Fréttablaðið - 24.08.2012, Side 4
24. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR4
NOREGUR Tæplega einu ári eftir að
fjórir grímuklæddir menn rændu
peningaflutningabíl við Skedsmo
í Noregi hefur lögreglan fundið
hluta þýfisins. Alls stálu ræn-
ingjarnir tíu milljónum norskra
króna eða rúmum 200 milljónum
íslenskra króna.
Einn hinna ákærðu vísaði lög-
reglunni á felustað í skógi þar
sem milljónir norskra króna voru
grafnar. Voru peningarnir í litlum
plastpokum, silfurpappír, plast-
dollum og matarpokum og var allt
geymt í svörtum plastpoka. - ibs
Fundur eftir rán í Noregi:
Tugir milljóna
grafnir í skógi
GENGIÐ 23.08.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
207,9372
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
118,52 119,08
188,16 189,08
148,71 149,55
19,964 20,080
20,249 20,369
17,856 17,960
1,5071 1,5159
180,18 181,26
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
BLAÐALESTUR Í BÚRMA Ekki þarf lengur
að fá samþykki fyrir blaðaskrifum fyrir
fram. NORDICPHOTOS/AFP
BÚRMA, AP Herforingjastjórnin í
Búrma hefur afnumið beina rit-
skoðun fjölmiðla í landinu. Þetta
er nýjasta skrefið í frjálsræðisátt
sem stigið hefur verið á síðustu
misserum. Blaðamenn í landinu
þurfa ekki lengur að fara með
skrif sín til hins opinbera og fá
samþykki fyrir birtingu, eins og
þeir hafa þurft að gera í hálfa öld.
Enn eru þó í gildi ströng lög sem
gefa ríkinu heimild til að handtaka
blaðamenn, setja á svartan lista
eða stjórna hreinlega fjölmiðlum
ef öryggi ríkisins er talið í húfi. - gb
Búrmastjórn gengur lengra:
Segir ritskoðun
vera afnumda
SKIPULAGSMÁL Útfærsla á rúmlega
þrjú hundruð metra langri göngu-
og hjólabrú yfir Foss voginn var
kynnt í skipulagsnefnd Kópavogs
fyrr í vikunni.
Samkvæmt útfærslunni, sem
arkitektarnir Jakob Líndal og Krist-
ján Ásgeirsson í
Alark kynntu,
verður brúin
þrjú hundruð
og fimm metra
löng, lágreist, og
mun ná frá Kárs-
nesi yfir að flug-
brautarendanum
Reykjavíkur-
megin.
Í miðjunni yrði sextán metra löng
snúningsbrú til að hleypa bátum og
öðrum fleyjum í gegn.
„Um nokkurt skeið hefur verið
rætt hér í Kópavogi um að leggja
brú þarna yfir og höfum við heyrt
að borgaryfirvöldum lítist vel á
það,“ segir Birgir H. Sigurðsson,
skipulagstjóri Kópavogsbæjar.
Jakob Líndal bendir meðal annars
á mikla landfyllingu Kópavogs-
megin innan við hina áætluðu brú.
Þar sé þegar búið að samþykkja nýtt
bryggjuhverfi.
Birgir skipulagsstjóri segir hug-
mynd arkitektanna í áfram haldandi
skipulagsvinnu á svæðinu.
„Ekki er hægt að segja til um það
á þessari stundu hvort og þá hvenær
eitthvað verði af hug myndum í
þessa veru – en vonandi skýrist
það þegar lengra líður á haustið og
vinnu sveitarfélaganna, Kópavogs
og Reykjavíkur, miðar áfram,“ segir
skipulagstjórinn. gar@frettabladid.is
Áhugi fyrir göngu- og
hjólabrú yfir Fossvog
Hugmynd arkitekta um göngu- og hjólabrú yfir Fossvog fær góðar viðtökur.
Skipulagsstjóri Kópavogs segir brú yfir voginn hafa verið rædda um nokkurt
skeið og hann hafi heyrt að borgaryfirvöldum í Reykjavík lítist vel á málið.
BRÚ YFIR FOSSVOG Þrjú hundruð metra brú tengir Reykjavík og Kópavog ef tillaga
arkitekta í Alark verður að veruleika. Brúin á að vera lágreist til að trufla ekki útsýni.
MYND/ALARK
SNÚNINGSBRÚ Hugsað er fyrir siglingum í Fossvogi með snúningsbrú. MYND/ALARK
JAKOB LÍNDAL
LÖGMENN BREIVIKS Geir Lippestad og
Vibeke Hein Bæra svara spurningum
blaðamanna. NORDICPHOTOS/AFP
NOREGUR, AP Dómur verður kveð-
inn upp í Noregi í dag yfir Anders
Behring Breivik, sem játað hefur
að hafa myrt 77 manns í Ósló og á
Úteyju síðasta sumar.
Að sögn lögmanna hans ætlar
Breivik eingöngu að áfrýja
úrskurði ef dómstóllinn kemst að
þeirri niðurstöðu, að Breivik sé
ósakhæfur, sem þýddi að hann yrði
settur á sjúkrahús í ótilgreindan
tíma.
Verði hann úrskurðaður sak-
hæfur og dæmdur í fangelsi hyggst
Breivik ekki áfrýja dómnum. - gb
Dómur yfir Breivik í dag:
Áfrýjar aðeins
ef ósakhæfur
ÞÝSKALAND Nær helmingur tyrk-
neskra innflytjenda í Þýskalandi,
eða 46 prósent, vill að múslímar
verði þar í meirihluta, að því er
könnun á vegum stofnunarinnar
Info GmbH í Berlín leiðir í ljós. Er
þetta þrettán prósentustiga aukn-
ing frá árinu 2010.
Alls líta 52 prósent innfluttra
Tyrkja á samkynhneigð sem
sjúkdóm. Í Þýskalandi búa nú 2,7
milljónir manna af tyrkneskum
uppruna. Aðeins 25 prósent þeirra
eru með þýskt vegabréf.
Könnunin tók til 1.011 Tyrkja
sem búa í Þýskalandi, að því er
kemur fram á fréttavef Kristilega
Dagblaðsins í Danmörku. - ibs
Innflytjendur í Þýskalandi:
Múslímar verði
í meirihluta
ÞJÓNUSTA Borgarráð samþykkti
í gær að breyta reglum þannig
að heimila megi dvalarheim-
ilum aldraðra á skilgreindum
íbúðarsvæðum að vera með vín-
veitingar.
Skipulagstjóri borgarinnar
hefur sagt að borgin sé bundin af
því að Hrafnista sé á skilgreindu
íbúðarhúsnæði og þar megi ekki
heimila vínveitingar. Það verði
lagfært með breytingum á aðal-
skipulagi eftir áramót. Pétur
Magnússon, forstjóri elliheim-
ilisins Hrafnistu, óskaði í kjöl-
farið eftir tímabundinni undan-
þágu svo hefja mætti vínveitingar
fyrr í endurnýjuðum matsal þess.
„Flestir íbúar öldrunarheimila
hafa sjaldnast tök á að fara út frá
heimilunum og því mjög ósann-
gjarnt og óskiljanlegt að árið
2012 ætli Reykjavíkurborg að
mismuna íbúum öldrunarheimila
um þjónustu, einungis eftir því
hvar öldrunarheimilin eru stað-
sett,“ segir í bréfi forstjórans.
„Reglurnar eru of þröngar að
þessu leyti og því einfaldast að
breyta þeim,“ segir í tillögu full-
trúa Sjálfstæðisflokksins sem
samþykkt var í gær. - gar
Borgarráð breytir reglum svo Hrafnista þurfi ekki að bíða skipulagsbreytinga:
Opnað á vínveitingar á elliheimilum
MATSALURINN NÝI Verið er að breyta
matsalnum á Hrafnistu í kaffihús og
stefnt að því að opna í byrjun septem-
ber. Þar eiga bæði að fást pönnukökur
með rjóma og léttvín. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
UMHVERFISMÁL Samtökin World
Future Council hafa tilnefnt
stefnumörkun Íslands um vernd
hafsins gegn mengun frá landi,
og á sviði fiskveiðistjórnunar, til
svokallaðra Framtíðarstefnuverð-
launa. Alls eru tilnefningar 31
talsins frá 22 ríkjum og svæðum.
Áætlunin um varnir gegn
mengun sjávar var gerð innan
vébanda alþjóðlegrar fram-
kvæmdaáætlunar gegn mengun
hafs frá landi, sem Ísland átti þátt
í að koma á fót. Tilkynnt verður
um úrslitin í september. - shá
World Future Council:
Stefnumörkun
Íslands tilnefnd
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
34°
22°
22°
17°
23°
20°
18°
18°
24°
19°
30°
22°
32°
15°
22°
27°
19°
Á MORGUN
3-8 m/s.
FIMMTUDAGUR
Hæg norðlæg eða
breytileg átt.
1010
10
9
9
8
11
12
12
6
13
4
3
6
4
3
3
6
6
8
2
3
13
11
10
8
8
11
12
9
9
8
LITLAR
BREYTINGAR í
vændum næstu
daga en vindur
mun áfram blása
af norðri með
lítils háttar úrkomu
norðan og austan
til á landinu.
Sunnan til verður
nokkuð bjart og
þurrt að mestu og
hitatölur enn þá
tveggja stafa.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður