. Danska, norska og sænska eru sérstök að því leyti að skyldleiki þeirra er mikill en engu að síður er staðreyndin sú að æ fleiri Norð- urlandabúar veigra sér við að tala móðurmál sitt þegar þeir heim- sækja nágrannalöndin og styðjast fremur við ensku. Þetta er þróun sem tungumálaáætlunin reynir að sporna við. Rannsóknir sýna að því yngri sem börn eru þegar þau komast í kynni við nágranna- mál sín, þeim mun líklegri eru þau til að yfirstíga tungumála- leg landamæri þegar þau vaxa úr grasi. Þess vegna hefur áhersla verið lögð á að styrkja verkefni sem tengjast börnum og tungu- málaupplifun þeirra. Íslenskan er þó aðeins fjarskyldari og lýtur því ekki sömu grannmálslögmál- um, svo ekki sé minnst á finnsk- una. Hvernig falla þessar þjóðir inn í áætlunina? Báðar hafa þær annað norðurlandatungumál sem skyldufag í skólum og hefur tungumálaáætlunin t.d. veitt styrki til að þróa kennsluaðferð- ir í þessum málum. Íslendingar njóta góðs af sterkum tungumála- tengslum við Norðurlönd þar sem margir Íslendingar halda árlega til Norðurlanda, annað hvort í nám eða til starfa. Hafa íslenskir um- sækjendur hlotið fjölmarga styrki í tungumálaáætluninni. Allir sem hafa áhuga og þekkingu á norræn- um tungumálum geta sótt um styrk en dæmi um verkefni eru tungumálarannsóknir, ráðstefn- ur, tölvuleikir, tónlistarverkefni með tungumálaáherslu o.fl. Skil- yrði umsóknar er að verkefnið hafi a.m.k. tvo samstarfsaðila frá Norðurlöndum eða Eystrasalts- löndum og að umsókn skuli skrif- uð á dönsku, norsku eða sænsku. Starfsfólk Landsskrifstofu Nord- plus veitir frekari upplýsingar og aðstoðar í leit að samstarfsaðilum. Hægt er að kynna sér áætlunina í heild sinni á síðunni www.nord- plus.is. Rausnarlegir styrkir til verkefna sem fjalla um norræn tungumál Ein meginforsenda norræns samstarfs er sú menningarlega og samfélegslega heild sem skyldleiki tungumála færir. Allir sem hafa áhuga og þekkingu á norrænum tungumálum geta sótt um Nordplus styrki og fjölmargir Íslendingar hafa hlotið þá. Dæmi um verkefni sem hafa fengið Nordplus styrki eru tungumálarannsóknir, tölvuleikir, ráðstefnur og tónlistarverkefni með tungumálaáherslu. MYND/ÚR EINKASAFNI NORDIC PHOTOS/GETTY
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.