Fréttablaðið - 03.10.2012, Síða 21

Fréttablaðið - 03.10.2012, Síða 21
| FÓLK | 3FERÐIR Ástralía er fjórða stærsta land veraldar og mikill ævintýra-heimur. Landið býr yfir stór- kostlegri náttúru, allt frá rauðum eyðimörkum til ilmandi regnskóga, glæsilegum heimsborgum og skraut- legum krummaskuðum í óbyggðinni, gríðarlega fjölbreyttu dýralífi, glæsi- legum ströndum og vinalegu fólki. Fjöldi Íslendinga býr í Ástralíu, þar á meðal hjónin Sigmundur Valgeirs- son og Sigurbjörg Guðlaugsdóttir sem hafa verið búsett þar í 22 ár. Sigmundur segir að þau hjónin hafi ferðast til Ástralíu árið 1988 og eftir þá ferð var ekki aftur snúið. „Sigur- björg var ákveðin í að mennta sig frekar og hafði hug á að fara í fram- haldsnám í grein sem var ekki í boði í Háskóla Íslands. Upphaflega var ætl- unin að vera í fimm ár á meðan Sigur- björg kláraði BS-gráðu við háskólann. Við erum hér enn þá, 22 árum seinna, þannig að það hefur teygst töluvert úr þessum fimm árum. Við kunnum óskaplega vel við okkur hérna. Ástralía er gífurlega stór eyja og er náttúran hérna ákaflega fjölbreytt og stórkostleg.“ Hjónin fjárfestu í jeppa árið 2008 og hafa ferðast mikið um óbyggðir Ástralíu síðustu árin. Þau segjast hafa mestan áhuga á stöðum sem ekki eru í alfaraleið. „Við höfum ferðast mikið um óbyggðir Ástralíu síðustu árin og lent í miklum ævintýrum. Núna erum við í 18 vikna ferðalagi þar sem við keyrum frá Sydney til Kimberleys og Northern Territory í norður- og norð- vesturhluta landsins. Við ákváðum þessa áfangastaði þar sem þeir eru svo langt frá Sydney þar sem við búum.“ Þau voru tvö ár að undir- búa ferðalagið sem hófst í júlí og eru þessa dagana stödd í bænum Tenn- ant Creek í Northern Territory. Næst á döfinni er keyrsla til bæjarins Alice Springs sem er í miðju landsins. Lesa má ferðasögu þeirra hjóna á bloggi þeirra, www.simmiv.blogspot.com. FERÐAST UM ÓBYGGÐIR ÁSTRALÍU FÖGUR NÁTTÚRA Fjölbreytni einkennir náttúru Ástralíu og ferðalög um landið eru mikil ævintýri. Fjöldi Íslendinga býr í Ástralíu og eru þeir duglegir að ferðast um landið. Norðurhluti Ástralíu býður upp á eyðimerkur, krókódíla og menningu frumbyggja. Á LÖNGU FERÐALAGI Hjónin Sigmundur Valgeirsson og Sigurbjörg Guðlaugsdóttir eru á 18 vikna ferðalagi um norður- og norðvesturhluta Ástralíu. Hér hvíla þau lúin bein ásamt tuskukanínunni Kylie sem fylgir þeim í öll ferðalög. MYND/ÚR EINKASAFNI NAME IT BARNAFATNAÐUR / SMÁRALIND S: 544 4220 / KRINGLAN S: 568 4344 / SKRÁÐU ÞIG Í NAME IT KLÚBBINN Á WWW.NAMEIT.COM / FACEBOOK.COM/NAMEITICELAND BOLIR 2 STK . STR. 80-152 JOGGINGBUXURSTR. 80-152 PRJÓNAPEY SUR STR. 80-152 PRJÓNAKJÓLARSTR. 104-152 PRJÓNAKJÓLARSTR. 80-98 TÚNIKKUR STR. 80-152 HETTUPEYS UR STR. 104-1 52 LEGGINGS 2 STK STR. 104-1 52 FLAUELSBU XUR STR. 104-1 52 fyrir börnin og kíkir í heimsókn GALLABUXURSTR. 80-152 Tilboð gilda meðan birgðir endast

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.