Fréttablaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 6
3. október 2012 MIÐVIKUDAGUR6
STJÓRNMÁL Breiður hópur reynslubolta úr
stjórnmálum, atvinnulífi og samtökum
launafólks fundaði á Hótel Nordica í gær
með það að markmiði að reyna að stýra
þjóðfélagsumræðunni, og þá ekki síst um-
ræðunni um Evrópumál, í skýrari farveg.
Fundarmenn hafa ekki í hyggju að stofna
formlegan félagsskap og því er nýtt fram-
boð ekki inni í myndinni, að svo stöddu.
Fundarmenn hafa ólíkan bakgrunn og eiga
sér fortíð innan flestra stjórnmálaflokka
sem eiga fulltrúa á Alþingi.
Benedikt Jóhannesson, framkvæmda-
stjóri og einn skipuleggjenda, segir tilurð
fundarins vera einfalda. „Það er umræðan
í samfélaginu sem er ástæða þess að við
setjumst niður. Mönnum finnst stjórnmálin
vera í úlfakreppu; menn ræða annars vegar
aukaatriði og hins vegar eru þetta persónu-
legar hnýtingar. Um leið og einhver vill
horfa til framtíðar er eins og slökkt sé á
umræðunni og þá get ég ekki undanskilið
neinn stjórnmálaflokk í því sambandi.“
Benedikt segir það uggvænlegt, þegar
fáeinir dagar eru í fjögurra ára afmæli
kreppu á Íslandi, að enn séu í landinu
gjaldeyrishöft, lægri laun en víða erlendis,
hærri vextir og verðbólga, lakara vel-
ferðar kerfi og minna atvinnufrelsi. „Og
það er ekki í augsýn að þetta breytist og
stjórnmálamenn tala þannig að vegna þess
að þessu verði ekki breytt í bráð þá eigi
bara að tala um þetta seinna. Þessu vill
hópurinn breyta og gera eitthvað í málinu.“
Ekki er um formlegan félagsskap að
ræða sem hittist í gær. En kemur fram-
boð til greina? „Þar heyri ég að menn hafa
ólíkar skoðanir. En þetta er fólk með ólíkan
bakgrunn í stjórnmálum þó það sé sam-
mála um viss grundvallaratriði. Orð eru
til alls fyrst og þetta getur þróast í ýmsar
áttir,“ segir Benedikt og bætir við að jarð-
vegurinn fyrir stjórnmálaumræðuna sé
frjór þessa dagana enda fram undan próf-
kjör stjórnmálaflokkanna fyrir komandi
alþingiskosningar. svavar@frettabladid.is
KJÖRKASSINN
GEORGÍA, AP Mikhaíl Saakasvili
Georgíuforseti hefur viðurkennt
ósigur flokks síns í þingkosn-
ingum á mánudag. Bidzina Ivanis-
vili, leiðtogi stjórnarandstöðunnar,
skorar á Saakasvili að segja af sér.
Búast má við aukinni hörku í
stjórnmálum Georgíu næstu miss-
erin, eftir að Ivanisvili tekur við
sem forsætisráðherra, en kjör-
tímabil Saakasvili rennur ekki út
fyrr en að ári.
Saakasvili hefur verið við völd
í níu ár. Hann hefur gert ýmsar
umbætur í stjórnmálum og efna-
hagsmálum, sem hafa laðað erlenda
fjárfesta til landsins. Fyrir vikið
hefur hagvöxtur tekið stökk á
síðustu árum.
Ivanisvili, sem er leiðtogi Draums
Georgíu, bandalags stjórnar-
andstöðuflokkanna, segir að
umbætur forsetans séu tómt grín og
að hugmyndafræði hans sé reist á
lygum. Ivanisvili vill bæta tengslin
við Rússa, sem hafa stirðnað veru-
lega á valdatíma Saakasvili, sem
hefur hallað sér meira að Vestur-
löndum en að Rússlandi. Ivanis-
vili er milljarðamæringur. Hann
hagnaðist á viðskiptum í Rússlandi
og hefur til þessa verið lítt þekktur
meðal almennings í Georgíu.
Hann býr sig nú undir að mynda
ríkisstjórn. - gb
Georgíuforseti viðurkennir sigur stjórnarandstöðunnar í þingkosningum:
Ivanisvili vill afsögn forsetans
BIDZINA IVANISVILI Segir umbætur
forsetans tómt grín. NORDICPHOTOS/AFP
Lagnir og brú yfir Blöndu
Á næsta ári verða tvær heitavatns-
lagnir lagðar yfir Blöndu til að sinna
nyrðri byggðinni á Blönduósi og
Skagaströnd. Þetta segir á vefnum
Huni.is. Þar segir einnig að lagnirnar
verði tengdar nýrri göngubrú sem
lögð verður yfir Blöndu.
BLÖNDUÓS
SAMGÖNGUR Umferðin á höfuð-
borgarsvæðinu dróst lítillega
saman í september miðað við
sama tíma í fyrra, eða um 0,9 pró-
sent.
Þó hefur umferðin aukist frá
áramótum innan svæðisins, eða
um 1,1 prósent. Mest jókst hún
í júlí, um 7,7 prósent, er fram
kemur á vef Vegagerðarinnar. Það
gæti bent til þess að höfuðborgar-
búar hafi farið minna út á land
þetta sumarið, enda dróst um-
ferðin um hringveginn saman um
2,5 prósent þann mánuð. - sv
Umferð jókst í Reykjavík í júlí:
Færri óku bíl í
síðasta mánuði
Ari K. Jónsson rektor. Andrés Magn-
ússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Árni
Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar.
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórn-
málafræði. Benedikt Jóhannesson,
framkvæmdastjóri Talnakönnunar.
Finnur Oddsson, framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Pálsson,
forstjóri Hótel Rangár. Guðmundur
Gunnarsson verkalýðsforingi. Gylfi
Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands
Íslands. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim-
skips. Halldór Halldórsson, formaður
Samtaka sveitarfélaga. Haraldur Flosi
Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveit-
unnar. Helgi Magnússon iðnrekandi.
Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra
Framsóknarflokksins. Jón Sigurðsson,
fyrrverandi ráðherra Framsóknar-
flokksins. Jón Sigurðsson, Össuri.
Kristín Pétursdóttir, Auði Capital.
Kristrún Heimisdóttir lektor. Magnús
Geir Þórðarson, Leikfélagi Reykjavíkur.
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins. Rannveig Guð-
mundsdóttir, fyrrverandi þingmaður
Samfylkingarinnar. Stefán Jón Haf-
stein, Þróunarsamvinnustofnun. Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins. Vilhjálmur
Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP.
Vilmundur Jósepsson, formaður Sam-
taka atvinnulífsins. Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi
forsætisráðherra. Þórður Magnússon,
stjórnarformaður Eyris. Þórunn Svein-
bjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður
Samfylkingarinnar.
Þessi voru meðal fundarmanna á Hótel Nordica
Vilja innihaldsríkari stjórn-
málaumræðu í landinu
Þungavigtarfólk úr stjórnmálum, atvinnulífi og samtökum launafólks fundaði í gær. Markmið hópsins er
að hafa áhrif á þjóðmálaumræðuna í landinu; ekki síst innan stjórnmálaflokkanna. Útiloka ekki framboð.
FUNDAÐ Alls skrifuðu 72 einstaklingar undir ályktun fundarins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
■ Agaða hagstjórn sem samræmi stefnuna í
ríkisfjármálum og málefnum atvinnuveganna
markmiðinu um fjármálastöðugleika og upptöku
nothæfs gjaldmiðils.
■ Traustan pólitískan stuðning við efnahagsmark-
miðin og aðildarviðræður við Evrópusambandið.
■ Nýja raunhæfa áætlun um aðildarviðræðurnar
með hliðsjón af aðstæðum hér heima og í
Evrópu.
■ Sú breyting á stjórnarskránni taki gildi sem
tryggir að þjóðin geti tekið þessar brýnu ákvarð-
anir um stöðu Íslands í Evrópu á næsta kjör-
tímabili.
Ályktun – Fjögur meginmarkmið
BORGARMÁL Orkuveita Reykjavík-
ur hyggst selja tæplega helmings
hlut í Gagnaveitu Reykjavíkur,
en meðal þeirra sem hafa sýnt
áhuga á slíkum kaupum eru líf-
eyrissjóðirnir.
Eigendanefnd Orku veitunnar
hefur samþykkt tillögu þess
efnis, en stjórn Orkuveitunnar
mun taka málið til umfjöllunar
síðar í mánuðinum.
Frá þessu var skýrt í Morgun-
blaðinu í gær. Þar kemur einnig
fram að vonast sé til þess að
í það minnsta tveir og hálfur
milljarður fáist út úr sölunni. Í
fjárhagsáætlun Orkuveitunnar
er gert ráð fyrir sölu eigna upp
á ríflega fimm milljarða króna á
næsta ári. - gb
Hlutur í Gagnaveitu til sölu:
Orkuveitan vill
selja helming
FRAMKVÆMDIR Á VEGUM GAGNAVEITU
Ljósleiðari hefur verið lagður um allt
höfuðborgarsvæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Tækifæri tengd kísilveri
Tvö fyrirtæki hafa hug á að nýta sér
gufu frá fyrirhuguðu kísilveri í Helgu-
vík. Frá þessu segir á vef Víkurfrétta.
Hugmyndirnar eru háðar því að kísil-
verið verði að veruleika, en bærinn
hefur þegar úthlutað öðru fyrirtækinu
lóð á hafnarsvæðinu.
REYKJANESBÆR
Þekkir þú fólk sem hefur glímt
við ófrjósemi?
JÁ 78,6%
NEI 21,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ert þú búin(n) að kaupa skjól-
flík fyrir veturinn?
Segðu skoðun þína á Vísir.is