Fréttablaðið - 18.08.2012, Side 76

Fréttablaðið - 18.08.2012, Side 76
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR40 ÆVIÁGRIP J ørgen Hammer kom til Íslands árið 1968 til að vinna að deiliskipulagi fyrir Reykjavíkurborg. Nú, rúmlega fjörutíu árum seinna er hann aftur í Reykjavík og lítur yfir far- inn veg. „Við vorum fengnir til að vinna að aðalskipulagi Reykjavíkur, sem var ætlað að gefa vexti borgarinn- ar ákveðinn ramma og opna fyrir útbreiðslu byggðar í austurátt. Í þessu skipulagi voru Sæbraut, Kringlumýrarbraut og Miklabraut hugsaðar sem stórar æðar sem myndu opna fyrir stærra svæði í Reykjavík,“ segir Hammer. Hann bendir á að aðalskipulag- ið hafi verið unnið á uppgangs- og umbrotatímum. „Á sjötta og sjöunda áratugnum fóru Íslendingar að þéna vel á sjáv- arútveginum og þessir miklu fjár- munir sem streymdu inn í landið, urðu til þess að fólk vildi byggja fleiri hús og stofna nýjar verslan- ir,“ segir Hammer. Hammer telur fjárfesta oft ein- blína á miðborgarsvæði til upp- byggingar og það sé brýnt að beina þeim annað. „Fjárfestar hugsa gjarnan á hefðbundnum nótum og halda oft að það sé aðeins hægt að fjárfesta í miðbænum. En ef allir fjárfesta í miðbænum mun miðbærinn að endingu hverfa undir stór hús og víðfeðm bílastæði. Miðbærinn getur aldrei uppfyllt þær þarfir um fermetrapláss sem nútímaborg hefur.“ Þarna myndist þörf fyrir ný byggingarsvæði sem bera betur stórhýsi. Beina fjárfestum frá bænum „Það er ákaflega mikilvægt að beina fjármagninu að nýjum stöð- um, stöðum sem eru spennandi og huggulegir. Á þann hátt er hægt að vernda borgarrými eins og miðbæinn, sem svæði með ákveð- inn byggingarstíl sem hefur í för með sér lakara aðgengi fyrir bíla,“ segir Hammer. Hann bendir á að í aðalskipulag- inu sem hann vann á sínum tíma hafi verið unnið út frá þessum hugmyndum. „Við vildum skipuleggja Reykja- vík þannig að hægt væri að bjóða upp á ný svæði til að byggja upp verslunar- og þjónustukjarna. Þetta varð síðar að raunveruleika með tilkomu Kringlunnar. Kringl- an létti miklu álagi af miðbænum en það var einmitt það sem við lögðum upp með. Með þessari nýj- ung gat fólk keyrt alveg upp að húsi til að versla. Það létti á kröf- unum um frekari bílastæði í mið- bænum,“ segir Hammer. Miðbærinn tengdist höfninni Teymið sem Hammer vann með setti einnig fram tillögur að fram- tíðarskipulagi miðborgarinnar. „Við lögðum til að miðbærinn og höfnin myndu tengjast betur í framtíðinni en þau gerðu. Hug- myndin var að lyfta Geirsgötunni upp á aðra hæð, svo hægt væri að ganga úr miðbænum, undir umferðina og niður að höfn. Við sjáum ákveðin merki um þetta enn á þaki pakkhússins norðan við Tollhúsið.“ Þakið er hannað sem fjögurra akreina vegur. Vegurinn átti að taka við umferð af Sæbraut og leiða hana á Mýrargötu án þess að hindra umferð gangandi vegfar- enda að höfninni. „Það hefði verið gaman að sjá miðbæinn og höfnina vaxa betur saman. Slík tenging hefur reynst vel annars staðar og aukið gæði miðbæjarsvæða ýmissa borga því höfnin er spennandi staður,“ segir Hammer og lætur sig dreyma. „Þannig væri kannski hægt að ganga verslunar- og göngu- götur sem lægju niður að höfn. Þar væri síðan hægt að fara út að borða á fiskveitingastöðum með útsýni yfir höfnina. En höfnin hefur aldrei fengið tækifæri til að vaxa saman við miðbæinn. Bær- inn snýr bakinu í höfnina og hún er hálfpartinn lokuð af, fyrst með þungri umferð á Geirsgötu, svo með stórhýsum eins og Tollhúsinu, Hafnarhúsinu þar sem Listasafn Reykjavíkur er nú og fleiri háum dökkgráum byggingum. Stutt frá þessum húsum er svo Vesturgata, sem skartar fallegri röð af timb- urhúsum. Andstæðurnar skera í augun,“ segir Hammer. Nokkur heilræði Hammer segist ekki vilja setja sig á háan hest og koma með tillögur að betra fyrirkomulagi í bænum enda sé miðborgarskipulag afar flókið fyrirbæri. Hann hefur hins vegar nokkur góð og almenn ráð sem hann er tilbúinn til að veita. „Mér finnst mjög mikilvægt að haldið sé í gamlar hefðir. Í hinum alþjóðlega heimi er fólk farið að upplifa sömu hlutina aftur og aftur og víðar og víðar um allan heim. Við sjáum alls staðar sömu bílana, svipaðar byggingar og sömu ham- borgarana og pitsurnar. Þegar við komum sem ferða- menn á nýja staði viljum við sjá eitthvað nýtt, eitthvað spennandi og framandi. Frá mínum sjónar- hóli eru staðir framandi þar sem tekist hefur að halda í gamlar hefðir og menningu. Slíkir þætt- ir eiga hins vegar verulega undir högg að sækja,“ segir Hammer og nefnir tvö dæmi. Los Angeles og Santa Fe „Í Bandaríkjunum hefur fólk haft lítinn vilja til að stýra bæjarásýnd, byggingamagni og arkitektúr í sumum borgum. Þar eru til nokk- ur dæmi um borgir þar sem fjár- magnsöfl hafa haft mikil áhrif á yfirbragð og ásýnd bæja. Útkom- an er oft og tíðum há og stór hús á stöðum sem þóttu hvað skemmti- legastir og mest spennandi. En þessum stóru byggingum fylgdi mikill fjöldi bílastæða og allt í einu varð ekkert eftir sem var spenn- andi og skemmtilegt. Líttu til dæmis á Los Angeles. Þar er miðbærinn einn leiðinleg- asti staður sem hægt er að hugsa sér. Allt lífið færðist annað, til dæmis á Venice Beach niður við ströndina.“ Hammer segir Santa Fe í Nýju- Mexíkó vera andstæðuna við þetta en þar hefur verið lögð áhersla á sérstöðuna í byggingarlist. „Í Santa Fe hafa menn sett ákveðnar kröfur um að allar bygg- ingar í bænum þurfi að fylgja byggingarhefðum púebló-indíána í takt við menningararfinn. Þar mega húsin ekki vera nema fjór- ar hæðir og þau eiga öll að vísa til ákveðinnar byggingarhefðar. Vegna þessa hefur myndast ákveðið samræmi í bænum og fyrir vikið upplifir maður staðinn sem framandi og spennandi. Santa Fe er líka mjög vinsæll ferða- mannastaður í Bandaríkjunum, enda er borgin ólík öllum öðrum.“ Enga íhaldssemi Hammer telur mikilvægt að rækt við ræturnar og þjóðararfinn leiði ekki til íhaldssemi. Byggingarlist þurfi að þróast eins og allt annað. „Mér finnst mikilvægt að ég hljómi ekki eins og ég sé íhalds- samur, því þegar ég tala um að halda þurfi í gamla menningu og siði er ég ekki að tala fyrir íhalds- semi. Ég vil ekki að við endum sem eitthvert Árbæjarsafn. Við þurfum á endurnýjun að halda, en við verð- um gera það með tilvísun í gamlar hefðir, þannig að fólk sem kemur til landsins finni fyrir því að hér vinni fólk á annan hátt en annars staðar og finnist landið sérstakt og framandi.“ Hann segir þetta alls ekki óþekkt á Íslandi. „Þetta er eins og með íslensk- una. Þið segið ekki „computer“ heldur tölva og þið segið geisla- diskur en ekki „cd“. Þessa hugsun þurfið þið að tileinka ykkur í bygg- ingarstíl í ríkari mæli. Gott dæmi um byggingu þar sem þetta er gert er Fontana við Laugarvatn. Staður- inn er hannaður þannig að húsið vísar í gamlar íslenskar hefðir, þar sem notað er torf og grjót að ein- hverju leyti í bygginguna. Þetta fær mann til að hugsa: „Spenn- andi!“ Og svona hughrif fá fólk líka til að vilja koma aftur til landsins.“ Verðið að halda í það þjóðlega Jørgen Hammer verkfræðingur var einn þeirra sem lagði grunninn að aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir rúmum fjörutíu árum. Hann er nú kominn aftur til Íslands, en í þetta skiptið sem ferðamaður. Hann sagði Katrínu Tinnu Gauksdóttur frá starfi sínu á Íslandi á sjöunda áratugnum og hvaða augum hann lítur borgina núna. Hammer vill að Íslendingar haldi fastar í gamlar hefðir. Í MIÐBÆNUM JØRGEN HAMMER Jørgen Hammer dvaldi á Hótel Vík þegar hann vann að aðalskipulagi Reykjavíkur á árunum 1968 til 1971. Hótelið gamla var í rauða reisulega húsinu sem er fyrir aftan Hammer á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jørgen Hammer kom til Íslands árið 1968 og vann að aðalskipulagi Reykja- víkur á árunum 1968-1971. Þá starfaði Hammer fyrir verkfræðifyrirtækið Anders Nyvig, sem veitti ráð- gjöf í borgar- og umferðarskipulagi. Hammer er menntaður verkfræðingur en bætti við sig fjögurra ára listnámi eftir útskrift. Til viðbótar við aðalskipulag Reykjavíkur hefur Hammer einnig komið að aðalskipulagi í Þórshöfn í Færeyjum. Hann lagði einnig grunninn að tilhögun almenningssamgangna í Borgundarhólmi, þar sem hann býr í dag. Hammer starfar sem einn ræðismanna Íslands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.