Fréttablaðið - 03.10.2012, Síða 26

Fréttablaðið - 03.10.2012, Síða 26
3. október 2012 MIÐVIKUDAGUR22 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes LÁRÉTT 2. íþrótt, 6. ógrynni, 8. þvottur, 9. hafið, 11. umhverfis, 12. laust bit, 14. enn lengur, 16. bardagi, 17. þjálfa, 18. almætti, 20. pfn., 21. ögn. LÓÐRÉTT 1. harmur, 3. pot, 4. reiðufé, 5. fálm, 7. þögull, 10. gogg, 13. frjó, 15. kviður, 16. temja, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. golf, 6. of, 8. tau, 9. rán, 11. um, 12. glefs, 14. áfram, 16. at, 17. æfa, 18. guð, 20. ég, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. sorg, 3. ot, 4. lausafé, 5. fum, 7. fálátur, 10. nef, 13. fræ, 15. magi, 16. aga, 19. ðð. Skál Húgó! Enginn keyrir leið 32 hraðar en þú! Damn right! Skál Ívar! Enginn en jafn fljótur og þú að verða ofurölvi! Pabbi, má ég spyrja þig um eitt? Auðvitað. Þetta er mjög persónulegt og viðkvæmt mál. Ég skil. Hvað viltu spyrja mig um? Ég vil helst ekki segja þér það. AÐALFUNDUR MIÐLASAM- BANDSINS Og til upprifjunar, VÁ, bíðið hæg dömur mínar og herrar, ég var að fá andleg skila- boð. Mamma! Hannes festi tyggjó í hárinu á sér! Dæs! Ég næ í hnetusmjörið. Hnetu- smjörið?? Ef því er smurt í hárið losnar tyggjóið úr. Ég held þú þurfir stærri krukku. Keldan vill stuðla að bættu fjármálalæsi þjóðarinnar og stendur fyrir keppni í ávöxtun sem er opin öllum lands- mönnum, 15 ára og eldri, og þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning fer fram í gegnum visir.is og fær hver þátttakandi 10 milljónir Keldukróna til þess að fjárfesta í mismunandi flokkum. Vegleg verðlaun Þeir sem skila bestu ávöxtuninni þegar keppnin verður gerð upp næsta vor eiga kost á veglegum verðlaunum. Meðal vinninga er flug fyrir 2 til New York með Icelandair og 200 þúsund kr. inneign í sjóði VÍB. Skuldabréfanámskeið Í dag miðvikudaginn 3. okt. og þriðjudaginn 16. okt. kl. 17.00-18.00 Farið verður yfir grunnatriði við fjárfestingar í skuldabréfum. Hlutabréfanámskeið Fimmtudaginn 4. okt. og 18. okt. kl. 17.00-18.00 Farið verður yfir grunnatriði við fjárfestingar í hlutabréfum. Námskeiðin verða haldin í höfuðstöðvum Íslandsbanka á Kirkjusandi. Skráning fer fram á vib.is 15,2% 6,7% 30,5% 21,3% 7,2% Skráning er hafin á visir.is Ert þú fjárfestir framtíðarinnar? Námskeið hjá VÍB í tengslum við Ávöxtunarleikinn ÍS L E N S K A /S IA .I S /K E L 6 13 23 1 0/ 12 Ég stjákla milli herbergja án þess að eira við neitt. Kem ekki nokkru í verk af viti og því litla sem ég kem í verk sinni ég með hangandi hendi. Það liggja eftir mig hálfkláruð verk um allt hús. Ég er komin í útiskóna og úlpuermi þegar ég hætti skyndilega við og fer inn aftur, held stjáklinu áfram. Kveiki á sjón- varpinu aðeins til að slökkva á því og helli upp á kaffi sem kólnar á könnunni. „Hvaða ráp er þetta eiginlega á þér manneskja?!“ myndi sjálf- sagt einhver hreyta í mig þegar honum ofbyði rangl- andahátturinn, en ég er ein heima. Ég er í fríi. FRÍIÐ er reyndar senn á enda og það sem hrjáir mig skilst mér að kallist „fríloka- kvíði“. Rangl- andahátturinn og eirðarleysið komi til af því að mér finnist ég verða að nýta það sem eftir er af fríinu til hins ýtrasta og óttist að ég hafi ekki nýtt það sem skyldi fram að þessu. Að ég hafi eytt dýrmætum tíma í vitleysu, jafnvel í ekki neitt og hafi nú ekkert til að sýna fram á að fríinu loknu. Því sé eins gott að bretta upp ermarnar því allt þarf að gerast á stundinni … en þó gerist ekki neitt. FRÍLOKAKVÍÐI er af sama meiði og fleiri óviturlegar tilfinningar og vanga- veltur, eins og til dæmis þær sem hrjá þá sem óttast að verða gamlir! Þið kannist við þá. Það eru þeir sem fóru að barma sér yfir því hvað þeir voru „orðnir rosa- lega gamlir“ löngu fyrir þrítugt og hafa því „verið gamlir“ alla ævi þegar þeir loksins verða gamlir. Hjá þeim er glasið alltaf hálftómt. Fríið alltaf „rétt að verða búið“. ENDA skilaði frílokakvíðinn mér engu þegar hann blossaði skyndilega og ófor- varandis upp í brjóstholinu. Ég áttaði mig á því þegar ég fékk mér sopa af ísköldu kaffinu sem ég hafði hellt upp á í kvíðakastinu. Ég var að eyða fríinu í vit- leysu með áhyggjum yfir því að ég væri að eyða því í vitleysu! Ég get ekki farið svona með fríið, hugsaði ég með sjálfri mér. Ég dreif mig því í útiskó og úlpu og fór niður í bæ, til að fá mér kaffi og gera ekki neitt. Af því að ég er í fríi. Ekki er öll vitleysan eins

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.