Fréttablaðið - 18.08.2012, Side 92

Fréttablaðið - 18.08.2012, Side 92
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR56 56 menning@frettabladid.is Þótt flestar bækur séu full- ar af bókstöfum fá fæstir bókstafir skrifaða um sig heila bók. Í ð-ástarsaga, sem kemur út á vegum Crymogeu í haust, er saga samnefnds bókstafs rakin í máli og myndum. „Þetta var dauðafæri. Þegar maður skrifar bók um bókstafinn ð er ekki annað hægt en að setja hann í titil- inn og valda uppnámi meðal bóka- safnsfræðinga,“ segir Stefán Páls- son sagnfræðingur um væntanlega bók, ð-ástarsaga, þar sem saga þessa óvenjulega bókstafs er rakin. Stefán skrifaði bókina að undir- lagi Kristjáns B. Jónassonar, útgef- anda hjá Crymogeu. „Kristján hafði komist í kynni við þrjá leturhönnuði, Gunnar Vil- hjálmsson, Steinar Farestveit og Anton Kaldal, sem höfðu stúder- að stafinn ð út frá leturhönnun, en meðal leturhönnuða er þetta fræg- ur gallagripur. Ástæðan fyrir því að margir leturhönnuðir hafa horn í síðu bókstafsins ð er sú að upphaf- lega er þetta handskrifaður stafur sem var síðar troðið inn í stafakerfi nútímalatínu og fellur þess vegna ekki inn í kerfið með góðu móti.“ Hugmyndin var sú að gera bækl- ing fyrir erlenda hönnuði en síðan kveiktu menn á að þetta væri efni í alþýðlegra sagnfræðirit og þá var Stefán kallaður til. Hann játar að sér hafi ekki litist á blikuna þegar Kristján kynnti efnið fyrir honum. „En þetta var svo skrítið að það var ekki hægt að slá þetta út af borðinu.“ Runa af pólitískum tilviljum Stefán hafði ekki kynnt sér málsögu sérstaklega þegar hann hófst handa og hélt, eins og margir, að uppbygg- ing stafrófa og ritmála lyti fyrst og fremst málfræðilegum lögmálum. „Fljótlega áttar maður sig hins vegar á að það er heilmikil pólitík í þessu. Í rauninni byggist þessi saga, að Íslendingar taki upp þennan sér- staka staf, á runu pólitískra tilvilj- ana. Þrír einstaklingar bera öðrum fremur ábyrgð á því, allir úr ólík- um áttum og enginn þeirra Íslend- ingur.“ Sá fyrsti var Alfreð mikli, sem sameinaði Engilsaxa á 9. öld. „Á miðöldum voru þjóðir Evrópu með eigið talmál út um allar triss- ur en ritmál var fágætt – mennt- aðir menn skrifuðu á latínu. Þegar Alfreð var að burðast við að sam- eina Engilsaxa gerði hann það með tungumálinu og lét búa til engilsax- neskt ritmál. Þar verða til nokkrir sér-engilsaxneskir stafir, til dæmis þ og ð.“ Í upphafi ritaldar á Íslandi á 12. öld var ekki notast við þ og ð en þeirra fer að verða vart á 13. öld, að enskri og norskri fyrirmynd að því er Stefán telur, og er notað jöfnum höndum næstu tvö hundruð árin. Eftir að Normannar taka völdin í Bretlandi verða breytingar á rit- málinu þar í landi vegna franskra áhrifa, þ og ð er skipt út fyrir th. Í Noregi verður hljóðkerfisbreyting sem veldur því að ð dettur líka út þar. „Íslendingar virðast lepja þessar breytingar upp og hætta að skrifa ð eftir um 200 ár, án þess að það hafi orðið nein hljóðkerfisbreyting.“ Inn í prentöldina Þetta hefði vel getað orðið enda- punktur bókstafsins ð væri það ekki fyrir væringar milli kaþólsku kirkj- unnar og mótmælenda á Englandi á 16. öld. „Áhrifavaldur númer tvö,“ segir Stefán, „er maður að nafni Matthew Parker, biskup í Kantaraborg, sem Elísabet Englandsdrottning skipaði. Hann tekur við veigamesta embætti þegar mótmælendur eru að festa sig í sessi og hrinda kaþólskunni endan- lega úr landi.“ Í þeirri viðleitni að búa til nýja sjálfsmynd sem væri laus undan áhrifum páfagarðsins í Róm fóru Englendingar að endurskrifa sög- una og lögðu ríka áherslu á stað- bundin ensk áhrif. „Þá fer mönnum eins og Parker að finnast ofboðslega mikilvægt að endurprenta gömlu engilsaxnesku handritin með upphaflegu stöfun- um. Parker lagði mikinn kostnað í það að láta búa til sérstök prentmót fyrir þessa stafi og þar með komast þessir stafir inn í prentöld.“ Áhrif Rasks Aðgerðir Parkers og ensku kirkj- unnar höfðu óvænt áhrif á Íslandi tveimur öldum síðar. „Fyrir vikið gerist það, að þegar danskur maður með Íslandsdellu fær þá hugmynd að það sé mjög mikilvægt að taka ð upp að nýju í íslensku ritmáli, er það fræðilegur möguleiki. Ef það hefði líka verið spurning um að búa til táknin er lík- legt að það hefði orðið of stór biti.“ Daninn var vitaskuld Rasmus Rask, sem er í veigamiklu hlutverki í bók Stefáns. „Rask er heillandi persóna í Íslandssögunni; undrabarn sem lærir íslensku á táningsaldri og skrifar fyrstu vísindalegu, mál- fræðilegu lýsinguna á íslensku rúm- lega tvítugur. Í kjölfarið heimsæk- ir hann Ísland, hefur frumkvæði að því að stofna Hið íslenska bók- menntafélag og verður mjög mikið „átorítet“ í íslensku menningarlífi; skrifar kennslubækur og stafsetn- ingarorðabækur og verður mjög mótandi fyrir það hvernig tungu- málið er fastsett. Það sem skiptir enn meira máli er að hann er pottur- inn og pannan í Bókmenntafélaginu í Danmörku og sú stafsetning sem félagið notar í útgáfu sinni verður öðrum fyrirmynd á Íslandi.“ Efasemdir um ð Stefán segir merkilegt að bera saman minninguna um Rask á Íslandi og í Danmörku. „Á Íslandi var hann lengi vel sveipaður hetjuljóma sem maður- inn sem bjargaði tungumálinu frá glötun. Í Danmörku er hann talsvert minna þekktur en vinir hans þar í landi líta á ævi hans fyrst og fremst sem sögu glataðra tækifæra.“ Rask hafi verið svo mikils metinn á Íslandi að menn hafi horft fram hjá því að undir lok ævi sinnar hafi hann glímt við talsverða andlega erfiðleika. Það hafi til dæmis ekki verið einboðið að fallast á hugmynd hans um endurupptöku ð-sins. „Þegar hann fær dellu fyrir því að koma þessum staf fyrir aftur er greinilegt að íslenskum félögum hans finnst það ekki sérlega skyn- samleg hugmynd. Sennilega var meirihluti félagsmanna á því að hafa ð-ið í fornritunum en nota það ekki í nútímamáli. Rask sótti þetta hins vegar mjög stíft og maður fær það á tilfinninguna að menn hafi ákveðið að láta þetta eftir karlinum í ljósi fyrri starfa fyrir landið.“ Hluti af sjálfsmynd Eftir að ð var orðið að opinberum rithætti í Skírni og útgáfum Bók- menntafélagsins festi það sig fljótt í sessi á Íslandi og varð fyrr en varði hreinlega hluti af sjálfsmynd Íslend- inga. „Mjög fljótlega eftir að fyrstu Vestur-Íslendingarnir fluttu til Kan- ada, ákváðu þeir að kaupa prent- smiðju og gefa út blað. Þá þurfti að snúa öllu við því það fundust ekki prentmót fyrir þ og ð í Vesturheimi, sem var ómögulegt í hugum Íslend- inganna.“ Stefán nefnir að hefði notkun ð- sins aldrei lagst af hér á landi liti það líklega öðruvísi út en við eigum að venjast. „ð-ið er svona furðulegt í lag- inu af því að það er uppvakningur. Hefði notkun þess aldrei lagst af má reikna með að það hefði rést úr bog- anum og það liti bara út eins og d með striki. Rétttrúnaðarmönnum í leturgerð þætti það strax skárri til- hugsun. Svo eru hinir sem segja að þetta sé einmitt hluti af fegurðinni, til dæmis í handskrift. Við höfum ekki lagst í miklar rannsóknir á handskrift en það er ýmislegt sem bendir til að Íslendingar noti ð-ið öðrum bókstöfum fremur til að bregða á leik.“ bergsteinn@frettabladid.is Í UPPHAFI SKYLDI Ð-IÐ SKOÐA FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is WWW.OPERA.IS STEFÁN PÁLSSON Hélt lengi vel að ritháttur og stafsetning snerist um málfræði en komst að því að pólitík og sögulegar tilviljanir skipta ekki síður máli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ð-ið er svona furðu- legt í laginu af því að það er uppvakningur. Hefði notkun þess aldrei lagst af má reikna með að það hefði rést úr boganum og það liti bara út eins og d með striki. MARGRÉT SARA GUÐJÓNSDÓTTIR dansar aðalhlutverkið í verki Gisele Vienne og Dennis Cooper, This is how you will disappear, á Salzburger Festspiele, tónlistar- og leiklistarhátíðinni í Austurríki. Sýningar fara fram í dag, 18. ágúst, og þann 19., 20. og 22. ágúst. Minjasafn Reykjavíkur býður gestum að spreyta sig á ullar- vinnslu á menningarnótt í tengslum við Landnámssýn- inguna í Aðalstræti. Philippe Ricart stendur fyrir tóvinnunni, sýnir og segir frá. Er þetta gert í tengslum við sýninguna Hinar nýju innrétt- ingar, sem var opnuð í desember á síðasta ári í tilefni af 300 ára fæðingarafmæli Skúla Magnús- sonar. Áhersla verður lögð á þær breytingar sem fólust í rekstri Innréttinganna þegar ný verk- færi bárust til landsins sem höfðu áhrif á tóvinnu landans. Þá koma eldsmiðir í heimsókn til fornleifafræðinga á Alþingis- reitnum og ýmislegt fleira. Ullarvinnsla og eldsmiðir TÓVINNA Philippe Ricart sýnir og segir frá ullarvinnslu á menningarnótt. Franska listakonan Valerie Boyce opnar sýningu á lands- lagsmálverkum sínum í Galleríi Fold í dag, laugardag, klukkan 13. Boyce stundaði nám við École Nationale Supérieure des Beaux Arts de Paris og School of Visual Arts í New York. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum í Frakk- landi, Bandaríkjunum og Íslandi. Boyce málar landslag og raðar upp tímapunktum í verkum sínum sem saman mynda ferli og frásögn af umhverfinu. Sýningin stendur til 2. septem- ber. Valerie Boyce í Fold LANDSLAGSVERK Valerie Boyce opnar sýningu sína í Galleríi Fold í dag.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.