Fréttablaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 104
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR68 FÓTBOLTI Þegar þeir Gary Martin og Mark Don- inger yfirgáfu Akranes í síðasta mánuði voru þeir ekki vinsælustu mennirnir á Akranesi. Þeir höfðu heldur ekki farið leynt með þá skoð- un sína að þeim leiddist uppi á Skaga og þyrftu breytingu á sínum högum. Hana fengu þeir og báðir hafa blómstrað með sínum nýju liðum. Annar hvor þeirra mun svo standa uppi sem bikarmeistari í dag. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég fór í Stjörnuna var möguleikinn á að komast í bik- arúrslit. Það gekk eftir og ég get ekki beðið,“ segir Doninger og brosir út í annað. Það er ekki hægt að segja annað en að tímabilið hafi verið mikill rússíbani hjá þeim félögum. Þeir taka undir það. „Ef þú hefðir sagt við okkur fyrir nokkrum vikum uppi á Akranesi að við myndum spila bikarúrslitaleik á móti hvor öðrum hefðum við sagt að þú væri bilaður,“ segir Donin- ger og Martin hlær honum til samlætis og hristir hausinn. Martin var að spila ágætlega uppi á Akranesi en Doninger fann sig ekki í sumar. Hann hefur aftur á móti verið óstöðvandi síðan hann kom til Stjörn- unnar og skorar nánast í hverjum leik. „Það vita margir hvað var í gangi en ég vil ekki tala um það. Ég er að spila með betri leikmönnum hjá Stjörnunni en hjá ÍA. Ég þarf bara að tímasetja hlaupin mín rétt. Þetta er miklu auðveldara og leikstíll Stjörnunnar hent- ar mér miklu betur. Það var allt of mikill „kick and run“-bolti upp á Akranesi,“ segir Donin- ger. Þó svo Martin hefði spilað vel uppi á Skaga þá var lítið um bros og hann sendi stuðnings- mönnum ÍA meira að segja einu sinni tóninn er hann skoraði. Var með skilaboð á nærbolnum sínum um að honum væri sama um hvað fólkið í stúkunni segði um hann. „Rúnar hefur gefið mér tækifæri til þess að spila fremst, þar sem ég vil vera. Ég er þakk- látur fyrir það og legg hart að mér. Ég hef spil- að vel og er farinn að brosa aftur. Ég er mjög hamingjusamur í KR og hef gaman af hverri æfingu. Brosi mun meira en ég gerði enda ekk- ert til að hafa áhyggjur af.“ Eins og sjá má á tölfræðinni sem fylgir greininni hefur þeim gengið vel upp á síðkastið en liðum þeirra hefur reyndar ekki gengið eins vel í stigasöfnun á sama tíma. Einhverjir hafa viljað túlka það á neikvæðan hátt en þeir gefa lítið fyrir það. „ÍA fékk sjö stig en KR fimm og Stjarn- an fjögur. Það má ekki gleyma því að ÍA tók öll tólf fyrstu stigin á tímabilinu með mig og Mark í liðinu. Þeir standa sig því ekkert betur. Okkur gengur betur og er alveg sama hvað fólk segir,“ segir Martin ákveðinn. Síðustu dagarnir fram að bikarúrslita- leik eru oft lengi að líða en ekki hjá hamingjusömu Bretunum í Reykjavík. „Dagarnir fljúga hjá og maður er í fótbolta fyrir þessa daga og slíkan leik,“ segir Doninger en ætlar hann að tækla vin sinn fái hann tæki- færi til þess í dag? „Ég veit það ekki. Það verður að koma í ljós,“ segir Doninger sposkur. „Ætli ég reyni ekki bara að halda mig fjarri honum. Mark er harður,“ bætir Gary við og hlær dátt. Þeir félagar eru sam- mála um að leikurinn verði skemmtilegur á að horfa og búast jafn- vel við markaflóði. „Leikurinn gæti vel farið í framlengingu í stöðunni 3-3 eða 2-2. Bæði lið kunna að sækja og eru með fullt af góðum sóknarmönnum. Þetta verður örugglega skemmtilegt,“ segir Doninger en Stjörnunni hefur ekki gengið eins vel að verjast í sumar og KR. „Ég hlakka til þess að spila þennan leik. Ég er í frábæru liði og það er magnað að spila með strákum eins og Óskari Erni. Þeir eru svo góðir að ég sagði við Mark í gríni að ég væri líklega lélegastur í liðinu,“ sagði hinn síbros- andi Martin og bætti við. „Við erum báðir miklir keppnismenn og það verður ekkert gefið í leiknum. Við ætlum báðir að vinna.“ henry@frettabladid.is BARÁTTA BRETANNA UM BIKARINN Skagamennirnir fyrrverandi, Gary Martin og Mark Doninger, verða á ferð með sínum nýju félögum, KR og Stjörnunni, í bikarúrslitaleiknum í dag. Þessir miklu félagar, sem yfirgáfu ÍA í júlí, segjast vera mun ham- ingjusamari í borginni en þeir voru á Akranesi. Þeir ætla sér báðir stóra hluti í leiknum í dag. FÓTBOLTI Þeir Gary Martin og Mark Doninger bjuggu saman á Akranesi í um tvö ár. Bíllausir og nánast aðeins með félagsskap hvors annars. Það reyndist þeim ekki alltaf auðvelt. „Annað árið var ekkert að gera hjá okkur nema fara heim eftir æfingar. Ég pakkaði tvisvar ofan í tösku bara að gamni mínu. Svona mikið leiddist mér,“ segir Martin og viðurkennir að þeir hafi verið orðnir hálfþunglyndir. „Við töluð- um ekki um annað en að fara heim til Englands og það var líka komið á það stig að við þoldum ekki hvorn annan og gátum vart talað saman á stundum,“ segir Martin en þeir eru samt fínir félagar í dag og tala saman nær daglega. Umgangurinn á milli er þó minni enda hafa þeir verið að kynnast mörgu nýju fólki. „Það er mjög gaman í borginni og við erum þannig týpur að við þurfum að vera í kringum annað fólk. Einangrunin á ekki vel við okkur og það er ekkert leyndar- mál að okkur líður betur og það sést líka á okkar leik og öllu fasi,“ segir Martin og Doninger tekur af honum orðið. „Það er gaman að hanga með strákunum í Stjörnuliðinu. Fara í bíó, á kaffihús, golf eða spila póker. Það er allt í einu eitthvað að gera og ég kann við samheldnina í Stjörnuhópnum. Þar standa allir saman og hjálpa hver öðrum. Það hefur verið vel tekið á móti mér. Það er auðveldara að spila betur og njóta leiksins þegar manni líður betur utan vallar eins og það er hjá mér núna.“ Martin þarf ekki að spila aftur upp á Skaga í sumar en næsti leik- ur Stjörnunnar í deildinni er uppi á Skaga. „Ég hlakka til þess að spila þar aftur. Gaman að mæta gömlum félögum og vonandi verður tekið vel á móti mér. Ég gaf allt sem ég gat er ég spilaði með ÍA og það er að stórum hluta mér og Gary að þakka að liðið komst upp. Vonandi verða móttökurnar fínar.“ - hbg Gary Martin gerði ýmislegt til að drepa tímann uppi á Akranesi: Pakkaði tvisvar ofan í tösku því ég hafði ekkert betra að gera HRESSIR Í HÖFUÐBORGINNI Martin og Doninger una sér vel á höfuðborgarsvæðinu og líður talsvert betur þar en uppi á Akranesi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMAN UPPI Á SKAGA: Gary Martin - 3 mörk í 12 leikjum Mark Doninger - 1 mark í 8 leikjum Samanlagt: 4 mörk í 20 leikjum Gary Martin og Mark Doninger í sumar Gary Martin og Mark Doninger hafa báðir skorað mun meira síðan þeir fóru frá ÍA en hér fyrir neðan má sjá samanburð á markaskorun leikmannanna í sumar. SÍÐAN ÞEIR FÓRU AF SKAGANUM: Gary Martin með KR - 4 mörk í 5 leikjum Mark Doninger með Stjörnunni - 5 mörk í 5 leikjum Samanlagt: 9 mörk í 10 leikjum FÓTBOLTI Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, getur gert þriðja félagið að bikarmeisturum í dag þegar Stjarnan mætir KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Bjarni gerði Eyjamenn að bikar- meisturum 1998 og Fylkir vann sinn fyrsta titil undir hans stjórn árið 2001. Fyrir ellefu árum voru Fylkis- menn að spila fyrsta bikarúrslita- leikinn í sögu félagsins og Bjarni Jóhannsson er eini þjálfarinn sem hefur gert lið að bikarmeisturum í frumraun sinni í bikarúrslitum síðan farið var að spila úrslita- leikina á Laugardalsvellinum árið 1973. Frá 1973 hafa átta félög bæst í hóp þeirra sem hafa spilað til úrslita í bikarkeppni karla og sjö þeirra hafa þurft að sætta sig við silfrið, þar á meðal Þórsarar í úrslitaleiknum í fyrra. Fjögur önnur félög, sem höfðu leikið til úrslita í bikarnum fyrir árið 1973, töpuðu einnig í sínum fyrsta bikarúrslitaleik í Laugar- dalnum en það eru ÍA (1974), ÍBV (1980), KR (1989) og FH (1991). - óój Frumraun liða í bikarúrslitum: Bjarni er eini gullþjálfarinn BJARNI JÓHANNSSON Hefur unnið tvo af þremur bikarúrslitaleikjum sínum sem þjálfari. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég sagði við Mark í gríni að ég væri líklega lélegasti mað- urinn í liðinu hjá KR. GARY MARTIN LEIKMAÐUR KR Frumraun félaga í bikarúrslitum frá 1973 Keflavík 1973 tap fyrir Fram Víðir 1987 tap fyrir Fram KA 1992 tap fyrir Val Grindavík 1994 tap fyrir KR Leifur 1998 tap fyrir ÍBV Fylkir 2001 sigur á KA Fjölnir 2007 tap fyrir FH Þór Ak. 2011 tap fyrir KR Stjarnan 2012 ??? Frá aðeins kr. 69.900 í 7 nætur 7 nátta ferð - ótrúleg kjör! Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu sætunum 21. ágúst í 7 nætur til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol.. Þú bókar flugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Fjölbreytt önnur sértilboð jafnframt í boði. Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Kr. 69.900 - 7 nátta ferð Verð m.v. 2 - 4 í herbergi / stúdíó / íbúð. Sértilboð 21. ágúst. Roc Flamingo Frá kr. 79.900 í 7 nætur með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 99.800 á mann. 21. ágúst í viku. Ótrúle g kjör ! Stökktu til Costa del Sol 21. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.