Fréttablaðið - 18.08.2012, Page 40

Fréttablaðið - 18.08.2012, Page 40
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000. Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, tp. sverrirbs@365.is, s. 512 5432. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Einn þeirra nemenda sem útskrifuðust úr MBA-námi Háskóla Íslands síðasta vor var Halldór Halldórsson, fyrrver- andi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór hafði lengi stefnt á frekara framhaldsnám og sá tækifærið opnast eftir að hann ákvað að gefa ekki kost á sér sem bæjarstjóri fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 2010. „Ég stundaði nám í stjórnsýslufræð- um við Háskóla Íslands þegar ég varð bæjarstjóri árið 1998. Ég sá mér ekki fært að halda nám- inu áfram á þeim tíma enda er starf bæjarstjóra erilsamt starf. Því ákvað ég að hætta í náminu en var alltaf ákveðinn í að halda frekari námi áfram eftir að starfi mínu sem bæjarstjóri lyki. Vorið 2010 varð ljóst að ég myndi ekki gefa kost á mér í áframhaldandi starf og þá hóf ég leit að námi næsta vetur.“ Halldór segist hafa skoðað ýmsa möguleika um sumarið en á endanum varð MBA-nám við Háskóla Íslands fyrir valinu. „Ég velti meira að segja fyrir mér þeim möguleika að halda út fyrir landsteinana. En á endanum kaus ég námið við Háskóla Ís- lands enda talsvert rask fyrir fjöl- skylduna að flytja til útlanda.“ Ein helsta ástæða þess að Há- skóli Íslands varð fyrir valinu að sögn Halldórs var stefna skól- ans að vera ávallt í fremstu röð háskóla í heiminum. „Það freist- aði mín líka að námið er að nær öllu leyti kennt á íslensku. Þann- ig sá ég fram á það að hópavinn- an yrði meira gefandi. Reynd- ar voru kennarar námsins bæði íslenskir og erlendir og það var mjög skemmtilegt að fá erlenda fyrirlesara með innlegg í námið.“ Halldór segir MBA-nám- ið hafa verið mjög skemmtilegt og gefandi nám. En þótt námið sem slíkt hafi verið skemmti- legt segir hann samnemendur sína hafa staðið upp úr og einn- ig hversu góður og samhent- ur hópurinn var. „Það var ótrú- legt hvað þessi 25 manna hópur náði vel saman á þessum tveim- ur árum. Ég er búinn að eignast marga góða vini og veit að tengsl- in milli hópmeðlima munu vara lengi áfram.“ Það voru eðlilega mikil við- brigði fyrir Halldór að setjast á skólabekk aftur en hann segir samt tilfinninguna hafa verið mjög góða. „Þetta var í raun æð- isleg tilfinning og algjör sjálfs- endurnýjun. Maður hefur svo gott af þessu, að breyta svona rækilega til. Sjálfur hafði ég starfað sem bæjarstjóri í tólf ár þannig að það var kominn tími á breytingar.“ Námið hefur nýst Halldóri vel. Strax á fyrsta misseri vann hann verkefni í tengslum við nýstofn- að fjölskyldufyrirtæki hans og systkina sinna sem þjónust- ar ferðamenn á Vestfjörðum. Seinna í náminu vann hópur Halldórs verkefni í tengslum við markaðsgreiningu fyrir sama fyrirtæki. „Oft þurftum við hins vegar að leita til fyrirtækja vegna verkefna en uppistaðan í náminu er verkefnavinna og hópavinna. Og talandi um vinnu, þá verð- ur að geta þess að námið sem slíkt er heljarmikil vinna sem verður að taka af mikilli alvöru svo maður fái eitthvað út úr því. Samnemendur mínir lögðu alveg gríðarlega mikið á sig og þetta er ótrúlega duglegt fólk. Flest- ir í hópnum eru fjölskyldufólk í vinnu þannig að álagið gat verið ansi mikið.“ Fram undan hjá Halldóri er frekari uppbygging ferðaþjón- ustufyrirtækis fjölskyldunnar þar sem hann mun einblína á stjórnun og skipulag fyrirtæk- isins, ásamt því að sinna bók- haldinu eins og hann hefur allt- af gert. „Ég er síðan alltaf opinn fyrir spennandi tækifærum í at- vinnulífinu þótt ég sé ekki bein- línis í atvinnuleit þessa dag- ana.“ Halldór mælir hiklaust með MBA-námi Háskóla Ís- lands. Námið sé krefjandi og erfitt en að sama skapi virkilega hagnýtt. „Rétta hugarfarið verð- ur þó að fylgja með. Þeir sem fara í gegnum námið eru að taka við ákveðnum kyndli sem þeir verða að hlaupa með áfram. Námið er gott og skilar miklu og nemend- ur verða að sýna það líka, bæði í náminu og úti í atvinnulífinu að námi loknu.“ Samkenndin stendur upp úr MBA-nám Háskóla Íslands er tveggja ára framhaldsmenntun. Námið er mjög krefjandi en um leið skemmtilegt og gagnlegt. Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar, segir MBA námið við Háskóla Íslands hafa verið mjög skemmtilegt og gefandi. MYND/HEIÐA MBA-námið í Háskóla Íslands er hagnýtt nám sem miðar að því að efla frumkvæði, færni og forystueiginleika MBA-námið í Háskóla Íslands: • tækifæri fyrir þig til að efla persónulega færni á sviði rekstrar og stjórnunar • sérstaklega miðað að íslensku atvinnulífi • nám með alþjóðlegum blæ þar sem horft er á Ísland í alþjóðasamhengi • tveggja ára metnaðarfullt og starfsmiðað meistaranám fyrir stjórnendur • skipulagt samhliða starfi, kennt er á föstudögum og laugardögum aðra hvora helgi www.mba.is Skoraðu á þig og taktu skrefið! MBA-nám í Háskóla Íslands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.