Fréttablaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 18
3. október 2012 MIÐVIKUDAGUR18
timamot@frettabladid.is
„Þetta eru málefni sem allir eiga að
láta sig varða,“ segir Árni Stefán
Árnason, dýraréttarlögfræðingur
og svokallaður sendiherra Íslands á
alþjóðlega degi dýranna sem verður
haldinn hátíðlegur á morgun.
Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlega
degi dýranna er fagnað hér á landi. 4.
október er hátíðardagur verndardýr-
lings dýranna, heilags Frans frá Ass-
isi, en dagurinn var í fyrsta sinn skil-
greindur á ráðstefnu vistfræðinga í
Flórens á Ítalíu árið 1931.
Upphaflegt markmið dagsins var
að vekja athygli á dýrategundum í
útrýmingarhættu en Árni segir að
í dag snúist dagurinn meira um að
berjast fyrir bættri velferð og með-
ferð dýranna.
„Þetta er í fyrsta sinn sem þessi
dagur er haldinn hátíðlegur hér á
landi undir þessum formerkjum. Dag-
urinn á ekki síst að beina sjónum að
því hvernig við förum með dýr í dag
og hvernig við getum bætt búfjár-
hald,“ segir Árni og á þá við til dæmis
í matvæla- og fataframleiðslu.
Árni vill vekja athygli Alþingis á
hvernig dýravelferð er háttað hér á
landi en hann fullyrðir að mörgu sé
ábótavant í þeim efnum. Hann gagn-
rýnir þá helst verksmiðjubúskap-
inn og tekur sem dæmi eggjafram-
leiðslu þar sem hænur eru lokaðar
inni margar saman í litlum rýmum
til að verpa.
„Evrópusambandið hefur til
dæmis nýlega bannað þessa með-
ferð á hænum í eggjaframleiðslu en
hér á landi breytist þetta ekki. Nýleg-
ar rannsóknir sýna að dýrin standa
miklu nær okkur í erfðafræðilegum
skilningi en talið hefur verið. Það
þýðir að dýr eru fullfær um að upp-
lifa vellíðan og þjáningu eins og við.“
Í tilefni af degi dýranna verður
hátíðardagskrá í Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði og hefst hún klukkan 20. Árni
hvetur sem flesta til að mæta enda
verður þetta létt og stutt kynning á
alþjóðlega degi dýranna sem og tón-
listaratriði og upplestur.
Árni segir morgundaginn setja
nýjan tón fyrir dýravernd á Íslandi
en nánari upplýsingar má finn á vef-
síðunni Dagurdyranna.is eða á World-
animalday.co.uk. alfrun@frettabladid.is
ALÞJÓÐLEGI DAGUR DÝRANNA: HÁTÍÐARSTUND Á MORGUN
Berjast fyrir bættri velferð
og meðferð á húsdýrum
BERST FYRIR MÁLLEYSINGJANA Árni Stefán Árnason, dýraréttarlögfræðingur og sendiherra Íslands á alþjóðlega degi dýranna, hvetur alla til að
hugsa til dýranna á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ZLATAN IBRAHIMOVIC, sænskur landsliðsmaður í knatt-
spyrnu og leikmaður Paris Saint-Germain, er 31 árs í dag.
„Meiddur Zlatan eru vondar fréttir fyrir öll lið.“
31
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR
áður til heimilis að Aratúni 2, Garðabæ,
lést á blóðmeinadeild Landspítalans
við Hringbraut aðfaranótt sunnudags
30. september. Útförin fer fram frá Landa-
kotskirkju föstudaginn 5. október kl. 15.00.
María Gísladóttir
Margrét Gísladóttir Pétur Grétarsson
Guðjón Gíslason
Gísli Jón Gíslason Kristín Helgadóttir
Kristín Gísladóttir Valdimar Grímsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT STEINGRÍMSDÓTTIR
Brúnavegi 9 – Hrafnistu, Reykjavík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
26. september. Útförin fer fram
frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
4. október kl. 13.00.
Árni Gunnarsson Sjöfn Óskarsdóttir
Vilborg Gunnarsdóttir Gunnar Aðalsteinsson
Guðrún Erla Gunnarsdóttir Þorgrímur Páll Þorgrímsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSLAUG ÁSMUNDSDÓTTIR
áður til heimilis að
Álfalandi 4, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn
1. október. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ásmundur Stefánsson Guðrún Guðmundsdóttir
Þór Stefánsson Hulda Ólafsdóttir
Ása Stefánsdóttir Jens Kvist Christensen
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuð eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGURBJÖRG ÁRMANNSDÓTTIR
lést þann 25. september síðastliðinn á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey. Hjartans þakkir
til starfsfólks göngudeildar Parkinson
á Fossvogssjúkrahúsi, heimahjúkrunar og starfsfólks
hjúkrunarheimilisins Sóltúni deild 3 d.
Guð blessi ykkur öll og ómetanleg störf ykkar.
Þórarinn Hrólfsson
Tryggvi Þórarinsson Ingibjörg Ingólfsdóttir
Hrólfur Þórarinsson Katrín Guðmunda Einarsdóttir
Sigþór Þórarinsson Matthildur Helgadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðurbróðir okkar,
HAFSTEINN SIGURJÓNSSON
matsveinn,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
13. september 2012. Bálför hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Hjalti Gunnarsson
Ámundi Gunnarsson
Sigurjón Gunnarsson
Kristbjörg Gunnarsdóttir
Ásgeir Gunnarsson
Bróðir minn og frændi okkar,
RAGNAR ÁGÚSTSSON
útgerðarmaður og vélstjóri,
Halakoti, Vatnsleysuströnd,
verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju,
Vatnsleysuströnd föstudaginn
5. október 2012 kl. 15.00.
Magnús Ágústsson
Guðfinna Guðmundsdóttir Kjartan Egilsson
Ragnar Már Kjartansson
Hlynur Örn Kjartansson Tara Pétursdóttir
Natalía Marín Hlynsdóttir
Pétur Ragnar Hlynsson
DAGSKRÁ Í FRÍKIRKJUNNI Í HAFNARFIRÐI
Inngangsorð: Árni Stefán
Árnason, sendiherra
alþjóðlega dags dýranna
á Íslandi
Tónlist: Unnur Birna
Björnsdóttir fiðluleikari
Ljóðalestur: Birgitta Jóns-
dóttir alþingismaður les
Tónlist: Ragnheiður
Gröndal söngkona
Kattasamsærið: Guð-
mundur Brynjólfsson les
úr samnefndri bók sinni
Tónlist: Bræðrabandið
Erindi um verndardýr-
ling dýranna, heil-
agan Frans frá Assisi:
Linda Rán Ómarsdóttir
djáknakandídat
Tónlist: Anna Sigríður
Helgadóttir söngkona
Ljóðalestur: Kristján
Hreinsson ljóðskáld les úr
ljóðum sínum
Tónlist: Margrét Eir
Hjartardóttir söngkona
Dýrasaga: Ragnheiður
Elín Clausen les
Bænastund: Bryndís Val-
bjarnardóttir prestur flytur
bæn fyrir dýrin
Kvikmyndin Djöflaeyjan í leikstjórn Friðriks Þór Frið-
rikssonar var frumsýnd. Myndin var gerð eftir bókum
Einars Kárasonar, Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyj-
unni. Fyrir frumsýningu mynd-
arinnar var brotist inn
í húsakynni Íslensku
kvikmyndasamsteyp-
unnar og óttast var að
frumsýningu mynd-
arinnar yrði frestað
í kjölfarið en svo var
ekki. Leikarar voru
meðal annars Baltasar
Komákur og Ingvar E.
Sigurðsson.
ÞETTA GERÐIST: 3. OKTÓBER 1996
Djöflaeyjan frumsýnd
Merkisatburðir
1542 Gissur Einarsson vígður biskup í Skálholti og er hann
fyrsti íslenski biskupinn í lúterskum sið.
1884 Kristjánsborgarhöll númer tvö brennur.
1903 Danakonungur samþykkir ákvörðun danska þingsins um
heimastjórn á Íslandi.
1932 Írak fær sjálfstæði frá Bretlandi.
1975 Þyrla Landhelgisgæslunnar hrapar í Skálafelli.
1990 Endursameining Þýskalands: Þýska alþýðulýðveldið er
lagt niður og sameinað Sambandslýðveldinu Þýskalandi. Dag-
urinn er þjóðhátíðardagur Þjóðverja.
1994 O.J. Simpson sýknaður af ákærum um morðin á eigin-
konu sinni Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman.