Fréttablaðið - 18.08.2012, Síða 73

Fréttablaðið - 18.08.2012, Síða 73
KYNNING − AUGLÝSING18. ÁGÚST 2012 LAUGARDAGUR Endurmenntun Háskóla Ís-lands býður nú upp á nám í undirstöðuatriðum hug- rænnar atferlismeðferðar. Námið er einkum ætlað háskólamennt- uðu fagfólki innan heilbrigðis-, félags- og menntavísinda. Það kemur einnig að góðu gagni þeim sem eiga mikil samskipti við fólk í sínu starfi, svo sem stjórnendum stofnana og fyrirtækja. „Markmið námsins er að auka innsýn og skilning fólks á eigin hegðun og líðan sem og annarra, út frá fræðikenningum og með- ferðarlíkani hugrænnar atferlis- meðferðar,“ útskýrir Anna Valdi- marsdóttir, kennslustjóri náms- ins, og bætir við: „Þetta er þó ekki eiginlegt meðferðarnám heldur frekar hugsað í fyrirbyggjandi til- gangi. Með náminu öðlast nem- endurnir hæfni til þess að leið- beina fólki á rétta braut í átt til sjálfshjálpar, með aðferðum þeim sem hugræn atferlismeðferð bygg- ir á.“ Samtalstækni Námið er sérstaklega miðað að því að þekkja einkenni kvíða, dep- urðar og þunglyndis. „Námskeið- in sem við bjóðum upp á fjalla um grunnlögmál hegðunar og aðferðir atferlismeðferðar til að hafa áhrif á eigin hegðun og annarra. Meðal annars er kynnt samtalstækni sem notuð er í hugrænni atferlismeð- ferð,“ segir Anna. Samtalstæknin byggir á því að hjálpa einstaklingi að átta sig á að hann geti farið aðra leið eða tekið betri ákvarðanir til að láta sér líða betur – ekki með því að segja við- komandi til heldur spyrja hann opinna spurninga sem sýna að hann býr sjálfur yfir lausnum. „Spurningunum er hagað þann- ig að viðkomandi komist sem oft- ast sjálfur að niðurstöðunni. Þess má geta að þessi viðtalsaðferð er kennd við gríska heimspekinginn Sókrates sem spurði fólk á torgum Aþenu og leiddi það þannig á rétta braut í lífsviðhorfum sínum.“ Meðal annarra námskeiða er tveggja daga námskeið um streitu og hvernig maður getur dregið úr álagi. Streita er mismunandi eftir aldri og stöðu. Skólabörn og námsfólk fást til dæmis við annars konar streitu en fólk á efri árum. Við erum hörð við okkur sjálf Eins verður rætt um kvíða og end- urskoðun eigin hugsunarháttar, í eigin garð og annarra. „Markmið- ið er ekki að verða Pollýanna held- ur frekar að viðurkenna að sumt er erfitt, en af sanngirni – ekki síst í eigin garð. Við komum oft fram við okkur sjálf af meiri hörku en aðra. Eins og einhver sagði: Ef vinur minn myndi tala við mig eins og ég tala stundum við sjálfan mig þá værum við ekki vinir lengur.“ Auk þess verður talað um leiðir til að meta á hvaða stigi þunglyndi er. „Depurð göngum við öll í gegn- um en þeir sem hafa mikil sam- skipti við fólk þurfa að þekkja ein- kenni þess þegar depurð er komin á næsta stig og fólk þarf á faglegri hjálp að halda,“ segir Anna og bætir við: „Eins verður fjallað um sjálfsmynd, sjálfsmat, sjálfsstyrk- ingu og svokallaða vakandi athygli eða gjörhygli sem kallast „mind- fulness“ á ensku og hefur rutt sér mikið til rúms á síðustu árum.“ Góður andi mikilvægur Kennsla fer fram í sjö tveggja daga lotum, á föstudögum og laugar- dögum. Þrjár lotur verða kenndar á haustmisseri og fjórar á vormiss- eri. Námið er því hægt að stunda með vinnu. Kennsla hefst í októ- ber og henni lýkur í mars. „Við fáum mjög góða sérfræðinga til að kenna en auk þess er handleiðsla í litlum hópum eftir hverja kennslu- lotu. Þá getur fólk rætt reynslu sína í hvernig það er að beita þessum aðferðum í starfi sínu. Þar gefst einnig gott tækifæri til að kynn- ast samnemendum sínum en það teljum við afar mikilvægt og leggj- um áherslu á góðan anda og traust innan hópsins,“ segir Anna. Umsóknarfrestur er til 5. sept- ember en frekari upplýsingar um námið má nálgast á heimasíðunni www.endurmenntun.is. Hugræn atferlismeðferð Í endurmenntunardeild Háskóla Íslands er nú boðið upp á nám í undir- stöðu atriðum hugrænnar atferlismeðferðar. Námið er hugsað fyrir stjórnendur fyrir tækja og fagfólk sem vinnur mikið með fólki. Anna Valdimarsdóttir, kennslustjóri endurmenntunarnáms Háskóla Íslands. MYND/GVA Kennarar frá Harvard Þrír sérfræðingar frá Harvard, einum virtasta há- skóla heims, munu halda námskeið hjá Endur- menntun Háskóla Íslands á haustmisseri. Um er að ræða þrjú námskeið í stjórnun, samningafærni og upplýsingatækni sem hafa öll verið kennd við end- urmenntunardeild Harvard við góðan orðstír. Við þróun haustnám- skeiða fyrir stjórnend- ur og sérfræðinga á Ís- landi var ákveðið hjá Endurmenntun að út- víkka framboðið og leita að kennurum út fyrir landsteinana. Mark- mið Endurmenntunar er ávallt að bjóða það besta og því var leitað til sérfræðinga hjá Harvard. Betri stjórnun Margaret Andrews kennir námskeiðið Managing Yourself and Leading Others sem verður haldið í lok september. Þetta námskeið er ætlað þeim sem vilja kryfja eigin stjórnunarstíl og bæta hæfni sína til að stjórna, hafa áhrif og leiða einingu á árangursrík- an hátt. Andrews er aðstoðardeildarforseti á sviði stjórnunar við Harvard Extension sem hefur að auki langa reynslu af kennslu og stjórnun við bestu háskóla Bandaríkjanna. Samningafærni Á námskeiðinu Negotiation Skills: Strategies for Increased Effectiveness með Diana Buttu lögfræð- ingi og kennara við Harvard þjálfa þátttakendur samningaaðferðir sem nýtast við mismunandi að- stæður. Buttu hefur meðal annars verið lögfræði- legur ráðgjafi og tekið þátt í samningaviðræðum í deil- um Ísraela og Palestínu- manna auk þess sem hún er eftirsóttur álitsgjafi í bandarískum fjölmiðlum. Hagnýtar leiðir í upp- lýsingatækni Þátttakendur námskeiðs- ins Enterprise Information Technology: Strategies for Complex System Imple- mentation fá fræðslu og kynningu á þeim tólum og tækjum sem auka skilning á upplýsingakerfum fyrir- tækja og hvaða hagnýtar leiðir í upplýsingatækni má nota til úrlausna á viðskiptatengdum vandamálum. Kennari er Dr. Zoya Kinstler sem kennir við Harvard og er sérfræðingur í upplýsingatæknilausnum. Hún hefur einnig 20 ára reynslu í verkefnum á sviði upp- lýsinga- og samskiptatækni í stórfyrirtækjum. Öll kennsla fer fram á ensku og skráning fer fram á vef Endurmenntunar, endurmenntun.is, eða í síma 525 4444. SKAPAÐU ÞÍNA EIGIN FRAMTÍÐ TAKTU SKREFIÐ Námsráðgjöf og upplýsingar: sími 525 4444 endurmenntun.is NÁMSBRAUTIR Á HAUSTMISSERI HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ – NÁM Í UNDIRSTÖÐUATRIÐUM HELGARLOTUR UMSÓKNARFRESTUR TIL 5. SEPTEMBER NÁM TIL LÖGGILDINGAR FASTEIGNA-, FYRIRTÆKJA- OG SKIPASALA STAÐNÁM - FJARNÁM ENN TEKIÐ VIÐ UMSÓKNUM LEIÐSÖGUNÁM Á HÁSKÓLASTIGI STAÐNÁM – FJARNÁM ENN TEKIÐ VIÐ UMSÓKNUM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.