Fréttablaðið - 04.09.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.09.2012, Blaðsíða 2
4. september 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 KÍNA Ling Jihua, einn af nánustu samstarfsmönnum Hu Jintao Kínaforseta, hefur verið sagt upp störfum. Ástæðan er talin tengj- ast bílslysi í vor, þar sem sonur Jihua sat undir stýri á dýrum Ferrari-bíl. Stutt er í landsþing kín- verska Komm- únistaflokks- ins, þar sem Hu lætur af völdum. Stjórn- málaskýrendur telja hugsanlegt að brotthvarf Lings tengist einnig átökum um arftaka Hus. Kínverskir ráðamenn hafa undan farið orðið fyrir vaxandi gagnrýni vegna lúxuslifnaðar. - gb Mannaskipti í Kína: Missti embætti vegna sonarins HU JINTAO OMAR AL ZOEBRI Upplýsingaráðherra Sýrlands ætlar að veita Brahimi alla mögulega aðstoð. NORDICPHOTOS/AFP SÝRLAND, AP Sýrlenski herinn varp- aði í gær sprengjum á bæinn al Bab, sem er skammt frá tyrknesku landamærunum. Árásirnar kostuðu að minnsta kosti 19 manns lífið. Átökin í landinu hafa kostað meira en 23 þúsund manns lífið frá því þau hófust snemma á síðasta ári. Lakhdar Brahimi, nýr friðar- erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins, segist ekki hafa mikla trú á að friður náist í landinu á næstunni. Hann sagði forvera sinn í þessu erfiða embætti, Kofi Annan, fyrr- verandi framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, einnig hafa gert allt sem hann gat, en þetta væri mjög erfitt verkefni: „Við ræddum þetta nokkrum sinnum og ég get ekki séð að ég hefði gert neitt öðruvísi en hann.“ Hann hvatti síðan Tyrkland, Sádi- Arabíu og Katar til þess að hætta að senda uppreisnarmönnum vopn og veita þeim æfingaaðstöðu. Omar al Zoebri, upplýsingaráð- herra Sýrlands, sagðist hins vegar ætla að veita Brahimi alla þá aðstoð sem hann gæti: „Við munum veita honum hámarksaðstoð, rétt eins og við veittum Kofi Annan.“ - gb Nýr friðarerindreki SÞ og Arababandalagsins í Sýrlandi lítt bjartsýnn: Telur verkið nánast ómögulegt GEORGE OSBORNE Verður fjármálaráð- herrann látinn hætta? NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND, AP Þeir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Nick Clegg aðstoðarforsætisráð- herra hyggjast stokka upp í ríkis- stjórn sinni, sem hefur starfað í rúm tvö ár. Glíman við efnahagskrepp- una hefur ekki gengið vel og nú mælist samdráttur í fyrsta sinn síðan 2009. Stjórnin hefur þurft að hætta við ýmsar aðgerðir í efnahagsmálum, sem hefur dreg- ið úr trúverðugleika hennar. Búist er við að tilkynnt verði um breytingar á ráðherraliði stjórnarinnar í dag. Mesta óviss- an snýst um það hvort George Osborne fjármálaráðherra verð- ur látinn taka pokann sinn. - gb Cameron stokkar upp: Breytingar á ráðherraliði ÍÞRÓTTIR „Það þarf einfaldlega kol- vitlaust veður,“ segir Hrafnkell Sigtryggsson, sem annast mál Red Bull Storm Chase-seglbretta- keppninnar hér á Íslandi. Áætlað er að tíu af fremstu segl- brettaköppum heims taki þátt í umræddri keppni í haust. „Það er fylgst með sjö stöðum í heiminum. Ef spár benda til þess að það verði snarvitlaust veður einhvers stað- ar þá er liðinu hóað út þangað,“ útskýrir Hrafnkell. Um er að ræða tíu keppendur, dómara, björgunar- fólk og kvikmyndatökulið. Aðrir staðir sem til greina koma eru Hatteras-höfði í Bandaríkj- unum, norðvesturströnd Írlands, Costa de la Muerta (Strönd dauð- ans) á Spáni, Bretagne-skagi á Frakklandi, Omaezaki í Japan og Tasmanía sem þykir líklegust í augnablikinu. „Aðstæðurnar sem verið er að leita að eru 28 metrar á sekúndu eða meira,“ segir Hrafnkell sem kveður reyndar dálítið tæpt að Ísland verið fyrir valinu þetta haustið. „Það er helst ef það koma leifar af fellibyl sem það verður nógu hvasst.“ Keppendurnir eru að sögn Hrafnkels flestir þátttakendur í heimsbikarnum í íþróttinni sem Hrafnkell líkir við snjóbretta- keppni. Menn fái stig eftir því hversu hátt er stokkið, eftir því hversu vel stökkin eru útfærð og því hversu stórum öldum menn nái að fleyta sér áfram á. Að sögn Hrafnkels hreifst breskur maður sem var hér á ferð í apríl í fyrra af aðstæðum hér og spurðist fyrir um þær meðal íslenskra seglbrettamanna. Það hafi leitt til þess að gamall segl- brettakappi, sem er nú aðaldómari í bæði heimsbikarnum og Storm Chase-keppninni, hafi fengið auga- stað á landinu. Hrafnkell aflaði því upplýsinga fyrir þá um ýmsa staði frá suðvesturhorni landsins austur að Vík í Mýrdal. „Landeyjahöfn er mjög spenn- andi. Sandrifið fyrir utan höfn- ina er ansi líklegt til þess að búa til stórar öldur,“ segir Hrafnkell, sem kveður svæðið í kringum Vestmannaeyjar og Landeyjahöfn ákjósanlegt. „Það er ekkert sem truflar vindinn og þægileg sand- strönd þar sem auðvelt er að fara út með sæþotur sem eru hluti af öryggisviðbúnaðinum. Og ekki spilla fyrir stikkorð eins og eld- gos og Eyjafjallajökull.“ Á heimasíðu Storm Chase- keppninnar má lesa að Ísland hafi marga kosti. Ókosturinn sé myrk- ur þegar komið sé fram í miðjan október og kuldi þegar nóvember er genginn í garð. „En þeim finnst þetta spennandi. Ef það kemur stór lægð geta stórir hlutir gerst. Þetta er séns,“ segir Hrafnkell Sig- tryggsson vongóður. gar@frettabladid.is Þurfa að lágmarki 28 metra á sekúndu Möguleiki er á að tíu úr hópi fremstu seglbrettakappa heims keppi við Ísland, sem er einn af sjö stöðum sem koma til greina fyrir svokallaða Red Bull Storm Chase-keppni. Svæðið við Landeyjahöfn og Vestmannaeyjar þykir ákjósanlegt. ÞVÍ VERRA ÞVÍ BETRA Allt eðlilegt fólk heldur sig innandyra í uppáhaldsveðri fremstu seglbrettakappa heims sem stefna nú mögulega til Íslands. HEILSA Með því að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni á áttræð- isaldri geturðu aukið lífslíkur þínar til muna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var unnin af vísindamönnum við háskóla- sjúkrahúsið Karolinska í Svíþjóð. Í frétt BBC kemur fram að rannsakaður hafi verið lífsstíll 1.810 manna sem voru komnir yfir 75 ára aldurinn. Samkvæmt niðurstöðunum lifðu karlmenn með heilbrigðasta lífsstílinn sex árum lengur en hinir og konur fimm árum lengur. - fb Heilbrigt fólk yfir 75 ára: Lífslíkur aukast um mörg ár SVÍÞJÓÐ Vefsíður sænsku ríkis- stjórnarinnar, hersins og fleiri sænskra opinberra stofnana lágu niðri klukkustundum saman í gær. Það voru nafnlausir tölvuþrjót- ar sem stóðu fyrir árásum á vef- síðurnar, að eigin sögn til stuðn- ings Julian Assange, stofnanda lekasíðunnar Wikileaks. Þetta full- yrða þeir á Twitter-síðunni. Assange hefur reynt að koma sér undan framsali frá Bretlandi til Svíþjóðar, þar sem saksóknari vill yfirheyra hann vegna ásakana um kynferðisbrot. - gb Tölvuþrjótar gegn Svíþjóð: Lokuðu síðum stjórnar og hers SJÁVARÚTVEGUR Ekki þokaði í samningsátt á fundi Íslands, Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins um makrílveiðar í London í gær. Of mikið ber enn á milli aðila varðandi skiptingu aflans, en í sameigin- legri yfirlýsingu allra aðila segir að samnnings- umleitanir muni halda áfram á reglubundnum haustfundi ríkjanna í næsta mánuði og að allir eru sammála um að virða vísindalega ráðgjöf. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni, en Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri fór fyrir ESB-nefndinni, og Lis- beth Berg-Hansen sjávarútvegsráðherra fór fyrir hinni norsku. Steingrímur sagði í viðtali við Stöð 2 í gær að ekki hafi verið við Íslendinga að sakast hvernig fór. „Við mættum til þessa fundar og vorum tilbúnir eins og við höfum verið til þess að sýna ákveðinn sveigjanleika varðandi okkar hlutdeild gegn því að það kæmi þá sæmilega ríflegur aðgangur að lögsög- um hinna ríkjanna á móti og auðvitað í þágu þess að ná fram heildarsamkomulaginu sem hefur verð- mæti í sjálfu sér fyrir alla aðila,“ sagði Steingrímur. Damanaki og Berg-Hansen sendu frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu þar sem þær lýstu yfir von- brigðum með að ekki hafi náðst niðurstaða. Þær boðuðu auk þess nánara samstarf um þetta lykilmál og nota til þess „öll tiltæk ráð“ eins og segir í yfir- lýsingunni. Evrópuþingið mun síðar í mánuðinum taka afstöðu til þess hvort beita eigi viðskiptaþvingunum í makríl deilunni. - þj Árangurslaus samningsfundur strandríkjanna um makrílveiðar: Of mikið ber enn á milli aðila MAKRÍLVINNSLA Samningaviðræður Íslands, Noregs, Færeyja og ESB í gær báru ekki árangur. Næsta tilraun til samninga verður gerð í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Reynir, getið þið ekki bara spólað áfram? „Aðalatriðið er að halda áfram og nýta það góða sem kom út úr þessu.“ Miklar umræður hafa verið á Hornafirði vegna mikils umframkostnaðar bæjar- sjóðs í tengslum við gerð sjónvarpsþátta. Reynir Arnarson, formaður bæjarráðs, sagði í bæjarstjórn að ekki væri hægt að spóla aftur á bak og byrja upp á nýtt. STJÓRNSÝSLA Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra telur sig hvorki þurfa að segja af sér né biðjast afsökunar vegna brots á jafnréttislög- um. Þetta sagði hann í Kastljósi á RÚV í gær- kvöldi . Nokkur þrýst- ingur hefur verið á Ögmund frá hans eigin flokksmönnum eftir að Kæru- nefnd jafn- réttismála sagði hann hafa gerst brotlegan þegar hann réði karl í stað konu í embætti sýslumanns á Húsavík. Björn Valur Gísla- son, þingflokksformaður Vinstri græns, sagði á vef sínum að ef dómstólar kæmust að þeirri niður- stöðu að ráðherra hafi breytt rangt í þessu máli, yrði Ögmundur að víkja úr embætti. - þj Innanríkisráðherra í Kastljósi: Segir afsögn ekki nauðsyn ÖGMUNDUR JÓNASSON SPURNING DAGSINS Ef það kemur stór lægð geta stórir hlutir gerst. HRAFNKELL SIGTRYGGSSON UMSJÓNARMAÐUR SEGLBRETTA- KEPPNI Á ÍSLANDI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.