Fréttablaðið - 24.08.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.08.2012, Blaðsíða 46
24. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR30 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Fyrsta lagið sem mér datt í hug er We´re a Winner með Curtis Mayfield and the Impressions. Það er eins og að taka fjögur skot í röð af sólskini.“ Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. „Við erum náttúrulega með stór- brotnustu og fjölbreyttustu leik- mynd sem til er í íslenska lands- laginu. Tökurnar hafa gengið gríðarlega vel og þeir eru í skýjun- um yfir þessu,“ segir Alfreð Gísla- son, framleiðslustjóri hjá Pegasus, sem heldur utan um tökur á nýju myndbandi fyrir tónlistarmanninn og plötusnúðinn David Guetta. Guetta sá sér reyndar ekki fært að koma til landsins í tengslum við tökurnar en hann undirbýr nú útgáfu nýjustu plötu sinnar, Not- hing but the Beat 2.0, sem kemur út þann 7. september næstkomandi. Áætlað er að myndbandið komi út í lok september en það er við nýj- asta lag kappans, She Wolf (Falling to Piece). Ástralska söngkonan Sia Furler syngur í laginu. Alfreð gat ekki staðfest hvort söngkonan væri hér á landi né vildi hann gefa nokk- uð upp um söguþráð myndbandsins. Fréttablaðið hefur hins vegar heim- ildir fyrir því að varúlfar leiki þar lykilhlutverk. Bæði íslensk dýr og leikarar koma fram í myndbandinu. Tökur hafa staðið yfir undanfarna daga meðal annars á Reykjanesi, Langjökli og við Kleifarvatn og var síðasti tökudagur í gær. David Guetta er mjög þekktur í danstónlistarheiminum. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars Grammy- og MTV- verðlauna, World Music Awards og Brit Awards fyrir lög sín og unnið með helstu tónlistar mönnum heims. Þekktustu lög kappans eru meðal annars When Love Takes Over með Kelly Rowland, Gettin‘ Over You með Chris Willis, Fer- gie og LMFAO og Sexy chick með Akon. Leikstjóri myndbandsins er hinn bandaríski Hiro Murai en hann hefur meðal annars gert mynda- bönd fyrir sveitir á borð við Bloc Party, St. Vincent, Scissor Sisters og Azealia Banks. Um fimmtán manna erlent tökulið er statt hér á landi í tengslum við tökurnar og alls koma um fimmtíu Íslendingar að verkefninu. Alfreð segir sumarið hafi verið einstaklega gott fyrir starfsfólk kvikmyndagerðabransans hér á landi. „Ég hef verið í þessu síðan árið 1997 og man ekki eftir öðru eins. Það er búið að vera nóg að gera og líklega efni í frétt.“ alfrun@frettabladid.is TÖKUR Á REYKJANESI, LANGJÖKLI OG KLEIFARVATNI David Guetta tekur upp varúlfa-myndband á Íslandi VARÚLFAMYNDABAND Plötusnúðurinn vinsæli David Guetta var ekki á landinu meðan tökur á myndbandi hans fóru fram. Íslenska landslagið verður fyrirferðarmikið í myndbandinu ásamt íslenskum leikurum og dýrum. NORDICPHOTO/GETTY Tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon er aðalsprauta Jack Magnet-djasskvintettsins, sem spilar nýtt efni í bland við eldra í Hörpu á laugardagskvöld á Jazzhá- tíð Reykjavíkur. „Kvintettinn er kenndur við Jack Magnet en hann fleytir rjómann af því besta af sólóplötum mínum sem hafa komið út undir ýmsum nöfnum,“ segir Jakob Frímann. Með honum á tónleikunum spila þeir Einar Scheving, Jóel Pálsson, Guðmundur Pétursson og Róbert Þórhallsson. „Ég er að dýfa bæði fingrum og tám í kraumandi pott tónlistaráhrifa sem hafa mótað mig og með mér í pottinum eru risar. Ef við værum í frumskógi Afríku á tímum Davids Livings- tone væru ýmsir girnilegir bitar í þessum potti og þá girnilegri en Jack Magnet.“ Jack Magnet-kvintettinn kom saman í Þjóðleikhúsinu á minn- ingar tónleikum um Kristján Eld- járn fyrr á árinu og leiddi til áfram- haldandi samstarfs. „Okkur fannst, og mörgum öðrum, óskaplega skemmtilegt það sem þar gerðist. Það var kveikjan að því að það var hljóðritað nýtt efni og að þessum tónleikum á Jazzhátíð Reykjavík- ur,“ segir Jakob, sem er óviss hve- nær ný plata lítur dagsins ljós. „Það er enginn fastur meðgöngutími á plötum eins og börnum. Ég vildi að maður gæti sett í og níu mánuðum síðar fæðist platan en þetta er ekki svo einfalt.“ - fb Dýfir sér í kraumandi pott JACK MAGNET Jakob Frímann Magnús- son verður í hlutverk Jack Magnet í Hörpu á laugardagskvöld. „Við höfum áralanga reynslu í öllu sem viðkemur skemmtistaða- rekstri og sjálfur byrjaði ég að vinna sem barþjónn á Gauknum þegar ég var átján ára gamall,“ segir Ásgeir Andri Guðmunds- son, tónlistar- og viðburðarstjóri Mánabars sem var opnaður við Hverfisgötu 20 á menningarnótt. Buddah bar var til skamms tíma í húsnæðinu sem nú hýsir Mána- bar og segir Ágeir að töluvert ólík stemning ríki nú í húsinu. „Okkur langaði að breyta til og búa til stað þar sem hægt er að spjalla saman í ró og næði. Stemn- ingin þarna inni er lík þeirri sem er á Götubarnum á Akureyri, það er til dæmis engin tónlist á staðnum nema einhver komi og spili hana. Við erum með flygil á efri hæðinni sem er opinn öllum þeim sem kunna á píanó og svo er líka pláss fyrir hljómsveit hér inni,“ segir Ásgeir og bætir við að um helgar verði plötusnúður á staðnum sem muni spila gamla tónlist í bland við nýja. Staðurinn var tekinn í gagn- ið á menningarnótt og viður- kennir Ásgeir að það hafi staðið á tæpasta vaði að næðist að klára smíðavinnu í tæka tíð. „Ég held við höfum sett Íslandsmet í niður- rifi. Við byrjuðum á verkinu þann 20. júlí og lukum við það fimm mínútum fyrir opnun. En þetta hafðist með góðri trú og mikilli vinnu.“ Nokkrir skemmtistaðir hafa verið í húsinu undanfarinn ára- tug en Ásgeir segist fullur bjart- sýni um að Mánabar muni vegna vel enda hafi mikið verið í staðinn lagt. „Þessi staðsetning er frábær og Mánabar er meira í anda þess sem er að gerast annars staðar í götunni. Ég er bjartsýnn á að við munum ná upp vinalegri stemn- ingu og svo erum við líka með kurteisa dyraverði.“ - sm Kurteisir dyraverðir á Mánabar VINALEG STEMNING Mánabar á Hverfisgötu var opnaður á menningar- nótt. Ásgeir Andri Guðmundsson, tón- listar- og viðburðarstjóri staðarins, segir mikið lagt upp úr vinalegri stemningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÆGIR SEM HAFA UNNIÐ MEÐ DAVID GUETTA - Snoop Dogg - Nicki Minaj - Madonna - Flo Rida - Akon - Kelly Rowland - Ludacris - Usher - Jennifer Hudson - The Black Eyed Peas - Rihanna FRÉTTIR STÖÐVAR 2 Í BEINNI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR 18. ÁGÚST – 1. SEPTEMBER www.reykjavikjazz.is Z 20 12J A Z REYKJAV ÍK norra na husid e - -

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.