Fréttablaðið - 03.10.2012, Page 12

Fréttablaðið - 03.10.2012, Page 12
12 3. október 2012 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Um helgina var sagt frá því að miðar á tónleika Þýsku Fílharmóníunnar í Hörpu hefðu selst upp á fáeinum mínútum. Það kemur engum á óvart. Hljóm sveitin hefur mjög lengi verið á heimsmælikvarða. Hún heldur þeim kvarða uppi. Sama má segja um fjölmarga þætti þýskrar menn- ingar, ekki síst þeirrar mikilvægu menn- ingar sem kallast verkmenning. Þjóðverjar hafa í 60 ár sérhæft sig í framleiðslu á vöru sem heimurinn þarfnast: bílar, vélar, túrbínur, mynda- vélalinsur, hljóðeinangrandi plötur, flísa- lím, kítti, þvottavélar, jarðgangaborar og þannig mætti lengi telja. Eftirspurn heims- ins eftir þýskri gæðavöru vex stöðugt. Í Kína þurfa aðdáendur þýskra bíla að bíða í hálft ár eftir nýjasta Audi 6, BMW 116 eða Porsche 911. Nýjustu tölur herma að verðmæti þýskrar útflutningsvöru árið 2012 muni fara langt yfir eina billjón evra. Þau verða um 170 milljörðum hærri en verðmæti innfluttrar vöru. Það mun vera heimsmet. Atvinnuleysi hefur ekki verið lægra í Þýskalandi í þrjá áratugi. Um daginn var prentað í vikublaðinu Die Zeit áhugavert samtal breska sagnfræð- ingsins Niall Ferguson, sem er sérfróður um fjármála- og hagsögu, og kínverska hagfræðingsins Daokui Li sem er forstöðu- maður kínversku hagfræðistofnunarinnar CCWE. Þeir voru að ræða um hvert væri lífvænlegasta efnahagskerfi heimsins á 21. öldinni. Daokui Li er ekki í nokkrum vafa um það. Hann segir að Kínverjar líti til Þýskalands sem fyrirmyndar í efnahags- málum fremur en til Bandaríkjanna. Hann hafnar alfarið samsæriskenningum um að Þjóðverjar græði svo mikið á evrunni meðan öðrum þjóðum blæði. Hann bendir á að mikilvægustu markaðir fyrir þýskar vörur eru í Bandaríkjunum, Frakklandi, Brasilíu og Kína og hann fullyrðir að vel- gengni Þjóðverja stafi af áherslu þeirra á efnahagslegan stöðugleika, hátt menntun- arstig og bestu verkmenningu í heimi. Daokui Li líst ekkert á botnlausar skuldir Bandaríkjamanna og ósveigjanlegt efnahagskerfi þeirra. Hann segir að Þjóð- verjar hafi stungið Bandaríkjamenn af á kínverska markaðnum. Nú í haust eru 60 ár frá því að Ísland og þýska sambandslýðveldið tóku upp stjórn- málasamband. Það samband hefur verið farsælt. Er ekki hugsanlegt að Íslend ingar geti eitthvað lært af Þjóðverjum hvað varðar efnahagsstjórn og verkmenningu? Að ekki sé nú talað um tónlist. 60 ára stjórnmálasamband Í slenzkir skattgreiðendur greiða um helmingi hærri styrki til landbúnaðarins en ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) gera að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Á Íslandi nemur stuðningur við landbúnaðinn um 17 milljörðum króna á ári, sem er annars vegar í formi styrkja á fjárlögum og hins vegar tollverndar. Stuðningurinn nemur um 47% af tekjum bænda, en OECD-meðaltalið er um 20%, svipað og í Evrópusambandinu. OECD bendir á að opinber stuðningur við landbúnað hafi minnkað undanfarin tvö ár, en það sé fremur vegna þróunar gengis og heimsmarkaðsverðs á búvörum en að íslenzk stjórnvöld hafi breytt landbúnaðarstefnunni. Þetta er staðreynd, sem hlýtur að valda furðu þegar annars vegar er hafður í huga vandinn í ríkisfjármálum og hins vegar að styrkirnir, sem íslenzkir skattgreiðendur greiða til einkafyrir- tækja í þessari einu grein, eru einhverjir þeir hæstu á byggðu bóli. Einhver hefði sagt að einmitt nú ætti að skera upp hið dýra land- búnaðarkerfi, en á því hefur ríkisstjórnin ekki haft áhuga, heldur endurnýjaði hún nýlega búvörusamninga lítið breytta. Landbúnaðarstyrkir á Íslandi eru ekki aðeins þeir fimmtu hæstu í heimi, heldur eru þeir að stærstum hluta framleiðslutengdir og þar af leiðandi samkeppnishamlandi og markaðstruflandi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að haga þyrfti stuðningnum þannig að hvatar samkeppninnar væru nýttir til að styrkja greinina og auðvelda nýjum aðilum að vaxa og dafna á markaðnum. Á slíkum breytingum sem myndu auka skilvirkni í greininni hafa íslenzk stjórnvöld heldur ekki haft áhuga. OECD telur að hlutfall markaðstruflandi landbúnaðar- styrkja sé um 70% á Íslandi, samanborið við til dæmis 25% í ESB. Stundum er látið eins og háir landbúnaðarstyrkir á Íslandi séu mál sem nánast þurfi ekki að ræða og að landbúnaðurinn leggist af ef hinu úrelta styrkjakerfi verði breytt. Það er auðvitað rangt. Umbætur á landbúnaðarstefnunni í ýmsum nágrannalöndum okkar sýna að það er hægt að lækka kostnað skattgreiðenda og ýta um leið undir skilvirkni, þróun og nýjungar í landbúnaði. Við getum líka litið til reynslu fjarlægari landa. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar var efnahagskreppa á Nýja-Sjálandi og ríkisfjármálin í kalda koli. Þáverandi ríkisstjórn skar stuðning við landbúnaðinn úr svipuðum upphæðum og þá tíðkuðust í Evr- ópulöndum, niður í nánast ekki neitt. Í dag er stuðningur nýsjá- lenzkra skattgreiðenda 1% af tekjum bænda og felst fyrst og fremst í rannsóknar- og þróunarstyrkjum. Landbúnaðurinn er blómleg undirstöðuatvinnugrein, sem halar inn meirihlutann af útflutnings- tekjum landsins. Samt voru þeir að sjálfsögðu til á sínum tíma, sem spáðu því að nýsjálenzkur landbúnaður legðist af við breytinguna, ekki sízt af því að hann væri svo fábreyttur. Reynsla annarra sýnir að háir, markaðstruflandi landbúnaðar- styrkir eru ekki óumbreytanlegt náttúrulögmál. Áhugaleysi stjórn- málamanna á Íslandi á að taka til í þessum geira er illskiljanlegt. Dýrt, óskilvirkt landbúnaðarkerfi: Enginn áhugi á umbótum Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Alþjóða- samskipti Hjálmar Sveinsson fyrrum námsmaður í Þýskalandi Hægri og hægri Hollenskur Evrópuþingmaður kristi- legra demókrata er óánægður með Landsdómsréttarhöldin yfir Geir H. Haarde. Hann hefur unnið minnis- blað sem á að vera grundvöllur að vinnu laganefndar Evrópuþingsins. Þar segir að Alþingi hafi sett niður við málið og að það hafi eitrað pólitískt andrúmsloft. Þuríður Backman, þingmaður vinstri grænna, er ekki sannfærð um ágæti minnisblaðsins, og bætir við: „Það er jafnframt fráleitt að fela hægri þing- manni að fjalla um og skrifa skýrslu um hægri stjórnmálamann.“ Einn Hollendingur Þetta er furðuleg útlegging hjá Þuríði. Það er ekkert sem segir að vandaður Evrópuþingmaður geti ekki skrifað hlutlausa skýrslu um mann sem hann er sammála að sumu og kannski mörgu leyti. Væri ekki nær að orða það þannig að það sé fráleitt að ljá skoðun eins Hollendings svona mikla vigt, áður en kollegar hans á Evrópuþinginu fara um hana höndum? Óraunhæf áætlun Stiginn er fram á sjónarsviðið hópur fólks sem telur samband Íslands við Evrópu í hálf- gerðum ólestri. Meðal þess sem segir í ályktun hans er að útbúa verði nýja, raunhæfa áætlun um aðildar- viðræður við Evrópusambandið. Í hópnum er margt mektarmenna, meðal annars Samfylkingarmaðurinn Árni Páll Árnason. Þar höfum við sem sé skoðun varafor- manns utanríkismálanefndar Alþingis og mögulegs formannskandídats í Sam- fylkingunni á viðræðuáætlun Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra – sem Árni telur væntanlega óraunhæfa. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.