Fréttablaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 74
KYNNING − AUGLÝSINGHáskólar LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 20124
STÚDENTAÍBÚÐIR Í
SVÍÞJÓÐ
Margir Íslendingar stunda há-
skólanám í Svíþjóð. Stúdenta-
íbúðir eru við alla háskóla í Sví-
þjóð en það getur verið erfitt að
fá slíka íbúð. Á vefnum norden.
org er hægt að fá upplýsingar um
stúdentagarða á Norðurlöndum.
Þar er bent á að nemendur ættu
að skrá sig sem fyrst á biðlista
eftir stúdentaíbúð þar sem
erfiðast er að fá þær í upphafi
námsins. Oft er auðveldara að fá
leiguíbúð á minni stöðum.
Upplýsingar um húseignafélög
sem leigja út stúdentaíbúðir og
upplýsingar um hvernig sótt
er um stúdentaíbúðir á ýmsum
svæðum, eru á vefsíðunni sok-
studentbostad.se. Einnig er hægt
að fara inn á vefsíðu hvers skóla
fyrir sig til að fá nánari upp-
lýsingar um stúdentaíbúðir á
viðkomandi svæði. Bæði er hægt
að fá íbúð eða herbergi með
aðgangi að eldhúsi og baði.
FYRSTI HÁSKÓLI ÍSLANDS
Þann 17. júní árið 1911 var Háskóli Íslands stofnaður en hann var fyrsti háskóli
landsins. Skólinn varð til við sameiningu Prestaskólans, sem stofnaður var
árið 1847, Læknaskólans, sem stofnaður var 1876, og Lagaskólans, sem tók til
starfa árið 1908. Fyrsta frumvarp til laga um stofnun háskóla á Íslandi var þó
borið upp á Alþingi mun fyrr, eða árið 1881. Benedikt Sveinsson átti heiðurinn
af því en hann sat á þingi sem konungskjörinn þingmaður. Háskóli Íslands
tók til starfa í október 1911 og voru fjórar deildir innan skólans fyrst um sinn;
guðfræðideild, lagadeild, læknadeild og heimspekideild. Flestir stunduðu
nám í læknadeild eða 23 nemar. Enginn nemi stundaði nám í heimspekideild
fyrsta árið. Skólinn var til húsa á neðri hæð Alþingishússins við Austurvöll til
ársins 1940 en þá flutti hann starfsemi sína í aðalbyggingu Háskólans sem enn
stendur í dag og er hluti af háskólasvæðinu. Fyrsti rektor Háskóla Íslands var
Björn M. Ólsen, prófessor við heimspekideild.
KYNJASKIPT NÁMSVAL
Á vef Hagstofunnar má sjá að
konur eru meirihluti nemenda
á öllum skólastigum fyrir ofan
grunnskóla, eða 55,9%. Kynja-
skiptingin er einnig bundin við
hinar ýmsu greinar en alls er 21
námsbraut þar sem eingöngu
konur eru skráðar. Þar á meðal
er námsbraut hjúkrunar- og
móttökuritara, skólaliðabraut,
tanntæknabraut, læknaritara-
braut, ljósmóðurfræði, kjólasaum-
ur, fótaaðgerðafræði og öldr-
unarfræði. Brautir með körlum í
miklum meirihluta eru 25 talsins.
Þar má finna greinar eins og
rafiðnfræði, véliðnfræði, múrara-
iðn, mekatróník, netagerð og stál-
smíði. Munurinn eykst svo eftir
því sem menntunarstigið hækkar.
Árið 2011 var hlutfall kvenna í
háskólum 62% á móti 38% karla.
Séu einstaka skólar skoðaðir
sést að hlutfall kvenna í Háskóla
Íslands var 65%, í Hólaskóla 77%,
í Háskólanum á Akureyri 76%, á
Bifröst 58%, í Listaháskóla Íslands
59% og í Landbúnaðarháskól-
anum á Hvanneyri var hlutfallið
66%. Eini háskólinn sem skar sig
úr þessum skólum og var með
konur í minnihluta er Háskólinn í
Reykjavík þar sem 40% nemenda
eru konur.
Sjá nánar
www.opnihaskolinn.is
eða hafðu samband við okkur í síma 599 6300
NÁMSBRAUTIR
Verkefnastjórnun, APME
(Applied Project Management Expert)
Nám samhliða vinnu, kennt í fjarnámi og sam-
svarar 24 ECTS einingum. Lögð er áhersla á
tölulegar greiningar við ákvarðanatöku og stjór-
nun rekstrar og verkefna. Náminu lýkur með
alþjóðlegu IPMA prófi.
Hefst 1. september
Rekstrarstjórnun
Ætlað þeim sem vilja bæta árangur við stjórnun
rekstrar, svo sem í verslun, heildsölu, smáiðnaði
og framleiðslu.
Hefst 3. september
Markaðssamskipti og almannatengsl
Kennd eru undirstöðuatriði öflugs markaðsstarfs.
Námið er hagnýtt og miðar að því að dýpka
skilning nemenda og efla faglega þekkingu á
viðfangsefninu. Námið er byggt upp í samstarfi
við ÍMARK, SÍA og Almannatengslafélag Íslands.
Hefst 5. september
Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun
Námið er fjölbreytt og ætlað öllum sem vilja öðlast
þekkingu og þjálfun á sviði verkefnastjórnunar og
efla leiðtogahæfileika sína. Náminu lýkur með
alþjóðlegu IPMA prófi.
Hefst 10. september
STYTTRI NÁMSKEIÐ
Jákvæð sálfræði og starfsánægja
Námskeið í tveimur hlutum sem er tilvalið fyrir þá
sem vilja staldra aðeins við, skoða líf sitt í nýju
ljósi, líta inn á við og horfa til framtíðar.
Hefst 21. ágúst
Verkefna- og tímastjórnun
Farið er yfir ráð sem hjálpa til við að veita mikil-
vægustu verkefnum á hverjum tíma athygli okkar,
orku og forgang – og ljúka þeim á þeim tíma sem
við höfum til umráða.
Hefst 27. ágúst
Árangursrík samskipti: Hlutverk stjórnenda
Námið er hannað að alþjóðlegri fyrirmynd Farið
er yfir vænlegar leiðir til að ná fram breytingum
í samskiptamynstrum, samvinnu í hópum og
ólíkum samskiptastílum.
Hefst 29. ágúst
Skuldabréf
Námskeiðið tekur á flestum tegundum skulda-
bréfa og verða eiginleikar þeirra skilgreindir.
Hentar vel stjórnendum fjármála sem og starfs-
mönnum fjármálasviða fyrirtækja.
Hefst 30. ágúst
NÁMSLÍNUR
Verðbréfamiðlun I. hluti
Nám til undirbúnings prófa í verðbréfamiðlun.
Farið verður yfir grunnatriði lögfræðinnar og
réttarreglur á þeim sviðum sem varða störf á
fjármagnsmarkaði. Kennt í fjarnámi.
Hefst 5. september
Lífsviðhorf – Lífsstíll – Lífsgæði
Árangursmiðað nám fyrir þá sem vilja efla
persónulega færni og viðhorf, m.a. á sviði fjár-
mála, heilsu, samfélagsábyrgðar og árangurs í
samskiptum.
Hefst 11. september
Rekstrar- og fjármálanám Opna háskólans
Hagnýtt nám fyrir þá sem vilja auka færni sína
í fjármálum og rekstri lítilla og miðlungsstórra
fyrirtækja.
Hefst 18. september
STJÓRNENDAÞJÁLFUN
7 venjur til árangurs
Tveggja og hálfs dags vinnustofa þar sem fjallað
er um árangur á vinnustað og persónulegan
árangur hvers og eins. Þátttakendur tileinka sér
aðferðir sem nýtast í starfi og daglegu lífi
Hefst 5. september
Ábyrgð og árangur stjórnarmanna
Námslínan er ætluð stjórnarmönnum fyrirtækja
og stofnana sem og þeim sem hyggjast gefa
kost á sér til stjórnarsetu. Markmið námslínunnar
er að efla faglegan grunn stjórnarmanna m.a.
með þjálfun á sviði lagalegra, fjárhagslegra og
siðferðilegra viðfangsefna.
Hefst 12. september
PMD – stjórnendanám HR
Námið er hannað að alþjóðlegri fyrirmynd
og lagað að íslenskum aðstæðum til að efla
faglega þekkingu og færni stjórnenda. Hentar
stjórnendum sem vilja bæta við menntun sína án
þess að skuldbinda sig til langtímanáms.
Hefst 20. september
Excel námskeið
Hagnýt námskeið fyrir þá sem vilja bæta þekkingu
sína og færni í notkun Excel. Í boði fyrir byrjendur
og lengra komna.
Hefst 3. september
Markviss fjármálastjórnun með Excel
Helstu atriði skilvirkrar fjármálastjórnunar og
hvernig hægt er að nota Excel til að leysa og setja
fram fjármálaleg viðfangsefni og afstemmingar.
Hefst 3. september
Samningatækni
Hagnýt og spennandi námskeið fyrir alla þá
sem vilja auka færni sína í samningagerð og
-viðræðum. Opni háskólinn býður upp á grunn-
og framhaldsnámskeið.
Hesft 6. september
SQL gagnagrunnar
Hagnýtt námskeið þar sem farið er yfir helstu
atriðin við notkun á SQL gagnagrunni, s.s. að
útbúa töflur og „view“, uppfærslur á gögnum og
fyrirspurnir.
18. september
Starfsmannasamtöl, launaviðtöl
og samningatækni
Fjallað um ákveðna þætti sem styrkja stjórnendur
og sjálfstraust þeirra til að takast á við þessa
mikilvægu þætti.
Hefst 26. september
Result-driven negotiations
Result driven negotiations is an advanced semi-
nar with focus on problem solving and cross-
cultural negotiations.
Hefst 4. október
Rekstur samtaka og stofnana
Námskeiðið er stutt kynning á rekstri almennra
félagasamtaka og sjálfstæðra stofnana sem
ekki eru arðsækin, eða „non-profit“. Sérstaklega
verður fjallað um almenn félög og samtök, sjálf-
seignarstofnanir, sparisjóði, samvinnufélög og
lífeyrissjóði.
Hest 25. október
Líkanagerð fyrir rekstraráætlanir, arðsemis-
mat og verðmat
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái
færni í gerð reiknilíkana í Excel, fyrst og fremst á
sviði fyrirtækjareksturs og fjármála.
Hefst 31. október
Nýttu þér fjölbreytt námskeið Opna háskólans í HR til að
styrkja stöðu þína á vinnumarkaði og öðlast meiri þekkingu
á þínu áhugasviði. Hér má sjá brot af námsframboði vetrarins.
STÍGÐU
SKREFIÐ