Fréttablaðið - 03.10.2012, Qupperneq 16
16 3. október 2012 MIÐVIKUDAGUR
Þetta er innihaldið í spurningu sem lögð verður fyrir þjóðina
20. október nk. Orðrétt hljóðar hún
svo: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá
verði ákvæði um að tiltekið hlut-
fall kosningarbærra manna geti
krafist þess að mál fari í þjóðar-
atkvæðagreiðslu?“
Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa
ekki verið algengar á Íslandi,
enda þótt forsetinn hafi frá lýð-
veldisstofnun haft vald til að fela
þjóðinni að staðfesta eða fella
lög frá Alþingi. Núverandi for-
seti varð fyrstur til að nýta þetta
ákvæði eins og kunnugt er. Á hinn
bóginn hefur lengi verið um það
rætt að kjósendur sjálfir ættu að
geta kallað eftir þjóðaratkvæða-
greiðslu. Jafnframt hefur komið
til álita að minnihluti þings gæti
gripið til þessa úrræðis.
Alþingi fól stjórnlagaráði sér-
staklega að gera tillögu í þeim
efnum. Allir þrír möguleikarn-
ir voru ræddir, þ.e.a.s. að frum-
kvæði að þjóðaratkvæði gæti
komið frá forseta Íslands, frá
skilgreindum minnihluta Alþing-
is eða beint frá kjósendum sjálf-
um. Niðurstaðan varð sú að horfa
einkum til síðasta möguleikans,
frumkvæðis þjóðarinnar sjálfrar,
en halda þó málsskotsrétti forset-
ans sem algerum neyðarhemli.
Í 65. gr. frumvarps ráðsins er
lagt til að 10% kjósenda geti kraf-
ist þjóðaratkvæðagreiðslu um
gildi laga frá Alþingi jafnframt
því sem málskotsrétti forsetans er
haldið (60. gr.). En þjóðaratkvæða-
greiðsla er vandmeðfarið úrræði
sem ekki má leggja við hégóma.
Í 67. gr. frumvarps síns leggur
stjórnlagaráð til að kjósendur geti
ekki krafist atkvæðagreiðslu um
viss fjárhags- og þjóðréttarmál.
Jafnframt er mælt fyrir um setn-
ingu laga um alla málsmeðferð
svo sem um vandvirkni og form-
festu við undirskriftasafnanir.
Í stjórnlagaráði var rætt um
hvort hafa ætti skilyrði um
þátttöku til að þjóðaratkvæða-
greiðsla teldist gild. Gallinn við
slík ákvæði er sá að þá getur
það verið beittara vopn að sitja
heima en að mæta á kjörstað og
taka afstöðu. Markmiðið um að fá
fram berorða skoðun þjóðarinnar
næðist þá ekki. Af þessum sökum
hvarf stjórnlagaráð frá þátttöku-
skilyrðum enda eru engin slík
ákvæði í gildandi stjórnarskrá.
Benda má á lýðræðislegri leið.
Hún gæti falist í því að þingmenn
teldust taka ákvörðun fyrir þann
hluta þjóðarinnar sem tekur ekki
þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Rök fyrir JÁ við spurningunni
Spurningin í þjóðaratkvæða-
greiðslunni er almennt orðuð;
hún snýst um markmiðið sjálft,
ekki um útfærslu stjórnlagaráðs.
Henni má hnika til, ef þarf.
Rökin fyrir því að svara með
jáyrði eru m.a. þessi:
• Allt vald í lýðræðisríkjum
er komið frá fólkinu sjálfu.
Það felur að jafnaði kjörnum
fulltrúum að fara með vald sitt
eftir umboði. En að sama skapi
á þjóðin að geta kallað valdið
aftur til sín, m.a. með því að
vefengja lagasetningu fulltrúa-
þingsins.
• Eindregin krafa kom fram á
Þjóðfundinum 2010 um aukna
aðkomu þjóðarinnar að ákvörð-
unum í mikilvægum málum.
• Þróunin nær hvarvetna í kring-
um okkur er í áttina að hæfi-
legu blandi af fulltrúalýðræði
og beinu lýðræði. Við höfum
verið eftirbátar annarra.
• Vilji þjóðarinnar til að geta
úrskurðað í mikilvægum
málum kom fram í góðri þátt-
töku í báðum þjóðaratkvæða-
greiðslunum um Icesave-málið.
• Beint lýðræði kallar á ábyrgð
fólksins og vekur þannig áhuga
þess á lýðræðinu. Ekki veitir
af þegar traust á stjórnvöldum
öllum er í lágmarki.
Rök fyrir NEI við spurningunni
Vissulega eru líka rök fyrir því að
stíga varlega til jarðar í beinu
lýðræði:
• Sumir vitna til Kaliforníu þar
sem atbeini kjósenda er sagð-
ur hafa stefnt ríkisfjármál-
unum í óefni (sem er reynd-
ar þjóðsaga). Við þessu má sjá
með því að leyfa ekki atkvæða-
greiðslu um fjárhagsleg mál-
efni og nokkur önnur viðkvæm
mál. Þessi varnagli er í tillögum
stjórnlagaráðs um frumkvæði
almennings eins og fyrr segir.
• Sagt er að auðvelt sé að æsa
10% þjóðarinnar upp gegn óvin-
sælli en óhjákvæmilegri laga-
setningu þingsins. Spurningin
sem lögð verður fyrir þjóðina í
haust snýst ekki um þetta hlut-
fall. Þyki mönnum það of lágt
er hægur vandi að hækka það í
meðförum þingsins.
• Sumir telja unnt að fá undir-
skriftir undir hvað sem er á
Íslandi. Ekki er víst að þessi
fullyrðing sé rétt. Alla vega
hefur sumum reynst örðugt að
safna meðmælendum í kosning-
um, t.d. við forsetakjör. Stjórn-
lagaráð velti vöngum yfir þessu
atriði og leggur til að sett verði
ströng ákvæði um undirskrifta-
safnanir.
Ályktun
Allir valdhafar, líka þingmenn,
starfa í umboði þjóðarinnar.
Þegar hún telur þörf á kallar
hún valdið til baka. Þannig eiga
fulltrúaræðið og beina lýðræðið
að geta styrkt hvort annað.
Pistilhöfundur mælir því með
jáyrði við spurningunni um það
hvort kjósendur geti krafist þess
að mál fari í þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Allir valdhafar, líka þingmenn, starfa í
umboði þjóðarinnar. Þegar hún telur þörf á
kallar hún valdið til baka. Þannig á fulltrúa-
ræðið og beina lýðræðið að geta styrkt hvort annað.
Afmaeli
15% 25%
www.sonycenter.is
100 Hz X-Reality myndvinnsla
Dynamic EDGE LED baklýsing
Tilboð 169.990.-
400 Hz X-Reality myndvinnsla
Dynamic EDGE LED baklýsing
Tilboð 289.990.-
40” LED SJÓNVARP KDL40EX653 46” LED SJÓNVARP KDL46HX753
5 ára ábyrgð
að verðmæti 12.000.- fylgir með í kaupunum
Sony Center I Verslun Nýherja Borgartúni I 569 7700 Sony Center I Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri I 569 7645
Rannsóknir og greining stendur fyrir ráðstefnu í
Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 4. október
kl. 8:45 – 15:30 í stofu V101.
Fjallað verður um mikilvægi rannsókna á högum
og líðan barna og ungmenna, samspil rannsókna,
stefnumótunar og þróunarstarfs og mikilvægi þess
að tryggja að niðurstöður komist til fagfólks á
vettvangi, almennings og stjórnvalda.
Á ráðstefnunni fjallar hópur alþjóðlegra vísindamanna
um hagnýtt og vísindalegt gildi æskulýðs-
rannsóknanna Ungt fólk 1992 til 2012 á Íslandi
og skrif sín úr þeim gögnum hjá Rannsóknum
og greiningu.
Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Skráning
er með tölvupósti á netfangið rannsoknir@rannsoknir.is
UNGT FÓLK
1992 – 2012
HVAÐ VITUM VIÐ NÚ?
Æskulýðsrannsóknir í 20 ár
Vilt þú að krefjast megi þjóðaratkvæðagreiðslu?
Umfjöllun um hinn stóra sinu-bruna sem átti sér stað í lok
sumars á Laugarlandi í landi Súða-
víkurhrepps hefur ekki farið fram
hjá neinum. Nú er reikningurinn
kominn og hljóðar upp á 20 millj-
ónir króna. Sveitarfélagið gerði
ráð fyrir að kostnaður við að reka
slökkviliðið væri ein milljón króna
fyrir árið 2012. Kostnaður vegna
þessa bruna er því tuttugu sinnum
hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Tuttugu milljónir virka ekki sem
há fjárhæð en fyrir lítið sveitarfé-
lag sem telur innan við 200 íbúa
er það stór biti til að kyngja þegar
haft er til hliðsjónar að skatttekjur
sveitarfélagsins árið 2011 voru
innan við 80 milljónir króna. Við
erum að tala um fjórðung tekna
sveitarfélagsins á ársgrundvelli.
Á vegum ríkisins er enginn sjóð-
ur til sem tekur á svona slysum.
Hvorki Bjargráðasjóður né Við-
lagatrygging Íslands greiða bætur
vegna svona hamfara. Nú þarf hver
íbúi Súðavíkurhrepps að taka á sig
meira en hundrað þúsund króna
tjón vegna fífldirfsku nokkurra
einstaklinga sem höfðu það gaman
í Laugarlandi fyrr í sumar.
Reykjavíkurborg veltir um 54
milljörðum króna á hverju ári.
Fjórðungur þess er um 11 millj-
arðar króna. Ímyndið ykkur ef tjón
af slíkri stærðargráðu kæmi til og
reikningurinn ætti allur að lenda á
Reykjavíkurborg! Ég myndi ætla
að borgarbúar myndu ekki sætta
sig við slíkt. Það væri fróðlegt að
vita hvort stjórnvöld myndu ekki
þá stökkva upp og finna leiðir til
þess að aðstoða Reykjavíkurborg.
Það er ekki hægt fyrir stjórnvöld
að loka augunum fyrir vandamáli
Súðavíkurhrepps og gera ekkert í
málinu. Ekkert sveitarfélag getur
staðið undir svona miklum útgjöld-
um og samt haldið úti lögbundinni
þjónustu. Ég skora á ríkisstjórnina
að finna lausn á þessu máli og að
komið verði á fót sjóði sem muni
hjálpa sveitarfélögum með sams
konar óvænt útgjöld. Einnig væri
hægt að breyta lögum um Bjarg-
ráðasjóð eða Viðlagatryggingu
Íslands.
Súðavík er í brunarúst
Ný stjórnarskrá
Þorkell Helgason
sat í stjórnlagaráði
Samfélagsmál
Bergvin Oddsson
stjórnarmaður í
Framkvæmdastjórn
Samfylkingarinnar