Fréttablaðið - 04.09.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.09.2012, Blaðsíða 16
16 4. september 2012 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Víða erlendis taka foreldrar grunn-skólabarna mun virkari þátt í ráðn- ingarferli skólastjóra en tíðkast á Íslandi. Talið er æskilegt að foreldrar, skatt- greiðendur, hafi þannig beina aðkomu að þeirri lykilákvörðun, sem ráðning skóla- stjóra vissulega er fyrir skólann og við- komandi íbúahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur vilja að virkt samráð verði tekið upp við foreldra- félög í borginni við nýráðningar skóla- stjóra og hafa lagt fram tillögu þar að lútandi. Slíkt samráð feli í sér að í skóla, þar sem ráðning skólastjóra stendur fyrir dyrum, skuli gefa stjórn viðkomandi for- eldrafélags kost á að kynna sér helstu upplýsingar um umsækjendur og hitta þá að máli til að kynnast sýn þeirra á starfið. Ef því verður við komið, verði stjórn for- eldrafélags heimilt að efna til fundar, sem opinn verði öllum foreldrum viðkomandi skóla, þar sem umsækjendum, sem full- nægja kröfum til starfsins, verði gefinn kostur á að kynna sig og stefnumál sín. Í framhaldi af slíkum fundi sé stjórn foreldrafélags heimilt að skila umsögn til skóla- og frístundaráðs með áliti um hver sé hæfastur til að gegna viðkom- andi starfi. Stjórn foreldrafélagsins verði einnig heimilt að skila umsögn til ráðs- ins án þess að mælt sé með ákveðnum umsækjanda en með ábendingum um hvaða atriði sé æskilegt að leggja áherslu á þegar ráðið verður í stöðuna með tilliti til vilja foreldra og aðstæðna í umrædd- um skóla. Með samþykkt tillögunnar yrði brotið blað varðandi aðkomu foreldra að skóla- starfi í Reykjavík. Foreldrafélög fái þannig í raun rétt til umfjöllunar og umsagnar áður en nýr skólastjóri er ráð- inn. Það væri síðan hverju foreldrafélagi í sjálfsvald sett hvort slík heimild yrði nýtt og með hvaða hætti. Þannig væri tryggt að rödd foreldra myndi heyrast í ráðningarferlinu en eftir sem áður myndi skóla- og frístundaráð Reykjavíkur annast sjálfa ráðninguna og bera ábyrgð á henni eins og kveðið er á um í samþykktum ráðsins. Foreldrar komi að ráðningum skólastjóra grunnskólanna Menntamál Kjartan Magnússon borgarfulltrúi S ú tímabæra breyting tók gildi um mánaðamótin að nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tók til starfa. Hin gamla skipan mála var orðin löngu úrelt. Þar áttu fornir undirstöðuatvinnuvegir, sjávarútvegur og landbúnaður, auk iðnaðarins „sín“ ráðuneyti og aðrar atvinnugreinar fengu takmarkaða eða handahófskennda athygli. Rökin fyrir því að leggja niður lítil ráðuneyti sem pössuðu upp á sérhagsmuni og setja á fót stórt ráðuneyti sem horfir á hagsmuni og starfsumhverfi atvinnulífsins almennt eru augljós, enda hafa allir stóru flokkarnir ályktað um málið, þótt sumir hafi eitthvað lítið viljað kannast við það nú í aðdraganda þessarar breytingar. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráð- herra, sagði réttilega hér í blaðinu í síðustu viku að með þessari breytingu skapaðist meira jafn- ræði með atvinnugreinunum. „Við getum tekið einhverja mestu vaxtargrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferða- þjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma,“ sagði Steingrímur. „Þá er verslunin mjög mikil- væg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi.“ Ein mikilvægasta breytingin er sú að sameinað ráðuneyti ætti að hafa bolmagn til sjálfstæðrar stefnumótunar í stað þess að ganga erinda öflugra hagsmunasamtaka atvinnugreinanna, eins og oft hefur brugðið við. Einkum og sér í lagi í landbúnaðarráðuneytinu á meðan það var og hét, en líka að einhverju leyti í sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytunum, var stundum erfitt að átta sig á því hvar stjórnsýslan endaði og hagsmunasamtökin tóku við. Breytingin setur hins vegar ráðherra atvinnu- og nýsköpunar- mála í nýja stöðu. Hann getur ekki lengur verið hagsmunagæzlu- maður og talsmaður „sinnar“ atvinnugreinar á kostnað annarra. Um þetta skrifuðu forystumenn Samtaka verzlunar og þjónustu, Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon, í grein í helgar- blaði Fréttablaðsins: „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíð- inni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhags- munir ráði aldrei för.“ Þetta eru vafalaust væntingar, sem fleiri gera til nýs ráðuneytis og ráðherra þess. Þá vakna spurningar eins og þessi: Hvað gerir Steingrímur J. Sigfússon til dæmis ef enn einu sinni slær í brýnu með landbúnaðinum, sem vill hafa sem allra hæsta tolla á mat sem er fluttur inn til landsins, og innflytjendum og smásölum á mat- vörumarkaði, sem ásamt neytendum eiga skýra hagsmuni af því að tollar séu sem lægstir og samkeppnin sem virkust? Hvar telur hann að almannahagsmunirnir liggi? Það getur orðið vandlifað í hinum nýja sameinaða ráðherrastól og mun reyna á ráðherrann. Nýtt ráðuneyti á að horfa til heildarhagsmuna: Reynir á ráðherrann Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Sýnd í Odda 101 Í dag kl. 17:00 Skuggagaldrar Allir velkomnir, aðgangur ókeypis Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir kvikmyndina Eru kvikmyndir ógn við hefðina? Pilsfaldakapítalisminn Einn af hornsteinum stefnu Sjálf- stæðisflokksins er að nýta eigi krafta einstaklingsins með sem minnstum afskiptum hins opinbera. Markaður- inn á helst að ráða. Nú ber svo við að fyrirtæki austur á fjörðum hefur keypt fyrirtæki í Vestmannaeyjum á þessum sama markaði. Bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum, sem Sjálfstæðis- menn skipa, hyggst hins vegar koma í veg fyrir að markaðurinn ráði og stíga inn í þau kaup. Pilsfalda kapítalismi hét þetta einu sinni og á að heita enn, óháð því hvort gjörningurinn sé réttur eður ei. Fórnarlambavæðingin Orð hafa ábyrgð og það skilja þeir sem tjá sig og rita á opinberum vett- vangi. Undanfarið hafa nokkur dæmi sést af því að menn úr viðskiptalífinu tala um sig sem fórnarlömb vegna þess hvernig fyrir þeim er komið. Með því reyna þeir að nýta sér þá samúð sem orðinu fylgir. Vel má vera að einhverjir þeirra telji sig svikna í viðskiptum, en er ekki ábyrgara að skýla sér ekki á bak við fórnarlambs- stimpil? Sama skrifstofan Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, fagnar nýju ráðuneyti umhverfis- og auðlindamála. Hann segir í pistli á heimasíðu sinni að planið hafi verið að lagt yrði á ráðin um allar auðlindir hafs og lands á einum stað í stjórnarráðinu, í umræddu ráðuneyti. Þess vegna sé það miður að ekki hafi orðið af þessu, eina breytingin sé nýtt heiti á skrifstofunum við Skuggasund. Eina stofnunin sem flust hafi undir ráðuneytið sé Veiðimála- stofnun. Þurfa ekki oddvitar ríkisstjórnarinnar að svara fyrir þessa gagnrýni? kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.