Fréttablaðið - 24.08.2012, Síða 2

Fréttablaðið - 24.08.2012, Síða 2
24. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR2 ... og rjómi Brynjólfur, þvarr ykkur þrótt til andmæla? „Við erum þróttmiklir en það er svona þegar borgin lætur borgarana borga.“ Brynjólfur Óskarsson er vallarstjóri Knattspyrnufélagsins Þróttar í Laugardal. Endurbætur á bílastæðinu við völl liðsins verða til þess að það minnkar mikið. DÓMSMÁL Tveir karlmenn játuðu fyrir dómi í gær að hafa ráðist inn á heimili rúmlega sextugs manns í Breiðholti fyrr í sumar, beitt hann hrottalegu ofbeldi og rænt af honum fé og öðrum eigum. Mennirnir, Snorri Sturluson og Daniel Arciszewski, héldu mann- inum nauðugum í átta klukku- stundir og bundu hann meðal annars með límbandi og raf- magnssnúru á höndum og fótum. Ákærðu játuðu við þingfestingu málsins í gær eftir að saksóknari hafði fellt það út úr ákærulýsing- unni að þeir hefðu hótað mannin- um með haglabyssu hans. - sh Bundu mann í Breiðholti: Ofbeldismenn játa á sig rán DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir grunuðum fíkniefnasmyglara. Maðurinn er dæmdur í farbann í staðinn. Ákæra var gefin út á hendur manninum í síðustu viku fyrir að skipuleggja innflutning á samtals rúmlega 900 grömmum af kókaíni til landsins. Maðurinn hefur neitað sök en kona sem ákærð er með honum hefur játað. Í greinargerð lögreglu segir að upptökur af hleruðu samtali þeirra á milli sýni að maðurinn hafi staðið á bak við smyglið, en það telur Hæstiréttur ekki nægja til gæsluvarðhaldsvistar. - sh Settur í farbann í Hæstarétti: Dópsmyglari úr varðhaldi KOSNINGAR Utankjörfundarat- kvæðagreiðsla vegna þjóðarat- kvæðagreiðslu um stjórnarskrá Íslands hefst á morgun. Atkvæða- greiðslan sjálf fer fram laugardag- inn 20. október. Kjósendur taka afstöðu til þess hvort drög stjórn- lagaráðs verði grundvöllur að frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Að auki verða spurningar lagðar fyrir kjósendur um hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um að náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, séu í þjóðareign, um þjóðkirkju, um jafnt vægi atkvæða, um að ákveðið hlutfall kjósenda geti krafist þjóðarat- kvæðagreiðslu og hvort í stjórnar- skrá verði persónukjör til Al- þingis heimilað í meiri mæli. - kóp Utankjörfundur að hefjast: Kosið um drög að stjórnarskrá SAKAMÁL Fjölmörg dæmi eru um að á íslenskum vefsölutorgum finnist auglýsingar erlendra þrjóta sem hafa það eitt að leiðarljósi að hafa peninga af fólki. Mikil umræða hefur til að mynda skapast um það á Bland.is hvort ekki sé hægt að koma í veg fyrir að þrjótarnir fái að birta auglýsingar sínar á vefnum. Ekki hefur þó verið gripið inn í. Einn notandi á Bland.is segist hafa haft samband við vef stjórann um leið og hann áttaði sig á því að verið væri að spila með hann. Engin svör fengust og svo virðist sem ekkert hafi verið gert og þrjóturinn fær að „ganga laus“ án þess að við honum sé varað. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur forsvarsmaður Bland.is ekki svarað Fréttablaðinu. Margar ábendingar um svika- auglýsingar hafa borist í kjölfar umfjöllunar blaðsins um atvik þar sem reynt var að svindla á notanda Bland.is. Ómögulegt getur verið að rekja hvar þrjótarnir eru niður komnir. Það þarf ekki endilega að vera að þeir séu frá því landi sem þeir segjast vera. Þá er mjög ólíklegt að þeir noti sitt rétta nafn. Þrjótarnir eru hins vegar ekki alltaf á eftir vörum heldur þykjast líka vera að selja þær. Á Bland.is er auglýsing sem lesandi blaðsins segir að sé svikamylla. Þar aug- lýsir spænskumælandi notandi dýrar Apple-vörur eins og síma og spjaldtölvur. Þar biður hann um að borguð séu 60 prósent uppsetts verðs inn á reikning hjá erlendri greiðsluþjónustu og þegar sá hluti er kominn verði varan send til viðkomandi. Það gerist hins vegar ekki. birgirh@frettabladid.is Koma ekki í veg fyrir vefþrjóta á sölutorgi Forsvarsmenn vefsölutorgsins Bland.is hafa ekki stöðvað netþrjóta og hafa ekki varað notendur vefsins við. Þrjótarnir auglýsa eins og þeir vilja. Einn þeirra þykist vera norskur fréttamaður sem vill flytja gamla og ódýra bíla til Noregs. SVIK Margir hafa lent í því að vefþrjótar hafi samband við þá og reyni að hafa af þeim fé. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND Sá þrjótur sem hefur gengið hvað harðast fram á Bland.is undanfarnar vikur kallar sig „kaj202“ á sölutorginu. Hann kynnir sig svo sem Kaj Toeger Pedersen og segist búa við Taasengötu 18 í Ósló í Noregi. Þrjóturinn hefur stolið nafni norsks íþróttafréttamanns sem starfar fyrir NRK. Svindlarinn reynir að kaupa bíla af notendum. Ef eigandi bílsins er fús til að selja segist hann vilja flytja bílinn til Noregs og biður um að borgað sé fyrir flutninginn á bílnum. Um leið og flutningsgjaldið hefur verið borgað eiga peningar á biðreikningi hjá PayPal-greiðsluþjónustunni að flytjast til þín. Þannig hefur hann pening af fólki því eigandi bílsins fær aldrei greitt af reikningi hjá PayPal. Greiðsluþjónustan PayPal býður ekki einu sinni upp á biðreikninga. Upphæðin sem það kostar að flytja bílinn er hugsanlega á bilinu 60 til 70 þúsund íslenskar krónur. Viðmælandi Fréttablaðsins áttaði sig á því að verið væri að svindla á honum þegar hann uppgötvaði að greiðslan fyrir flutningunum átti að fara á reikning í Barcelona á Spáni. Svindlarinn stal nafni fréttamanns Hjálm- og ljóslaus í símanum Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á miðvikudag unga stúlku á ljóslausri rafmagnsvespu. Hún var hjálmlaus og að tala í síma. Henni var bent á að koma hlutunum í lag og forráðamönn- um hennar sent bréf vegna málsins. LÖGREGLUFRÉTTIR AKUREYRI Afmælisvaka, 150 ára afmælishátíð Akur- eyrar, hefst formlega í dag. Hátíðarhöldin hefjast klukkan tvö eftir hádegi með því að Íslandsklukk- unni við Háskólann á Akureyri verður hringt 150 sinnum í tilefni afmælisins. Hátíðin stendur yfir til 2. september. Meðal atriða verður Götulistahátíðin Hafurtask, þar sem um 120 ungmenni leika listir sínar víðs vegar í miðbænum. Þá mun hljómsveitin Bravóbítlarnir stíga á svið, en hún hlaut fyrst athygli árið 1965 þegar hún hitaði upp fyrir ensku hljómsveitina The Kinks á tón- leikum í Reykjavík. Á sjálfan afmælisdaginn, 29. ágúst, safnast skóla- börn saman í miðbænum og gefa bænum einstaka afmælisgjöf. Bæjarstjórn Akureyrar heldur hátíðar- fund í Hofi og Afmæliskór Akureyrar flytur ný verk nokkurra tónskálda sem tengjast bænum. Einnig verður mikið um dýrðir seinni helgina, 30. ágúst til 2. september, og má þar nefna frumsýningu á verkinu Borgarinnunni í Samkomuhúsinu, Exodus raftónleika, Rökkurró í Lystigarðinum, kjötkveðju- hátíðina Lyst með List og afmælistónleika í Gilinu þar sem fram koma Akureyrarhljómsveitir liðinna ára. Loks verður flugeldasýning á Pollinum. - sv HRINGIR INN AFMÆLIÐ Íslandsklukkan við Háskólann á Akur- eyri hringir inn stórafmæli bæjarins í dag. SUÐUR-AFRÍKA, AP Meira en þúsund manns komu saman á minningarat- höfn um 34 námuverkamenn, sem féllu fyrir hendi lögreglumanna í síðustu viku. Jacob Zuma, forseti landsins, tók ekki þátt í minningarathöfnunum. Hins vegar sendi hann frá sér yfir- lýsingu þar sem hann hvatti lands- menn til þess að hætta að beita ofbeldi – svona almennt séð. Hann hefur boðað rannsókn á því sem gerðist. „Ég vil ekki leggja dóm á þetta atvik,“ sagði í yfirlýsingunni. „Það gerir rannsóknardómnefndin.“ Á fimmtudaginn í síðustu viku létu 34 námuverkamenn lífið þegar lögreglan hóf skothríð á hóp manna sem tók þátt í verkfallsaðgerðum til að krefjast betri kjara fyrir námu- verkamenn. Vikuna þar á undan höfðu tíu manns látið lífið í átökum lögreglu og námuverkamanna, þar á meðal nokkrir lögreglumenn. Verkalýðsfélag námu- og bygg- ingarverkamanna krefst þess að óháð rannsóknarnefnd verði látin skoða hvað gerðist: „Við treystum ekki viðmiðunarskilmálum rann- sóknarinnar, sem Zuma hefur boðað til,“ segir Jeff Mphahlele, framkvæmdastjóri verkalýðs- félagsins. - gb Suður-Afríkubúar minntust 34 námuverkamanna sem féllu fyrir hendi lögreglu: Zuma hvetur til friðsemdar MINNINGARATHÖFN Lögregla í bænum Marikana hefur drepið hátt í 40 námu- verkamenn á síðustu tveimur vikum. NORDICPHOTOS/AP SKIPULAGSMÁL Grafa á þrjá skurði og 22 holur til að kanna hvort sprungur eru á lóðinni sem ætluð er undir nýtt fangelsi á Hólms- heiði. Samkvæmt leyfi sem byggingar- fulltrúinn í Reykjavík veitir verður grafinn einn 150 metra langur skurður til að kanna hvort sprung- ur eru á byggingareit. Ef sprungur finnast verða grafnir tveir þrjátíu metra langir skurðir til að rekja stefnu sprungnanna. Til viðbótar verða gerðar 22 stakar holur til að kanna jarðvegsgerð og dýpi. - gar Skurðgröftur á Hólmsheiði: Sprunguleit á fangelsislóð Valt við að henda sígarettu Ökumaður á þrítugsaldri missti stjórn á bíl sínum á Garðskagavegi á þriðjudag þegar hann var að henda sígarettu út um þaklúgu bílsins. Bíllinn valt tvo hringi og á þriðja tug metra út af veginum og stór- skemmdist. Sauma þurfti á annan tug spora í höfuð ökumannsins og allmörg í hægri hendi hans. LÖGREGLUFRÉTTIR Akureyrarbær byrjar að fagna 150 ára afmæli sínu með pompi og prakt í dag: Íslandsklukkunni hringt 150 sinnum HEILBRIGÐI Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, veitti í gær Verzlunarskóla Íslands Gulleplið, en það er viður- kenning sem veitt er fyrir fram- úrskarandi starf á sviði heilsu- eflandi framhaldsskóla. Með því á að stuðla að velferð og góðri heilsu framhaldsskólanema. Nemendur Verzló áttu frum- kvæði að því að breyta vörufram- boði í mötuneytinu. Þar er ekki lengur hægt að fá gosdrykki og sælgæti, en í staðinn er boðið upp á hollan mat og drykk. - kóp Vegtylla frá ráðherra: Verzló hlaut Gulleplið SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.