Fréttablaðið - 18.08.2012, Page 98

Fréttablaðið - 18.08.2012, Page 98
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR62 lifsstill@frettabladid.is TÆKNI Hópur svissneskra vísindamanna og ástr- alskra hönnuða bar sigur úr býtum í klósettsam- keppni sem stofnun Bills Gates og eiginkonu hans Melindu stóð fyrir í Seattle. Samkeppnin snerist um að búa til fram- tíðarklósett sem þarf ekki að nota vatn eða rafmagn til að sturta niður. Um 2,6 milljarðar manna hafa ekki aðgang að almennilegri klósettaðstöðu og því var ákveðið að ráðast í samkeppnina til að bæta hreinlætisaðstöðu víða um heim. Sigurklósettið var knúið áfram af sól- arorku og sigurlaunin hljóðuðu upp á um tólf milljónir króna. „Við gætum ekki verið ánægðari með viðbrögðin sem við fengum,“ sagði Bill Gates við BBC. BILL GATES Stofnandi Microsoft stóð fyrir klósettsamkeppninni. Unnu klósettkeppni Parkour er jaðarsport sem hægt er að æfa hvar sem er. Iðkendur íþróttarinnar hlaupa á hundruðum. ÍÞRÓTTIR „Fyrir mér er parkour það að nota umhverfið sem maður hefur í kringum sig til að leika sér,“ segir Tommi Þ. Guðmunds- son, parkour-iðkandi með meiru. Parkour er jaðarsport sem í hugum marga snýst um að hlaupa upp veggi, hoppa yfir grindverk og fara í heljarstökk fram af húsþök- um en að sögn Tomma er það miklu meira. „Í stuttu máli snýst parkour um að komast á milli staða á sem áhrifaríkastan hátt og skemmta sér í leiðinni. Það er hægt að æfa hvar sem er því það eina sem þú þarft ert þú sjálfur og þægileg föt,“ segir Tommi. Hann segir alla sem hafa áhuga á geta byrjað að stunda sportið og að ekki þurfi að vera í sérstaklega góðu formi til þess að byrja. „Ég hafði aldrei æft neitt þegar ég byrjaði en maður kemst alveg í form við að stunda þetta,“ segir hann. „Ég mæli samt ekki með að fólk byrji á því að hoppa fram af húsþökum,“ bætir hann við og hlær. Aðspurður hvort ekki sé mikið um meiðsli segir hann svo ekki vera. „Ég hef aldrei slas- að mig alvarlega á þessu. Eftir því sem maður lærir meira þá lærir maður sjálfkrafa að beita líkaman- um betur sem auðveldar til dæmis allar lendingar,“ segir hann. Hægt er að æfa parkour á nokkrum stöðum hérlendis og þar á meðal er Fimleikafélagið Björk. Óli Tómas Freysson er yfirþjálf- ari þar og segir hann parkour vera lífsstíl frekar en íþrótt. „Það skiptir ekki máli hver er bestur heldur snýst þetta um að koma saman og leika sér,“ segir hann. Óli er spretthlaupari en byrjaði í parkour fyrir tveimur árum. „Við fáum frí frá æfingum í september og erum þá hvött til að fara í aðrar íþróttir á meðan til að halda okkur í formi. Ég hafði prufað alls konar hluti áður en ákvað að skella mér í parkour og varð strax ástfang- inn af því og hef ekki getað hætt,“ segir hann. Hann telur iðkendur hérlendis hlaupa á hundruðum en svo virðist sem þeir séu helst strákar undir þrítugu. Hann segir sportið þó vera alveg jafn mikið fyrir konur og hvetur þær til að prufa að mæta á æfingu. Algengt er að sjá iðkendur að leik við Stjórnarráðið þegar mikið er í gangi í miðbænum og eru því allar líkur á að hægt verði að líta listina með eigin augum þar í dag í tilefni menningarnætur í Reykja- vík. tinnaros@frettabladid.is MEIRA LÍFSSTÍLL EN ÍÞRÓTT FYRIR ALLA Tommi segir fólk ekki þurfa að vera í sérstaklega góðu formi til að byrja í parkour. Hér má sjá hann í miðju stökki í myndbandinu fyrir Red Bull-keppnina. MYND/SIGURÐUR SVANSSON, RED BULL ÍSLAND HEILSA Með því að borða tvær handfyllir af valhnetum á dag geta ungir karlmenn aukið styrk- leika sáðfruma sinna. Þetta kemur fram í rannsókn sem var birt í tímaritinu Biology of Reproduc- tion. Samkvæmt rannsókninni juk- ust gæði sáðfrumanna, bæði hvað lögun snerti og hreyfanleika, hjá þeim sem bættu valhnetum við mataræði sitt í tólf vikur. Alls tóku 117 karlar á aldrinum 21 til 35 ára þátt í könnuninni. Talið er að fitan í hnetunum hafi hjálpað til við breytingarnar sem urðu á sáðfrumunum. Samkvæmt vef BBC er ekki vitað hvort þess- ar upplýsingar geti leitt til þess að frjósemi karla verði meiri. Hnetur styrkja sæði TÍSKA Tollverðir lögðu hald á tuttugu þúsund eftirlíkingar af skóm Christians Louboutain í Los Angeles á dögunum. Talið er að verðmæti skónna hlaupi á milljörð- um íslenskra króna. Skórnir komu með skipi frá Kína og er talið að þeir hafi átt að fara í sölu á vefverslun en í staðinn verður skónum fargað. Hönnun Louboutain er vinsæl og auðþekkt á rauðum skósóla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Louboutain verður fyrir hönnun- arstuldi en fyrirtækið hefur sagt fölsurunum stríð á hendur með því að útbúa heimasíðu þar sem taldar eru upp þær 3000 vefversl- anir sem selja eftirlíkingar. Teknir í tollinum HÖNNUNARSTULDUR 20 þúsund pörum af fölskum Louboutain skóm var fargað í L.A. Engar keppnir hafa verið haldnar í parkour á Íslandi en keppt er í íþróttinni um allan heim. Red Bull á Íslandi styrkti Tomma í gerð á myndbandi til að taka þátt í alþjóðlegri Red Bull-keppni sem haldin verður á Santorini á Grikklandi í september. Nokkur hundruð myndbönd voru send inn og komust þrír strákar og þrjár stelpur í aðalkeppnina. Tommi var því miður ekki meðal þeirra sem komust í gegn, en í umsögn um myndband hans var sérstakt hrós veitt fyrir að tengja íþróttina við náttúrufegurð Íslands. Myndbandið er hægt að skoða á heimasíðunni http://vimeo.com/45996595 og hægt er að skoða fleiri myndbönd af honum á síðunni youtube.com/tommigud. KEPPT Í PARKOUR SÆÐI Valhnetur hafa góð áhrif á sáðfrumur karla sam- kvæmt rannsókninni. HEILSA Börn á leikskólaaldri sem hrjóta eru töluvert líklegri til að eiga við agavandamál að stríða ef marka má nýja rannsókn frá Háskólanum í Ohio. Í rannsókn- inni kemur einnig fram að börn sem koma úr fátækari fjölskyld- um eru líklegri til að hrjóta, og eins börn sem voru höfð á brjósti í mjög stuttan tíma eða alls ekki neitt. Einnig er talið að börn sem koma af heimilum þar sem mikið er reykt eigi erfitt með að sofa hljóðlaust. Óþekkir hrjóta HRJÓTA Börn sem hrjóta eru líklegri til að verða óþekk. EGGJARAUÐUR Í VIKU er hámark fyrir fólk sem þjáist af háu kólesteróli og hjartasjúkdómum. Dr. David Spence við háskólann í Vestur-Ontario í Kanada segir að mikil neysla á eggjarauðum geti verið jafn skaðleg hjartveikum og reykingar. 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.