Fréttablaðið - 24.08.2012, Page 18

Fréttablaðið - 24.08.2012, Page 18
FÓLK| HÚLADANS FRÁ HAVAÍ Marina Celander kennir alvöru húladans í Kramhúsinu um helgina. HELGIN Sýningunni Fjarskablátt í Kirsuberjatrénu Vesturgötu 4 lýkur á mánudag. Á sýningunni sýnir Kristín Sigfríður Garðarsdóttir keramikhönnuður teikningar ásamt verkum úr postulíni og leir sem unnin eru í gas- brennslu og í hefðbundnum japönskum anagama-ofnum. Verkin vann Kristín meðan hún dvaldi í Japan við The Shigaraki Ceramic Cultural Park á síðasta ári. Opið er í Kirsuberjatrénu frá klukkan 10 til 18 virka daga og milli kukkan 11 og 17 um helgar. FJARSKABLÁTT ■ KRISTÍN SIGFRÍÐUR SÝNIR Í KIRSUBERJATRÉNU R eykjavík Distillery framleiðir nokkrar tegundir af víni. Þar á meðal líkjöra unna að hluta til úr íslenskum rabar- bara, krækiberjum og bláberjum, og svo ákavítissnafsa og einiberjasnafs. „Við erum með fólk í hráefnatínslu víða um land. Oft gerist það að brestur verður í uppskerunni á einum stað meðan hún er í lagi á öðrum. Við erum því með góðan hóp af öllum hornum landsins í tínslunni. Ætli við tínum ekki um það bil tonn af hverjum ávexti fyrir sig,“ segir Snorri. Berin eru svo unnin á mismunandi vegu eftir því hvaða vín tegund þau eru notuð í. „Það er mismunandi hvernig safinn er fenginn úr berjunum. Sum eru soðin en önnur eru kaldpressuð.“ Snorri vill lítið gefa upp um vinnsluað- ferðirnar, enda voru þær upplýsingar ekki fengnar gefins og því um dýrmætt við- skiptaleyndarmál að ræða. „Gríðarlega margar prufur liggja að baki hverri tegund sem við framleiðum í dag. Til dæmis gerðum við þrettán uppskriftir að blá- berjalíkjörnum áður en við duttum niður á þá sem við framleiðum í dag.“ Nýlega var nýr og glæsilegur eimunarpottur frá Þýskalandi tekinn í notkun. „Potturinn er smíðaður eftir aldagamalli hefð með marg- breytileika í huga. Þegar við gerum áka- vítissnafsana byrjum við að gera hreinan vodka og í lokabrennslunni eru jurtirnar settar út í. Ferskt kúmen og hvannarrót- arfræ er svo látið liggja í vökvanum um tíma. Hann er svo brenndur einu sinni enn og þá fæst bragðið af jurtunum með.“ Á næstunni verður hugað að frekari framleiðslu og vonast Snorri til að geta tek- ið á móti gestum í brugghúsið í fram tíðinni. „Við áætlum að geta boðið minni hópa vel- komna til okkar í smökkun og skoðun. En væntanlega verður það ekki fyrr en á næsta ári.“ ■ vidir@365.is UPPGANGUR Í VÍNFRAMLEIÐSLU ÍSLENSKT HRÁEFNI Snorri Jónsson eigandi 64° Reykjavík Distillery stendur í ströngu þessa dagana. Uppskerutími berja er um þessar mundir, glænýtt húsnæði var nýlega tekið í notkun og nýr eimunarpottur settur upp. Um helgina verður námskeið í húla- dansi frá Havaí í Kramhúsinu. Marina Celander, gestakennari frá New York, er komin til landsins, en dansinn hefur ekki verið kenndur hér á landi fyrr. Farið verður yfir grunnatriði dansins og sögu hans. SÉRFRÆÐINGUR Í HÚLADANSI Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona hafði frumkvæðið að því að bjóða Marinu til landsins. „Ég kynntist havaískum húla- dansi í leiklistarnámi mínu í Banda- ríkjunum. Þá tók ég dansinn sem valfag og fannst það æðislegt. Við Marina kynntumst svo í New York, en hún er algjör sérfræðingur í þessum dansi,“ segir Hrefna og bætir við: „Margir rugla saman húladansi og því að húla með húlahring. Það er auðvitað ekki sami hluturinn.“ Marina Celander er ættuð frá Svíþjóð og Kóreu. Síðastliðin tólf ár hefur hún tileinkað sér húladansformið. „Hún hefur alltaf verið dansari og svo hefur hún asískar rætur og er gift manni frá Havaí. Þegar hún kynntist húladans- inum kolféll hún fyrir honum,“ útskýrir Hrefna. „Þetta er svo miklu stærri heimur en við gerum okkur grein fyrir.“ TJÁNING OG TÚLKUN Þeir sem dansa húladans segja sögu með dansinum. „Söngur er mikilvægur og textinn er túlkaður með hreyfing- unum. Þetta er hálfgert tákn með tali,“ segir Hrefna hlæjandi. „Heilinn er alveg á fullu allan tímann, en allir geta dansað þennan dans.“ Marina og Hrefna vonast til að sjá sem flesta á námskeiðinu. „Þetta er frábært tækifæri til að öðlast algjörlega nýja reynslu og kynnast öðrum heimi.“ Hægt verður að skrá sig á nám- skeiðið alveg fram á síðustu stundu eða meðan rúm leyfir, en pláss er fyrir tuttugu nemendur á námskeiðinu. ■ halla@365.is OPNAR NÝJAN HEIM Marina er spennt að kynna Íslendingum heim húladansins og vonast til að sjá sem flesta um helgina í Kramhúsinu. BERIN KLÁR Í VÍNIÐ Snorri skálar við Tryggva Mathiesen í nýju hús- næði Reykjavík Distil- lery. Berjauppskeran á borðinu, tilbúin fyrir vín ársins 2012. MYND/GVA Hægt er að hafa samband við Rauðakrosshúsið í Kópavogi í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is. Ef þú eða einhver sem þú þekkir, hefur áhuga á að gerast gestgjafi og njóta samveru með heimsóknavini Rauða krossins hafðu samband við okkur. Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 opið virka daga kl. 9-15 sími 554 6626 kopavogur@redcross.is www.redcross.is/kopavogur Ef þú vilt gerast heimsóknavinur og heimsækja aðra hafðu einnig samband við okkur. Gæti heimsóknavinur gefið lífinu meiri lit? Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar á ýmsum aldri sem rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks með heimsóknum á einkaheimili og stofnanir. Heimsóknavinir veita félagsskap og hlýju m.a. með því að spjalla, lesa fyrir viðkomandi eða fara í gönguferðir. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.