Fréttablaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 38
3. október 2012 MIÐVIKUDAGUR34 MORGUNMATURINN „Mér finnst gaman að horfa á heimildarmyndir um klikkað og skrítið fólk og á ýmsa þætti sem eru sýndir á sjónvarpsstöðinni Animal Planet.“ Hrefna Rósa Sætran, kokkur og veitinga- staðaeigandi. www.hugarfar.is I hugarfar@hugarfar.is I sími 661-5522 Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is www.sorg. is sorg@sorg. is Vetrarstarf Nýrrar dögunar hefst n.k. fimmtudagskvöld 4. október kl. 20:30 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Fyrirlesari sr. Svavar Stefánsson. Þann 11. október fer af stað stuðningshópur fyrir aðstandendur sem verður vikulega á fimmtudögum kl. 20 í Fella- og Hólakirkju. Einnig verður opið hús þriðjudagskvöldið 23. október og 27. nóvember kl. 20 í Breiðholtskirkju. Húsið opnar kl. 19:00 þar sem fólk getur komið, spjallað og fengið kaffi. Allir velkomnir. stuðningur við aðstandendur Dublin 87.900 kr.* *m.v. 2 fullorðna í tvíbýli á Hotel Camden Court með morgunmat. Ég hef alltaf staðið í því að yrkja, þetta er ekkert nýtt,“ segir Einar Georg Einarsson sem komist hefur í sviðsljósið undanfarið vegna textagerðar á plötum sona sinna Ásgeirs Trausta og Þorsteins í Hjálmum. Fyrsta plata þess fyrr- nefnda, Dýrð í dauðaþögn, hefur slegið rækilega í gegn og trónað nokkrar vikur í röð á toppi Tón- listans. „Á sínum tíma gerði ég mikið af textum fyrir Óðin G. Þórarins- son og þjóðlagasveit sem kallaði sig Mýbit og fleiri. Árum saman var ég svo veislustjóri hjá ýmsum aðilum og flutti þá gjarnan frum- samið efni,“ segir Einar Georg og útskýrir aðspurður að sjálfur hafi hann ekkert gefið út af efni. „Nei, ekki enn. Ég var reyndar einhvern tímann búinn að taka saman efni í ljóðabók og ganga frá henni til útgáfu, en svo var ég bara ekkert ánægður með hana þannig að ég hætti við það.“ Við leit á Google kemur í ljós að Einar Georg var einn höfunda áramótaskaupsins í Sjónvarpinu 1979 en hann segir það þó alls ekki hafa verið einsdæmi. „Áður en það kom til hafði ég verið mjög mikið í útvarpinu og samið ára- móta skaup þar ásamt Jónasi Jón- assyni og fleirum í mörg ár. Það voru alveg fullkomin ára móta- skaup þótt grínið sæist ekki og var löngu komin hefð fyrir því áður en sjónvarpið kom. Þeir héldu bara þessari hefð áfram.“ Einar Georg er íslensku kennari og hefur kennt víða um land, auk þess að vera skólastjóri á nokkrum stöðum. Hann býr nú á Laugarbakka í Miðfirði þar sem hann kenndi í sjö ár þar til hann lét af störfum fyrir þremur árum. Hefur hann einbeitt sér meira að yrkingunum síðan hann hætti að kenna? „Ég er mikið í því að skrifa og yrkja, en það fer bara ofan í skúffuna,“ segir hann og hlær við. „En ég stefni á að gefa út bók á næsta ári og hef undanfarið ein- beitt mér að því að yrkja í hana.“ Spurður hvort synirnir Þorsteinn og Ásgeir Trausti hafi tónlistar- gáfuna frá pabba sínum telur Einar Georg aldrei gott að segja hvaðan fólk hafi hæfileika. „Ég hef auðvitað sungið eigið efni þegar ég hef verið veislustjóri og samið nokkur lög fyrir kóra, þannig að kannski á ég einhvern þátt í því hvaða braut þeir fetuðu.“ fridrikab@frettabladid.is EINAR GEORG EINARSSON: STEFNI AÐ BÓK Á NÆSTA ÁRI Semur texta fyrir synina FEÐGAR Einar Georg, sem hér gæðir sér á kaffi og kruðeríi með syni sínum, nýstirninu Ásgeiri Trausta, hefur samið nokkur lög og segist kannski hafa átt þátt í því hvaða braut synir hans fetuðu. „Guðmundur er búinn að vera í biðstöðu undan farið og bíður þess eins að fá kallið. Við vonumst til þess að geta farið með honum til Frakklands í janúar þegar aðgerðin verður framkvæmd og fylgja honum svo eftir í endur hæfingarferlinu,“ segir Örn Marinó Arnarson kvikmyndagerðarmaður. Hann og Þorkell Harðarson munu fylgja Guðmundi Felix Grétarssyni eftir þegar græddir verða á hann nýir handleggir. Guðmundur Felix missti báða handleggi rétt fyrir neðan axlir í vinnuslysi árið 1998. Hann hefur síðan þá haldið í vonina um að komast í handaágræðslu á sérhæfðu sjúkra- húsi í Frakklandi. „Verkefnið mun taka rúm tvö ár því það er sá tími sem það tekur taugarnar að vaxa úr hans líkama og fram í fingurgómana. Það er sex klukkutíma gluggi sem gefst frá því að gjafi finnst og þar til Guðmundur þarf að vera mættur í aðgerðina þannig við þurfum að vera fljótir á staðinn þegar það gerist,“ segir Örn Marinó sem rekur framleiðslufyrirtækið Markell Produc- tions ásamt Þorkeli. Þeir munu svo fljúga reglulega til Lyon næstu tvö árin og fylgja Guðmundi eftir í endurhæfingarferlinu. Aðspurður segist Örn Marinó hlakka til að takast á við verkefnið. „Guðmundur er svo jákvæður og brattur og við hlökkum mikið til að takast á við verk- efnið. Við búumst við erfiðleikum líka því aðgerðin tekur á. Álagið er þó allt á Guðmundi fram að frumsýningu, þá verðum við undir pressu.“ - sm Fylgja Guðmundi Felix eftir í aðgerð LANGT VERKEFNI Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson ætla að fylgja Guðmundi Felix Gíslasyni eftir þegar græddar verða á hann hendur. „Pabbi átt stóran þátt í því að kveikja áhuga minn á að yrkja. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því sem hann hefur ort,“ segir Þorsteinn Einarsson, söngvari Hjálma, um áhrif föður síns, Einars Georgs, á starfsval sitt. „Sam- starf okkar byrjaði þannig að ég tók bara einhverja texta sem ég fann hjá honum og samdi lög við þá, en svo hefur þetta þróast þannig í seinni tíð að ég hef stundum beðið hann sérstaklega um að yrkja texta fyrir mig.“ Þið hafið verið að koma fram saman bræðurnir, ekkert dottið í hug að hafa pabba ykkar með ykkur? „Það er alveg spurning. Hann er búinn að vera í þessu í marga áratugi og kann þetta.“ ALLTAF HAFT ÁHUGA Á LJÓÐUNUM HANS PABBA Tæplega 23.500 manns hafa séð kvikmyndina Djúpið síðan hún var frumsýnd 21. september og geta aðstandendur hennar því vel við unað. Til samanburðar hafa aðeins tæplega 5.200 manns séð spennu- tryllinn Frost sem var frumsýndur tveimur vikum fyrr. Þetta kemur fram í nýjustu tölum SMÁÍS, Sam- taka myndrétthafa á Íslandi, frá síðasta mánudegi. Tekjurnar af Djúpinu nema 30,5 milljónum króna en tekjurnar af Frost eru tæpar 6,5 milljónir. Djúpið, í leikstjórn Baltasars Kormáks, hefur fengið fyrirtaks dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hér í Fréttablaðinu, en viðbrögðin við Frosti í leikstjórn Reynis Lyng- dal hafa verið heldur dræmari. Til að mynda hlaut hún einungis eina stjörnu af fimm mögulegum hér í blaðinu. Þess má geta að Djúpið verður framlag Íslendinga til Óskars verðlaunanna sem verða afhent í Hollywood á næsta ári. Þriðja íslenska myndin sem hefur verið í bíó að undanförnu er Ávaxta- karfan í leikstjórn Sævars Guð- mundssonar. Um 10.600 manns hafa séð þessa barnamynd síðan hún var frumsýnd 31. ágúst og nema tekjurnar 7,9 milljónum króna. - fb Djúpið miklu vinsælli en Frost DJÚPFRYSTING Kvikmyndin Djúpið hefur notið mun meiri vinsælda en Frost hér á landi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.