Fréttablaðið - 24.08.2012, Síða 20
2 • LÍFIÐ 24. ÁGÚST 2012
Útgáfufélag 365 miðlar ehf.
Forsíðumynd Sem Johnson
Útlitshönnun Arnór Bogason
Auglýsingar Sigríður Dagný
Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is
Lífið Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík, sími 512 5000
www.visir.is/lifid
UMSJÓN
Ellý Ármanns elly@365.is
Kolbrún Pálína Helgadóttir
kolbrunp@365.is
HVERJIR
VORU
HVAR?
Stuðið var á Marina hótelinu um
síðustu helgi sem virðist vera
heitasti bar bæjarins þegar fræga
fólkið gerir sér dagamun. Þar var
Steinunn Vala skartgripahönn-
uður, Elín Reynisdóttir stjörnu-
sminka og eiginmaður hennar
Már Ormarsson sem starfar
í Dubai. Þá mátti sjá Frank
Pitt athafnamann, Lilju Nótt
leikkonu, Arnar og Bjarka
Gunnlaugssyni fótboltasnill-
inga, Björk Eiðsdóttur ritstjóra og
Svönu Friðriksdóttur upplýsinga-
fulltrúa Wow-flugfélagsins, Tobbu
Marínós og unnusta hennar Karl
Sigurðsson Baggalútsmeðlim
skemmta sér þetta líka stórvel.
Ben Stiller, sem hefur gert
það gott í Hollywood sem
leikari, er staddur hér
á landi í leit að hent-
ugum tökustað fyrir
væntanlega kvikmynd
ásamt starfsfólki True
North. Ben er duglegur
að mynda nánast allt
sem verður á vegi hans
sem hann birtir síðan á
Instagram-myndasíðunni
sinni eins og sjá má hér.
HOLLYWOODSTJARNA MYNDAR ÍSLAND
Við þessa mynd
skrifaði Ben: „Pos-
sible location for
the movie … must
not fall off edge
though“ sem þýðist
á íslensku: Mögu-
legur tökustaður
fyrir myndina … má
samt ekki detta af
syllunni.
Ben flaug með flugfélaginu Erni og
myndaði flugvélina og auðvitað flug-
manninn.
Þarna er fylgdarlið stjörnunnar að finna
hentugan tökustað.
Ben kann að meta
íslenska náttúru,
það skín í gegn á
myndunum hans.
Sjonni var frábær tónlistarmaður,
lagahöfundur og söngvari og eftir
hann liggja mörg yndisleg, kraft mikil
og grípandi lög.
„Sjonni var svo hjartahlýr og vina-
margur, alltaf brosandi og til
í að rétta öðrum hjálpar-
hönd og nú þegar við
höfum hann ekki hjá
okkur, þá finnum við
fyrir honum í tónlist-
inni hans.“
Tónlistarveisla
Nú hafa vinir hans og tón-
listarfólk sem hann starfaði með
í gegnum tíðina flykkst saman og
ætla að flytja lögin hans á tón-
leikunum. Meðal þeirra eru Björgvin
Halldórsson, Jógvan, Pálmi Sigur-
hjartarson, en hann er jafnframt
hljómsveitarstjóri, Hreimur Örn,
Magni, Stefán Hilmarsson, Vignir
Snær, Gunni Óla, Matti Matt, Soffía
Karls, Guðrún Árný, Erna Hrönn,
Bjarni Ara, Benni Brynleifs, Róbert
Þórhalls og fleiri.
„Ég held að það verði einstak-
lega mikið hjarta í þessum sal þetta
kvöld. Það hefur tekið á að undirbúa
þetta og það er ljúfsárt að hlusta á
lögin hans og röddina hans og það
hvað við höfum öll misst mikið
verður svo raunverulegt. En
hann skildi eftir sig gjafir til
okkar allra með tónlistinni
sinni.“
Fann lagið í sorginni
Í tilefni af tónleikunum dreif
Þórunn sig í að klára síðasta
lagið sem Sjonni samdi áður en
hann lést.
„Í desember á síðasta ári, í kjöl-
far sérstaklega erfiðs tíma hjá mér í
sorginni þar sem ég þráði svo heitt
að geta heyrt eitthvað frá honum,
gerðist svolítið einkennilegt. Ég
opnaði tölvuna og allt í einu var
opið þar upptökuforrit og demo af
síðasta laginu sem hann samdi og
var að vinna að þegar hann lést.
Textinn var ókláraður en samt sem
áður heyrist hann syngja línur sem
voru eins og svar við spurningum
mínum. Ég er nú búin að klára text-
ann og reyndi að nota eins mikið af
því sem hann var að syngja
og ég gat og ætla að gefa
út lagið en hans rödd
mun hljóma með í laginu.
Þakklát öllum sem
koma fram
Þetta er yndislegt lag
og ég hlakka til að
leyfa fólki að
heyra það.
En Vignir Snær er að vinna lagið
með mér ásamt Vinum Sjonna sem
sjá um hljóðfæraleik, undirspil og
bakraddir.
Nú eru æfingar á fullu fyrir
tónleikana og ég er svo
þakklát öllum sem eru að
koma fram og heiðra minn-
ingu hans á þennan hátt.
Ágóði af tónleikunum mun
síðan renna í Áfram, hvatn-
ingarsjóðinn sem stofn-
aður var fyrir börnin
h a n s S j o n n a
f jögur,“ segir
Þórunn að
lokum.
SÍÐASTA LAGIÐ SEM SJONNI SAMDI
Sjonni eins og við minnumst hans hefði orðið 38 ára næstkomandi miðvikudag, þann 29. ágúst. Að því tilefni ákvað
Þórunn Clausen ásamt fjölskyldunni allri að halda minningartónleika fyrir hann í Borgarleikhúsinu.
Hér má sjá aðeins brot af þeim frábæru listamönnum sem fram koma á minningartónleikunum Sjonna þann 29. ágúst í Borgarleikhúsinu.
SOHO/MARKET
Á FACEBOOK
Grensásvegur 8, sími 553 7300
Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17
Aðeins
5
Útsölunni
lýkur
• 1.000,-
• 1.500,-
• 2.000,-
• 2.500,-
• 3.000,-
verð
Verðsprengja
ALLT Á AÐ SELJAST
komdu og gerðu
frábær kaup
Mikið rétt, Ben
myndaði kortið líka.