Fréttablaðið - 18.08.2012, Page 82

Fréttablaðið - 18.08.2012, Page 82
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR46 KRISTJÁN SIGURÐSSON til heimilis að Skarðshlíð 16c, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar þann 4. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram frá Lundarbrekku í Bárðardal í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og börn hins látna. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURSTEINN GUÐBRANDSSON Dalbraut 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum Landakoti sunnudaginn 12. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. ágúst kl. 13.00. Kristín Þórðardóttir Erna Sigríður Sigursteinsdóttir Haraldur Sigursteinsson Erla Ívarsdóttir Garðar Sigursteinsson Elín Margrét Hárlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir og frændi, BIRGIR HELGI ÞÓRHALLSSON Kirkeveien 57 Ósló, lést 19. júlí á Diakonhjemmet Sykehus í Ósló. Bálför hefur farið fram í kyrrþey frá Berger Kirke. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna í Noregi, Hrefna, Karl, Helgi og Selma Haraldsbörn systkinabörn hins látna og fjölskyldur. Hinn elskulegi og kæri bróðir okkar, móðurbróðir okkar og frændi, GÍSLI KRISTMUNDSSON Efri-Brunnastöðum, Vatnleysuströnd, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, 13. ágúst sl. verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 21. ágúst kl. 15.00. Elín Kristin Kristmundsdóttir Anna Scheving Kristmundsdóttir Hallgrímur Kristmundsson Virgill Scheving Einarsson Hannesína Schecing Skarphéðinsdóttir Svanur Scheving Skarphéðinsson Brynja Hafsteinsdóttir Kristmundur Skarphéðinsson Ingunn Lúðvíksdóttir Elín Kristín Scheving Skarphéðinsdóttir og börn. Elsku eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, ELÍSABETH ELSA HANGARTNER ÁSBJÖRNSSON andaðist í Freiburg, Þýskalandi, mánudaginn 13. ágúst. Guðmundur Karl Ásbjörnsson Rannveig D. Guðmundsdóttir, Andreas Becher, Natalía Ásdís Andreasdóttir, Margrit Hangartner, Christa Jaeger Við sendum innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINS BERENTS SIGURÐSSONAR fv. flugumferðarstjóra, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ. Ingunn Sigurðardóttir Sigrún Þorsteinsdóttir Ólafur Sigurðsson Jón Ólafur Þorsteinsson Þorsteinn Ingi Kristjánsson Kristín Eva Kristjánsdóttir Arnar Berent Sigrúnarson Katla Dimmey Þorsteinsdóttir Daníel Berent Rink Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, DROPLAUGAR HELLAND Vogatungu 13, Kópavogi. Birgit Helland Hreinn Frímannsson Arndís Inga Helland Óskar Þormóðsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR ÞORSTEINSSONAR lengst af til heimilis á Fornhaga 15, sem lést á Droplaugarstöðum 27. júlí. Sigþrúður Guðmundsdóttir Birgir Guðjónsson Kristján Guðmundsson Auður Andrésdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GERÐUR SIGURÐARDÓTTIR kennari, frá Sleitustöðum í Skagafirði, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 14. ágúst. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni að Hólum í Hjaltadal laugardaginn 25. ágúst kl. 14.00. Ragnhildur Björk Sveinsdóttir Eiríkur Oddur Georgsson Þorgerður Hulda Frisch Peter Frisch Hugrún Ösp Reynisdóttir Ólafur Kjartansson Trausti Eiríksson, Helga Dagný Arnarsdóttir Sverrir Ragnar og Lena Sóley. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR Hörðukór 5. Sérstakar þakkir færum við yndislegu starfsfólki heimahlynningar og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Þórðarson, Ragnar Pétursson og Hlín Pétursdóttir „Hér er stórhátíð því hið árlega Íslandsmeistaramót í hrúta- dómum er haldið í dag og hefst klukkan tvö,“ segir Jón Jóns- son, þjóðfræðingur og ferðabóndi á Kirkjubóli við Stein- grímsfjörð, um hrútaþuklið sem fer fram á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Keppt er í tveimur flokkum. Í öðrum keppa vanir menn en hinn flokkurinn er fyrir óvana og hrædda, að sögn Jóns. Þeir sem eru vanir að stiga hrúta keppa um Íslands- meistaratitil og eiga Strandamenn titil að verja þetta árið því Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum sigraði í fyrra. En hvað gera hinir óvönu og hræddu? „Þeir dæma út frá allt öðru en þeir vönu gera og án þess að koma nokkuð við skepnuna. Þurfa bara að raða hrútunum frá eitt til fjögur og þar skiptir rökstuðningurinn máli. Það kemur oft eitt- hvað skemmtilegt út úr því, jafnvel kveðskapur,“ segir Jón og fullyrðir að fólk sem enga tengingu hafi við sauðfjár- rækt skemmti sér oft hið besta. „En svo er þetta alvara fyrir bændurna, þeir gefa stig fyrir höfuðlag, fætur, hvernig hryggvöðvinn liggur og alls konar atriði.“ Jón segir vegleg verðlaun í boði. Fyrir utan farandverð- launagrip sem gerður er úr hvalbeini og rekaviði hafa fyrir- tæki eins og hótel og veitingastaðir gefið vinninga, auk þess eru listmunir og handverk í verðlaun og meira að segja ávís- un á hrútasæði þegar að fengitíma kemur. Fleira verður til skemmtunar og fróðleiks á hátíðinni, til dæmis rúningur með gamla laginu og akstur með krakka í dráttarvélakerrum. Kjötsúpa er á borðum í hádeginu og dýr- indis kaffihlaðborð allan daginn. Jón tekur fram að veiting- arnar séu seldar en enginn aðgangseyrir sé að skemmtun- inni. Sauðfjársetrið er tíu ára í ár. Það er kona Jóns, Ester Sigfúsdóttir á Kirkjubóli, sem veitir því forstöðu um þessar mundir. Þar er opin sýning allt sumarið og oft eitthvað um að vera þar fyrir utan og koma vel á annað þúsund manns árlega í heimsókn. gun@frettabladid.is Hrútasæði í verðlaun SPEKINGSLEG Sverrir Guðbrandsson heldur í einn af hinum kollóttu hrútum Strandamanna. Aftan við standa Guðbrandur Sverrisson, Ragnar Bragason, Þórey Ragnarsdóttir og Barbara Guðbjartsdóttir. MYND/JÓN JÓNSSON HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 18. ágúst ➜ Tónleikar 21.00 Söngkonan Jussanam da Silva heldur tónleika með Agnari Má Magnússyni í ráð- húsi Þorlákshafnar. ➜ Leiklist 21.00 Ferðaleikhúsið að Baldursgötu 37 sýnir nýja uppfærslu á Light Nights. Þjóðsög- ur og margvíslegt íslenskt efni er á dagskrá en leiksýningin er flutt á ensku. Aðgangseyrir er frá kr. 1.500 til 2.500. ➜ Sýningar 14.00 Gunn Nordheim Morstøl opnar myndlistasýningu í Mjólkurbúðinni í lista- gilinu á Akureyri. 16.00 Listakonurnar Anna Hallin, Harpa Dögg Kjartansdóttir og Valgerður Guðlaugs- dóttir opna sýningu í Gallerí Ágúst. Sýningin er sett upp í tilefni af fimm ára starfsafmæli safnsins. 19.00 Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar sýn- inguna Kjarni í ÞOKU sem er staðsett í kjall- ara Hríms hönnunarhúss við Laugaveg 25. ➜ Hátíðir 10.00 Menningarnótt verður haldin hátíðleg í Reykjavík. Þema hátíðarinnar að þessu sinni er Gakktu í bæinn. Dagskrá má finna á vefsíðunni menningarnott.is. ➜ Dansleikir 23.00 Stórdansleikur með hljómsveitinni Span verður á Café Árhúsum á Hellu. Miða- verð er kr. 1.500. ➜ Tónlist 15.00 Tropicalia, sveit söngkonunnar Krist- ínar Bergsdóttur, spilar á þriðju tónleikum jazztónleikaraðar veitingastaðarins Munn- hörpunnar í Hörpu. Aðgangur er ókeypis. 19.15 Glysrokkhljómsveitin Diamond Thun- der spilar á skemmtistaðnum Dillon. 20.00 Menningarnæturtónleikar X977, Ellefunar og Tuborg fara fram á Ellefunni. Fram koma Ásgeir Trausti, Ultra Mega Technobandið Stefán, Smutty’s 302, Agent Fresco og Kiriyama Family auk Geira Sæm. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Elton John Tribute tónleikar verða haldnir á Græna Hattinum Akureyri. Miða- verð er kr. 1.500. 22.00 Ljótu hálfvitarnir halda tónleika á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 2.500. 23.00 Hljómsveitin Homo and the sapiens heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakka- stíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Markaðir 12.00 Íbúasamtök Laugardals halda sinn árlega útimarkað á Laugatorgi á horni Laugalækjar og Hrísateigs. Á markaðnum má kaupa allt milli himins og jarðar og boðið er upp á skemmtilegar uppákomur. ➜ Útivist 14.00 Fuglavernd mun leiða fuglaskoðun um friðlandið í Vatnsmýrinni alla laugardaga í sumar. Gangan hefst við Norræna húsið og er þátttaka ókeypis. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 19. ágúst ➜ Leiklist 21.00 Ferðaleikhúsið að Baldursgötu 37 sýnir nýja uppfærslu á Light Nights. Þjóðsög- ur og margvíslegt íslenskt efni er á dagskrá en leiksýningin er flutt á ensku. Aðgangseyrir er frá kr. 1.500 til 2.500. ➜ Opið Hús 13.00 Bærinn Krókur á Garðaholti í Garða- bæ er opinn á sunnudögum í sumar. Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Hann er staðsettur ská á móti samkomuhúsinu á Garðaholti og stutt frá Garðakirkju. Aðgangur er ókeypis. ➜ Uppákomur 13.00 Sveitasælan verður í algleymingi á Árbæjarsafni. Gestum býðst innsýn inn í horfinn heim gömlu sveitastarfanna og fá tækifæri til að aðstoða heimilisfólkið í gamla bænum við störf sín. ➜ Dansleikir 23.00 Dansleikur Félags eldri borgara verð- ur haldinn í Stangarhyl 4. Danshljómsveitin Klassík leikur létta danstónlist. Aðgangseyrir er kr. 1.500 fyrir félaga FEB í Reykjavík en kr. 1.800 fyrir aðra gesti. ➜ Tónlist 14.00 Alexandra Chernyshova sópran og Monika Abendroth hörpuleikari spila á tónleikum í Hóladómkirkju. Aðgangur er ókeypis. 14.00 Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona, Elísabet Waage hörpuleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti spila á tónleikum á tón- listarhátíð í Strandakirkju í Selvogi. Jafnframt fer fram árleg uppskerumessa í kirkjunni í umsjá sr. Baldurs Kristjánssonar sóknar- prests. 16.00 Andrea Jónsdóttir leikur lög af hljóm- plötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. 16.00 Elíza kemur fram á sumartónleikaröð á heimili Uni og Jóns Tryggva í Merkigili á Eyrarbakka. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru vel þegin. 16.00 Arnhildur Valgarðsdóttir mun töfra fram seiðandi tóna úr flyglinum á Gljúfra- steini. Hún flytur tónlist eftir hinn tékk- nesta Leos Janácek. Miðaverð er kr. 1.000. 17.00 Kvartettinn Kvika flytur þjóðlög, söng- lög og sálma í Kaldalóni Hörpu. ➜ Leiðsögn 15.00 Ólöf K. Sigurðardóttir leiðir gesti um sýningu Hreins Friðfinnssonar, Hús, í Hafnar- borg. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.