Fréttablaðið - 04.09.2012, Blaðsíða 46
4. september 2012 ÞRIÐJUDAGUR42
LÖGIN VIÐ VINNUNA
„Við prestar búumst við því að það gæti verið
mikið af brúðkaupum þennan dag,“ segir Jóna
Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalíns-
kirkju í Garðabæ.
Eitthvað er um að pör séu búin að bóka
brúðkaup rúmlega ár fram í tímann, eða
þegar laugardagurinn 7. september á næsta
ári gengur í garð með dagsetningunni 7.9.13.
Tölurnar tengjast gamalli hjátrú og eru
mikið notaðar frá degi til dags. „Ég hef heyrt
fólk tala um að þetta verði örugglega heitur
dagur,“ bætir Jóna Hrönn við. Hún er þegar
búin að bóka eitt brúðkaup þennan dag en
býst við því að þeim eigi eftir að fjölga þegar
nær dregur. Í Garðakirkju í Garðabæ er
þegar búið að bóka fjögur brúðkaup þennan
dag og er því fullbókað eftir hádegi. „Margir
eru mjög hrifnir af einhverjum flottum tölu-
stöfum fyrir brúðkaupsdaginn. Stundum
stríði ég fólki og spyr hvort það sé gert til
að koma í veg fyrir að brúðkaupsdagurinn
gleymist,“ segir hún.
Aðrar vinsælar brúðkaupsdagsetningar í
gegnum árin hafa verið 7.7.7, sem bar líka upp
á laugardag, og 8.8.8. Nú virðist sem 7.9.13.
muni bætast í þann hóp.
Að sögn Jónu Hrannar hefur brúðkaupum
fjölgað mikið á haustin hér á landi, sérstak-
lega í september. „Ég finn töluverðan mun á
því. Það eru svo margir sem eru í útilegum úti
um allt á sumrin og það eru svo margir sem
komast ekki í brúðkaupin. Ég hvet fólk oft til
að velja ekki hásumarið. Svo er gamlársdagur
líka alltaf vinsæll dagur.“ - fb
Prestar búast við fjölda brúðkaupa 7.9.13
BÝST VIÐ MÖRGUM BRÚÐKAUPUM Jóna Hrönn
Bolladóttir á von á fjölda brúðkaupa hinn 7. september
á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Hver man ekki eftir Dr. Love á sínum tíma? Þessi
þáttur verður á svipuðum nótum þar sem hlust-
endur geta hringt inn og fengið svör,“ segir
kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardótt-
ir en þann 10. september næstkomandi fer
fyrsti útvarpsþáttur hennar, Kjaftað um kyn-
líf, í loftið á K100,5.
Þátturinn Kjaftað um kynlíf verður á
faglegu og fræðandi nótunum en þó með
skemmtilegu ívafi. Sigríði, eða Siggu
Dögg eins og hún er kölluð, fannst vanta
vettvang þar sem fólk gæti komið með
spurningar um kynlíf. „Ég er alltaf að
leita leiða til að auka umræðuna um
kynferðisleg málefni. Mér datt þetta
í hug og fannst þátt á borð við þenn-
an vanta hér landi en svona þættir eru
mjög algengir og vinsælir erlendis,“ segir
Sigga Dögg sem stendur vaktina milli
22-24 á mánudagskvöldum þar sem hún
verður með opna símalínu ásamt því að
svarar spurningum sem hún fær sendar
í tölvupósti. „Ég heiti að sjálfsögðu fullri
nafnleynd en ég hef áður verið með innslög í útvarpi
og sá þá hversu margir hafa áhuga á málefninu.“
Sigga Dögg einbeitir sér að einu umfjöllunar-
efni í hverjum þætti og fær til sín gesti. Meðal
þess sem verður til umfjöllunar í þættinum
er BDSM-heimurinn, kynlífsráðgjöf og -með-
ferðir, kynlífstæki og erótískar bókmenntir.
„Ég fæ til mín konur sem eru með heimasölu
á kynlífsleikföngum og fæ að vita hvað er
vinsælast í dag, einnig fræðumst við um
kynlífsráðgjöf og svo er ég að stofna
erótískan bókaklúbb sem fær sitt pláss í
einum þætti,“ segir Sigga Dögg, spennt
að hefjast handa en hægt er að senda
henni póst með spurningum eða ábend-
ingum á sigga@siggadogg.is. - áp
Kjaftar um kynlíf í beinni
Á LEIÐ Í ÚTVARPIÐ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg
Arnarsdóttir ætlar að svara spurningum hlustenda
um kynferðisleg málefni í beinni í nýjum útvarps-
þætti, Kjaftað um kynlíf, á K100,5.
„Það má segja að platan hafi skrif-
að sig sjálf á meðan á dvölinni stóð
og um leið varð ég enn ástfangn-
ari af Íslandi,“ segir Mike Lindsay,
söngvari bresku hljómsveitarinn-
ar Tunng, um sólóplötu sína Cheek
Mountain Thief.
Hún varð til að mestu yfir
tveggja mánaða dvöl hans á Húsa-
vík á síðasta ári og heldur hann tón-
leika 5. september á Faktorý og 7.
september á Gamla bauknum, eina
bar Húsvíkinga, ásamt hljómsveit-
inni sem hann kynntist þar.
Platan kom út 17. ágúst og hefur
hlotið frábæra dóma hjá breskum
gagnrýnendum, þar á meðal fjórar
stjörnur af fimm hjá Q magazine og
The Guardian.
Baksaga plötunnar er afar áhuga-
verð en Lindsay settist að í sumar-
húsinu Kaldbaki við Kinnafjöllin í
mars 2011. Tilgangur dvalarinnar
var að heimsækja Hörpu Fönn Sig-
urjónsdóttur, sem hann var ástfang-
inn af. Þau kynntust í Þýskalandi
árið 2006 og endurnýjuðu kynni
sín við komu Tunng á Iceland Air-
waves árið 2010. Ástin varð til þess
að Mike býr nú á Íslandi og stefna
þau á að gifta sig á Húsavík að ári.
„Ég ætlaði að semja raftónlist en
endaði með þjóðlagatónlist inn-
blásna af því að vera á öðrum stað,
og fólkinu og fjöllunum,“ segir hann
og heldur áfram. „Þetta varð fljótt
að samstarfsverkefni með fólki frá
Húsavík.“
„Þegar ég kom til Reykjavíkur
tók ég plötuna lengra,“ segir hann.
Gunnar Örn Tynes úr Múm sá
um hljóðblöndun og Mugison, Sin
Fang og Mr. Silla sungu í nokkr-
um lögum. Söngvari þjóðarinnar,
hinn eini og sanni Mugison, flytur
íslenskan texta í laginu Showdown.
„Já, en við þekktumst og höfðum
spilað saman áður en hann varð
frægasti maður á Íslandi,“ segir
hann og hlær.
„Sin Fang syngur í lögunum
Spirit Fight og Darkness. Fyrra
lagið fjallar um yfirnáttúrulega
upplifun mína frá Húsavík. Hún átti
sér stað um fimm um nótt í júní í
fyrra. Þá var snjórinn að bráðna í
Kinnafjöllunum og eftir varð risa-
stórt spurningarmerki úr snjó.“
Cheek Mountain Thief leggur
eftir tónleika vikunnar í tónleika-
ferð. Bandið skipa auk Mike þau
Óskar Andri Ólafsson, Lára Sóley
Jóhannsdóttir, Birkir Ólafsson,
Gunnar Illugi Sigurðsson, Hannah
Rós Sigurðardóttir og Leifur
Björnsson. hallfridur@frettabladid.is
MIKE LINDSAY: FÆR LOFSAMLEGA DÓMA Í BRESKU MÚSÍKPRESSUNNI
Cheek Mountain Thief
innblásin af Húsvíkingum
CHEEK MOUNTAIN THIEF Mike Lindsay, söngvari Tunng, dvaldi á Húsavík í tvo mán-
uði, kynntist hljóðfæraleikurum á eina bar bæjarins og samdi þjóðlagatónlist.
„Ég hlusta helst á Youtube.com
þegar ég vinn. Þessa dagana er
lagið Heads Will Roll með Yeah
Yeah Yeahs í uppáhaldi.“
Magdalena Dybka bloggari.
Ég ætlaði að semja
raftónlist en end-
aði með þjóðlagatónlist
innblásna af því að vera á
öðrum stað.