Fréttablaðið - 03.10.2012, Qupperneq 20
FÓLK|FERÐIR
■ Höfuðborg Bretlands hefur verið
vinsæll áfangastaður í sumar vegna
Ólympíuleikanna. Hér hafa verið teknir
saman nokkrir spennandi staðir sem
vert er að skoða í London.
HVAR Á AÐ BORÐA?
Hawksmoor Seven Dials Nýlegur
bar og grillstaður sem er í kjallara
í Covent Garden. Staðurinn lítur
út fyrir að hafa verið þar í margar
aldir þrátt fyrir að hafa opnað í
lok árs 2010. Steikur staðarins
eru syndsamlega góðar og ferð
á staðinn góð saga í reynslu-
bankann.
Hereford Road Bresk matargerð
eins og hún gerist best. Matseð-
illinn breytist daglega en yfirleitt
má sjá þar hefðbundinn breskan innmat
eins og kálfsheila og nýru og klassíska
breska búðinga.
Hix Vinsæll staður í Soho sem er í eigu
Mark Hix. Bar staðarins er einstakur og
algjörlega þess verður að heimsækja.
Staður til að fara á við sérstök tilefni.
HVAÐ Á AÐ GERA?
Camden Eyðið degi í einu líflegasta
hverfi borgarinnar. Ráfið um götumark-
aði og drekkið í ykkur andrúms-
loftið. Svæðið er fullt af
flottum börum, klúbbum og
tónlistarstöðum.
West End Nánast er skylda að
fara í leikhús þegar London er
heimsótt. Á West End má sjá
söngleiki sem hafa gengið í
fjölda ára sem og nýja.
Oxford Street er stór versl-
unargata í miðborginni. Um
það bil 300 verslanir eru við
götuna og hún er fjölsóttasta
og þéttasta verslunargata
í Evrópu. Gatan er aðal-
verslunargata borgarinnar. Hún er hluti
af stærra verslunarhverfi með Regent
Street, Bond Street og fleirum.
British Museum Safnið er eitt af mest
sóttu söfnum heims enda gefur það
ótrúlega fjölbreytta og yfirgripsmikla
sýn á heimsmenninguna.
ÚT Í HEIM | LONDON
SÍVINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
BUCKINGHAM-HÖLL
Ein frægasta höll heims
og opinbert heimili
Elísabetar drottningar.
Hluti hallarinnar er
opinn almenningi frá því
í júlí og fram í október á
hverju ári.
Hópur bæjarstarfsmanna frá Garða-bæ var staddur í fræðslu- og kynnisferð í Stuttgart í Þýska-
landi um síðustu helgi og notaði frítíma á
föstudagskvöldinu til að kíkja á Október-
fest sem þar fór fram. Guðfinna Kristjáns-
dóttir, upplýsingastjóri Garðabæjar, segir
að starfsmennirnir hafi ákveðið fyrir
fram að kynna sér þessa hátíð og keypt
miða í gegnum Netið. „Hátíðin nefnist
Cann statter Volksfest og var ótrúlega
skemmtileg. Við vorum 39 starfsmenn í
fræðsluferð og vorum búin að vera í stífri
dagskrá allan daginn, bæði á fyrirlestrum
og í áhugaverðum heimsóknum á leik- og
grunnskóla. Við vorum því orðin hálflúin
eftir strembinn dag þegar við mættum
þarna,“ greinir Guðfinna frá.
„Hátíðin fór fram á stóru svæði þar
sem um 10 risastór tjöld höfðu verið reist
og fullt af tívolítækjum verið komið fyrir.
Í tjaldinu þar sem við áttum pöntuð borð
voru sex til átta þúsund gestir saman-
komnir. Hljómsveit spilaði fjörug þýsk lög
með tilheyrandi hávaða og okkur leist
eiginlega ekkert á þetta í byrjun. Eftir
stutta stund fundum við þó vel fyrir öllu
fjörinu, enda allir syngjandi og dansandi.
Bekkir voru eftir endilöngu gólfinu áfastir
borðum og leikurinn færðist fljótt upp
á bekkina þar sem dansað var af mikilli
innlifun. Það var því ekki annað hægt en
að detta inn í þessa litríku stemningu.
Einnig var skemmtilegt að sjá Þjóðverjana
klædda í einhvers konar þjóðbúninga,
allir með lítra bjórkrús í hönd,“ segir
Guðfinna og hlær en þrír lítrar af bjór og
hálfur kjúklingur var innifalið í miðaverði.
„Maður gat nú ekki drukkið svona mik-
inn bjór en þetta var ótrúlega upplifun.
Ég hef aldrei farið svona áður en get mælt
með því,“ segir Guðfinna sem var ákaflega
ánægð með ferðina sem var vel skipulögð
af hálfu gestgjafa og margt sem Garðbæ-
ingarnir fengu að kynnast og fræðast um.
■ elin@365.is
ÓTRÚLEG STEMNING
Á OKTÓBERFEST
MIKIÐ STUÐ Um síðustu helgi hófst hin fræga Októberfest í Þýskalandi og
víðar um heim. Mikið fjör einkennir þessa hátíð og jafnan eru þúsundir
manna og kvenna sem skemmta sér saman.
UPPLIFUN
Guðfinna Kristjáns-
dóttir, upplýsingafulltrúi
Garðabæjar, skemmti
sér vel á Októberfest
í Stuttgart. Ekki er of-
sögum sagt að það sé
mikið fjör á Októberfest,
bjórinn teygaður og
dansað uppi á bekkjum.
Skipholti 29b • S. 551 0770
15%AFSLÁTTUR
AF YFIRHÖFNUM
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is
Leiðbeinandi: Qing
Kínversk
heilsu leikfimi
Fyrir 60 ára og eldri
kl. 10.15 virka daga
Qi
Gong
3. mánaða
Námskeið
fyrir 60 ára
og eldri
Sétilboð
2 fyrir 1
H e i l s u b æ t a n d i
5 0 0 0 á r a t æ k n i
SEINNI HLUTI Í KVÖLD KL. 21.40
WHAT TO DO
WHEN SOMEONE DIES
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS
BESTU
BROTIN
ÚR ÞÁTTUM
BYLGJUNNAR
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ
sem býður auglýsendum að kynna
vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn:
Jónína María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is s 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson
sverrirbs@365.is, s 512 5432
Elsa Jensdóttir
elsaj@365.is s. 512-5427
Fönkþátturinn
Fimmtudagskvöld
kl. 22