Fréttablaðið - 18.08.2012, Side 63
LAUGARDAGUR 18. ágúst 2012 19
Kennari
Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða enskukennara
í hlutastarf komandi skólaár.
Hæfniskröfur:
• Háskólapróf í viðkomandi grein.
• Reynsla af kennslu á framhaldsskólastigi æskileg.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
Við bjóðum:
• Góða vinnuaðstöðu.
• Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.
Nánari upplýsingar gefur Þorkell Diego yfirkennari
thorkell@verslo.is, eða í síma 5 900 600.
Umsóknarfrestur er til 25. ágúst og skal senda
umsóknir ásamt ferilskrá til Verzlunarskóla Íslands,
Ofanleiti 1, 103 Reykjavík eða á netfangið
thorkell@verslo.is.
Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 1240
nemendur. Skólinn er bekkjarskóli en nemendur ljúka
prófum í viðkomandi námsáfanga um jól og vor.
Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi brauta
og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum. Einnig
býður Verzlunarskólinn upp á fjarnám. Verzlunarskólinn
er mjög tæknivæddur og er aðstaða til náms og kennslu
öll hin besta.
Vantar þig vinnu?
tug, gift kona og móðir með hreyfi
nast aðstoðar við flestar athafnir d
ka eftir persónulegri aðstoðamann
20-40 ára til starfa.
starfa hjá mér starfa eftir hugmyn
um sjálfsstætt líf og stuðla þar me
m mínum til þátttöku í samfélagin
gæði mín. Æskilegt er að umsækja
ar sem ég hef eigin bíl til umráða.
ndi þarf einnig að vera barngóður
i, sveigjanleiki og virðing er lykillin
þessu samstarfi.
tækifæri og góð reynsla fyrir nema
að vinna með fötluðum s.s. þroska
nir, umsóknir og ferilskrá ásamt
lum má senda á netfangið:
na@simnet.is en einnig er hægt að
75-7377.
Ég er fertug, gift kona og móðir með hreyfihömlun sem þarfnast
aðstoðar við flestar athafnir daglegs lífs og óska eftir persónulegri
aðstoðamanneskju á aldrinum 18-40 ára til starfa.
Þeir sem starfa hjá mér starfa eftir hugmyndafræðinni um
sjálfsstætt líf og stuðla þar með að tækifærum mínum til þátttöku
í samfélaginu og auka lífsgæði mín. Æskilegt er að umsækjandi
hafi bílpróf þar sem ég hef eigin bíl til umráða. Viðkomandi þarf
einnig að vera barngóður.
Jákvæðni, sveigjanleiki og virðing er lykillinn að farsæld í þessu
samstarfi.
Frábært tækifæri og góð reynsla fyrir nema sem stefna á að vinna
með fötluðum s.s. þroskaþjálfa.
Fyrirspurnir, umsóknir og ferilskrá ásamt meðmælum má senda
á netfangið: asdisjenna@simnet.is en einnig er hægt að hringja í
síma 775-7377. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst.
Ásdís Jenna Ástráðsdóttir
Kórinn er í örum vexti og æfir á þriðjudögum
kl. 17:30-19:30.
Meðal verkefna í vetur eru Gloria eftir Vivaldi og Litla
orgelmessan eftir Haydn í samstarfi við tvo aðra kóra.
Áhugasamir hafi samband við Kára Allansson kantor
kirkjunnar.
kari@hateigskirkja.is
Kammerkór Háteigskirkju auglýsir örfáar
lausar stöður !
Kammerkórinn er skipaður menntuðum atvinnu-
söngvurum og starfar að mestu á verkefnagrundvelli.
Áhugasamir hafi samband við Kára Allansson kantor
kirkjunnar.
kari@hateigskirkja.is
Kirkjukór Háteigskirkju
auglýsir eftir söngfólki ! Réttingamaður óskast
Bílamálun Sigursveins óskar eftir vönum réttinga-
manni til starfa sem fyrst, góð laun fyrir duglegann
mann. Umsókn sendist á bilamalun@bilamalun.is
og upplýsingar eru í síma 5685360/ 5681981
Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir starf skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar laust til umsóknar.
Reykjavíkurborg
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynjanna í störfum og því að vinnustaðir borgarinnar endurspegli fjölbreytileika
reykvísks samfélags. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar í
síma 4 11 11 11 eru veittar allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og símasamband við starfsmenn einstakra sviða og deilda.
Hlutverk og ábyrgðarsvið
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar starfar á skipulags- og
byggingarsviði Reykjavíkurborgar
en mun tilheyra nýju umhverfis- og skipulagssviði frá 1. janúar
árið 2013. Meðal helstu verkefna Umhverfis- og skipulagssviðs
eru skipulagsmál, umhverfismál, umsjón fasteigna
Reykjavíkurborgar, framkvæmdir, heilbrigðiseftirlit og
byggingareftirlit.
Skipulagsfulltrúi starfar skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
Hann hefur m.a. umsjón með skipulagsgerð, gefur út
framkvæmdaleyfi og hefur eftirlit með þeim framkvæmdum.
Skipulagsfulltrúi ber ábyrgð á gerð skipulagsáætlana,
embættisafgreiðslum í umboði skipulagsráðs og eftirfylgni á
stefnumótun og ákvörðunum ráðsins.
Menntun og hæfniskröfur
Umsækjendur skulu hafa framhaldsmenntun á háskólastigi
í skipulagsfræði, arkitektúr eða skyldum greinum skv.
ákvæðum skipulagslaga nr.123/2010.
Umsækjendur skulu hafa heimild ráðherra til starfsheitisins
samkvæmt lögum um löggildingu starfsheita sérfræðinga í
tækni-og hönnunargreinum nr. 8/1996.
Umsækjendur skulu hafa sérhæft sig á sviði skipulagsmála
með námi eða vinnu í a.m.k. 2 ár.
Reynsla af stjórnun og þekking á starfsumhverfi opinberrar
stjórnsýslu er æskileg auk leiðtogahæfileika, frumkvæði í
starfi, framsýni og skipulagsfærni.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og
einu norrænu tungumáli.
Góð almenn tölvukunnátta.
Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs er næsti yfirmaður
skipulagsfulltrúa. Um laun og starfskjör fer samkvæmt reglum
um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og
ákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar.
Umsókn skal
færa inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/
storf, fyrir 10. september nk.
Upplýsingar
um starfið veitir Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri
Reykjavíkurborgar olof.orvarsdottir@reykjavik.is eða Bjarni
Þór Jónsson, skrifstofustjóri bjarni.th.jonsson@reykjavik.is
í síma 411 1111.
Skipulagsfulltrúi
www.kopavogur.is
Heilsuleikskólinn
Urðarhóll
Laus er staða deildarstjóra á eldri deild.
Starfið felur í sér að halda utan um stefnu skólans
„Næringu, hreyfingu og listsköpun,” vera leiðandi
í útinámi og umhverfismennt auk annarra starfa
samkvæmt starfslýsingu.
Á deildinni er metnaðarfullt fólk sem hefur m.a. unnið
þróunarverkefnin „Breytt og fjölbreytt tónlistarstarf”
og „Leikur að bókum.” Verkefnin eru fastur þáttur í
starfi deildarinnar www.bornogtonlist.net og
www.leikuradbokum.net
Í leikskólanum starfar öflugur faghópur,
foreldrasamstarf er gott og við höfum skýra
starfsmannastefnu. Ef þú ert leikskólakennari með
leiðtogahæfileika gefst tækifærið núna að ganga í lið
með okkur.
Umsóknarfrestur er til 24. ágúst n.k. www.kopavogur.is
- laus störf. Nánari upplýsingar eru á vef Kópavogsbæjar auk
þess er hægt að hafa samband við Sigrúnu Huldu Jónsdóttur,
leikskólastjóra í síma 840 2686
Vilt þú vinna með metnaðarfullu
og skapandi fólki ?