Fréttablaðið - 18.08.2012, Síða 110

Fréttablaðið - 18.08.2012, Síða 110
18. ágúst 2012 LAUGARDAGUR74 PERSÓNAN Nafn: Gunnar Nelson. Aldur: 24 ára. Starf: Atvinnu- íþróttamaður. Foreldrar: Har- aldur Dean Nelson, pabbi minn, vinnur hjá Mjölni, og mamma mín, Guðrún Hulda Gunnarsdóttir, vinnur við umönnun á Hrafnistu. Fjölskylda: Fyrir utan foreldra mína eru það systir mín, María Dögg Nelson, og kærastan mín, Auður Ómarsdóttir. Búseta: Á Sogavegi. Stjörnumerki: Ljón. Gunnar Nelson skrifaði nýlega undir samning við samtökin UFC og skipu- leggur Mjölnir ferðir út á fyrsta bardaga hans í september. „Það er svolítið „kúl“ að vera með Willis þarna,“ segir Ólafur Arn- alds. Tónlist hans hljómar í nýrri kynningarstiklu fyrir vísinda- tryllinn Looper sem verður frumsýndur í Bandaríkjunum í september. Hollywood-stjarnan Bruce Willis fer með aðalhlut- verkið í myndinni ásamt Joseph Gordon-Levitt og koma þeir báðir við sögu í stiklunni. Undir has- arnum hljómar svo lag Ólafs sem hann samdi upphaflega fyrir dansverk breska balletthöfund- arins Wayne McGregor. „Þetta kom rosa vel út,“ segir Ólafur, sem hefur áður samið tónlist við stiklur en aldrei fyrir svona dýra mynd. Hann virðist vera búinn að koma ár sinni vel fyrir borð í Hollywood því stutt er síðan hann átti lag í myndinni vinsælu The Hunger Games. Spurður út í mögulegt sam- starf hans og bresku leikkonunn- ar Emmu Watson, sem er stödd hér á landi við tökur á stórmynd- inni Noah, varð heldur fátt um svör hjá Ólafi. Watson hefur lýst yfir aðdáun sinni á tónlist Ólafs á Twitter-síðu sinni og orðrómur er uppi um að hún vilji syngja lag eftir hann. „Við erum búin að hitt- ast og spá í músík,“ segir hann en með henni á landinu er vinur henn- ar Ben Hammersley. „Hann er rosalega fær tónlistarmaður.“ Ólafur segir Wat- son vera rosalega fína manneskju. „Hún er mjög jarðbundin og það er ekkert vesen á henni. Þ e t t a e r ósköp eðli- leg stelpa. - fb Ólafur og Bruce Willis í stiklu SAMAN Í STIKLU Tónlist Ólafs Arnalds hljómar í nýrri stiklu við mynd Bruce Willis, Looper. Góð þátttaka verður í Reykjavíkurmaraþoninu í dag og mun stór hluti þjóðarinnar reima á sig hlaupaskóna og taka þátt til styrktar ýmsum málefnum. Í gær höfðu safnast hátt í 34 milljónir og láta þekktar per- sónur sitt ekki eftir liggja. Jón Gunnar Geirdal markaðsmaður var í fimmta sæti yfir þátttak- endur í söfnuninni í gær með 358 þúsund krónur til styrktar Rjóðrinu með tíu kílómetra hlaupi sínu. Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnars- son var ekki langt undan en hann hleypur heilt maraþon í fyrsta sinn á ævinni. Markmið hans var að safna hálfri milljón fyrir Krabbameinsfélagið og ætlaði hann að bæta við hundrað þúsund krónum úr eigin vasa ef takmarkið myndi nást. Í gær höfðu safnast 302 þúsund krónur og átti hann því nokkuð í land. Leikarinn Friðrik Friðriksson hleyp- ur einnig 42 kílómetra og hafði safnað 94 þúsund krónum í gær fyrir Duchenne-samtökin á Íslandi. Íslenski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Mikael Torfason hleypur öllu styttra eða tíu kílómetra og hafði safnað 94 þúsund krónum fyrir Umhyggju. Ekki má gleyma parinu Þorbjörgu Öldu Marinósdóttur, mark- aðsstjóra Skjásins, og Karli Sigurðssyni, borgarfulltrúa Besta flokksins. Þorbjörg, betur þekkt sem Tobba Marinós, hafði safnað 21 þúsundi fyrir Stígamót og skákaði kærastanum sem var með 13 þúsund til styrktar Krafti. - hþt Þekktir hlaupa maraþon HLAUPA TIL GÓÐS Tobba Marinós og Björn Bragi Arnarsson eru á meðal þeirra er hlaupa til góðs í dag. Dönsk hönnunarstofa sem nefnist Lop Furniture framleiðir kolla sem þykja furðu líkir Fuzzy-kollinum sem hannaður var árið 1970 af Sig- urði Má Helgasyni. Vöruhönnuður- inn Svana Lovísa Kristjánsdóttir heldur úti blogginu Svartáhvítu og vakti hún fyrst athygli á málinu á síðu sinni á miðvikudag. Sigurður Már hafði ekki heyrt af málinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann og gat þar af leiðandi lítið tjáð sig um það. Hann segir Fuzzy-kollinn þó að mestu hafa fengið að vera í friði frá því hann leit fyrst dagsins ljós. „Ég veit að fólk hefur gert svona kolla handa börnum sínum en ann- ars hefur hann að mestu verið lát- inn í friði. Ég veit um eitt dæmi þar sem danskt fyrirtæki var með svipaðan koll á sölusýningu og það var spurt hvort um íslenska kollinn væri að ræða, ég veit ekki hvort það var sami aðili og er hér á ferð,“ segir hann. Fuzzy-kollurinn hefur farið víða og nýverið keypti The American Scandinavian Foundation í New York einn slíkan af Sigurði Má. Þó Sigurður sé orðinn sjötíu og þriggja ára er hann langt því frá hættur að skapa og var hann meðal þátttak- enda í Hönnunarmars í ár þar sem hann sýndi lampa úr gleri og viði. „Ég er ekki hættur og bý enn þá til kollinn frá a til ö. Velgengni hans er eins og mesta lygasaga.“ „Eftirlíkingar hafa alltaf verið til en nú fyrst er þetta að verða vanda- mál,“ segir Svana Lovísa sem gerði hönnunarstuld að umfjöllunarefni lokaritgerðar sinnar frá LHÍ. Hún tekur fram að mikill munur sé á því þegar fólk föndrar eftirlíkingu til einkanota og að framleiða eftir- líkingu til almennrar sölu. „Þetta er tvennt ólíkt. Hið síðarnefnda er ólöglegt og sýnir um leið mikið virðingarleysi fyrir vinnu annarra.“ sara@frettabladid.is SIGURÐUR MÁR HELGASON: BÝ ENN ÞÁ TIL KOLLINN FRÁ A TIL Ö Eftirlíking af Fuzzy skýtur upp kollinum í Danmörku VINSÆLL KOLLUR Sigurður Már Helgason hannaði kollinn Fuzzy árið 1970. Danskt fyrirtæki að nafni Lop Furniture hannar koll sem þykir furðu líkur Fuzzy. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÍKT EFTIR ÍSLENSKRI HÖNNUN Árið 2010 hannaði söngkonan Beyoncé buxur fyrir tískumerki sitt Dereon sem þóttu afskaplega líkar buxum frá E-label, sem söngkonan keypti í Topshop sama ár. Umdeild regnhlíf hönnuðarins Sruli Recht dúkkaði upp í sölu á netinu sem hönnun annars manns í desember árið 2010. Í janúar árið 2010 flutti mbl.is frétt af því að bíræfnir hönnunar- þjófar höfðu stolið hönnun hinnar íslensku skegghúfu eftir Vík Prjóns- dóttur og hafið fjöldaframleiðslu á henni. Herðatrénu Krumma, sem hannað er af Ingibjörgu Hönnu, hefur einnig verið stolið og eftir- líkingin seld á samskiptasíðunni Facebook.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.