Fréttablaðið - 24.08.2012, Side 16
24. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR16
„Í sannleika sagt upplifi ég lífið ekki
sem röð tímamóta heldur sem eitt
streymi. Þess vegna hef ég aldrei
haldið upp á afmælið mitt en núna
er ég að brjóta regluna því ég held
að það sé ágætt að halda upp á fimm-
tíu og hundrað ára afmælin fyrir vini
til að vera ekki fúll,“ segir tónskáld-
ið Atli Ingólfsson. Hann varð fimm-
tugur þann 21. ágúst síðastliðinn og
býður í opið hús í kvöld í Norðurpóln-
um.
„Ég kalla þessa uppákomu listahá-
tíðina Ofboð þar sem ég vildi bjóða
öllum sem vilja gleðjast með mér,“
segir hann. Á fjölskrúðugri dag-
skránni verða útsetningar og tónverk
eftir skáldið í bland við óvæntar upp-
ákomur. „Það verða leiknar eldgaml-
ar útsetningar síðan ég var tuttugu
og fimm ára og listakonan Jeann-
ette Cast ioni frumsýnir myndbands-
verk sem hún gerði við tónverk eftir
mig,“ segir hann og á við verkið Elsku
Borga mín, sem kórinn Hljómeyki
flutti í Skálholti 2009. „Síðan veit ég
ekki meir. Það er það skemmtilega við
þetta. En ég veit að það verður opin
dagskrá fyrir þá sem vilja troða upp
og nokkrir hafa skráð sig,“ segir hann
kátur og bætir við að viðburðarstjórn
sé í höndum Bergljótar Haraldsdóttur.
Þessa stundina er Atli við smíð á
píanókonsert fyrir hinn margrómaða
Víking Heiðar Ólafsson meðal ann-
arra verkefna. Hann segir það vera
mikil forréttindi að vinna sem tón-
skáld. „Jú, það er það skemmtilegasta
sem ég geri og ég er ótrúlega þakk-
látur fyrir það. Ég veit ekki hvern-
ig á því stendur að ég er svona láns-
samur.“
Atli hefur komið víða að á feril
sínum. Hann hóf nám í tónsmíðum við
Tónlistarskólann í Reykjavík og lagði
svo land undir fót. „Ég flutti til Míl-
anó árið 1985 og þremur árum síðar
til Parísar. Ég flutti heim árið 2005
og hafði þá búið lengst af í Bologna á
Ítalíu.“ Þar nam tónskáldið fag sitt og
hefur frá námslokum árið 1990 haft
lifibrauð af tónlistinni. „Ég var svo
lánsamur að lifa á tónsmíðum í fimm-
tán ár eftir útskrift og á Íslandi hef
ég kennt meðfram við Listaháskóla
Íslands og Tónlistarskóla Kópavogs,“
segir hann. Úti vann hann eftir pönt-
unum og var alltaf með eitthvað á
prjónunum frá Frakklandi, Svíþjóð og
Þýskalandi. „Stór hluti verkefnanna
var samt alltaf frá Íslandi.“
Aðspurður hvort hann sé klassískt
tónskáld segir hann erfitt að skil-
greina þá stefnu en klassíski tíminn
var á átjándu öld. „Ég svara samt
yfirleitt þessari spurningu á þá leið
að ég geri hljóðskúlptúra en ekki
söluvænlega tónlist.“ Þannig höfðar
hann til lítilla hópa víðs vegar. „Ég
sel ekki tíu þúsund eintök af disk á
einum stað heldur bara nokkra tugi
á mörgum stöðum í heiminum,“ segir
hann. Öllum er velkomið að samgleðj-
ast með honum frá klukkan hálf átta
í kvöld að Sefgörðum 3 og segir hann
hinn heimsfræga plötusnúð Stephan
Stephensen leika lokatóna kvöldsins.
hallfridur@frettabladid.is
timamot@frettabladid.is
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
MARINÓS SIGURBJÖRNSSONAR
Heiðarvegi 12, Reyðarfirði.
Margrét Einarsdóttir
Steinunn Marinósdóttir Sigurður V. Benjamínsson
Einar Marinósson Ólafía K. Kristjánsdóttir
Sigurbjörn Marinósson Sigríður St. Ólafsdóttir
Marinó Már Marinósson Sigríður Lísa Geirsdóttir
Guðný Soffía Marinósdóttir Haraldur Kr. Haraldsson
Gauti Arnar Marinósson Hulda Sverrisdóttir
afabörn og langafabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR KRISTINN SIGURÐSSON
lést sunnudaginn 5. ágúst í Holtsbúð, Vífilsstöðum Garðabæ.
Bálför hefur farið fram.
Anna Kristjánsdóttir
Guðrún Einarsdóttir Marta Hildur Richter
Sigurður Einarsson Þórhildur Bjarnadóttir
Kristján Ari Einarsson Jóhanna Ingvarsdóttir
afabörn og langafabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN ÁRNI HARALDSSON
Hringbraut 2b, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum Landakoti
þriðjudaginn 21. ágúst. Jarðarförin fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 31. ágúst
kl. 15.00.
Sigurlaug Líndal Karlsdóttir
Kristín Líndal Hafsteinsdóttir Hörður Oddgeirsson
Karlotta Líndal Hafsteinsdóttir Sigurður Friðfinnsson
Guðmundur Örn Jónsson Edith Poikane
Guðbjörg Jónsdóttir Hallgrímur Atlason
Grétar Jónsson Sigrún Jónsdóttir
Rúnar Haraldur Jónsson
barnabörn og langafabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ORMUR ÓLAFSSON
Safamýri 54,
lést á Hrafnistu Reykjavík að morgni
22. ágúst.
Alfa Guðmundsdóttir
Ólafur Ormsson
Ágúst Þór Ormsson Ingibjörg Kristinsdóttir
Gunnlaugur Óskar Ágústsson Anna Heiður Heiðarsdóttir
Sveinn Fjalar Ágústsson Jóna Rún Gísladóttir
Sverrir Rafn Ágústsson Hrefna Fanney Matthíasdóttir
Freyja Ágústsdóttir
og langafabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
HERMÍNA ÞORVALDSDÓTTIR
Goðabraut 16, Dalvík,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
laugardaginn 18. ágúst. Útför hennar fer
fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn
25. ágúst kl. 13.30.
Hörður Sigfússon
Valur Harðarson Sigrún Friðriksdóttir
Ásgerður Harðardóttir Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson
Sigríður Harðardóttir Jón Sigurgeirsson
Leifur Kristinn Harðarson Steinunn Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þann 20.08.2012.
Sigurjón Kristjánsson Bryndís Guðmundsdóttir
Kristín Björk Kristjánsdóttir
Kristján Davíð Sigurjónsson
Brynjar Vignir Sigurjónsson
Aðalbjörg Kristín Sigurjónsdóttir
Elsku sonur okkar, bróðir, mágur, barnabarn
og frændi,
ÓLAFUR GAUTI ÓLAFSSON
Þorláksgeisla 12, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 21. ágúst. Útförin fer fram
frá Grafarvogskirkju föstudaginn 31. ágúst
kl. 13.00.
Ólafur Steinþórsson Sjöfn Sigbjörnsdóttir
Reynir Logi Ólafsson Eydís Eir Björnsdóttir
Steinþór Örn Ólafsson
Kristín Birna Ólafsdóttir Mark Johnson
Sigbjörn Brynjólfsson Kristín Jónsdóttir
Sólveig Aðalbjarnardóttir
Agnes Sjöfn, Hrafnkell Logi og William Rökkvi
ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON leikskáld og rithöfundur, á afmæli í dag.
„Það er aldrei nóg af Gauragangi.“65
ATLI INGÓLFSSON: HELDUR UPP Á FIMMTUGSALDURINN MEÐ LISTAHÁTÍÐ
Fagnar afmæli í fyrsta sinn
LISTAHÁTÍÐIN OFBOÐ Atli heldur upp á afmæli sitt í fyrsta sinn og býður öllum sem vilja gleðjast með honum á listahátíðina Ofboð í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Merkisatburðir 24. ágúst
1903 Alþingi samþykkti heimild til að kaupa jarðirnar Vaglir
og Hallormsstað til „skógarfriðunar og skógargræðslu“ en þar
eru nú stærstu skógar landsins.
1906 Símskeytasamband við útlönd var opnað.
1968 Norræna húsið í Reykjavík var vígt.
1993 Uppþot hófst á Litla-hrauni. Fjörutíu fangar mótmæltu í
sólarhring hertum öryggisráðstöfunum vegna tíðra stroka.
2001 Helgi Símonarson lést 105 ára og 345 daga, þá langlíf-
asti íslenski karlmaðurinn.
Alda Ingibergsdóttir sópransöngkona fagnar hálfrar aldar afmæli í dag með tónleikum
í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þar flytur hún allar sínar uppáhaldsperlur með dætrum
sínum Ásdísi og Lindu Guðmundsdætrum og Hauki Steinbergssyni tenór. Um undirleik
sjá píanóleikararnir Helga Bryndís Magnúsdóttir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Greta
Salóme Stefánsdóttir fiðluleikari. „Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar ætlar svo að dansa
fyrir mig,“ segir hún glöð.
Hún kveðst ekki hafa skipulagt margt annað fyrir sjálfan afmælisdaginn. „Ég ætla
ekki að gera neitt annað. Ég hef allavega ekki hugsað út í það. Vikan hefur öll farið í að
græja þetta en ég verð með teiti heima eftir tónleikana fyrir vini og fjölskyldu,“ segir
Alda sem syngur stórar aríur og íslenskar perlur frá klukkan hálf níu í kvöld. Aðgangs-
eyrir er krónur 2.500 og rennur allur ágóði til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
Aríur á afmælistónleikum
Ég held að það sé
ágætt að halda upp
á fimmtíu og hundrað ára
afmælin.