Fréttablaðið - 24.08.2012, Page 15

Fréttablaðið - 24.08.2012, Page 15
FÖSTUDAGUR 24. ágúst 2012 15 Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi sagði á blaða- mannafundi að það yrði engin menningarnótt 2013 ef fólk lærði ekki að haga sér almennilega. Þetta var haft eftir honum í Reykjavík – Vikublaði síðastlið- inn föstudag. Allir sem gengið hafa íslensk- an mennta- og uppeldisveg hafa vafalaust fengið sinn skerf af hóprefsingum og hótunum um þær. „Það fær enginn ís ef þið hagið ykkur ekki almennilega! Það verður ekki farið í river-raf- ting ef 10. bekkur gengur ekki snyrtilega um! Við lokum bóka- safninu ef þið setjið ekki Tinna- bækurnar á réttan stað!“ Þannig mætti lengi telja. Ef svona uppeldisaðferðir virk- uðu þá væru engin agavandamál til og íslenskir grunn- og leikskól- ar væru musteri góðrar hegðun- ar. En eins og það má segja margt gott um íslensk börn þá verður seint fullyrt að það sé friðsælt þar sem þau koma mörg saman. Hérlendar skólastofur eru ekkert sérlega rólegir staðir til að vera á. Ég veit svo sem ekki hvað veld- ur, sumt af þessu er jafnvel meira menningarlegt en persónubundið. Ég hef heyrt af tvítyngdum pólskum börnum sem í einni andrá þéra pólskukennarann sinn („Frú Anna, gætuð þér nokkuð verið svo vænar að segja mér hvað klukkan er?“) en snúa sér svo að íslenska umsjónarkenn- aranum og öskra hástöfum: „Magga! Ég þarf að pissa!“ Stærsta ráðgátan í þessu öllu saman er í raun það hvernig flest þessi börn verða bara að kurt- eisasta fólki einhvern tímann fyrir tvítugt. Fólk á fyrstu árum háskóla er sjaldnast með læti í fjármála- stærðfræðitíma og ég hef til dæmis ekki orðið var við að stór- felld prófsvindl væru vandamál í íslenskum framhaldsskólum og háskólum, en það er nokkuð sem skólastofnanir í Mið-Evr- ópu glíma oft við. En já, stund- um virðist tíminn ala fólk upp fremur en nokkuð sem fullorðna fólkið gerir. Hóprefsingar Það er auðveldara fyrir kennar- ann að taka skærin af öllum frek- ar en að taka þau af einhverju einu barni og þurfa svo að svara fyrir það gagnvart foreldrunum þess. Það er auðveldara að loka nemendaaðstöðunni ef hún er drulluð út frekar en að finna hina ábyrgu. Margt er auðvelt. En það breytir því ekki að það er siðlaust að refsa einhverjum fyrir eitthvað sem einhver annar gerði. Stundum taka hóprefsingar gagnvart ungu fólki á sig ansi þróaða mynd. Tökum eitt dæmi. Það er átján ára aldurstakmark inn á Þjóðar- bókhlöðuna. Það var reyndar ekki við lýði þegar Þjóðarbókhlaðan var opnuð en einhverjum þótti vera læti í unglingum svo sett var sautján ára aldurstakmark sem síðan var einhvern tímann hækkað upp í átján. Já, á Íslandi er ungu fólki bannað á fara inn á bókasöfn. Til að leigja bækur. Aldurstakmarkið á Þjóðar- bókhlöðuna er líklegast ólög- legt. Ekkert er kveðið á um það í lögum um Landsbókasafn sem Alþingi setur eða í reglugerð um Landsbókasafn sem ráð- herra gefur út. Það stendur bara sísvona á heimasíðunni og stund- um í anddyri safnsins, sérstak- lega í prófatíð þegar háskóla- stúdentar vilja fá frið fyrir yngra fólki. Einhver hefur bara ákveðið þetta, án sérstakrar heimildar í lögum. Jafnvel ef það stæði í reglu- gerð um safnið að fólki yngri en átján ára væri óheimill aðgangur þá er mjög hæpið að slíkt stæðist stjórnarskrá. Það er nefnilega bannað að mismuna fólki og mismunun vegna aldurs er líka mismunun. Það getur síðan með engu móti talist „málefnaleg” mismunun að banna ungu fólki að fá lánaða bók á bókasafni vegna þess að einhver hafi verið með læti ein- hvern tímann. Aldurstakmark á (ef eitthvað er) að setja til að verja ungt fólk fyrir einhverjum hættum. Það á ekki að setja til að verja aðra frá því að þurfa að rekast á ungt fólk. Hvernig vorum við? Tíminn elur mann upp. Ég verð þannig að játa að ég var óvenju stilltur á þessari menningarnótt. Tíu kílómetra hlaupið sat í mér og ég var því kominn heim um fimm (fimm síðdegis). Kannski virkaði þessi hótun Einars því á mig. Nú krossar maður bara fingurna og vonar að aðrir hafi líka verið til friðs. Annars verður menningar- nóttin tekin af okkur. Kennarinn sagði það. Ef þið hagið ykkur ekki almennilega Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Tuttugu og sjö nýir þingmenn voru kjörnir til setu á Alþingi Íslendinga fyrir röskum þremur árum. Aldrei hafa fleiri nýliðar bæst í hóp þingmanna. Reynslan hefur sýnt, að nokkrir en langt í frá allir úr þessum hópi eru efnilegir – gætu átt eftir að láta mikið að sér kveða efir að hafa aflað sér meiri reynslu og yfirgripsmeiri þekking- ar í starfi ásamt því að hafa sýnt fram á fylgi við sig og málflutning sinn í fleiri en einum kosningum. Þingmennska er nefnilega eins og hvert annað starf. Það krefst þess að aflað sé reynslu og þekk- ingar og sýnt fram á getu í starfi. Þannig sækir þingmaður sér var- anlegan stuðning. Slíkur stuðn- ingur næst ekki í fyrstu tilraun. Þingmaðurinn þarf að sanna sig. Gömlum hundi í pólitík eins og mér þykir með fádæmum þegar fólk, sem setið hefur þrjá vetur á þingi, eða jafnvel aldrei komið þar nálægt, heldur sig vera þess umkomið að taka að sér forystu í stjórnmálaflokki og þar með hugs- anlega að þurfa að axla forystu- ábyrgð fyrir þjóð sína. Messaguttar kalla ekki eftir skipstjórnarsætinu eftir sinn fyrsta túr. Þó sumir af hinum nýju þing- mönnum séu efnilegir og hafi óvænt fengið meiri ábyrgðarstörf en nýliðum eru jafnan fengin er oft sárgrætilegt að hlusta á hve mikið skortir á þekkingu þeirra jafnvel á eigin umfjöllunarefnum þegar þeir mæta spyrlum ljósvakamiðla. Eru þá eins og álfar út úr hól og virðast ekki einu sinni gera sér grein fyrir því sjálfir. Á það jafnt við um suma af mínum samherjum sem aðra og geri ég þar ekki upp á milli. Þegar verst lætur er eins og leikari sé að reyna að leika stjórnmálamann í lélegum farsa – og fari auk þess illa með hlutverkið. Við Íslendingar eigum mikið af hæfileikaríku fólki – fleiri slíka einstaklinga nú en þegar menn eins og Ólafur Thors, Bjarni Bene- diktsson, Matthías Bjarnason, Ólaf- ur Björnsson, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Benedikt Gröndal, Hannibal Valdimarsson, Eysteinn Jónsson, Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson, Lúð- vík Jósepsson, Eðvarð Sigurðsson, Björn Jónsson og Magnús Kjartans- son settu svip á löggjafarsamkomu okkar og standa mér enn í fersku minni. Fáir eru þar nú, sem nálgast gætu þeirra samjöfnuð. Að 10-15 einstaklingum undanteknum, sem þar sitja nú, er mér til efs að aðrir eigi þar nokkurt erindi. Hvernig stendur á því? Hvers vegna vilja þeir hæfileikamiklu Íslendingar, sem við eigum, ekki taka að sér að gegna löggjafarstörfum fyrir þjóð sína? Andrúmsloftið á Alþingi skapa alþingismenn sjálfir. Við- horfið til þeirra skapast af almenn- ingsálitinu. Ætli þeir beri ekki jafna ábyrgð á því hvernig komið er – alþingismennirnir sjálfir og íslenska þjóðin. Í lýðræðisríki fá þjóðir þá eina stjórnmálamenn sem þær velja sér sjálfar. Sagt er að slíkar þjóðir fái þá eina stjórnend- ur, sem þær eiga skilið. Sé fram- boðið ekki í stíl við væntingarnar er meira en lítið að. Leikarar í lélegum farsa Stjórnmál Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Aldurstakmarkið á Þjóðarbókhlöðuna er líklegast ólöglegt. Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is 1Blönduð eyðsla á hverja 100 km 2Rekstur í eitt ár á meðalstórum fólksbíl m.v. að bensínverð sé 243 kr., dísilverð 243 kr. og akstur á ári 20.000 km Árgerð 20052 sjálfskiptur · bensín Árgerð 20122 beinskiptur · dísil Sparnaður á ári 228.420 kr.Eyðsla1 218.700 kr. 4,5 l 447.120 kr. 9,2 l - = 24.480 kr.Bifreiðagjöld 9.760 kr.34.240 kr. - = 2.040 kgCO2 útblástur 2.380 kg 119 g/km 4.420 kg 221 g/km - = E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 4 2 3 Engin lántökugjöld út september 2012! Þú getur sparað allt að 250.000 kr. á ári Ef þú ekur grænum bíl þá getur þú sparað allt að 250.000 kr. á ári í eldsneytiskostnað og bifreiðagjöld. Kíktu á ergo.is og kynntu þér yfir 50 nýjar tegundir grænna bíla og kosti grænna bílalána.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.